Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 31

Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 31
greinum hafa alltaf verið merk upp- eldisstofnun. Ég hefði ekki vilja missa af því æskulýðs- og unglinga- starfi sem þar fór fram. Fyrir vikið á maður heilan her af traustum vinum og félögum fyrir lífstíð, sem allir bera sömu tilfinningar til félagsins – allir sem einn!“ Bóbó var sendisveinn hjá heild- verslun Péturs Péturssonar hf. og starfaði þar til 1978 við útkeyrslu og sölumennsku. Hann starfaði hjá sendiráði Bandaríkjanna, Menning- arstofnun 1978-88, stundaði bílainn- flutning 1986-88, var veitingastjóri við Rósenberg-kjallarann 1987-88, vann við Útfararþjónustu kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma (nú Útfararstofu kirkjugarðanna, Foss- vogi) 1988-99 og síðan hjá Útfar- arstofu Íslands 1999-2004. Bóbó ók síðan kínverskum verkamönnum við Kárahnjúkavirkjun á árunum 2004- 2007. Þá hóf hann verktakastörf við byggingar- og tæknideild Háskóla Íslands og starfaði þar til 2012 er hann lenti í umferðarslysi sem hann er að jafna sig á. Bóbó hefur auk þess sinnt hótel- og veitingahúsastörfum, leigu- bifreiðaakstri og öræfaakstri með ferðamenn, byggingarvinnu og stundað sjómennsku. Bóbó æfði og keppti í knattspyrnu til 17 ára aldurs og keppti auk þess í sundi og á skíðum. Hann sat í stjórn skíðadeildar KR um skeið, sat í fjár- öflunarnefnd félagsins, var farar- stjóri fyrir yngri flokka knatt- spyrnudeildar, sat í afmælis- og árshátíðarnefnd, hefur sinnt marg- víslegum öðrum störfum fyrir KR um langt árabil og var sæmdur gullmerki félagsins á hundrað ára afmæli þess, 1999. Fjölskylda Bóbó kvænist 17.6. 1989 Kolbrúnu Unu Einarsdóttur, f. 24.1. 1949, starfsmanni Securitas. Hún er dóttir Einars Gunnars Einarssonar, lög- fræðings á Ísafirði, sem er látinn, og Guðríðar Guðmundsdóttur bankafull- trúa. Bóbó og Kolbrún slitu sam- vistir. Stjúpsonur Bóbós og sonur Kol- brúnar er Einar Björgvin Davíðsson, f. 16.2. 1981, starfsmaður hjá síma- fyrirtækinu Nova, búsettur í Reykja- vík. Unnusta Bóbós er Erla Walters- dóttir, f. 21.7. 1957, fyrrv. banka- starfsmaður í Reykjavík. Systkini Bóbós eru Erna Margrét Frederiksen, f. 11.6. 1942, íþrótta- kennari, búsett í Reykjavík; Alfreð Aage Frederiksen, f. 7.9. 1944, bif- vélavirki, búsettur í Kópavogi; Hanna Sjöfn Frederiksen, f. 8.4. 1947, bankastarfsmaður, búsett í Neskaup- stað; Birgir Adolf Frederiksen, f. 21.1. 1950, offsetprentari og fram- kvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Bóbós voru Adolf Aage Frederiksen, f. 14.2. 1917, d. 5.9. 1978, verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Svava Betty Rosenberg Fred- erikesn, f. 12.10. 1922, d. 9.4. 