Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 „Ég fagna þeirri samstöðu sem loks- ins náðist, bæði um baráttuaðferðir og um það að fá heimild til að útvíkka framboðið, til flugvallarsinnanna, sem nú heita að vísu flugvallarvinir,“ sagði Guðni Ágústsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins og land- búnaðarráðherra, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sat fund stjórnar kjördæm- issambands Framsóknarflokksins í Reykjavík í fyrrakvöld, þar sem fram- boðslisti flokksins var kynntur undir nafninu „Framsókn og flugvallarvin- ir“. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, héraðsdómslögmaður, formað- ur Landssambands framsóknar- kvenna og varaþingmaður flokksins, skipar fyrsta sæti listans, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær og þrjár konur skipa næstu þrjú sæt- in á listanum. Sveinbjörg Birna sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera mjög ánægð með niðurstöðu fundarins í fyrrakvöld. Hún hefði komið til lands- ins aðfaranótt sl. laugardags og á sunnudagskvöldið hefði henni verið veitt umboð til þess að leiða listann. „Ég frétti fyrst af tillögu Guðna Ágústssonar á laugardaginn, í fjöl- miðlum og leist strax mjög vel á hug- mynd hans um flugvallarsinna, sem ég kýs að kalla flugvallarvini. Ég held að mér sé óhætt að segja að mér hafi tekist að sannfæra stjórn kjördæm- issambands Framsóknarflokksins um að við ættum að fara að tillögu Guðna, opna framboðið og bjóða til liðs við framboðið hér í Reykjavík flugvallar- vinum,“ sagði Sveinbjörg Birna. Hef aldrei gagnrýnt konur Guðni leggur áherslu á að það sé eitt stærsta hagsmunamál landsins, að Reykjavíkurflugvöllur fái áfram að vera í Vatnsmýrinni. Aðspurður hver hafi verið ástæðan fyrir því að stjórn kjördæmissambandsins hafi snúist hugur og ákveðið að ekki yrði um „hreint Framsóknarframboð“ að ræða, heldur framboð „Framsóknar og flugvallarvina“ sagði Guðni: „Menn læra af reynslunni. Vitrir menn hafa auðvitað knúið fram þessa niðurstöðu með því að segja að það væri mjög heppilegt fyrir flokkinn að opna sitt framboð, eins og Framsókn- arflokkurinn gerir víða um land, og fá fleiri hagsmunaaðila og baráttufólk til liðs við sig.“ Guðni er ánægður með þá áherslu sem framboðið ætlar að leggja á áframhaldandi veru Reykja- víkurflugvallar í Vatnsmýrinni, sem sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóð- arinnar. Guðni var spurður hvort hann teldi heppilegt fyrir framboðið að fjórar konur skipuðu efstu fjögur sæti framboðslistans í Reykjavík. „Ég hef aldrei gagnrýnt konur og stend með þeim,“ svaraði Guðni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær náðist ekki í Þóri Ingþórsson, for- mann stjórnar kjördæmissambands- ins. agnes@mbl.is Guðni segir menn læra af reynslunni  Nýr oddviti Framsóknar kveðst hafa sannfært stjórnina Guðni Ágústsson Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Vinsælu broste Copenhagen vörurnar komnar aftur! Fást í næstu blóma- og gjafavöruverslun www.danco.is Heildsöludreifing Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 M b l1 49 71 85 föstudag og langan laugardag 30% afsláttur af sumarblússum, leðurjökkum, hálfermaskyrtum og pólóbolum Laugavegi 54, sími 552 5201 Fleiri myndir á facebook Helgarbrjálæði 30% afsláttur af öllum vörum föstud. og laugardag Túnikka áður 11.990 kr. Nú 7.990 kr. Kjóll áður 14.990 kr. Nú 9.990 kr. Framboðslisti Framsóknar og flug- vallarvina í Reykjavík var kynntur á blaðamannafundi á Reykjavík- urflugvelli í gær. Það var gert til að undirstrika áherslu framboðsins á að flugvöllurinn verði áfram í Vatns- mýri. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir skipar efsta sætið, Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir er í öðru sæti og Gréta Björg Egilsdóttir er í því þriðja. Eftir að listinn hafði verið kynnt- ur stigu þrír efstu frambjóðendurnir upp í flugvélar og hófu sig á loft ásamt flugkennara. Floginn var hringur yfir höfuðborgarsvæðið. Frambjóð- endur á flug Morgunblaðið/Þórður Flug Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fer í loftið á Reykjavíkurflugvelli. Samtökin Hjartað í Vatnsmýri fagna því að þrjú framboð hafi tek- ið afstöðu með meirihluta borg- arbúa og landsmanna í máli flug- vallarins í Vatnsmýri. „Átökin um flugvöllinn hafa sjaldan verið eins skýr og er flugvöllurinn stærsta mál komandi kosninga,“ segir í yf- irlýsingu samtakanna. Tekið er fram að Hjartað styðji hvern þann sem leggur vellinum lið í pólitískri baráttu og hvetur alla frambjóð- endur til þess að taka sér varðstöðu með borgarbúum og landsmönnum öllum um mikilvægasta flugvöll landsins í Vatnsmýri. Flugvöllurinn stærsta mál kosninganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.