Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Óbr eytt verð í 4 ár VELKOMIN Á TAPASHÚSIÐ Surf&Turf ..TILBOÐ 5.490 kr. Hægelduð BLEIKJA.. sólþurrkaðir tómatar, ólífur, sólselja Slow cooked ARTIC CHAR .. sun-dried tomatoes, olives, dill HUMAR salat.. parmesan ostur, epli, kasjuhnetur LANGOUSTINE salad .. parmesan, apples, cashew GrilluðNAUTALUND& smjörsteiktur HUMAR.. franskar kartöflur, bernaise, sveppir Grilled BEEF TENDERLOIN & butter roasted LANGOUSTINE.. french fries, bernaise, mushrooms LakkrísTIRAMISU.. karamellusósa, súkkulaði, hindber Licorice TIRAMISU .. caramel sauce, chocolate, raspberry Tapashúsið - Ægisgarður 2 - Sólfellshúsið - 101 Reykjavik +354 512 81 81 -info@tapashouse.is- www.tapashouse.is Tapas er svo miklu meira en bara matur. Tapas er upplifun. Meirihlutinn í borg- arstjórn Reykjavíkur hefur þá skrýtnu stefnu í umferðar- málum að torvelda beri umferð. Til að ná þessu markmiði hefur verið unnið þrekvirki í því að draga úr flutningsgetu gatnakerfisins og fækka bílastæðum. Ár- angurinn birtist í um- ferðarhnútum á stofnbrautum, auk- inni umferð í nálægum íbúðagötum og tímafrekri leit að stæðum sem gjarn- an hafa verið lögð af. Hann birtist líka í sífellt lengri ferðatíma, hökti í um- ferðarhnútum og yfir hraðahindranir sem hér munu fleiri en annars staðar á byggðu bóli. Af þessu leiðir að bíl- arnir ganga lengur, eyða meiru, menga meira og slitna meira. Kostn- aður heimila af samgöngum eykst af þessum sökum og frítíminn minnkar sem svarar lengri ferðatíma. Og allt er þetta óþarfi, tilkominn fyrir kreddur manna sem finnst þeir vita hvað sam- borgurunum er fyrir bestu. Um þetta er fjöldi dæma, ég nefni aðeins fá: Á Hringbrautinni til móts við há- skólasvæðið var miklu til kostað til að færa gangbrautarljós um 20 metrum nær Melatorginu. Formaður skipu- lagsráðs segir þetta gert til að sýna að gangandi hafi forgang á akandi. Ég hef tíðum gengið þessa leið og fullyrði að fyrri staðsetning var gangandi ekki til baga. Færslan veldur því hins veg- ar að bílaröðin að vestan nær langt inn í hringtorgið svo umferð um það stíf- last oft hvern einasta dag. Breytingin tefur ferð hundraða manna á hverjum degi og lengir því ferðatíma aldeilis að óþörfu. Markmiðið sýnist því hafa ver- ið það eitt að tefja umferð, svo fjar- stæðukennt sem það nú hljómar. Yfir Miklubrautina milli Kringlu- mýrarbrautar og Snorrabrautar eru tvenn gönguljós. Þau voru tengd umferð- arljósum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Lönguhlíð svo gang- andi gátu þurft að bíða þess að meginstraum- urinn að og frá gatna- mótunum rynni hjá. Þessu var breytt, trú- lega undir sama kjör- orði um forgang fót- gangandi. Ljósin sýnast nú þannig stillt, að þau taka ekkert tillit til umferðarþungans um þessa meginumferðaræð. Þessi einfalda breyting felur það í sér að óveruleg stytting á ferðatíma fótgangandi veldur hundruðum manna bæði um- talsverðum töfum og kostnaði. Við Borgartúnið fjölgar stöðugt fyrirtækjum sem þjóna almenningi og hafa fjölda manna í vinnu. Samt varði borgin um 300 milljónum til að þrengja að bílaumferð um götuna og fækka stæðum. Hún gerði það meira að segja nýverið að skilyrði fyrir samþykki við byggingu niðurgraf- innar bílageymslu undir nýbyggingu við götuna að stæðum á lóðinni yrði fækkað að sama skapi. Það væri óheimilt að fjölga stæðum! Þetta er ný stefna sem gengur þvert á það sem áður var. Þá var byggjendum at- vinnuhúsnæðis skylt að sjá fyrir lág- marksfjölda stæða til að umsvif í ný- byggingu yllu ekki umferðarvanda. Nú er þeim sérstaklega hrósað í borgarráði, sem eru fáanlegir til að spara sér þann kostnað. Síðasta sumar var lokið lagningu myndarlegs göngu- og hjólastígs meðfram Suðurlandsbraut og Lauga- vegi. Flott framtak. En af hverju þarf hann að vera uppbyggður þar sem hann liggur yfir Nóatúnið? Ofbauð borgaryfirvöldum afkastageta þess- ara gatnamóta? Það hlýtur að vera, því þetta er árangursrík hraða- hindrun sem velur því að miklu færri komast yfir á ljósum en áður, svo að á álagstímum nær biðröðin oft niður fyrir næsta hringtorg. Vestur á Hofsvallagötu heldur grátbroslegt grínið áfram. Fánarnir og búrin eru farin og neonmálningin er líka á förum. Eftir stendur ný- smíðaður pallur fyrir biðstöð strætó á miðri vestari akreininni, því strætó