Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Kveðja frá Ónæmis- fræðifélagi Íslands Fallinn er frá dr. Guðmundur Jóhann Arason líf- fræðingur. Ég kynntist Guð- mundi þegar við byrjuðum bæði að vinna á ónæmisfræðideild Landspítala í ágúst 1984. Ég var nýgræðingur í faginu en Guð- mundur var að koma heim úr doktorsnámi frá London þar sem hann hafði rannsakað ósérhæfðar varnir í sniglum. Áhugasvið Guð- mundar hélst innan ósérhæfða ónæmiskerfisins og beindist fljótt að komplement kerfinu. Voru rannsóknir hans í gegnum árin ávallt tengdar komplement- um og á því sviði lágu greinaskrif hans, handleiðsla nemenda og innlent og erlent samstarf. Guðmundur tók þátt í kennslu í ónæmisfræði á tímabili og ein- mitt á þeim tíma sem ég tók ónæmisfræðinámskeiðið. Í þá daga voru notaðar glærur við kennslu og hafði Guðmundur þann vana að fylla glærurnar út á brún með kennsluefni. Var ein- hverju sinni gert góðlegt grín að þessu og honum bent á að hann gæti nýtt glærurnar betur ef hann skrifaði báðum megin á þær. Guðmundur var mikill áhuga- maður um að nota íslensk heiti yfir líffræðileg fræðiorð og vann með stjórn Ónæmisfræðifélags Íslands í nokkur ár við að ís- lenska ónæmisfræðileg heiti. Eft- ir samstarfshópinn liggur mikið verk sem er orðasafn ónæmis- fræðinnar og átti Guðmundur þar drjúgan hlut að máli. Guðmundur hafði skemmtileg- an húmor og við höfðum gaman Guðmundur Jóhann Arason ✝ Guðmundur Jó-hann Arason fæddist 18. febrúar 1954. Hann lést 9. apríl 2014. Útför Guðmundar fór fram 29. apríl 2014. af því að rifja upp brandara úr bresk- um grínþáttum sem við höfðum bæði séð á náms- tímum okkar í Bretlandi þótt meira en 10 ár skildi okkur að í dvöl okkar þar. Við hjá Ónæmis- fræðifélagi Íslands sendum fjölskyldu Guðmundar innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd fé- lagsmanna, Jóna Freysdóttir, formaður Ónæmisfræðifélags Íslands. Vinnufélagi minn til margra ára, Guðmundur Jóhann Arason, er látinn langt um aldur fram. Við Guðmundur unnum náið saman um árabil að margvíslegum verk- efnum á sviði komplimenta og minnist ég þess tíma með ánægju þótt oft hafi gustað á milli, enda tímaskyn okkar ekki mælt á sama skala. Guðmundur var mikið góð- menni. Hann hugsaði aldrei illa til nokkurs manns – trúði engu illu um aðra og aldrei minnist ég þess að hann gerði lítið úr vinnu eða verkefnum annarra. Hann var alltaf reiðubúinn til að veita ótakmarkað af tíma sínum og lið- sinna þeim sem til hans leituðu. En þegar allir þessir mannkostir koma saman í einum manni fylgir því böggull. Því án hæfilegrar gagnrýni á gerðir annarra skap- ast skekkja í samskiptum milli manna og því var taktur Guð- mundar ekki alltaf sá sami og samferðamanna hans. Guðmundur var fjölfróður maður og með eindæmum minn- ugur. Hann var vel lesinn hvort sem var í bókmenntum eða á sviði náttúrufræða og vísinda og því gat verið bæði fróðlegt og gaman að eiga við hann spjall. Víðfeðmt þekkingarsvið Guðmundar í líf- eðlisfræði kom líka að góðum not- um á vikulegum fræðslufundum innan ónæmisfræðideildarinnar þar sem aldrei var komið að tóm- um kofunum. Var mikill akkur fyrir deildina að hafa slíkan mann á staðnum. Vísindin áttu hug Guðmundar allan. Má nánast segja að hann hafi alla tíð átt í