Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 40

Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 40
FIMMTUDAGUR 20. MARS 79. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Þótti startið dýrt 2. Brutust inn og náðust á mynd 3. Vél á leið frá Keflavík hvarf 1970 4. Spá stormi og stórhríð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngvarinn Friðrik Ómar sendi í fyrra frá sér plötuna Kveðja en á henni flytur hann ýmsa sálma og saknaðarsöngva. Platan seldist vel og til að fylgja þeirri velgengni eftir mun Friðrik halda tónleika í kirkjum víða um land á næstu vikum. Grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir hefur hannað hreyfimyndir sem sýndar verða á tónleikunum. Tónleik- arnir hefjast allir kl. 20.30 og verða þeir fyrstu haldnir í kvöld í Grafar- vogskirkju. 26. mars verða haldnir tónleikar í Keflavíkurkirkju og degi síðar í Hafnarfjarðarkirkju. Aðrar kirkjur á dagskránni eru Laugarnes- kirkja, Lágafellskirkja, Blönduós- kirkja, Siglufjarðarkirkja, Dalvíkur- kirkja, Húsavíkurkirkja, Vopnafjarðar- kirkja, Þórshafnarkirkja, Norðfjarðar- kirkja, Seyðisfjarðarkirkja og síðustu tónleikarnir, 16. apríl, verða haldnir í Hafnarkirkju. Friðrik syngur í kirkjum víða um land  Hross í oss, fyrsta kvikmynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd, hlýtur mikið lof gagnrýnanda kvik- myndavefjarins Twitch. Í gagnrýni segir m.a. að Benedikt flétti saman lífi hrossa og manna áreynslulaust og að með löngum kvikmyndatökum og stílhreinni myndbyggingu nái hann fram mildri ljóðrænu. Þá þykir rýni myndin full af dásamlega fá- ránlegum gam- ansög- um af mönnum og dýr- um. Hrossin lofsungin á vefsíðunni Twitch Á föstudag Norðan 18-23 m/s og snjókoma á norðanverðu land- inu, en úrkomulítið syðra. Kólnandi veður og frost 2 til 7 stig. Á laugardag Norðvestan 18-23 m/s og snjókoma austanlands. Annars 10-15 og él norðvestantil, en léttskýjað suðvestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 18-25 og snjókoma N-til, hvassast á Vestfjörðum, en mun hægari og skúrir eða él syðra. VEÐUR Haukar gerðu sér lítið fyrir og sópuðu Íslandsmeistur- um Keflavíkur út úr undan- úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi með sigri í þriðja og síðasta leik liðanna, 88:58. Keflavíkurliðið er þar með komið í sumarleyfi án þess að vinna leik í undan- úrslitum. Snæfell vann Val á heimavelli og því mætast liðin á nýjan leik á morgun á heimavelli Vals. »2 Íslandsmeistur- unum sópað út Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði SA Vík- inga, varð Íslandsmeistari karla í ís- hokkíi á þriðjudagskvöld. Hann kennir stærðfræði við Menntaskólann á Akureyri og er þessa dagana í kennaraverkfalli. Hann eyðir dög- unum með dóttur sinni sem fæddist í nóvember. Hann vonar þó að kjaradeilan leysist sem fyrst. »4 Nýkrýndur Íslands- meistari í verkfalli Englandsmeistarar Manchester Unit- ed og Dortmund voru tvö síðustu lið- in til að tryggja sér sæti í átta liða úr- slitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í gær . United fagnaði 3:0 sigri gegn Olympicaos og vann einvígið samanlagt, 3:2. Robin van Persie skoraði öll mörk ensku meist- aranna. Zenit vann Dortmund, 2:1, en Dortmund vann samanlagt, 5:4. »1 Persie með þrennu og United