má auðvitað ekki víkja inn á hjóla- brautina til að taka farþega af gang- stéttinni. Hann gæti truflað hjólreiðamann og myndi þá heldur ekki tefja bílaumferðina eins og að sýnist stefnt. Þá er búið að koma upp haganlegu stakketi úr plaststaurum og gúmmílistum á eystri akreininni inn að Hringbrautinni til að afmarka hjólabraut inn á gatnamótin. Um hana fer sjaldnast neinn, því hjólandi kjósa flestir að fara yfir gatnamótin á gangbrautinni. En tilgangurinn helg- ar meðalið; með þessu eru tryggðar nokkrar tafir, því ekki fá lengur tveir bílar farið samsíða inn á gatnamótin, ýmist til hægri eða vinstri, nú eða beint áfram eins verið hefur a.m.k. síðustu 50 árin. Framfarirnar láta ekki að sér hæða. Og nú á víst að verja þarna 150 milljónum í enn stór- tækari aðgerðir af sama toga. Þessi skrýtna áhersla, að torvelda umferð hvað sem það kostar, er ekk- ert grín; hún getur verið dauðans al- vara því ótæpileg uppbygging á hraðahindrunum og þrenging gatna hlýtur að lengja viðbragðstíma lög- reglu, slökkviliðs og sjúkrabíla að ekki sé talað um starfsfólk í öryggis- og bráðaþjónustu. Kostnaðurinn af þessari herför gegn einkabílunum kemur því víða fram og nagar af kaupmætti og lífsgæðum alla borg- arbúa. Tafastefnan í umferðarmálum borgarinnar er skaðleg og hana þarf að stoppa. Tafir kosta Eftir Þórarin V. Þórarinsson Þórarinn V. Þórarinsson » Aðgerðir borg- arinnar til að tor- velda umferð ökutækja eiga sér margar birting- armyndir og skerða bæði öryggi og afkomu Reykvíkinga. Höfundur er lögmaður. Eftir að hafa lesið grein Freyju Haralds- dóttur á tabu.is sem birtist í DV á dögunum þar sem hún fjallar um íbúðakjarna fyrir fatl- aða get ég ekki orða bundist, og það þó ég búi ekki í Reykjavík og bygging þessara íbúða- kjarna þar komi mér og minni fjölskyldu ekki til góða. Mér finnst tími kominn til að stíga fram og viðurkenna það sem virðist vera heilmikið tabú: Ég er hlynnt íbúðasambýlum með sameiginlegum rýmum. Tel þau vera góðan kost fyrir marga. Það þýðir samt ekki að ég sé á móti öðrum möguleikum. Mig langar að benda á að til eru fatlaðir einstaklingar sem ekki geta skrifað greinar og tjáð sig jafn vel og t.d. Freyja Haraldsdóttir. Geta ekki sjálfir, m.a. vegna mikillar þroska- hömlunar, ákveðið hvar þeir vilja búa og auglýst og ráðið til sín starfsfólk sem á að sinna þeirra daglegu þörf- um. Það er alltaf einhver annar sem þarf að lesa í þarfirnar og gera þetta fyrir þá, oftast eru það foreldrarnir. Ég á sjálf dóttur með mikla þroskahömlun og ég upplifi mig ekki sem fordómafulla manneskju sem er að brjóta mannréttindi þó ég sjái hag hennar best borgið á íbúðasambýli. Ég upplifi það aftur á móti sem for- dóma þegar manneskjur sem virðast ekki sjá annað en NPA-þjónustuna úthúða íbúðasambýlum og telja NPA hinn stóra sannleik sem frelsi fólk úr viðjum kerfisins. Í mínum augum er NPA bara ann- að kerfi sem ég eða einhver annar (sem þá er trúlega á launum) þarf að stjórna fyrir dóttur mína. Kerfi sem mér hugnast ekki eins og er. Ég samgleðst þeim sem hafa öðlast nýtt líf við að fá NPA en bið þá hina sömu um að detta ekki í þá gryfju að halda að það sem henti þeim henti öllum. Ég vildi óska að við gætum unnið saman að því að fatlaðir, allur sá margbreytileiki sem er innan þess hóps, fái raunverulegt val um hvar og hvernig þeir búa. Eru það ekki mannréttindi? Að þeir eignist framtíðarheimili sem þeir sjálfir og aðstandendur þeirra eru sáttir við. Að það séu ekki einhverjar laga- greinar og SIS-mat sem segi til um hvernig þeir eiga að búa og hvað þeir mega kosta samfélagið. Það þarf að styrkja alla búsetukosti fatlaðra. Ekki líta á íbúðasambýli sem stofnun heldur sem heimili þar sem fólki sem þar kýs að búa líður vel og er öruggt. Styrkjum þá sem kjósa að búa í sjálf- stæðri búsetu. Styrkjum NPA og aðra möguleika sem í boði eru. Við skulum ekki hampa einum kosti á kostnað annars. Fögnum marg- breytileikanum. Líka í búsetu. Það eru ekki allir fatlaðir eins Eftir Mörtu Esther Hjaltadóttur Marta Esther Hjaltadóttir »Ég á dóttur með mikla þroskahömlun og ég upplifi mig ekki sem fordómafulla mann- eskju þó ég sjái hag hennar best borgið á íbúðasambýli. Höfundur er bóndi í Hrunamanna- hreppi og móðir 22 ára konu með Downs-heilkenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.