Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 6
festing í ferðaþjónustu var, sam- kvæmt tölum WTTC, rúmir 36 millj- arðar, sem er um 14,7% af heildar- fjárfestingu og er gert ráð fyrir að fjárfestingar í ferðaþjónustu dragist saman um 4% í ár. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins fóru 99.099 erlendir ferðamenn um Leifsstöð og er það 35,3% aukning frá því í fyrra þegar rúmlega 73.000 erlendir ferðamenn komu til lands- ins um Leifsstöð. Um 40% þeirra sem sóttu landið heim í janúar og febrúar komu frá Bretlandi og tæp 14% frá Bandaríkjunum. Ferðamálastofa veitir leyfi til ferðaskipuleggjenda og ferðaskrif- stofa og hefur þeim fjölgað mjög undanfarin ár. Ferðaskipuleggj- endur skipuleggja ýmsar dagsferðir, eins og t.d. hestaferðir, hvalaskoð- unarferðir, siglingar, flúðasiglingar o.fl. og selja þær ýmist sjálfir eða í gegnum ferðaskrifstofur. 89 fleiri ferðaskipuleggjendur Til að fá leyfi sem ferðaskipleggj- andi þarf viðkomandi að vera orðinn 20 ára, búa innan EES-svæðisins eða í Færeyjum, vera með hreint saka- vottorð, má ekki vera gjaldþrota og ekki hafa verið sviptur leyfi sem ferðaskipuleggjandi á síðustu þrem- ur árum. Ferðamálastofa veitir þessi leyfi og heldur utan um fjölda þeirra, en hefur ekki tekið saman hversu margir erlendir ferðaskipuleggj- endur skipuleggja ferðir hér á landi. Í dag hafa 123 leyfi sem ferða- skipuleggjendur, en árið 2008 höfðu 34 slík leyfi. Þá hefur ferðaskrif- stofum fjölgað talsvert, árið 2013 voru 195 ferðaskrifstofur með virk leyfi, en 2008 voru þær 123. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir síðasta ár gistu útlendingar þá 1.706.525 nætur á hótelum og gistihúsum landsins. Í janúar í ár voru gistinætur erlendra ferðamanna 104.186 sem er aukning um tæp 39% frá því í janúar í fyrra. Heildarfjöldi gististaða og gisti- rúma á landinu öllu fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir, en árið 2012 voru þau 368 og í þeim voru 22.525 gisti- rúm. 17.500 gistirúm til viðbótar Í úttekt sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg kemur fram að fjöldi hótelrúma á hverja 1.000 íbúa í Reykjavík er um 25 og að það sé svipað og í öðrum borgum á Norð- urlöndunum. Í sömu úttekt er áætl- aður fjöldi rúma á gististöðum mið- aður við áætlanir um fjölgun ferðamanna. Áætlunin nær til ársins 2030 og sé svokölluð miðspá höfð til hliðsjónar, er miðað við að það árið komi 1.400.000 erlendir ferðamenn til landsins og að þörf sé á 17.500 gistirúmum á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar þeim sem þegar eru til staðar. Margföldunaráhrif á ýmsan hátt  Margir þættir ferðaþjónustunnar hafa margfaldast á fimm árum  35% fleiri útlendingar um Leifsstöð í janúar og febrúar en á sama tíma í fyrra  Þörf á þúsundum gistirúma á næstu árum Morgunblaðið/Eggert Lesið í kortin Samhliða fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hefur orðið mikil aukning í mörgum þeim at- vinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustunni á einhvern hátt. Um 38.000 Íslendingar starfa við ferðaþjónustu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Ársfundur 2014 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda 2014 verður haldinn föstudaginn 21. mars 2014 í Kötlu, á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, og hefst kl. 16:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings 2013. 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt. 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins. 5. Breytingar samþykkta sjóðsins. 6. Önnur mál. Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn. Lífeyrissjóður bænda Bændahöllinni við Hagatorg - 107 Reykjavík Sími 563 0300 - lsb@lsb.is - www.lsb.is evrópska kísil- málmiðnaðinum keypt verk- smiðjulóðina og umhverfismat sem staðfest var fyrir tæpu ári. Það stígur þannig inn í þróað verk- efni og getur haf- ið framkvæmdir fyrr en ella. United Silicon mat jafnframt stað- setningar fyrir uppsetningu og rekstur kísilmálmverksmiðju í öðr- um löndum, meðal annars í Miðaust- urlöndum og Malasíu en Helguvík varð fyrir valinu. Landsvirkjun gerði fyrr í þessari viku samninga um sölu á orku til kís- ilvers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Þá hefur Landsvirkjun samið um skilmála orkusölusamn- ings við Thorsil sem er að láta hanna aðra kísilmálmverksmiðju á iðnaðar- svæðinu í Helguvík. Landsvirkjun Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum mjög ánægð með að þess- um áföngum skuli náð. Samt er ástæða til að vara við of mikilli bjart- sýni. Á samningunum eru fyrirvarar sem á að aflétta í maí og fyrr fögnum