ástarsambandi við þetta hugðar- efni sitt, þar sem svefn og næring þurftu iðulega að víkja fyrir áhugamálinu. Allar götur frá því hann kom heim frá Bretlandi, þar sem hann stundaði doktorsnám sitt í ónæmisfræði snigla, vann hann að rannsóknum á magna- kerfinu eins og hann kaus að nefna komplimentkerfið. Þekk- ingu á þessu frumstæðasta varn- arkerfi lífvera hefur fleygt fram þann tíma sem liðinn er frá því Guðmundur hóf störf hér heima og fylgdist hann vel með þeim breytingum. Var hann jafnframt þátttakandi í umræðunni á heimsvísu. Vakti þó nokkra at- hygli rannsókn Guðmundar sem sýndi að ótjáðar C4 arfgerðir auka áhættu á kransæðasjúk- dómi meðal reykingafólks. Síð- ustu árin vann hann að nýjungum á sviði fyrirbyggjandi læknis- fræði, þar sem framleiðsla bólgu- hemjandi efnisins VCP (eggja- hvítuefni vaccinia vírussins sem hemur kompliment ræsingu) var í forgrunni. Að því verkefni vann hann í samstarfi við dr. Girish Kotwal sem fyrstur einangraði VCP og prófessor emerítus Guðna Alfreðsson. Varði Guð- mundur miklum tíma í að byggja upp framleiðsluferli VCP og batt hann vonir við að afurðin gæti gagnast við staðbundna minnkun bólguáhrifa svo sem verður eftir hjartaáfall. Er ósk mín að fórnir sem Guðmundur færði til að koma þessu verkefni á legg beri að endingu tilætlaðan árangur. Samskipti okkar Guðmundar hafa ekki verið mikil síðan ég lét af störfum í ónæmisfræðinni, en ég hef alla tíð borið hlýjan hug til Guðmundar og sendi ég bræðr- um hans og börnunum, þeim Rögnvaldi, Ara og Völu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eft- irsjá þeirra að ástríkum föður má vera mikil. Ragnhildur Kolka. Guðmundur Arason var félagi okkar í bóklestrar- og samræðu- félagi, sem við stofnuðum um miðjan níunda áratug. Við höfum hist mánaðarlega að ræða bækur og brýn samfélagsmálefni með þeim skilyrðum að stilla veiting- um í skynsamlegt hóf og þjarka ekki um stjórnmál en auðga and- ann og skemmta okkur með um- ræðu um gott lesefni. Guðmundur var góður og skemmtilegur félagi í okkar hópi. Hann var vel heima á ýmsum sviðum innan og utan síns fags, líffræðinnar, og lagði margt til málanna hvert sem umræðuefnið var, gjarnan í gamansömum tón með ívafi við sagnahefð íslenskr- ar fyndni. Í samskiptum var hann sérstaklega velviljaður maður og greiðvikinn svo að af bar. Mikið skarð er nú höggvið í okkar hóp. Við þökkum vináttu og sam- fylgd um áratugaskeið og send- um börnum Guðmundar og ást- vinum hans innilegar samúðarkveðjur. Bókafjelagar, Einar, Haukur, Ísleifur, Sigurður, Sigurjón og Valgarður. Mér þótti nærri mér höggvið þegar ég frétti af láti Guðmundar Arasonar, frænda míns, um dag- inn. Við erum bræðrabörn, ég dóttir Sigurgeirs Jónssonar og Guðmundur sonur Ara, en hann var nokkrum árum eldri en ég. Á mínu heimili var hann alltaf kall- aður Guðmundur Arason; fráleitt vegna þess að hann væri svo formlegur, en frekar til aðgrein- ingar frá öðrum nöfnum sínum í fjölskyldunni, en þeir eru þó nokkrir. Ég man ekki hvernig við Guðmundur Arason kynntumst fyrst, því ég hafði alltaf vitað af honum sem frænda mínum. En þegar ég var komin í Háskólann og bjó við Bræðraborgarstíginn, þá var nærtækt að leita til Guð- mundar og Önnu, sem bjuggu þá við Hringbrautina. Þá var Vala, dóttir