Morgunblaðið - 05.04.2014, Side 54

Morgunblaðið - 05.04.2014, Side 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikritið Litli prinsinn, byggt á sam- nefndri bók Antoine de Saint- Exupéry, einni ástsælustu barnabók allra tíma, verður frumsýnt í dag kl. 14 í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleik- hússins. Höfundur leikgerðar og leik- stjóri er Stefán Hallur Stefánsson og með hlutverk prinsins fer Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Snorri Eng- ilbertsson leikur flugmanninn, en Edda Arnljótsdóttir fer með önnur hlutverk í sýningunni. Bókin um litla prinsinn kom fyrst út árið 1943, hefur verið þýdd á yfir 250 tungumál og er ein mest selda skáldsaga heims. Í henni segir af flug- manni sem nauðlendir í Sahara eyði- mörkinni og hittir þar lítinn dreng sem reynist vera prins frá annarri plánetu. Prinsinn segir flugmann- inum frá heimkynnum sínum, ferða- lagi sínu milli ýmissa hnatta og kynn- um af íbúum þeirra. Sagan af litla prinsinum er fallegt ævintýri, þykir bæði ljóðræn og heimspekileg og vekja fólk til umhugsunar um hegðun og hugsanagang hinna fullorðnu. Sviðinu breytt í töfraheim „Upprunalegi textinn er mitt meg- inviðfangsefni, enda bókin afskaplega vel upp byggð og skrifuð,“ segir Stef- án Hallur um leikgerðina. „Það var mjög haganlegt að fylgja henni eftir í leikgerðarvinnunni. Þannig að ég ákvað að vera ekki að leita mikið fanga í kringum mig,“ segir Stefán Hallur þegar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið til erlend leik- gerð fyrir verkið. En hver var helsta áskorunin við að skrifa leikgerðina? „Að reyna að fanga kjarnann í bókinni, þennan ósýnilega þráð sem höfðar til allra kynslóða. Það er galdur bókarinnar, hún höfðar til barna, unglinga, full- orðinna og eldra fólks. Hún á erindi við allar kynslóðir en hvað það ná- kvæmlega er, þetta sammannlega sem tengir allar kynslóðir saman, það var aðaláskorunin. Á endanum sagði bókin mér hvað það væri, að mínu mati: Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum, maður verður að sjá með hjartanu. Það varð mitt akkeri.“ svar- ar Stefán Hallur. Ímyndunaraflið notað Spurður að því hvort notast sé við teikningar Saint-Exupéry í uppsetn- ingunni segir Stefán að vísað sé í þær. „Það er ákveðið konsept í uppsetn- ingunni og leikgerðinni sem byggist á boðskap bókarinnar, að gleyma aldr- ei barninu í sjálfum sér og sjá hlutina með hjartanu. Konseptið í leikmynd- inni byggist á því, leik barnsins og að ímyndunaraflið getur rutt ýmsum hindrunum úr vegi. Við umbreytum hlutunum í leikhúsinu, hið venjulega verður óvenjulegt. Kaðalspotti getur t.d. orðið að höggormi,“ segir Stefán. Reynt er að höfða til allra kynslóða með sýningunni, að sögn Stefáns og hefur hún þegar verið sýnd áhorf- endum á öllum aldri. „Þetta er að virka hjá okkur, ég held að við séum á réttri leið,“ segir Stefán um prufu- keyrslurnar. „Börnin eru vissulega kröfuhörðustu leikhúsgestirnir þann- ig að við höfum verið að leita eftir við- brögðum frá fólki og það hefur gefið mjög góða raun,“ segir Stefán Hallur að lokum. Það mikilvæg- asta ósýnilegt  Þjóðleikhúsið sýnir Litla prinsinn Ljósmynd/Eddi Hugvekjandi Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Snorri Engilbertsson og Edda Arnljótsdóttir í sýningu Þjóðleikhússins á Litla prinsinum í Kúlunni. www.leikhusid.is Ólga kraumar undir niðrihjá mörgum og öðruhverju brýst hún frammeð látum. Óánægja sem beinist að valdhöfum, þjóðfélags- skipan eða ríkjandi ástandi er gjarnan tjáð með áberandi hætti á opinberum vettvangi – en oft er leitast við að bæla hana, draga úr henni eða afmá hana úr menning- arminninu og almennri orðræðu. Sýningin Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti getur því auðveld- lega komið mörgum í opna skjöldu, einfaldlega vegna þess að þar eru sýndar heimildir um óeirð og tján- ingu hennar sem fáir þekkja. Myndlistarmaðurinn Unnar Örn hefur m.a. leitað í heimildasöfnum Þjóðskjalasafnsins