við ekki,“ segir Árni Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar. United Silicon hf. hefur gert samning um kaup á raforku frá Landsvirkjun til kísilvers sem áformað er að reisa í Helguvík og samning við Landsnet um að flytja orkuna til Helguvíkur. Áætlað er að verksmiðjan þurfi 35 megawatta afl og að starfsemi hennar hefjist í byrj- un árs 2016. Unnið hefur verið að undirbúningi kísilvers í Helguvík í fimm ár. Reykjanesbær tók frá lóð við höfn- ina og undirbjó hana. Erlend sam- starfsfyrirtæki heltust úr lestinni. Nú hefur United Silicon hf. sem er nýtt félag stofnað af hópi fyrirtækja í fagnar í tilkynningu auknum fjöl- breytileika í viðskiptamannahópn- um. Landsnet hefur undirbúið teng- ingu iðnaðarsvæðisins í Helguvík við meginflutningskerfið á Fitjum í Reykjanesbæ og hefjast fram- kvæmdir á næsta ári. Afhendingar- öryggi mun síðan aukast með nýrri Suðurnesjalínu sem til stendur að leggja. Nýta aukaafurðir Um 65 starfsmenn verða í verk- smiðju United Silicon en Árni Sig- fússon bendir á að á annað hundrað störf verði í byggingariðnaði vegna byggingar hennar. Þá segir hann að gufa og aðrar aukaafurðir frá kísil- verinu séu grundvöllur annarra fyr- irtækja á svæðinu. Meðal annars bíði fyrirtæki sem hyggi á framleiðslu á afísingarvökva fyrir flugvélar eftir því að verksmiðjan taki til starfa. „Þess vegna er þessi áfangi mikil- vægur fyrir okkar samfélag.“ Fagna ekki fyrr en fyrir- vörum hefur verið aflétt  Kísilver í Helguvík skapar margvísleg atvinnutækifæri Árni Sigfússon Í júlí í fyrra voru skráðar 140 bílaleigur hér á landi, en þá var mikill vöxtur í þessari starfs- grein og voru nokkrar nýjar bílaleigur skráðar í viku hverri. Nú hafa 139 bílaleigur starfs- leyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu sem veitir slík leyfi og fylgist með því að skilyrði starfsleyfa séu upp- fyllt. Ekki liggur fyrir hvort þær séu allar starfræktar árið um kring. Bílaleigur eru í öllum lands- hlutum og þær stærstu hafa starfsstöðvar víða um land. Þær teljast þó einungis sem eitt starfsleyfi, burtséð frá því hversu starfsstöðvar þeirra eru margar. Fjöldi bílaleigna hefur næstum því tvöfaldast frá 2008 þegar þær voru 76. Mikil fjölgun frá 2008 139 BÍLALEIGUR Á LANDINU BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ferðaþjónusta var 21,6% vergrar þjóðarframleiðslu í fyrra og 21,9% heildarstarfa í landinu voru innan ferðageirans. Það er eiginlega sama hvert litið er innan ferðaþjónust- unnar hér á landi; víða má sjá mikinn vöxt á undanförnum árum, sér í lagi frá hrunárinu 2008. Þannig hefur heildarvelta þeirra sem skipuleggja og bóka ferðir hér á landi nær þrefaldast á fimm árum. Fjöldi ferðaskipuleggjenda hefur næstum því fjórfaldast á sama tíma og fjöldi bílaleiga hefur nær tvöfald- ast. Á fyrstu tveimur mánuðum árs- ins fóru rúmlega 35% fleiri erlendir ferðamenn um Leifsstöð en á sama tíma í fyrra. Í fyrra var heildarvelta hjá ferða- skrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu 3,84 milljarðar og hefur krónutala hennar því nær þrefaldast á fimm árum frá árinu 2008, þegar hún var 1,3 ma. Á sama tímabili hefur velta hjá gisti- stöðum landsins aukist úr 18,7 í tæpa 40 milljarða og hefur því meira en tvöfaldast og velta í veitingasölu og -þjónustu aukist úr 38 milljörðum í 56,4. Þetta kemur fram í tölum Hag- stofu Íslands um veltu í einstökum atvinnugreinum. Um 38.000 í ferðaþjónustu Í nýrri skýrslu samtakanna World Travel and Tourism Council (WTTC), sem eru alþjóðleg hags- munasamtök ferðaþjónustu, segir að heildarframlag ferðaþjónustunnar til vergrar landsframleiðslu hér á landi á síðasta ári hafi verið um 389 milljarðar, eða 21,6% hennar. Þar kemur einnig fram að fjöldi starfa hafi verið 37.903 í fyrra, sem eru um 21,9% heildarstarfa. Í skýrslunni er því spáð að í ár verði heildarfjöldi starfa 39.000. Spáð er meiri eyðslu Ferðamálastofa áætlar að 781.016 ferðamenn hafi sótt landið heim í fyrra, og WTTC telst svo til að þeir hafi eytt samtals 163 milljörðum króna, ferðakostnaður er þar talinn með. Spáð er að þessi tala muni hækka um 1,4% á næsta ári. Fjár- Hvað breyttist á fimm árum? Heimild: Hagstofa Íslands, Ferðamálastofa og fleiri 2008 2013 Bílaleigur 76 139 Ferðaskipulagningarleyfi 34 123 Ferðaskrifstofuleyfi 123 195 Fjöldi starfsmanna í ferðaþjónustu 9.241 37.903 Erlendir gestir sem fóru um Leifsstöð 472.672 781.016 Heildarvelta ferðaskipuleggjenda og ferðaskrifstofa 1,3 ma.kr. 3,84ma.kr. Velta á gististöðum 18,65ma.kr. 39,97ma.kr. Velta í veitingasölu og -þjónustu 38 ma.kr. 56,4ma.kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.