Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkróki Eftir þorra, sem blótaður var rækilega nú, eins og áður, þar sem fjöldi gesta var frá nokkrum tugum til stærsta blótsins sem losaði 600, hefur komist á ró í bæ og héraði en aðdragandi árlegrar Sæluviku er kominn á fulla ferð.    Þá er fólk farið að lengja eftir fréttum af framboðum flokkanna fyrir kosningarnar í vor, en kjör- nefndir halda spilum þétt að sér og fréttist fátt um prófkjör, uppstill- ingarnefndir eða lista og finnst mörgum það æra óstöðugan að bíða þessara tíðinda.    Við Fjölbrautaskólann var fundur kennara og nemenda í viku- lok vegna komandi verkfalls sem alltaf kemur verst niður á útskrift- arnemum, og rætt á hvern hátt mætti lágmarka skaðann.    Þorkell Þorsteinsson kennari sagði nemendagildi við FNV væru um 340 í fullu námi, en alls stund- uðu námið um 500 nemar. Sagði hann aukna hlutdeild skólans í nem- endum frá Norðurlandi vestra sem m.a. kæmi til vegna dreifnáms sem nú hefði verið tekið upp á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi.    Benti hann á að þegar sæjust breytingar þar sem dreifnám væri í gangi, er nemendur gætu verið heima tvo vetur eftir grunnskóla – „en auðvitað vonum við að þessir krakkar komi til okkar eftir þessi ár“.    Verknám skólans gengur mjög vel, utan tréiðnadeild, þar sem sam- dráttur er í námi í húsasmíði, en að- sókn góð í málm- og rafiðnir, og gert er ráð fyrir að hársnyrtibraut verði annað hvert ár. Ný námskrá um plastiðnað bíður í ráðuneyti en á sl. ári var kennt eitt námskeið og út- skrifaðir 32 plastbátasmiðir í sam- vinnu við Siglingastofnun.    Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri sagði stærstu framkvæmd ársins sem í skoðun væri, vera leikskóla í Varmahlíð, þar eru börn á biðlista og þörf á stækkun. Við störf væri samstarfsnefnd með Akrahreppi þar sem skoðaður væri skóli fyrir 47 börn, en kostnaður yrði um 100 millj. með frágangi lóðar.    Fækkun íbúa hefur orðið um 40 frá sl. ári, en á undanförnum árum hefur opinberum störfum hér fækk- að um 50. Þannig voru t.d. á Norð- urlandi vestra 10 læknar með fasta búsetu fyrir stuttu, en nú þrír og veldur þetta áhyggjum.    Í endurvinnslustöðinni Flokku starfa 8 og sagði eigandinn Ómar Kjartansson að efni móttekið sl. 6 ár sem farið hefði í endur- vinnslu 5.280 tonn en lífrænt heim- ilissorp sem sent væri til moltugerð- ar væri um 120 tonn á ári.    Strandsiglingar eru aftur hafnar, en flug hætti hingað um ára- mót, eitt kemur og annað fer, körfu- boltaliðið komið upp í úrvalsdeild, nægur snjór í fjallinu, sól hækkar á lofti, fyrstu farfuglarnir komnir og bráðum jafndægur að vori og því ástæðulaust að vera með einhverja fýlu. Morgunblaðið/Björn Björnsson Kvöldroðinn í Skagafirði Daginn lengir nú óðfluga og kvöldsólin er oft falleg yfir vesturfjöllum og Tindastóli. Gott mannlíf í föstum skorðum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fólk í Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslum fær í dag smá- skilaboð í GSM- síma með við- vörun um Kötlu- gos. Þetta er æfing sem al- mannavarna- nefndin á svæð- inu, ríkislögreglu- stjóri og Neyð- arlínan standa fyrir. Tilgang- urinn er kanna virkni símkerfisins með tilliti til þess að það virki til útsendinga á upplýs- ingum þegar vá steðjar að. Í allra virka síma á svæðinu Framkvæmd æfingarinnar er þannig að í kerfum Neyðarlínunnar er dregið upp svæði sem ætla má að verði fyrir beinum áhrifum af Kötlu- gosi. Þróaður hefur verið hugbún- aður sem virkar þannig, að hægt er að senda skilaboð í alla virka síma innan ákveðinna markalína. Kötlu- svæðið sem er undir á þessari æf- ingu nær frá Þykkvabæ í Rangár- vallasýslu og austur á Síðu við Kirkjubæjarklaustur, en á því búa um 4.000 manns. Skilaboðin verða á íslensku og ensku, á síðarnefnda málinu með tilliti til erlendra ferða- manna sem kunna að vera á svæðinu. „Við þurfum að kanna virkni kerfisins, hvort og þá hvar séu dauð- ir punktar. Ef svo er þarf að bæta úr, en í þessu sambandi vitum við að GSM-sambandið er veikt til dæmis í Álftaveri og Skaftártungum,“ segir Sveinn Kr. Rúnarsson yfirlögreglu- þjónn á Hvolsvelli. Í Eyjafjallagosunum sem stóðu frá í mars og fram í maílok 2010 var stuðst við að senda skilaboð í gegn- um fastlínukerfi og á skráða síma. Þar fékkst ákveðin reynsla, sem nauðsynlegt þykir að þróa frekar og prófa eins og gert verður í dag. Fer í loftið kl. 11.00 Starfsfólk Neyðarlínunnar þróaði og setti nýtt kerfi á laggirnar í upp- hafi síðasta árs, sem var prófað lítil- lega þá. Nú þarf hinsvegar, segir Sveinn, að kanna hvernig kerfið virki. Þeir sem ekki fá boðin send kl.11.00 í dag og eru staddir á áhrifa- svæðinu eru beðnir að koma ábend- ingum til lögreglu á Hvolsvelli með upplýsingum um nafn, símanúmer, staðsetningu og símafyrirtæki. Fá Kötlugosið í farsímann í dag  Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýslur vaktar  Nýtt kerfi Neyðarlínu Morgunblaðið/Ómar Eyjafjallagos SMS-boð fara til fólks á hamfarasvæðum sem viðvörun. Skilaboðin » Svæðið frá Þykkvabæ og austur á Síðu er undir á síma- æfingunni nú í dag. » Einnig á ensku til að ná til erlendra ferðamanna. » Veikir punktar í farsímakerf- inu verða teknir út, sem eru Álftaver og Skaftártunga. Sveinn Kr. Rúnarsson Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum SE RV ÉT TÚ R KE RT I DÚ KA R Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmisservéttubrot Sjá hér! Opið laugardaga kl. 10-16 ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 living withstyle Mottumars 5% af allri mottusölu rennur til krabbameinsfélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.