Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 17

Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umferð um Hvalfjarðargöng jókst að nýju í fyrra eftir nokkur ár sam- dráttar. Í fyrra var lokið við síðasta verkáfangann til að uppfylla ákvæði reglugerðar um öryggi í jarð- göngum og hefur til þeirra aðgerða verið varið yfir 400 milljónum króna. Upp- greiðslu lána vegna ganga- gerðarinnar lýkur í september 2018, en fljótlega eftir það verða Spölur ehf. og Hvalfjarðargöng afhent rík- issjóði til eignar og rekstrar, líklega á miðju ári 2019. Þetta var meðal þess sem fram kom í skýrslu Gísla Gíslasonar, for- manns stjórnar Spalar, á aðalfundi sem haldinn var á þriðjudaginn. Sam- tök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa farið þess á leit við stjórn Spalar að göngin verði rekin af fyrirtækinu í eitt ár eftir að gjaldskyldu lýkur. Sú aðferðafræði gengur hins vegar ekki upp, að sögn Gísla. Á árinu 2013 var lokið við lagningu brunaþolnari rafstrengja en voru upphaflega settir í göngin, en reglu- gerð um öryggi í jarðgöngum kveður á um slíkt. Þá voru sett upp ný neyð- arljós í útskotum og nýtt tetra-fjar- skiptakerfi. „Með þessum aðgerðum hefur Spölur uppfyllt öll skilyrði reglugerðarinnar miðað við þá um- ferð sem fer um göngin,“ sagði Gísli á aðalfundinum. Endurbæturnar hafa verið teknar út af Vegagerðinni og hafa þær umbætur sem gerðar hafa verið minnkað áhættu ganganna. Alls fóru 1.887.343 ökutæki um Hvalfjarðargöng í fyrra og nemur fjölgunin á milli ára um 46 þús- undum. Meðalumferð 2013 var 5.171 ökutæki á dag, en mest var umferðin sem fyrr í júlímánuði, alls 237.598 eða 7.664 að meðaltali á dag. Mesta um- ferð í mánuði er hins vegar júlí 2007 þegar 251.400 ökutæki fóru um Hval- fjarðargöng eða 8.110 að meðaltali á dag. Lækkun miðað við verðbólgu Veggjald hefur verið óbreytt frá 1. júlí 2011. Frá þeim tíma til janúar 2014 hefur verðbólga verið 9,5%. Meðaltekjur Spalar án virðisauka- skatts á bíl voru í upphafi rekstrar tæpar tvö þúsund krónur á verðlagi í dag, en eru nú liðlega 580 krónur. Lægsta gjald fyrir 100 ferðir er 283 krónur, að því er fram kom í máli Gísla. Engin áform eru nú uppi um breytingar á gjaldskrá Spalar ehf. og veldur því m.a. von um aukna umferð, lægri verðbólgu og minni þörf félags- ins á fjárfestingum næstu ár. Á kom- andi hausti verður þó farið í fyrstu aðgerðir við endurnýjun malbiks að norðanverðu, en það getur haft í för með sér röskun á umferð meðan á framkvæmdum stendur.  Óbreytt gjald í Hvalfjarðargöng  Aukning en metið frá 2007 óhaggað Hafa uppfyllt allar kröfur Hvalfjarðargöng Meðaltekjur á ferð á verðlagi ársins Meðaltekjur á ferð á verðlagi des. 2013 Meðaltekjur á ferð bundið vísitölu neysluverðs Umferð á ári 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 0 Te kj ur U m fe rð 1998 2013‘99 ‘03 ‘07‘01 ‘05 ‘09 ‘11‘00 ‘04 ‘08‘02 ‘06 ‘10 ‘12 Heimild: Spölur Morgunblaðið/Ernir Hvalfjarðargöng Uppgreiðslu lána á að ljúka í september 2018. Gísli Gíslason Félagar í Sam- tökum starfs- manna fjármála- fyrirtækja (SSF) samþykktu kjara- samninga sem samtökin gerðu við Samtök at- vinnulífsins í alls- herjaratkvæða- greiðslu. Þátttaka í at- kvæðagreiðslunni var 66,5%, Af þeim 2.840 sem greiddu atkvæði samþykktu 65,7% samninginn en 30,81% vildu fella hann. Samningur- inn byggðist á sáttatillögu ríkissátta- semjara sem var lögð fyrir stéttar- félög á almennum vinnumarkaði og undirrituð 21. febrúar sl. Kjarasamningurinn felur í sér 2,8% hækkun á kauptaxta fé- lagsmanna en þó að lágmarki 8.000 krónur fyrir dagvinnu. Aðrir kjara- tengdir liðir hækka einnig um 2,8%. Allir liðirnir taka gildi frá og með 1. febrúar. Auk þess er gert ráð fyrir sér- stakri hækkun kauptaxta þeirra sem eru með 230.000 krónur á mánuði eða lægra. Taxtar þeirra hækka sér- staklega um 1.750 krónur. Desem- ber- og orlofsbætur hækka samtals um 32.300 krónur frá síðasta samn- ingi. Í stað launabreytinga frá 1. jan- úar er greidd sérstök 14.600 kr. ein- greiðsla miðað við fullt starf. Sam- þykktu samning Meirihluti félaga SSF samþykkti.  Bankamenn greiddu atkvæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.