Morgunblaðið - 20.03.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.03.2014, Qupperneq 16
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Nái tillögur ráðgjafarfyrirtækjanna KPMG og Analytica fram að ganga yrði Íbúðalánasjóður lagður niður í núverandi mynd og tekið upp nýtt húsnæðislánakerfi hér á landi að danskri fyrirmynd. Í skýrslu sinni telja fyrirtækin ekki ráðlegt að Íbúðalánasjóður viðhaldi starfsemi sinni og lagt til að sjóðurinn hætti al- farið að veita ný útlán. Er gerð tillaga um að skipta starfsemi sjóðsins í tvo hluta. Annars vegar í nýja stofnun, Húsnæðisstofnun, sem tæki við fé- lagslegu hlutverki sjóðsins og öðrum veigamiklum þáttum sem snúa að framkvæmd húsnæðisstefnu stjórn- valda. Hins vegar myndi ÍLS annast umsjón með núverandi safni útlána og skulda þar til það væri runnið út eða hugsanlega selt. ASÍ fagnar því í yfirlýsingu sinni að tekið sé undir hugmyndir sam- bandsins um að taka hér upp hús- næðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Slíkt kerfi tryggi bestu fáanlegu vaxtakjör á markaði hverju sinni, auki stöðugleika og sé áhættuminna en núverandi kerfi. Lokaskýrsla í lok apríl Skýrsla KPMG og Analytica er komin í hendur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála og er innlegg í vinnu stjórnarinnar, sem ráðgerir að skila Eygló Harð- ardóttur, félags- og húsnæðis- málaráðherra, endanlegum tillögum sínum í lok aprílmánaðar. Eygló skip- aði verkefnisstjórnina í september sl. í samræmi við þingsályktun um að- gerðir vegna skuldavanda íslenskra heimila. Stefnumótunarvinna verkefn- isstjórnarinnar felur m.a. í sér að koma með tillögur að nýju húsnæð- islánakerfi þar sem einnig er horft til þess að tryggja virkan leigumarkað og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem þess þurfa, líkt og segir á vef vel- ferðarráðuneytisins. Verkefn- isstjórnin hefur í samræmi við skip- unarbréf skoðað fyrirmyndir frá hinum Norðurlandaþjóðunum og nýtt sér vinnu starfshóps sem skilaði skýrslu um framtíðarhorfur og hlut- verk Íbúðalánasjóðs. Minnst 4-5 húsnæðislánafélög Í skýrslu KPMG og Analytica eru lagðar fram nokkrar tillögur um hvernig nýtt húsnæðislánakerfi ætti að líta út. Fyrir það fyrsta eiga svo- kölluð húsnæðislánafélög að veita húsnæðislán. Verða félögin að vera starfsleyfisskyld fjármálafyrirtæki, að settum ákveðnum lögum. Mega fé- lögin eingöngu lána til húsnæðis- kaupa og fjármagna útlán með útgáfu sértryggðra skuldabréfa sem skráð verða á markaði, en stunda ekki aðra starfsemi. Gera skýrsluhöfundar ráð fyrir að eiginfjárkrafa til húsnæð- islánafélaga verði lægri en gerð er nú til viðskiptabanka, vegna minni áhættu. Talið er líklegt að viðskiptabank- arnir þrír stofni hver og einn sitt fé- lag. Einnig megi ætla að minni fjár- málastofnanir komi sér saman um stofnun slíks félags og sama gildi um lífeyrissjóðina. Þannig telja skýrslu- höfundar líklegt að til verði minnst fjögur eða fimm húsnæðislánafélög. „Til að innleiðing kerfisins heppnist vel er mikilvægt að sem mest af fjármögnun íbúðarhúsnæðis fari í gegnum húsnæðislánafélög. Því er lagt til að stjórnvöld búi til hvata, til dæmis með því að veita undanþágu eða afslátt af sérstökum bankaskatti. Jafnframt er lagt til að lífeyrissjóðum verði gert að færa ný húsnæðisveðlán sín í húsnæðislánafélög,“ segir í skýrslu KPMG og Analytica. Í nýju húsnæðislánakerfi er gert ráð fyrir svipaðri þjónustu við lántak- endur og til þessa, eins og með kröfu um greiðslumat og fleira. Talið er lík- legt að hámarkslánveiting verði 80% af virði eignar. Standist lántaki greiðslumat geti hann valið um láns- tegund, t.d. fasta vexti og lengd vaxtatímabils. Lagt er til að öll lán verði uppgreiðanleg. Áhersla er lögð á að húsnæð- islánafélög bjóði þjónustu sína um allt land, og að það verði gert að skilyrði í útgefnu starfsleyfi. Ennfremur er lagt til að stjórnvöld styðji við svæði á landsbyggðinni sem njóta ekki lána- fyrirgreiðslu, eins og stjórnvöld telja æskilegt, með því að veita ábyrgðir á hluta lána. Umsókn með mati umsókna og úthlutun ábyrgða myndi verða í höndun nýrrar stofnunar, Húsnæð- isstofnunar, en ráðgjafarfyrirtækin leggja til að starfsemi Íbúðalánasjóðs verði skipt upp í tvennt, annars vegar þessa nýju stofnun og hins vegar ÍLS, sem myndi annast núverandi út- lánasafn þar það rynni út eða yrði hugsanlega selt. Morgunblaðið/Golli Íbúðalánasjóður Skýrsluhöfundar leggja til nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd og að Íbúðalánasjóður leggist niður í núverandi mynd. Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilar af sér skýrslu í apríl. Talið óráðlegt að Íbúðalánasjóður starfi áfram í núverandi mynd Helstu tillögur » Útfært verði nýtt hús- næðislánakerfi að danskri fyr- irmynd. » Húsnæðislán verði veitt af húsnæðislánafélögum. » Gert ráð fyrir að í nýju kerfi fái lántakendur sín lán afgreidd sem peningalán hjá húsnæðislánafélagi eða banka sem rekur slíkt félag. » Lagt er til að í starfsleyfi húsnæðislánafélaga verði skil- yrði um að þau bjóði þjónustu sína á öllu landinu. » Lagt er til að í stað nið- urgreiddra vaxta komi til 25% stofnframlag ríkisins til fé- lagslegs húsnæðis og að auki 10% stofnframlag sveitarfé- laga. » Lagðar eru til ýmsar að- gerðir til að styðja framboðs- hlið leigumarkaðar, s.s. með lækkun tekjuskatts af leigu- tekjum og fullri endurgreiðslu vsk. vegna vinnu við íbúðar- húsnæði, » Íbúðalánasjóður hætti al- farið að veita ný útlán og starfsemi hans skiptist í tvo hluta; Húsnæðisstofnun og ÍLS, sem annist umsjón núver- andi lánasafns. ÍLS myndi áfram bera útlánaáhættu standi lántaki ekki í skilum og vaxtaáhættu vegna upp- greiðslna og lágrar ávöxtunar lausafjár. » Húsnæðisstofnun er ætl- að að að taka við félagslegu hlutverki ÍLS og öðrum þátt- um er snúa að framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda.  Ráðgjafarfyrirtæki leggja til nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd  ASÍ fagnar 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Eftirminnileg upplifun – steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555 Alþjóðamálastofnun efnir til opins fyrirlestrar fimmtudaginn 20. mars í Odda 101 klukkan 12. Þar mun Guðrún Helga Jóhannsdóttir, dokt- orsnemi í þróunarfræðum við Há- skóla Íslands, flytja fyrirlesturinn „Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eftir árið 2015.“ Þúsaldarmarkmið SÞ hafa verið í brennidepli í umræðunni um stefnumörkun í þróunarmálum í rúman áratug. Endurskoðun mark- miðanna og umræða um hvað taka skuli við af þeim eftir árið 2015 stendur nú sem hæst. Mikil stefnu- mótunarvinna hefur verið unnin, bæði meðal almennings og frjálsra félagasamtaka á vettvangi í þróun- arlöndum, sem og innan stofnana Sameinuðu þjóðanna. Í erindinu verður endurmótunarferlið skoðað. Ræðir um þúsaldar- markmið SÞ Reykjavíkurborg var í öðru sæti á lista yfir norður-evrópskar borgir framtíðarinnar í sérriti fDi Intelli- gence: Ritið er gefið út af Financial Times og sérhæfir sig í umfjöllun um beina erlenda fjárfestingu. Ein- ungis Helsinki var fyrir ofan Reykjavík en bæði Stokkhólmur og Kaupmannahöfn lentu í neðri sæt- um í flokknum „Norður-evrópskar borgir að Bretlandi og Írlandi und- anskildum“, segir í frétt frá borg- inni. European Cities and Regions of the Future er gefið út á tveggja ára fresti og varpar ljósi á borgir og svæði með mikil tækifæri til fjár- festinga á komandi árum. Listarnir eru unnir af sérfræðingum tíma- ritsins og byggjast á sjálfstæðri gagnaöflun þar sem meðal annars eru skoðuð laun, verg landsfram- leiðsla, innviðir, menntunarstig, at- vinnusköpun og verðbólga á 468 stöðum, bæði í borgum og hér- uðum. Reykjavík í fremstu röð framtíðarborga STUTT Málþingið Hælisleitendur segja frá verður haldið fimmtudaginn 20. mars kl.12:00-13:00 í stofu 101, Lögbergi í Háskóla Íslands. Mál- þingið mun fara fram á ensku og er aðgangur er öllum opinn. Á mál- þinginu segja tveir hælisleitendur frá reynslu sinni af því að vera hæl- isleitendur á Íslandi. Málþingið er hið fyrsta í röð málþinga með hæl- isleitendum, þar sem leitast verður við að ljá þeim rödd. Hælisleitendur segja sögu sína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.