Morgunblaðið - 05.04.2014, Side 6

Morgunblaðið - 05.04.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Landsins forni fjandi, hafísinn, ógnar ekki siglingum við Ísland um þessar mundir. Hafísjaðarinn var 84 sjómílur (156 km) norðvestur af Hornströndum í fyrradag. Það er alllangt frá landi miðað við árstíma, að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, dósents í landfræði við Háskóla Íslands. Ís- inn kemur aðeins inn fyrir lögsögumörk Íslands á stutt- um kafla. Það eru því litlar líkur á að hafís eigi eftir að sjást hér í miklum mæli á næstunni. Ingibjörg vann meðfylgjandi mynd. Í grunninn er um að ræða MODIS-gervitunglamynd frá NASA af Græn- landssundi sem var tekin 30. mars síðastliðinn. Myndin var unnin á Jarðvísindastofnun HÍ svo greina mætti ský frá hafís, jöklum og snjó. Gervihnöttur RADARSAT tók svo ratsjármynd í fyrradag af Grænlandssundi. Ratsjáin sér í gegnum ský og greinir því hvar ísröndin er. Ingi- björg teiknaði hafísröndina inn á gervitunglamyndina og eins mörk efnahagslögsögu Íslands og Grænlands. gudni@mbl.is Jarðvísindastofnun HÍ/IJ Hafísjaðarinn er fremur langt frá landi Ísjaðarinn var 156 km norðvestur af Hornströndum í fyrradag SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mikil ánægja ríkti með nýundirritað- an kjarasamning framhaldsskóla- kennara í Karphúsinu í gær. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari sagði við undirritunina að samningurinn væri tímamótasamningur og urðu fleiri til að taka undir þau orð hans. Spurður um ummælin sagði ríkissáttasemjari að hann teldi samninginn mikilvægan fyrir skólastarf í framhaldsskólum og að hann fæli í sér mikil tækifæri fyrir áframhaldandi þróun starfsins. „Það gerist ekki með undirrituninni, en samningurinn sýnir leiðina áfram,“ segir Magnús. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að gangi þær breytingar eftir sem felist í samningum sé óhætt að taka undir orð ríkissáttasemjara. En í hverju felast þær? „Það er tvíþætt, annars vegar er það það sem snýr að breyttu vinnufyrirkomulagi kennara, og hitt er að koma til móts við kennara varð- andi kjaralega stöðu þeirra,“ segir Gunnar. „Þetta tvennt fer saman, sem þýðir að kjaraleg staða kennara batnar ef breytt vinnufyrirkomulag kemst á, ef ekki, þá falla þær niður.“ Sagðist Gunnar vona að báðir aðilar gætu því gengið hnarreistir frá borði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins geta frekari launahækkanir kennara vegna breytts vinnumats numið allt að 29%. Hins vegar séu margir óvissuþættir sem þar komi inn í, og því er of snemmt að slá nokk- urri prósentutölu fastri. Erum að hefja nýja vegferð „Við teljum okkur hafa nálgast markmið okkar býsna mikið,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Fé- lags framhaldsskólakennara um samninginn. „Þetta felur í sér að við erum að endurskipuleggja vinnumat kennarastarfsins, og erum í raun að hefja vegferð sem er ekki lokið ennþá.“ Guðríður segir að framhalds- skólakennarar muni gefa sér nokkra mánuði til þess að búa til ramma um nýtt vinnumat. „Þar verður tekið tillit til fleiri þátta en gert er í dag, þegar álag er metið í kennslu,“ segir Guð- ríður. Hún nefnir sem dæmi hópa- stærðir, hvort verið sé að kenna áfangann í fyrsta sinn, eða hvort ver- ið sé að kenna tvo eins áfanga, ein- ingafjölda og fleiri. „Við gerum þó ekki ráð fyrir því að vinna kennara aukist, heldur á að meta hana með öðrum hætti.