Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 9

Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Glæsilegur aðhaldsfatnaður undir brúðarkjólinn Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum um allt land Laugavegi 63 • S: 551 4422 FISLÉTTAR DÚNÚLPUR Skoðið yfirhafnir/laxdal.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet kynnir í dag tvær nýjar gerðir há- spennumastra og tengivirka. Tilgangurinn er að auka rekstraröryggi mannvirkjanna og tryggja að þau falli betur að umhverfinu. „Það er krafa um allan heim að fá háspennu- möstur sem falla betur að umhverfinu. Við erum að reyna að mæta henni með því að hanna einfaldari möstur sem ekki eru eins áferðarmikil í umhverf- inu,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Lands- nets. Tvær gerðir eru kynntar í dag, möstur sem geta hentað við mismunandi aðstæður, einpól- ungur og tvípólungur. Nýju möstrin eru efn- isminni, gerð úr rörum í stað prófíla. Þvermál þeirra minnkar og þau mjókka upp og ber því minna við himin. Þá eru brýrnar í tvípólungnum mun efnisminni en í núverandi möstrum. Arkitektar og verkfræðingar hafa unnið að verkefninu og segir Þórður ekkert því til fyrirstöðu að byrja að nota nýju möstrin. Skoðaðar hafa verið ýmsar útfærslur, meðal annars frá öðrum löndum, en þessi tvö möstur voru talin henta best. Reiknar Þórður með að þau verði notuð í Sprengisandslínu, ef hún verði samþykkt, eða næstu línu sem hönnuð verði. Byggðalínan fyrir norðan hefur farið í gegnum umhverfismat og erf- itt að breyta hönnun eftir á. Þá verða möstrin í nýrri Suðurnesjalínu af sömu gerð og þau sem fyr- ir eru, að ósk sveitarstjórnanna. Nýju möstrin eru tugum prósenta dýrari en þau eldri, að sögn Þórð- ar. Einpólungar í landslagi Íslands  Landsnet kynnir á fundi í dag tvær nýjar gerðir af háspennumöstrum og tengivirkjum  Markmiðið að auka rekstraröryggi og tryggja að háspennulínur falli betur að umhverfinu Einpólungur Nýju möstrin verða í nýrri háspennulínu á milli Norður- og Suðurlands. Kynningarfundur » Landsnet efnir til kynn- ingarfundar í tengslum við að- alfund fyrirtækisins. Fundurinn verður í dag á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 9 til 11.30. » Fjallað verður um stöðu og framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku á Ís- landi, þar á meðal útfærslur sem geta komið til greina í jarðstrengjamálum. Þá segja danskir og sænskir sérfræð- ingar frá stefnunni í sínum heimalöndum. » Forstjóri Landsnet mun kynna nútýmalega hönnun á háspennumöstrum og tengi- virkja sem Landsnet hyggst taka í notkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.