Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 1
Kóngakrabbi getur haft slæm áhrif
á lífríkið ef hann nær útbreiðslu hér
við land, að mati Jörundar Svav-
arssonar, prófessors í sjávarlíffræði.
Einn krabbi kom í humartroll báts í
Breiðamerkurdýpi í fyrrinótt og er
það fyrsti staðfesti fundur tegund-
arinnar við landið.
Jörundur segir að þessi fundur
þurfi ekki að þýða að teg-
undin sé komin
hingað. Ef fleiri
finnist á næstunni sé
hætta á að hún sé bú-
in að hasla sér völl.
Kóngakrabbi er
Kyrrahafstegund.
Rússar fluttu fjölda fullorð-
inna krabba og lirfa að Kólaskaga á
sjöunda áratugnum í þeim tilgangi
að koma sér upp nytjastofni. Kónga-
krabbinn náði fljótlega útbreiðslu
við Norður-Noreg og hefur valdið
tjóni á lífríkinu og er á leið suður
með Noregi.
Jörundur segir að kóngakrabbinn
sé stórvaxinn ræningi sem éti hvað
sem er og hafi áhrif á
önnur botndýr. Of
snemmt sé að fullyrða
um áhrifin hér en ef
krabbinn næði út-
breiðslu við suður-
strönd Íslands gæti
hann haft áhrif á hum-
arstofninn. »2
Stórvaxinn ræningi í Breiðamerkurdýpi
F I M M T U D A G U R 1. M A Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 101. tölublað 102. árgangur
SKÖPUNAR-
KRAFTUR Í
FLÆÐARMÁLI
VANDA ÞARF
VAL Á YFIR-
MÖNNUM
VIÐ SKÓFUM
RJÓMANN AF
LÖGUNUM
VIÐSKIPTABLAÐ FM BELFAST 42GALDRAFERÐ 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílastæði Horft upp Frakkastíginn.
Óánægja er meðal kaupmanna
við Laugaveginn í Reykjavík með
framkvæmdir við Frakkastíg, þar
sem hjólarein, sem verið er að
leggja, fækkar bílastæðum við göt-
una úr 57 í 19. Björn Jón Bragason,
framkvæmdastjóri Samtaka kaup-
manna og fasteignaeigenda við
Laugaveg, segir bílastæðunum
hafa fækkað mikið á síðustu árum
og nú fari fleiri. Þetta sé bagalegt,
meðal annars vegna þess að fjöldi
hótela sé í miðborginni og um þriðj-
ungur gesta þeirra sé á bílaleigubíl.
Þá komi það illa við verslarnir í
miðborginni að bílastæðum fækki.
Sé sú ráðstöfun þvert á fyrirheit
frambjóðenda sem stefna til borg-
arstjórnar í vor. Þeir hafi heitið
samráði um málið, en önnur sé
raunin. »4
Þrengt að Frakkastíg
með hjólarein og
bílastæðum fækkar
Kaupa upp kröfur
» Almennir kröfuhafar LBI,
þeir sömu og í búum Glitnis og
Kaupþings, hafa styrkt stöðu
sína með kaupum á kröfum.
» Sögð „strategísk“ kaup til
að hafa meiri áhrif á viðræður
LBI og Landsbankans.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Viðræðum um 240 milljarða gjald-
eyrisskuld Landsbankans við kröfu-
hafa gamla bankans (LBI) hefur
miðað nokkuð hratt áfram á síðustu
vikum. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins gera þær tillögur
sem rætt hefur verið um ráð fyrir
því að endurgreiðslutími skuldabréf-
anna yrði lengdur um sex til átta ár
þannig að lokagjalddagi yrði 2024 til
2026. Að óbreyttu þarf bankinn að
greiða skuldina upp á næstu fimm
árum.