1994, húsfreyja. Bóbó mun blása til afmælisfagn- aðar sem haldinn verður á Rauða ljóninu á Eiðistorgi hinn 10.5. nk. frá kl. 21.00. Þangað býður hann vel- komna stórfjölskylduna, vini, vanda- menn og alla aðra KR-inga. Úr frændgarði Baldurs Ómars Frederiksen Baldur Ómar Frederiksen Helga Jóhannsdóttir húsfr. á Kúgili Sigurður Gíslason b. á Kúgili í Þorvaldsdal Gíslína Sigrún Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Alfred Rosenberg veitingam. og eigandi gamla Hótel Íslands í Austurstræti Svava Betty Rosenberg Frederiksen húsfr. í Rvík Kjærstine Rosenberg húsfr. á Jótlandi Nils Christian Rosenberg hafnsögum. á Jótlandi Sigurbjörg Sölvadóttir bróðurdóttir Margrétar, ömmu Sigurðar Nordal prófessors Margrét Halldórsdóttir húsfr. í Rvík Adolf Aage Frederiksen kaupm. í Rvík Björgvin Frederiksen vélvirkjam., borgarfulltr. og framkvæmdastj. í Rvík Hilmar K. Björgvinsson fyrrv. forstj. Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga Aage Martin Christian Frederiksen vélstj. í Rvík Ida Sophie Elling Frederiksen húsfr. í Kaupm.höfn Martin Christian Frederiksen vélstj. í Kaupm.höfn Halldór Guðmundsson b. á Botnastöðum í Svartárdal Nikulás Guðmundsson b. og sjóm. víða í Húnavatnssýslum Sigríður María Nikulásdóttir húsfr. í Rvík Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkisskattstj. Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari KR-ingur Bóbó á Rauða ljóninu. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Sveinn Kjarval, innanhúss- oghúsgagnaarkitekt, fæddist íDanmörku 20.3. 1919. For- eldrar hans voru Jóhannes Sveins- son Kjarval listmálari og k.h., Tove Kjarval, f. Merrild, þekktur rithöf- undur, af listamannaættum. For- eldrar Jóhannesar Kjarvals voru Sveinn Ingimundarson og k.h., Kar- itas Þorsteinsdóttir Sverrissen. Eiginkona Sveins var Guðrún, elsta barn Helga Hjörvars útvarps- manns og Rósu Daðadóttur. Börn þeirra: Hrafnhildur Tove, leirlista- maður í Danmörku; Jóhannes, skipulagsfræðingur, nú látinn; Kol- brún, leirlistamaður á Akranesi; Ingimundur, leirlistamaður og stór- bóndi í New York-ríki, og María, listmálari í Danmörku. Sveinn var búsettur í Reykjavík skamma hríð, lítill drengur með for- eldrum sínum, m.a. í húsinu með torfþakinu á horni Fjólugötu og Njarðargötu. Hann flutti síðan með móður sinni aftur til Danmerkur, ólst þar upp og lauk prófum í hús- gagnasmíði 1938. Sveinn kom til Íslands 1939, vann við smíðar og var verkstjóri á vegum ameríska hersins, en fór aftur utan 1946, stundaði nám við Kunsthånd- værkskolen í Kaupmannahöfn og brautskráðist sem innanhúss- arkitekt vorið 1949. Sama ár kom hann aftur til Íslands og vann hér að húsgagna- og innanhússhönnun til 1969 en flutti þá enn til Danmerkur og bjó þar síðan. Sveinn var frumkvöðull í hús- gagna- og innanhússhönnun hér á landi á þeim árum er einhæfni ríkti á því sviði, hönnun talin óþörf og jafn- vel óþekkt. Í húsgagnahönnun inn- leiddi hann hina hreinu og léttu dönsku línu sem m.a. má sjá í borð- stofu- og ruggustólum hans frá þeim tíma. Hann hannaði auk þess inn- réttingar fyrir Þjóðminjasafnið, bók- hlöðuna á Bessastöðum, veitinga- húsið Naustið og kaffistofuna Tröð í Austurstræti. Þá kenndi hann við handíðadeild Kennaraskólans 1951- 56 og hélt fjölda fyrirlestra um hönnun, en oft fyrir daufum eyrum. Sveinn lést 10.2. 