Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í kjarasamningum á Íslandi er margt sem fulltrúar norrænna stéttarfélaga dást að. Má þar nefna greiðsluskyldu til stéttarfélaga, fræðslusjóði og að með lögum eru lágmarkslaun tryggð með kjara- samningum,“ segir Kristján Braga- son, framkvæmdastjóri Nordisk Union for Hotel- Restauration, Ca- tering og Turistbranchen. Það eru norræn samtök starfsólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum sem eru með höfuðstöðvar í Kaup- mannahöfn. Félagsmenn NU HRCT eru um 115 þúsund, fólk á Norðurlönd- unum sem starfar við ferðaþjón- ustuna í sinni fjölbreyttu mynd. Tröppugangurinn í félagskerfinu er sá að launafólk á aðild að stétt- arfélögum hvert í sínu heimalandi, og þau aftur að landssamtökum sem svo tengjast samtökunum nor- rænu. Langur ferill í verkalýðshreyfingu „Uppbygging norrænu verka- lýðshreyfingarinnar er ólík frá einu landi til annars,“ segir Kristján. „Í Svíþjóð er miðstýring áberandi en þar fara landssamböndin með mikil völd. Svæðisbundnar einingar eru hins vegar ráðandi á Íslandi og í Danmörku. Fara þær með vald sem svo er framselt til stærri sam- banda í mismiklum mæli.“ Kristján Bragason, sem er 45 ára að aldri, hefur lengi starfað á vettvangi verkalýðshreyfing- arinnar. Árið 1996 tók hann að sér að byggja upp fræðslusjóði verka- fólks. Starfaði eftir það sem sér- fræðingur hjá Verkamanna- sambandi Íslands, sem síðar sameinaðist öðrum undir merkjum Starfsgreinasambands Íslands. Kristján var framkvæmdastjóri SGS frá 2001 til 2004, en fluttist þá til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni. Þau hafa búið ytra síðasta áratug- inn, að því frátöldu að Kristján var aftur framkvæmdastjóri á árunum 2011-2012 og hafði þá með höndum að koma í gegn ákveðnum kerf- isbreytingum í starfi samtakanna. Heimahöfn fjölskyldunnar hefur hins vegar verið Málmey í Svíþjóð, þar sem Margrét Leósdóttir eig- inkona hans starfar sem hjarta- læknir. Þau eiga tvö börn. Það var í febrúar síðastliðnum sem Kristján tók við starfi NU- HRCT. Hann segir verkefni sitt að talsverðu leyti felast í að samræma og styðja við starfsemi aðildarsam- banda. Það sé gert með öflugri hagsmunagæslu á fjölþjóðlegum vettvangi með það að markmiði að bæta aðstæður og kjör launafólks. Samtökin vinna einnig við að kynna og verja „norræna velferðarmód- elið“ sem svo er kallað. Í því sam- bandi segir Kristján stéttarfélögin í lykilhlutverki. Réttindi kröfðust baráttu „Sterk verkalýðshreyfing er nauðsynlegur hluti í þríhliða sam- starfi með stjórnvöldum og at- vinnurekendum. Með kjarasamn- ingum og opinberu regluverki tryggja þessir aðilar velferð og fé- lagsleg réttindi almennings. Helsta einkenni norræna velferðarmódels- ins er öflugt atvinnulíf, mikil at- vinnuþátttaka. Einnig viðamikil op- inber þjónusta sem er fjármögnuð í gegnum skattkerfið. Þó getur verið munur á þessari nálgun eftir lönd- um, svo sem rekstrarformi á op- inberri þjónustu, greiðsluþátttöku almennings og tengingu við vinnu- markað,“ segir Kristján og heldur áfram: „Mikill hluti félagslegra réttinda á Íslandi er tengdur þátttöku ein- staklinga í atvinnulífinu, en í Nor- egi er þessi þjónusta að mestu leyti í höndum hins opinbera. Um þetta allt má segja að margir virðast hafa gleymt þeim umbótum sem verkalýðshreyfingin hefur áorkað. Mikið af þeim félagslegu réttindum sem okkur þykja sjálfsögð í dag hefur komið í kjölfar mikillar bar- áttu og samstöðu launafólks við gerð kjarasamninga.“ Atvinnustefna sjálfbærni og gæða Fjölmörg verkefni eru á borði Kristjáns í dag svo sem vinnuum- hverfi þerna á hótelum og starfs- kjör starfsfólks á skyndibitastöð- um. Einnig barátta gegn svartri atvinnustarfsemi, kynbundnum launamun og fleiri vandamálum. Þá segir Kristján að undanfarið hafi talsverð vinna farið í að þróa nýja atvinnustefnu fyrir norræna ferða- þjónustu út frá hagsmunum launa- fólks. Þar sé rauði þráðurinn sá að tryggja sjálfbærni og gæði þjón- ustu. „Norðurlönd eiga ekki að mark- aðssetja sig eða að selja sem ódýr- an áfangastað sem byggist á lágum launum og svartri atvinnu- starfsemi. Hagsmunaaðilar þurfa sömuleiðis að efla menntun og ný- sköpun í greininni. Þannig getur ferðaþjónustan skapað viðunandi starfsumhverfi til að takast á við aukna samkeppni og vöxt,“ segir Kristján og bætir við: „Til að geta keppt við aðra áfangastaði ferðamanna þarf ferða- þjónustan að auka framleiðni, bæta þjónustu og tryggja einstaka upp- lifun. Þessu til viðbótar þurfum við einnig að skapa okkur sérstöðu við markaðsetningu sem byggist á norrænum gildum á borð við jafn- rétti kynjanna, frjálslyndum við- horfum, félagslegu öryggi, fjöl- breytileika samfélagsins og vistvænni hugsun. Þessi gildi hafa aðráttarafl sem við eigum að nýta okkur.