Enn er þó alls óvíst hvenær – eða
hvort – samningar nást milli fulltrúa
Landsbankans og LBI. Að sögn
þeirra sem þekkja vel til stöðu mála
grundvallast tillögur LBI á þeirri
forsendu að Seðlabankinn heimili
um leið að veita búinu undanþágu
frá höftum fyrir öllum gjaldeyris-
greiðslum til forgangskröfuhafa –
samtals um 600 milljörðum.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að ólíklegt sé að sú heimild verði
veitt nú. Slík undanþága, þar sem
krónukröfum yrði umbreytt í er-
lenda mynt og hleypt undan höftum,
gæti skapað óheppilegt fordæmi fyr-
ir nauðasamningsumleitanir Glitnis
og Kaupþings.
MPattstaða í viðræðum »Viðskipti
600 milljarða undanþága
Aukinn sáttatónn í viðræðum um 240 milljarða skuld Landsbankans við LBI
Rætt um 6-8 ára lengingu Vilja undanþágu fyrir 600 milljörðum til kröfuhafa
Vegamál
Samtals gjöld á bifreiðaeigendur
Framlög til vegamála
35.000
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Tölur eru í milljónum króna
2007 2012
32.376
18.494
31.873
17.192
Framlög til vegamála námu aðeins
um 54% af gjöldum sem lögð voru á
bifreiðaeigendur á árinu 2012. 17
milljarðar fóru til vegamála en tæpir
15 milljarðar af gjöldunum fóru í ann-
ar rekstur á vegum ríkisins.
Í skýrslu innanríkisráðherra um
framkvæmd samgönguáætlunar 2012
sést að gjöld á bifreiðaeigendur voru
á árinu 2012 svipuð í krónutölu og á
árinu 2007. Gjöldin lækkuðu verulega
á árunum 2008 og 2009, einkum vegna
samdráttar í vörugjaldi af völdum
samdráttar í innflutningi bifreiða.
Tekið er fram að í töflunni eru ekki
tekin með vörugjöld af varahlutum og
heldur ekki virðisaukaskattur af elds-
neyti, bifreiðum og varahlutum.
Framlög til vegamála sveiflast
verulega. Þau voru aukin verulega á
árinu 2008 og voru það ár og árið á
eftir hærri en gjöld sem lögð voru á
bifreiðaeigendur. Síðustu ár hafa
framlögin lækkað verulega og eru að-
eins rúmur helmingur þeirra tekna
sem bílarnir gefa. Það hefur bitnað á
vegakerfinu. Vegir verða ósléttir og
það dregur úr umferðaröryggi. »19
Helmingur gjalda til vega
17 milljarðar í vegamál 15 milljarða bifreiðagjöld í annað
Inntak alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins, 1.
maí, sem er í dag, snýst um að bæta kjör og mann-
líf. Í tilefni dagsins á allt vinnandi fólk frí, karl-
arnir í Slippnum í Reykjavík sem aðrir. Samfélag
fyrir alla er yfirskrift hátíðarhalda dagsins. Í
flestum byggðum er eitthvað um að vera. Í
Reykjavík verður t.d. lagt upp í kröfugöngu kl.
13.30 niður Laugaveg á baráttufund á Ingólfs-
torgi. Síðan eru skemmtanir og kaffisamsæti. »8
Baráttunni fyrir betri kjörum lýkur aldrei
Morgunblaðið/Ómar
Baráttudagur launafólks – 1. maí haldinn hátíðlegur um allt land
Nærri 2%
landsmanna, eða
um 6.500 manns,
bjuggu við veru-
legan skort á
efnislegum gæð-
um á síðasta ári,
samkvæmt nýrri
lífskjarakönnun
Hagstofunnar.
Er þá miðað við að fólk hafi lent í
vanskilum með lán, ekki haft efni á
ferðalögum, ekki getað mætt
óvæntum útgjöldum og ekki haft
efni á farsíma, sjónvarpstæki,
þvottavél, bíl eða nægilegri hús-
hitun. 42 þúsund manns voru undir
lágtekjumörkum í fyrra. »20
6.500 bjuggu við
verulegan skort