Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 13

Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 VERTU VAKANDI! blattafram.is Í 77% tilvika eru börn sem beitt eru kynferðisofbeldi í fyrsta sinn ekki orðin 13 ára. Tvær háplöntutegundir hafa bæst við flóru íslenskra vatnaplantna og að auki bíða þrjár eftir að tegunda- greining verði staðfest. Allar fund- ust tegundirnar við rannsóknir Náttúrufræðistofu Kópavogs í stöðuvötnum víða um land, en þær hafa staðið yfir undanfarin tvö sumur í samvinnu við Náttúru- fræðistofnun Íslands og eru styrkt- ar af Evrópusambandinu. Fram kemur á vef náttúrustof- unnar, að nýju tegundirnar tvær séu kransþörungar sem bera fræði- heitið Tolypella canadensis og Chara aspera, en þær hafa ekki hlotið íslensk heiti enn sem komið er. Tegundin Tolypella canadensis hefur norðlæga útbreiðslu og lifir í köldum og næringarsnauðum vötn- um. Hér á landi virðist tegundin bundin við hálendisvötn, en hún fannst í sjö vötnum á heiðum norð- an-, vestan- og sunnanlands. Tegundin Chara aspera er út- breidd um allt norðurhvelið, bæði í ferskvatni og ísöltu vatni. Til þessa hefur tegundin aðeins fundist í Skúmsstaðavatni í Vestur- Landeyjum sem er ekki fjarri sjó. Alls eru nú þekktar sex tegundir kransþörunga hér á landi. Til sam- anburðar eru þekktar níu tegundir á Grænlandi og 30–40 tegundir í Noregi og Svíþjóð. Kransþörungar eru í hópi græn- þörunga og ljóstillífa líkt og há- plöntur. Þeir eru stórvaxnastir allra þörunga í ferskvatni og gera sumar tegundir orðið allt að metri að lengd en aðrar eru mun smá- vaxnari. Nýjar teg- undir vatna- plantna  Ein tegund aðeins í einu vatni Kransþörungur Chara aspera finnst aðeins í Skúmsstaðavatni. Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni lagðist við fyrir- töku í Héraðsdómi Suðurlands í gærmorgun gegn tillögu verjanda Annþórs um að dómkvaddir verði tveir Þjóðverjar til að fara yfir mat réttarmeinafræðings á krufningar- skýrslu. Dómari mun úrskurða um ágreininginn. Málið var höfðað á hendur þeim Annþóri og Berki fyrir að valda dauða samfanga á Litla-Hrauni 17. maí 2012. Báðir neita þeir alfarið sök. Við fyrirtökuna í gærmorgun stóð til að reyna að ná niðurstöðu um dómkvaðningu yfirmatsmanna til að fara annars vegar yfir mat réttar- meinafræðingsins og hins vegar yfir skýrslu tveggja prófessora í sálfræði sem dómkvaddir voru til að greina atferli fanga á upptökum úr örygg- ismyndavélum. Ekki kom til þess að skorið yrði úr með matsmennina vegna atferlis- rannsókna, þar sem saksóknara höfðu ekki borist nöfn þeirra sem verjendur gera tillögu um. Hvað Þjóðverjana varðar nefndi saksókn- ari að eðlilegra væri að leita innan- lands að yfirmatsmönnum enda fylgdi því gríðarlegur kostnaður að „flytja til landsins erlenda sérfræð- inga“. Þessu voru verjendur vitan- lega ósammála. andri@mbl.is Deilt um val á sérfræðingum Ákærður Börkur Birgisson þegar mál hans var tekið fyrir í Hæstarétti.  Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birg- issonar vilja að dómkvaddir verði yfirmatsmenn frá útlöndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.