Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 52
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þórir Kolka Ásgeirsson gaf sér vart tíma til þess að líta upp í gær vegna anna við að setja upp málverk á Café Haití við Geirsgötu í Reykjavík, en klukkan 14.00 í dag opnar hann þar fyrstu einkasýningu sína. „Ég veit ekkert skemmtilegra en að teikna,“ segir listamaðurinn, sem er 14 ára og sýnir um 20 myndir á sýningunni. Þórir, sem er í 8. bekk í Laugar- lækjarskóla, eyðir öllum frístundum sínum í að mála. „Ég hef teiknað í rúm tíu ár margt fólk alls staðar að og síðan landslag frá því fyrir um tveimur árum,“ segir hann um verk- in. „Ég hef blómstrað í listinni og þess vegna langaði mig til þess að halda sýningu, þar sem ég er með svo margar myndir og mér finnst að þær þurfi að njóta sín einhvers staðar.“ Margir segja að börn séu bestu málararnir, því þau máli hlutina eins og þau sjá þá án þess að vera bundin af einhverjum reglum. Þórir segir að hann hafi strax ánetjast listinni. „Þegar ég fékk blýant og blað byrj- aði ég strax að teikna og fannst það ótrúlega skemmtilegt,“ segir hann. Hann bætir við að hann hafi haldið mörgum gömlum myndum til haga og til dæmis séu til mjög flottar abstraktmyndir, sem hann gerði í æsku, eins og til dæmis mynd af hesti sem eigi að vera maður. Mynd- irnar á sýningunni eru þó allar ný- legar en hann segir að það hafi verið töluverður vandi að velja þær bestu úr til þess að hengja upp. Málar úti í náttúrunni Jóhannes Kjarval var þekktur fyrir að setjast með sjálfum sér úti í hrauni og mála umhverfið á staðn- um. Þórir segist líka kunna best við sig að mála úti í ósnortinni nátt- úrunni. „Mér finnst skemmtilegast að mála landslag,“ segir hann. „Ég vil helst fara út fyrir borgarsvæðið, á staði þar sem er engin byggð eins og til dæmis í Straumsvík og Gálga- hrauni, þar sem maður nær að fanga landslagið án þess að fólk sé fyrir manni. Það er líka leiðinlegt að mála þar sem hús skyggja á landslagið. Ég er ekki svona húskarl.“ Þórir vinnur með þurrkrít og blýant. Hann segist gera útlínurnar á vettvangi en vinni síðan betur úr verkinu heima. „Ég mála aldrei eftir ljósmynd því það er óekta,“ segir hann. Þórir bætir við að hann hafi lært að beita pastellitum á nám- skeiði í myndlistarskóla en annars hafi hann þróað listina með sjálfum sér. „Þessir litir eru ómissandi.“ Sýninguna kallar hann „Það sem augun sjá og hugurinn skynjar“ og stendur hún til 29. mars. Skemmtilegast að teikna  Þórir Kolka 14 ára opnar sýningu á Café Haití Ungur listamaður Þórir Kolka Ásgeirsson er 14 ára og opnar sína fyrstu einkasýningu á Café Haití í dag. Málverk Þórir segir skemmtilegast að mála landslag í ósnortinni náttúru. LAUGARDAGUR 15. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fékk 12 fullnægingar á dag 2. Var vélinni lent? 3. „Nýjar upplýsingar“ og leit … 4. Þeir flugu farþegaþotunni  Í tilefni af Mottumars hefur þunga- rokkssveitin DIMMA ákveðið að gefa sérsmíðaðan hljóðnemastand Stefáns Jakobssonar söngvara á uppboð til styrktar baráttunni gegn krabbameini. Hljómsveitin Dimma styrkir Mottumars  Bernd Ogrodnik brúðulistamaður er nú kominn heim eftir tveggja mánaða leikferð yfir endilangt Kanada. Í för með Bernd voru Pétur, úlfurinn og annað frítt föruneyti og skemmtu þau um 40.000 börnum á um 100 sýningum. Af þessu tilefni verður sýningin um Pétur og úlfinn í boði um næstu helgi á Brúðuloftinu en eingöngu er um þennan eina dag að ræða. Pétur og úlfurinn mæta á Brúðuloftið  Síðasta sýning á Ómar æskunnar með Ómari Ragnarssyni verður í Gafl- araleikhúsinu á morgun, sunnudaginn 16. mars kl. 20.00. Sýningin er bráð- fyndin úttekt Ómars á æskuárum sín- um, Reykjavík stríðs- og eftirstríðs- ára og alveg einstaklega skemmtilegum og sér- kennilegum ein- staklingum sem höfðu áhrif á hann í æsku og mótuðu viðfangsefni hans, fólk og fyrirbæri, síðar meir. Síðasta sýning Ómar æskunnar á morgun FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-18 m/s fyrst á Suðvesturlandi en hægari annars staðar. Snjókoma á Norður- og Austurlandi fram eftir degi, annars rigning eða súld. Á sunnudag Vestan 8-15 m/s, en hægari nyrst. Úrkomulítið á Suðausturlandi og Aust- fjörðum, annars snjókoma eða él. Kólnandi veður, frost víða 1 til 5 stig síðdegis. Á mánudag Norðan 5-13 m/s, en vestlægari sunnanlands. Él fyrir norðan og vestan, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Handknattleiksmaðurinn Róbert Aron Hostert hjá ÍBV mun að öllum líkindum spila með Mors-Thy í Dan- mörku næsta vetur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Róbert gert upp hug sinn, en aðeins á eftir að skrifa undir samninginn. Það verður þó væntanlega gert strax um helgina. Fyrir hjá Mors-Thy er Guð- mundur Árni Ólafsson. »1 Róbert Aron á leið til Mors-Thy í Danmörku Á síðustu dögum hafa hand- boltamenn rætt um hugsan- lega fjölgun keppnisliða í úr- valsdeild karla, Olís-deildinni, í handknattleik á næsta keppn- istímabili. Umræður um fjölg- un í deildinni hafa verið árlegar undanfarin ár og á tíðum hafa menn hreinlega viljað gera breytingar eftir á, yfirleitt af því að það hefur þjónað hags- munum félaga þeirra að fjölg- að verði í efstu deildinni. »4 Þörf breyting eða stundarhagsmunir? Handboltamaðurinn Agnar Smári Jónsson var lánaður frá Val til ÍBV í haust og hann hefur látið til sín taka með Eyjamönnum. Agnar skoraði 10 mörk gegn FH í fyrrakvöld og er leikmaður umferðarinnar hjá Morgunblaðinu. „Það kom mér hrikalega á óvart hversu gott það er að búa í Eyjum,“ segir Agnar Smári sem stundar þar nám og þjálfar yngri flokka. »2-3 Kom á óvart hversu gott er að búa í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.