Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 MUNDO - ferðaskrifstofa þar sem menntun, skemmtun, menning og þjálfun fara saman, boðar til almenns kynningar- fundar í Hannesarholti Grundarstíg 10, miðvikudaginn 19. mars klukkan 17:00. Allir velkomnir! Ertu að leita að innihaldsríku fríi? Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bestu einstaklingar í kynbótaverk- efni á öspum uxu um þrjá metra á tæpum fimm árum. Jafnframt var mikil þykknun í stofnvexti en það þýðir meiri við- armassa, sem er veigamikið atriði fyrir þá sem stunda skógrækt. Þessu til viðbótar eru vísbendingar um að aspirnar séu þolnari gagn- vart asparryði, sem víða hefur farið illa með aspir síðastliðinn áratug. Eðlilega hafa þeir sem leggja stund á skógrækt þegar falast eftir klónum úr tilrauninni, en verkefnið er ekki komið á það stig að tímabært sé að hefja dreifingu trjáa. Um ald- arfjórðungur er síðan farið var að nota alaskaösp í skógrækt hér á landi. Halldór Sverrisson, líffræðingur og plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá, leiðir þetta verkefni og segir að árangur- inn til þessa sé afskaplega góður. Hann rekur upphaf verkefnisins til vanda sem fylgdi asparryði um síð- ustu aldamót. Reynt var að finna einstaklinga sem hefðu mótstöðu gegn ryðinu og var greinum af slík- um aspartrjám af báðum kynjum víxlað saman við einstaklinga sem höfðu sýnt hraðan vöxt. Afkom- endum var síðan plantað í reiti víða um land til að sjá hvernig þeir þrif- ust við mismunandi aðstæður. Efnilegustu einstaklingunum úr fyrstu afkvæmatilraununum var síð- an safnað vorið 2009 og komið fyrir í safni í Biskupstungum. „Við mæl- ingar á trjánum í fyrrahaust kom í ljós að þessir nýju klónar hafa flestir vaxið betur heldur en klónar sem við þekktum áður, bæði foreldrarnir og klónar sem voru þekktir í skóg- rækt,“ segir Halldór. Miklu hraðari en hjá eldri klónum „Það hefur komið í ljós að þessir nýju afkomendur eru betri, vaxa hraðar og sumir þeirra virðast hafa betri mótstöðu gegn asparryði. Síð- astnefnda atriði verður rannsakað betur í sumar, en enginn er með öllu ónæmur fyrir ryðinu. Margir þessara klóna voru í haust komnir í yfir þriggja metra hæð og sýndu líka mikla þykknun í stofn- vexti, sem segir hvað lífmassinn eða viðarmassinn er mikill. Í eldri til- raunum á öspum er vöxtur oft afar hægur fyrstu árin eða að meðaltali um 25 sentímetrar á ári og þau tré eru oft aðeins rúmur metri á hæð eftir fjögur ár. Ég vil ekki alhæfa eða taka of djúpt í árinni um nýju klónana, en ég sé ekki annað en vöxtur þeirra sé miklu hraðari en hjá eldri klónum, og algengt að hann sé 60-70 sentí- metrar á ári. Þess ber þó að geta að margir af gömlu klónunum ná þeim vexti eftir að þeir hafa slitið barns- skónum“ segir Halldór. Gróska Ása Gunnþórunn við aspir, sem vaxið hafa hratt á síðustu árum. Ofuraspir sem vaxa hraðar og ryðga síður  Vöxturinn getur orðið um þrír metrar á fimm árum Halldór Sverrisson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verkfallsboðun hjá starfsmönnum í járnblendiverksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga var samþykkt í at- kvæðagreiðslu sem lauk í gær. Verkfallið á að hefjast 25. mars hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Skv. upplýsingum Verkalýð- félags Akraness tóku þátt í kosn- ingunni félagsmenn allra félaga sem eiga aðild að kjarasamn- ingnum hjá Elkem en þau eru Verkalýðsfélag Akraness, VR, FIT, RSÍ og Stéttarfélag Vesturlands. 