“ Guðríður segir að viðræðunefndin muni nýta næstu viku í að kynna samninginn. Skammur tími sé hins vegar til stefnu, því að dymbilvika sé handan við hornið. Því sé gert ráð fyrir að niðurstaða um samningana liggi fyrir 23. apríl næstkomandi. Guðríður tók við formennsku í fé- laginu 22. mars síðastliðinn. Hún seg- ir það hafa verið erfiða byrjun að koma inn í miðju verkfalli, en að það hafi verið lærdómsríkt að sjá hvernig menn bæru sig að við samningaborð- ið. „Ég hef ekki tekið þátt í þessari samningsgerð nema í stuttan tíma, en ég get fullyrt það að ég hefði sko ekki gert betur en nefndin okkar. Þarna eru þaulvanir samningamenn á ferð sem hafa staðið sig frábær- lega.“ Það væri því mjög ánægjulegt fyrir sig að geta horft upp á svona spennandi tíma fyrir framhaldsskóla- kennara. „Þetta er tímamótasamningur“  Frekari launahækkanir verða tengdar breytingum á vinnufyrirkomulagi kennara  Tekið verður til- lit til fleiri þátta en nú þegar vinna kennara er metin  Niðurstaða kennara mun liggja fyrir 23. apríl nk. Gæða sér á vöfflum Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins (fyrir miðju), fékk sér vöfflu samkvæmt 20 ára gamalli hefð eftir undirritun. Morgunblaðið/Ómar Tímamótum fagnað Guðríður Arnardóttir, Elna Katrín Jónsdóttir, Ólafur H. Sigurjónsson og Aðalheiður Steingrímsdóttir hlusta á Magnús Pétursson ríkissáttasemjara ræða nýgerðan kjarasamning framhaldsskólakennara. Illugi Gunnars- son, mennta- og menningarmála- ráðherra, sagðist í samtali við mbl.is fagna ný- gerðum kjara- samningi fram- haldsskólakenn- ara. Niðurstaða samninganna væri sú að kenn- arar fengju betri laun en nem- endur, og þar með öll þjóðin, fengju betra skólakerfi. Ef vilji stæði til þess að skapa hér lífskjör á við þau sem þekktust í helstu nágrannaríkj- um okkar yrði menntakerfið að standast öðrum snúning. „Með þessum samningnum, og þeim breytingum sem eru samfara hon- um, þá erum við að stíga mjög stórt skref í þá átt. Og þar með að byggja undir þróun lífskjara í landinu.“ Byggir undir bætta þróun lífskjara Illugi Gunnarsson „Ég tel að með þessari sam- komulagsgerð sé kominn grund- völlur fyrir bættu skólastarfi og bættum rekstri í framhaldsskólum sem gæti orðið til þess að skólastarf yrði árangursrík- ara, gæti dregið úr brottfalli og aukið vinnugleði í skólum,“ segir Ólafur H. Sig- urjónsson, formaður Félags stjórn- enda í framhaldsskólum. Hann segir viðræðurnar hafa gengið vel. „Það hefur vissulega hikstað stöku sinn- um, en aldrei nein slit í umræðunum og við náðum því fram sem við töld- um brýnast varðandi launakjörin. Á sama tíma erum við líka að fá nýjan umbúnað fyrir vinnu og kennslu í skólum í landinu.“ Grundvöllur fyrir bættu skólastarfi Ólafur H. Sigurjónsson „Við erum bara hoppandi kát og glöð,“ segir Laufey María Jó- hannsdóttir, for- maður Sambands íslenskra fram- haldsskólanema, SÍF. Laufey segir að meðal þeirra nemenda sem hún hafi heyrt í sé nokkur streita vegna þess að verkfallsvikurnar hafi ekki nýst sem skyldi til náms. „Það er því fínt að fá að byrja aftur á ný í skól- anum,“ segir Laufey. Spurð um mögulegt brottfall seg- ir Laufey að stjórn SÍF hafi heyrt af nokkrum einstaklingum sem ætli sér ekki að byrja aftur á þessari önn, en muni snúa aftur í skólann á næstu haustönn. Fínt að fá að byrja aftur í skólanum Laufey María Jóhannsdóttir „Það er bara feg- inleiki að verk- fallinu skuli vera lokið,“ segir Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, og bætir við að hann fagni því að sam- komulag hafi náðst. Jón Már segir að nemendum verði stefnt til skóla á mánudaginn, en ekki sé bú- ið að setja niður dagskrá um það hvernig verkfallið verði unnið upp. Jón Már segir skólann kannski hafa meira svigrúm til þess en aðra, því að vorönnin í MA hefjist síðar á árinu. Það muni þó alltaf um þrjár vikur. „Við reynum að hafa nálg- unina eins nemendavæna og frek- ast er kostur.“ Nemendavæn uppbótarkennsla Jón Már Héðinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.