komst áfram ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta er tæki sem auðveldar líf fólks sem á undir högg að sækja,“ segir Arnar Þór Viðarsson, nemi í frumkvöðlafræðum við Viðskiptahá- skólann í Kaupmannahöfn. Þau Fríða Haraldsdóttir, sem stundar nám í vöruhönnun í KEA í Dan- mörku, unnu í sl. viku til fyrstu verðlauna í nýsköpunarkeppni sem Kaupmannahafnarháskóli stóð fyrir. Hvar hjálpar er að vænta Verkefnið sem Arnar og Fríða lögðu inn var hugmynd að armbandi fyrir heimilislausa. Með því gæti fólk sem er á götunni fengið í mót- tökubúnað eða apptæki, upplýs- ingar um hvar það megi vænta hjálpar, fæðis, klæða, lyfja, nætur- skjóls og fleira. Einnig upplýsingar um hvar lögreglan sé nærri. Oft þurfa heimilslausir að leita ásjár hennar því ofbeldi er daglegur veru- leiki götufólks. „Við höfum hannað forrit fyrir snjallsíma með fókus á ungt heim- ilislaust fólk undir 25 ára í Dan- mörku. Það er hugsað til að prufu- keyra virkni forritsins. Þegar við höfum sannreynt það verður farið í framleiðslu tækis sem virkar eins og snjallúr með snertiskjá. Þar horfum við til fólks sem hefur ekki aðgang að snjallsímum en gæti fengið úr með sömu þjónustu,“ út- skýrir Arnar Þór. Vöruhönnuðir paraðir saman Fjöldi hugmynda barst í sam- keppni Hafnarháskóla og niður- staðan varð sem fyrr segir að Arnar Þór og Fríða sigruðu. Meira hangir þó á spýtunni, því sigrinum fylgir að þau sigurveg- ararnir fá endurgjaldslausa starfs- aðstöðu í frumkvöðlasetri á Norður- brú í Kaupmannahöfn. Þar verða þau sem vöruhönnuðir pöruð saman við tæknimenn sem þekkja og kunna að þróa símatæknina, til dæmis Nano og App, svo hún geti nýst í framangreindu skyni. Er hugsunin þá sú að bæði sé hægt að senda upplýsingarnar í armtæki og síma. Þróun er eins árs ferli „Þróun hugmyndar að fram- leiðsluvöru er minnst eins árs ferli. Við erum þó komin með öll verkfæri í hendur og fjárfestar sýna áhuga,“ segir Arnar Þór sem í sumar starfar í Bandaríkjunum. Hann segist eygja þar tækifæri, því í mörgum ríkjum vestra sé í deiglu að bæta þjónustu við heimilislausa, sjúka og aðra þá sem þurfa aðstoðar samfélagsins með. Hönnuðu armband til aðstoðar  Unnu frum- kvöðlaverðlaun í Kaupmannahöfn Hugvit Arnar Þór Viðarsson og Fríða Haraldsdóttir sigursæl með verðlaunin góðu. Þau hafa nú hannað nýjan tæknibúnað sem ætla má að geti orðið mörgum þeim sem eru í erfiðum félagslegum aðstæðum mikið þarfaþing. Talið er að heimilislausir í Danmörku séu um 6.000 og eru um 60% þeirra á Kaupmannahafnar- svæðinu. Af hálfu borgaryfirvalda hefur verið lögð áhersla á að koma til móts við þetta fólk og nýlega var samþykkt að verja um 280 milljónum danskra króna til þess, um sex milljörðum íslenskra króna. „Umfang þessa vandamáls verður æ meira. Árið 2009 voru 4.900 manns á götunni en í fyrra í tæplega 6.000 manns. Einna mest hefur aukning verið á meðal ungra heimilislausra, undir 25 ára aldri, eða um 80%. En þrátt fyrir aðstæður sínar nær þetta fólk að tileinka sér nýja símatækni. Fyrir vikið ætti þessi búnaður sem við erum að hanna að nýtast því vel,“ segir Arnar Þór Viðarsson að síðustu. Þúsundir án heimilis MIKLU VARIÐ TIL AÐSTOÐAR VIÐ ÚTIGANGSFÓLK Í KÖBEN Höfn Sumardagur í Köben.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.