þeirra, fædd, jafngömul Evu, dóttur minni, sem fékk oft far í bláu Volkswagen-bjöllunni í leikskólann Valhöll um leið og Vala var keyrð á Tjarnarborg. Það var oft kátt á hjalla á heim- ilinu þeirra við Hringbrautina og síðar í Karfavoginum og þar fóru líka fram heimspekilegar sam- ræður um allt og ekki neitt. Eftir því sem árin liðu og verkefnum fjölgaði skildi leiðir að mestu, en vinátta var til staðar alla tíð. Ekki eru mörg ár síðan Guðmundur komst að því að Óli minn hafði áhuga á að vinna efni af gömlum segulbandsspólum. Þá lét hann hvorki laust né fast fyrr en hann hafði komið Óla í samband við vin sinn, sem átti gangfært spóluseg- ulbandstæki. Þeir komu báðir í heimsókn í Furubyggðina með segulbandstæki sem Óli fékk lán- að til verkefnisins og við áttum skemmtilega stund saman. Það er gott að rifja upp og minnast liðinna samverustunda. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar allrar. Jónína Sigurgeirsdóttir og fjölskylda. Það barst niður stigann angan af nýbökuðu brauði, svo var bankað. Í dyragættinni stóð Guð- mundur brosandi. „Við fengum okkur brauðvél bræðurnir“ og af því nutum við á neðri hæðinni góðs. En hann mátti ekki vera að því að stoppa, alltaf að drífa sig. Svo mikið að gera. Hann sagði okkur einn morguninn í þvotta- húsinu að vikuskammturinn af sokkum í þvott hjá þeim væri 70 stykki. Nóg að gera. Í 10 ára sambýli okkar við Guðmund í Karfavoginum kynntumst við fljótt jákvæðni, hjálpsemi og vel- vilja hans. Allt virtist svo auð- leysanlegt og skemmtilegt, en það læddust líka skuggar í Karfa- voginn eins og víðar. Guðmundur fór ekki endilega auðveldustu né stystu leiðina, hvorki heim með úttroðna innkaupapokana úr búðinni, né við að koma í heim- sókn á Barðaströndina til okkar. Ekki landleiðina, ekki með flugi, nei þveran Faxaflóann og Breiða- fjörðinn á seglskútu. Það var mikið hlegið og mikið gaman í sveitinni þá. Jólakortin öll þessi ár eftir að sambýlinu lauk, svo örsmá skriftin og innileg kveðjan, og allir taldir til, Guðmundur, Vala, Rögnvaldur, Ari og Einar. Símtöl af og til, strjálli í seinni tíð – stundum erfið, en alltaf full af hlýju og þakklæti. Fyrir þetta allt, samveruna og þau forrétt- indi að hafa eignast vin í Guð- mundi Jóhanni Arasyni erum við einlæglega þakklát. Guðmundur er farinn heim, blessun, friður og bros fylgir minningu hans. Jóhannes Konráð og Arney Huld. Kveðja frá Íbúasamtökum Laugardals Guðmundur J. Arason var einn af upphafsmönnum Íbúasamtaka Laugardals og var hann fyrsti formaður samtakanna sem stofn- uð voru 2005. Hann sýndi hags- munum hverfanna í kringum Laugardal ávallt mikinn áhuga og sinnti formannsstarfi sínu af elju og einbeitni. Hann lagði sig mjög fram í umræðum um Sundabraut þegar hún var á döf- inni á sínum tíma og var í hópi þeirra sem vildu verja hverfið fyrir óþarfri röskun. Hann vann hins vegar að því verki með upp- byggilegum hætti og má segja að íbúasamtökin hafi undir forystu hans tekið þann pól í hæðina að koma með nýjar lausnir í stað þess að berjast einvörðungu gegn framkvæmdinni. Hann sat í sam- ráðsnefnd íbúa, ríkis og borgar sem vann að könnun á kostum sem völ var á við lagningu þessa mikla mannvirkis og sýndi þar með þekkingu sinni og vísinda- legri kunnáttu að íbúum