“ Tryggja öruggara starfsumhverfi Starf verkalýðshreyfingarinnar hefur breyst mikið í seinni tíð. Sú var tíðin að barátta fyrir hærri launum, styttri vinnutími, veik- indaréttur, öryggismál og svo framvegis, voru helstu viðfangs- efnin. Á síðari árum hafa hins veg- ar ný viðfangsefni komið til svo sem, eins og hér að framan segir, að stéttarfélögin geti veitt fé- lagsmönnum sínum skjól verði þeir fyrir áreitni á vinnustað. Þau vandamál segir Kristján að hafi sannarlega alltaf verið til staðar en umræða síðustu ára og kvennrétt- indabaráttan hafi komið þeim í dagsljósið. „Það var lengi vel tabú að tala um mörg af þeim vandamálum sem hafa viðgengist á vinnustöðum. Hverskonar ofbeldi og áreitni er stórt vandamál innan hótel- og veitingageirans. Áreitnin kemur frá gestum, en einnig frá sam- starfsmönnum og yfirmönnum. Þetta er óásættanlegt og samtök launþega verða að bregðast við. Þó er þetta vandmeðfarið og oft erfitt að hlutast til í einstökum málum. Stéttarfélög hafa þó margvísleg verkfæri til að tryggja sínu fólki öruggara vinnuumhverfi, svo sem með fræðslu og vinnuvernd og kjarasamningum. Þetta verður samt að vera sameiginlegt úrlausn- arefni allra.“ Aukinn kaupmáttur kemur ekki sjálfkrafa Þótt félagsleg verkefni verði sí- fellt stærri þáttur í starfi stétt- arfélaga eru kjaramálin þó alltaf efst á blaði. Hvort árangur í þeim næst er undirorpið mörgum þátt- um, svo sem almennri stöðu í efna- hagsmálum Sú var tíðin að á Ís- landi loguðu eldar verðbólgubáls og stundum var gengi krónunnar fellt með hagsmuni útflutnings- greina að leiðarljósi. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, lagði út frá þessu í netpistli á dögunum. Sagði þar að laun íslenskra rafiðn- aðarmanna hefðu hækkað um 3.300% frá 1970. Laun danskra raf- iðnaðarmanna hefðu hins vegar hækkað um 300%, sem hefði samt skilað meiri kaupmáttaraukningu en á Íslandi. „Þetta er hárrétt ábending hjá nafna mínum, en íslenska krónan er mjög óstöðugur gjaldmiðill sem hefur skapað umhverfi þar sem víxlverkun launa og verðlags hefur verið viðvarandi í áratugi. Miklar launahækkanir skila sér ekki sjálf- krafa í auknum kaupmætti. Á hinn bóginn er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í samanburði við önnur Norðurlönd eru lægstu laun á Íslandi of lág og úr því þarf að bæta,“ segir Kristján Bragason að síðustu. Norræn gildi eru aðdráttarafl  Íslendingur stýrir NU HRCT, samtökum launafólks í ferðaþjónustu á Norðurlöndum  Jafnrétti, fjölbreytni og öryggi í atvinnustefnu  Barátta gegn áreitni vaxandi verkefni verkalýðshreyfingar Hagsmunir „Norðurlönd eiga ekki að markaðsetja sig eða að selja sem ódýran áfangstað sem byggir á lágum launum,“ segir Kristján Bragason. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kaupmannahöfn Ferðaþjónustan er stór þáttur í atvinnulífi á öllum Norð- urlöndum fimm. Alls 115 þúsund manns eru innan vébanda NU-HRCT. NU-HRCT eru samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndi- bitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Sjö landssambönd frá fimm lönd- um eiga aðild að samtökunum og eru félagsmenn um 115 þúsund. Tvö íslensk sambönd eiga aðild að NU-HRCT, það er Starfs- greinasamband Íslands og MAT- VÍS. „Samtökin eru á margan hátt nokkuð fjarri hinum almenna fé- lagsmanni,“ segir Kristján Braga- son. Vísar til þess að það séu fyrst og fremst starfsmenn að- ildarsamtakanna sem taki þátt í alþjóðastarfinu. „Engu að síður skipuleggur NU-HRCT fundi og ráðstefnur með trúnaðarmönn- um á vinnustöðunum. Þá er reynt að koma málum svo fyrir að fulltrúar starfsmanna sem vinna hjá alþjóðlegum fyrirtækjum fái tækifæri til að hittast að minnsta kosti einu sinni á ári til að ræða sameiginleg hagsmuna- mál og læra af reynslu annarra.“ Ræða mál og læra af reynslu STÓR SAMTÖK MEÐ UM 115 ÞÚSUND FÉLAGSMENN VELDU VIÐHALDSFRÍTT Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.