1981. Merkir Íslendingar Sveinn Kjarval 90 ára Erna Finnsdóttir 85 ára Guðrún Helga Jónsdóttir Ingvar Þorsteinsson Lúðvík Davíðsson Ragnheiður Sigurðardóttir 80 ára Birgir Hallvarðsson Dóra Sif Wium Viktoría Bryndís Viktorsdóttir 75 ára Elísabet Lúðvíksdóttir Guðrún Ársælsdóttir Hallbjörn Jóhannsson Sigurlaug Straumland Sjöfn Halldóra Jónsdóttir Vilhjálmur Þór Ólafsson 70 ára Ásdís Hannibalsdóttir Eiríka Dagbjört Haraldsdóttir Gylfi Haraldsson Jón Örn Ámundason Páll H. Egilsson Pétur Ágústsson Þráinn Þorvaldsson 60 ára Aðalheiður S. Jónsdóttir Einar Guðmundsson Jerzy Jozef Przybylek Olga Björg Jónsdóttir Rósa E. Rósinkranz Helgadóttir 50 ára Andrés Sigurbergsson Brynjar Baldursson Elsa Kristín Helgadóttir Eyrún Óskarsdóttir Gunnar Kristinn Eiríksson Hafdís Örvar Jóhanna Elísdóttir Jón Óli Benediktsson Kjartan Ó. Kjartansson Sigurður Þór Þórsson Sigurlaug Björnsdóttir Stefán Sigurður Guðmundsson Valgerður Auður Andrésdóttir Valgerður Guðmundsdóttir 40 ára Boguslawa Kaminska Daníel Þór Harðarson Gunnar Már Petersen Haraldur Róbert Magnússon Jóhann Rúnar Guðbergsson Jóna Bjarnadóttir Kjartan Jónsson Maureen Achieng Gaya Ingvarsson Natalia V. Slobodeniouk Sigurður Daníel Halldórsson 30 ára Adriana Karolina Wnorowska Lidiya Teodorova Solkinen Liene Linina Marius Petruskevicius Natalia Iakymova Óttar Örn Vilhjálmsson Stefán Þór Sigfússon Til hamingju með daginn 80 ára Hrefna ólst upp í Reykjavík og er textíl- listakona og húsmóðir. Maki: Arnljótur Guð- mundsson, f. 1929, d. 2002, húsasmíðam. Börn: Ásdís Sólrún, Hulda Anna, Guðmundur og Arnar Þorri. Foreldrar: Hrefna Egg- ertsdóttir Norðdahl, f. 1893, d. 1972, húsfreyja, og Magnús Jónsson, f. 1888, d. 1945, stein- smiður og bóndi. Hrefna Magnúsdóttir 30 ára Jói ólst upp í Reykjavík og býr þar, lauk prófi vélfræði frá Véla- skóla Íslands og er vél- stjóri á þjónustuskipi fyrir norska olíuborpalla. Maki: Telma Haralds- dóttir, f. 1985, listfræð- ingur á Gerðarsafni. Dóttir: Silvía Rea, f. 2013. Foreldrar: Kristján Jón Jónsson, f. 1948, bókari hjá Fjársýslu ríkisins, og Steinunn Jóhanna Páls- dóttir, f. 1950, húsfreyja. Jóhannes S. Kristjánsson 30 ára Sólveig er félags- ráðgjafi hjá Akranes- kaupstað. Maki: Njáll Vikar Smára- son, f. 1983, læknir. Börn: Rakel Mirra, f. 2005, og Smári, f. 2011. Foreldrar: Jóhanna Halls- dóttir, f. 1956, fjármálastj. hjá Landmælingum, og Sigurður Sigurðsson, f. 1955, starfsm. Elkem. Stjúpforeldrar: Sturlaugur Sturlaugsson, f. 1958, og Hrefna Guðm., f. 1962. Sólveig Sigurðardóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS NÝ SENDING VOR 2014

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.