hverfa Reykjavíkur er ekki síður treyst- andi til að fjalla um stórar skipu- lagsákvarðanir en sérfræðingum ríkis og borgar. Að loknu sam- ráðsferlinu voru bæði borgar- fulltrúar og þingmenn borgarinn- ar á einu máli um þá lausn sem íbúasamtökin lögðu fram og með framlagi þeirra var hægt að ná sátt um framkvæmdina, sem aldrei hefði orðið raunin ef ein- hliða áætlunum ríkis og borgar hefði verið framfylgt. Þannig var Guðmundur einn af frumkvöðlum íbúalýðræðis í borginni og kunn- um við, félagar hans í íbúasam- tökunum, honum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag sitt fyrir hönd hverfisins. Við minn- umst hans með virðingu og hlýju og sendum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðaróskir. Fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals, Sigurður Þórðarson, formaður. Útför Jóns Svav- ars var gerð frá Víðistaðakirkju 23. apríl 2014. Kvaddi flottasta afann í dag. Ég er svo heppin að geta kallað hann afa og einnig að geta sagt hann hafa verið einn af uppalendum mín- um, því betri mann, fyrirmynd og sál er erfitt að finna. Hann afi var höfðinginn í fjölskyld- unni og það er erfitt að hugsa sér lífið án hans. Að hugsa sér að strákarnir mínir fái ekki að kynnast honum meira en þetta, að heyra hann aldrei aftur segja: Eitthvað títt, Kata? Að hitta hann aldrei aftur hérna niðri í Iðnbúðinni á leiðinni í og úr vinnu, með glottið sitt og vinkandi í sloppnum sínum með uppbretta húfuna og að hugsa sér að hann á aldrei eftir að benda á kinnina sína og segja: Ertu ekki að gleyma einhverju? Það er svo margt sem ég á eftir að sakna en ég er líka heppin að eiga ótal minningar um hann og ömmu, allar útilegurnar, sum- arbústaðaferðirnar og ekki má gleyma öllum sunnudögunum Jón Svavar Jónasson ✝ Jón SvavarJónasson fædd- ist í Reykjavík 4. febrúar 1949. Hann lést á heimili sínu 11. apríl 2014. sem afi og amma náðu í mig þegar ég var lítil. Það er svo ótal margt sem ég er þakklát fyrir sem afi og amma hafa gefið mér og minni æsku. Það er margt sem hann kenndi manni sem á eftir að hjálpa mér í gegnum lífið. Afi var fagmaður fram í fingurgóma og algjör vinnujálkur. Það er gott að eiga eitthvað eftir hann, það gerir mig stolta og montna af honum. Ég kveð afa Nonna með söknuð í hjarta og vona svo innilega að það sé líf eftir þetta líf og að honum líði vel þar. Takk fyrir allt, elsku afi. Katrín Ýr Kristensdóttir. Elsku Nonni minn. Þú hefur verið góður vinur í gegnum árin, sem eru orðin býsna mörg eða síðan ég var 15 ára og þú 16 ára, Höddi vinur þinn var þá 17 ára, varð hann síðan maðurinn minn, svo kynnist þú Kollu þinni og hamingjan brosir við ykkur. Þið stofnið fjölskyldu og börnin urðu þrjú, Kristens, Kata og Jórunn, öll eru þau frábærir einstaklingar. Svo stækkar fjöl- skyldan og þið Nonni eruð orðin afi og amma. Árin líða svo hratt því þið eruð allt í einu orðin langafi og langamma. Já margs er að minnast, ferðalaga innan- lands og utan – svo eru það veiðiferðirnar uppá hálendið og ekki má gleyma sumar- bústaðnum ykkar við Þingvalla- vatn sem heitir Móar. Var það paradísin þín og vildir þú vera sem oftast þar, þér leið vel þar og þú varst duglegur að dytta að öllu. Þú varst þúsundþjalasmið- ur því allt lék í höndum þér. Börnunum varstu góður faðir, þú varst bóngóður maður og tókst öllum vel. Þú og maðurinn minn stofnuðuð Blikkiðjuna ehf. í Garðabæ og verður hún 40 ára í haust. Já minn kæri vinur, sárt er að þurfa að kveðja þig. Og þó nú skilji leiðir að um sinn, þér alltaf fylgir vinarhugur minn. ég þakka fyrir hverja unaðsstund við munum aftur eiga endurfund. Alltaf fjölgar himnakórnum í, og vinir hverfa, koma mun að því. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, aftur hittumst við í blómabrekkunni. Ég vil þakka þér fyrir alla þína vináttu í gegnum árin, kæri vinur. Samúðarkveðjur til Kollu, barna og barnabarna. Ykkar vinur, Soffía Auður Diego. Elsku Kolla, nú hefurðu misst þinn lífsförunaut. Við höfum verið vinkonur síðan við byrj- uðum sjö ára gamlar í Austur- bæjarskóla og hefur vinskapur- inn haldist síðan. Ég þekkti því Jón frá því að þið kynntust og fór alltaf vel á með okkur. Þegar ég kynnist eiginmanni mínum þá ná þeir strax vel sam- an og voru mjög góðir vinir til æviloka Jóns. Ég byrjaði minn búskap í Grindavík en Kolla og Jón í Kópavoginum. Kom það oft fyrir að Jón hringdi og sagði: „Við erum að koma, verðið þið búin að setja vatn í laugina.“ Vinskapur var mikill okkar á milli og komu þau hjónin oft í heimsókn með börnin þegar Jói minn var ekki á sjó. Síðar áttum við heima í Garðabænum og þau líka. Við ferðuðumst mikið sam- an bæði innanlands á árum áður með börnin og svo utanlands seinni árin. Okkur hjónum er sérstaklega minnisstæð ferðin til Kanada þar sem margt var gert og mikið skoðað. Síðasta ferðin sem við fórum í saman var farin rétt fyrir síðustu jól til Keflavíkur í mat og gistingu á hóteli þar. Það hafði skapast þessi hefð hjá okkur undanfarin ár að fara á þessum tíma eitt- hvert að fagna brúðkaupsaf- mælum okkar saman, því við giftumst báðar mönnum okkar í desember. Síðasta desember áttum við Jói 40 ára brúðkaups- afmæli en Kolla og Jón 45 ára. Við munum sakna þessara ferða. Jón var traustur vinur og allt- af viljugur að aðstoða ef á þurfti að halda. Með sorg í hjarta og söknuði kveðjum við góðan vin með þökk fyrir samfylgdina og allar góðu stundirnar. Elsku Kolla, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Svala og Jóhann. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN EGGERT PÉTURSSON frá Brúarholti í Miðfirði, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnu- daginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Páll Björgvin Hilmarsson, Signý Eggertsdóttir, Pétur Skarphéðinn Stefánsson, Sæbjörg Þórarinsdóttir, Lovísa Guðlaug Stefánsdóttir, Indriði Þórður Ólafsson, Ásta Pálína Stefánsdóttir, Gunnar Már Yngvason, Hrönn Stefánsdóttir, Jósef Hólmgeirsson, Reynir Snæfeld Stefánsson, Ólöf Brynja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSABET JÓNSDÓTTIR, Eskifirði, andaðist fimmtudaginn 24. apríl. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 2. maí kl. 14.00. Jóhanna Kristín Friðgeirsdóttir, Ómar Jónsson, Steinn Friðgeirsson, Liselotte Widing, Helga Friðgeirsdóttir, Ásmundur Þórisson, Drífa Friðgeirsdóttir, Einar Jónsson, Kristgeir Friðgeirsson, Birna Kjartansdóttir, Inga Jóna Friðgeirsdóttir, Óskar B. Hauksson, Brynja Rut Sigurðardóttir, Páll Ragnar Þórisson, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.