Morgunblaðið - 20.03.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.03.2014, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Kuala Lumpur. AFP. | Reiðir ættingj- ar farþega í flugi MH370 gerðu í gær tilraun til að brjótast inn á blaðamannafund malasískra yfir- valda, þar sem þau upplýstu að þau væru engu nær um afdrif vélarinn- ar. Fólkið grét og öskraði og sakaði yfirvöld um að liggja á upplýsingum og gera of lítið til að finna vélina. „Þeir gefa ólík skilaboð á hverjum degi. Hvar er vélin núna? Við þolum þetta ekki lengur!“ veinaði einn ætt- ingjanna. Á blaðamannafundinum kom fram að rannsóknin beindist nú einna helst að flugstjóra vélarinnar en í ljós hefur komið að ákveðnum gögn- um var eytt úr flugherminum sem fannst á heimili Zahaire Ahmad Shah. Yfirvöld vöruðu fólk við því að draga ályktanir af þessari uppgötv- un en sögðu að unnið væri að því að endurheimta gögnin. Zaharie, 33 ára, var í miklum metum hjá sam- starfsfólki sínu en hefur legið undir grun síðan rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að slökkt hefði verið á samskiptabúnaði vélarinnar handvirkt og Boeing-vélinni vísvit- andi stýrt af leið. Viðkvæmar upplýsingar Hishammuddin Hussein, sam- göngumálaráðherra Malasíu, sagði að engar grunsemdir hefðu vaknað við athugun á farþegum vélarinnar. Hann sagðist hafa fullan skilning á tilfinningum ættingja farþeganna en sagðist ekki hafa neinar nýjar upp- lýsingar varðandi leitina að flugvél- inni. Yfirvöld á Indónesíu viður- kenndu í gær að þau hefðu aðeins nýlega heimilað eftirlitsvélum frá Ástralíu, Japan, Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum og Malasíu að fljúga á yfirráðasvæði sínu og sögðu að þeirra eigin floti biði eftir fyr- irmælum frá stjórnvöldum í Kuala Lumpur. Leitaraðgerðir Indlands hafa einnig verið á ís síðustu daga vegna skorts á leiðbeiningum frá malasískum stjórnvöldum. Hisham- muddin staðfesti í gær að ákveðin leitarúrræði biðu samþykkis hlutað- eigandi ríkja. Alls 26 ríki koma að leitinni að flugvélinni en mörg þeirra eru óvön samvinnu af þessu tagi, sérstaklega þegar kemur að því að deila mögulega viðkvæmum upp- lýsingum. Paul Yap, sérfræðingur við Temasek Polytechnic í Singa- pore, sagði í samtali við AFP að skipulagning leitarinnar væri gríð- arleg áskorun fyrir malasísk stjórn- völd, ekki síst að fá ríkin til að deila gögnum sem gætu afhjúpað tækni- lega getu landanna. „Ég myndi ekki vilja vera í sporum Malasíu,“ sagði hann. Stjórnvöld í Taílandi sögðu frá því í gær að flug MH370 hefði birst á hernaðarratsjám landsins aðeins mínútum eftir að vélinni var stýrt af leið. Þau sögðu að sama vél hefði sést aftur skömmu seinna á leið norður en hún hefði horfið yfir An- damanhafi. Tilvikið var ekki tilkynnt af hernum og kom ekki í ljós fyrr en ratsjárgögn voru yfirfarin á mánu- dag. AFP Átakanleg bið Örvænting ættingja kínversku farþeganna braust út fyrir blaðamannafund í gær. Örvænting ástvina eykst  Gögnum eytt úr flugherminum Mennta- og heilbrigðismálaráðu- neyti Kína hafa skipað staðaryfir- völdum í héruðum landsins að kanna hvort lyfseðilsskyldum lyfj- um sé dreift í leik- og grunn- skólum. Nærri 2.000 börn eru und- ir lækniseftirlit eftir að upp komst að börnum í nokkrum leikskólum hefðu verið gefin veirudrepandi lyf til að bæta mætingu þeirra. Skól- arnir fá greitt eftir mætingu. Að minnsta kosti tveir leikskólar í Xi’an í Shaanxi-héraði hafa orðið uppvísir að því að hafa gefið börn- um lyf án samþykkis foreldra þeirra. Eitt foreldri sagði í samtali við Global Times að nokkur barnanna hefðu kvartað undan magaverkjum og svitaköstum en þegar farið var með þau til lækn- is bentu þvag- og blóðprufur til þess að nýru þeirra eða lifur væri skemmd. Í ljós kom að börn- unum hafði verið gefið flensulyfið moroxydine ABOB en samkvæmt prófessor við Kínverska háskólann í Hong Kong er lítið vitað um lyfið. Ríkisfréttastofan Xinhua segir kínverska foreldra orðna lang- þreytta á einkareknum leikskólum, sem séu illa fjármagnaðir, illa reknir og oftar en ekki í niður- níðslu. Gáfu börnunum lyf til að bæta mætingu KÍNA Lögreglu- yfirvöld, sem rannsaka hvarf Madeleine McCann árið 2007, leita nú að manni sem mis- notaði fimm barnungar bresk- ar stúlkur í Portúgal á ár- unum 2004-2010. Níðingurinn, sem vitni hafa lýst sem sólbrúnum með stutt, dökkt og ógreitt hár, er grunaður um að hafa brotist inn í tólf sumarleyfisíbúðir þar sem breskar fjölskyldur dvöldu á Algarve. Í fjórum tilvikum voru stúlkur á aldrinum 7-10 misnotaðar kynferðislega í rúmum sínum og í einu tilfellinu tvær stúlkur í sama húsinu. Lögregla segir að í öllum til- vikum hefðu engin verksummerki fundist um að brotist hefði verið inn né var nokkuð tekið. Þá voru glæp- irnir allir framdir milli klukkan tvö og fimm að nóttu. Foreldrar Madeleine McCann hafa aldrei gefið upp vonina að finna dóttur sína en hvarf hennar er nú til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum bæði á Bretlandi og í Portúgal. Misnotaði breskar stúlkur á Algarve Madeleine McCann LEITIN AÐ MADELEINE MCCANN SEPP St. 42cm ED St. 38cm SAGGO St. 37cm OM St. 35cm Við borðum áhyggjurnar þínar! ÁHYGGJUÆTUR NÝTT POLLI St. 42cm FLINT St. 33cm Fæst í Hagkaup og Elko Lindum www.nordicgames.is F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklegamjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.