og í ljósmynda- safni tæknideildar rannsóknarlög- reglunnar og fengið að stækka myndirnar (og „sönnunargögnin“) og sýna í samhengi listasafns, nán- ar tiltekið í Listasafni Alþýðu- sambands Íslands. Þetta er forvitnileg sýning þar sem listamaðurinn skapar and- rúmsloft þöggunar og duldar: teppaleggur gólf og hengir upp dökkgrá og þunglamaleg tjöld . Í Ásmundarsal á efri hæð freistast áhorfandinn til að samsama sig peysufataklæddri konu sem sést á stórri mynd horfa í átt að gjósandi hver úti í náttúrunni. Undir niðri ómar lágvær kliður (úr hátölurum). Myndin virkar sem líking fyrir kraumandi ólgu í þjóðarsálinni – ólgu sem er í vissri andstöðu við látlaust yfirbragð sýningarinnar. Í salnum eru sýnd dæmi um nei- kvæðar birtingarmyndir óánægju – átök, ofbeldi og skemmdarstarf- semi. Listamaðurinn hefur tjáð sig um nauðsyn andófs gegn vald- höfum og tilhneigingu þeirra til að útmá öll ummerki um óeirðir. En óeirðir eru ekki það sama og óeirð og „afrek“ getur verið tvíbent orð í þessu samhengi öllu. Með óeirðum hafa menn stundum afrekað að knýja fram breytingar, en óeirðir skilja einnig oft eftir sár. Mynd á sýningunni af brotnum trébekkjum eftir „Gúttóslaginn“ 1932 kann að minna suma á að þar hlutu lög- reglumenn varanlegan skaða sem háði þeim og fjölskyldum þeirra alla tíð. Í Gryfju má hins vegar m.a. sjá uppdrátt gróðurskála sem reistur var í garðinum Skrúði að Núpi í Dýrafirði. Vel er til fundið að minna á þetta merka framtak hjónanna Sigtryggs Guðlaugssonar og Hjaltalínu Guðjónsdóttur. Starf þeirra er vitnisburður um hug- sjónir og löngun til að sigrast á hindrunum og breyta aðstæðum sér og öðrum til hagsbóta. Til sýnis eru einnig gamlar, litaðar ljósmyndir/ póstkort af glaðværum hópi fólks í Hallormsstaðaskógi sem lýsa á sinn hátt bjartsýni og þrá – en hver veit hvað býr undir niðri? Túlka má verkin í Gryfju og Arinstofu sem vísbendingu um að óeirð, í merk- ingunni óþol, geti líka verið aflvaki jákvæðra athafna og breytinga til batnaðar. Þegar allt kemur til alls var það óánægja í bland við áræði og bjartsýni sem stuðlaði að því að koma handritunum aftur heim. Í Arinstofu eru lifandi myndir af „heimkomu“ handritanna 1971. Unnar Örn hefur skapað sér sér- stöðu sem myndlistarmaður fyrir rannsóknir sínar á safngögnum („arkífum“), opinberum jafnt sem einkalegum. Sjónarhorn hans og túlkun ber iðulega vott um íhygli og hugkvæmni í framsetningu og er þessi sýning engin undantekning. Lögð er áhersla á hið sjónræna og rýmislega tungutak en í fremur naumri framsetningu sem getur virkað „fámál“ – en sýningarskráin bætir þar úr skák og auðveldar áhugasömum að lesa í sýninguna. Reyndar hefur skráin gildi í sjálfu sér sem vitnisburður og hugvekja. Í heild vekur sýningin til umhugs- unar um óeirð og mismunandi far- vegi hennar og felur að því leyti í sér þarfa áminningu. Morgunblaðið/Ómar Rannsóknir Unnar Örn við eitt verkanna á sýningu sinni í Listasafni ASÍ. Óeirðarkliður Listasafn ASÍ, Freyjugötu Unnar Örn – Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti bbbmn Til 6. apríl 2014. Opið þri.-sun. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Unnar býður til listamannaspjalls um sýningu sína í safninu á morg- un, 6. apríl, kl. 15. Félag um átjándu aldar fræði heldur af- mælismálþing og afmælishóf í Þjóðmenning- arhúsinu við Hverfisgötu í dag. Málþingið hefst kl. 13.30 og hófið kl. 16.30. Tilefnið er 20 ára afmæli félagins sem heldur þrjú málþing á ári. Á málþinginu í dag flytur Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagn- fræði við HÍ, erindi sem hún nefn- ir „Átjánda öldin: Evrópa sækir Ísland heim“ og Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á Árnastofnun, mun ræða um „söngfróð sálmaskáld“. Hljómsveitin Spilmenn Ríkínis mun flytja íslenska tónlist frá 17. og 18. öld og að því loknu verður boðið upp á léttar veigar og aðrar veitingar. Afmælismálþing og afmælishóf Anna Agnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.