85,6% starfsmanna þessara félaga greiddu atkvæði og var verkfalls- boðunin samþykkt með 84,4% greiddra atkvæða. „Það er ljóst að kröfur þeirra eru í engum takti við það sem samið hefur verið um á almennum vinnu- markaði til þessa,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir það vekja furðu að farið er fram með miklu hærri kröfur hjá þessu fyrirtæki en gert hefur verið ann- ars staðar í ljósi þess að afurðaverð hjá Elkem hafi lækkað mikið um allnokkurt skeið. „Þar er ekkert sem réttlætir meiri launakröfur til fyrirtækisins en annarra ef horft er til markaðsaðstæðna og afkomu,“ segir hann. Yfirvinnubann hefur staðið yfir hjá Elkem frá 23. febrúar og segir Þorsteinn ljóst að ef verkfallið skellur á 25. mars mun öll fram- leiðsla verksmiðjunnar stöðvast strax. Boðað er til næsta sáttafundar í deilunni nk. þriðjudag. Samþykktu verk- fall hjá Elkem  SA segir háar launakröfur í engum takti við kjarasamninga annarra Morgunblaðið/Árni Sæberg Járnblendiverksmiðjan Boðað verk- fall hjá Elkem á að hefjast 25. mars. Ef kjarasamn- ingar nást ekki við Isavia munu stéttarfélög starfsfólksins, FFR, SFR og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, alls um 400 manns, grípa til verkfalls- aðgerða að sögn Kristjáns Jóhanns- sonar, formanns FFR. „Við höfum hitt Samtök atvinnulífsins á átta fundum. Deilunni var vísað til ríkis- sáttasemjara í lok febrúar og ekkert hefur gengið. Við teljum okkur eiga töluvert inni hjá Isavia en þeir vilja halda sig við þennan hefðbundna ASÍ-samning. Það er ekkert laun- ungarmál að starfsmenn eru orðnir óþolinmóðir,“ segir Kristján. Stétt- arfélögin funduðu á fimmtudag þar sem fram kom eindreginn vilji til að- gerða að sögn Kristjáns. Næsti fund- ur verður á þriðjudag. Þá skýrist hvort félagsmenn veita ríkari heim- ildir til aðgerða, segir Kristján. vid- ar@mbl.is Hóta verkfalls- aðgerðum semjist ekki við Isavia Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undirbúningur er hafinn vegna 60 herbergja viðbyggingar við Icelandair Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu í Reykjavík og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 1. maí á næsta ári. Fyrirtækið JE Skjannar ehf. byggingaverk- takar keypti gamla Slipphúsið 2003 og sumarið 2009 sóttu eigendurnir, Einar Ágústsson og Jens Sandholt, um að fá að breyta húsinu í hótel. Hrunið setti strik í reikninginn en 2011 gerðu þeir samning við forsvarsmenn Flugleiðahótela og um ári síðar, 18. apríl 2012, var Icelandair Hótel Reykjavík Marina formlega opnað. Þar eru 108 hótelherbergi og þar af tvær svítur og fimm fjölskylduherbergi með kojum. Auk þess er þar m.a. líkamsrækt, veitingastaður og Slippbarinn. Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging. Jens segir að hönnunin sé komin á fullt. 45 herbergi verði í ný- byggingunni og 15 svítur og herbergi í gömlu húsunum. „Við viljum halda götumyndinni, þó það sé kostnaðarsamara, endurgera húsin og stækka þau,“ segir hann. Jens bætir við að húsin og nýbyggingin verði tengd við núverandi hót- elbyggingu með tengigangi á fyrstu hæð. Jens segir að vonast sé til þess að hægt verði að byrja að grafa fyrir grunni í byrjun apríl og gangi það eftir sé stefnt að því að afhenda hótelið til notkunar 1. maí á næsta ári. Bæta við 60 hótelherbergjum  Viðbyggingar við Icelandair Hótel Reykjavík Marina afhentar 1. maí 2015  45 herbergi verði í nýbyggingunni og 15 svítur og herbergi í gömlu húsunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.