Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 11
Kraftakonur Sigríður Ásta og Ingibjörg voru paraðar saman í vinnunni við bókina og gekk það vel.
lendinga að ekki sé hægt að læra
að verða rithöfundur. „Fólk trúir
því að annaðhvort búi fólk yfir
þessari náðargáfu eða
ekki, sem er undarlegt,
því í öllum öðrum list-
greinum finnst fólki
eðlilegt að viðkomandi
listamenn mennti sig og
læri sitt fag, hvort sem
það er myndlist, dans
eða tónlist.“ Sigríður
Ásta segir að eftir þessa
samvinnu dauðlangi
hana í ritlist. „Ég hef
skrifað helling, blaða-
greinar og handbækur, skemmti-
efni og fleira, en ég hef aldrei leyft
mér að gerast skáldleg. Ég er ekki
frá því að það gæti opnað fyrir ým-
islegt ef ég skellti mér í ritlistina,“
segir Sigríður Ásta sem kláraði
meistaranám í hagnýtri menningar-
miðlun í febrúar sl., þar sem hún
skrifaði, tók upp og klippti heimild-
armynd, gerði útvarpsþætti, lærði
vefritstjórn, markaðsfræði og
fleira. Ingibjörg er myndlistar-
menntuð og hefur verið að skrifa
gjörninga. Hún segist ekki hafa vit-
að fyrirfram hvort ritlistarnámið
hentaði sér. „Ég hefði einfaldlega
hætt ef þetta hefði ekki hentað
mér. En ég hef eingöngu skrifað
ljóð og leikrit í þessu námi, ég get
ekki hugsað mér að skrifa skáld-
sögur. Ég fer þá leið sem hentar
mér.“
Hægt að panta höfunda
heim til að lesa upp
Ein af konunum í ritlistar-
hópnum, Halla Þórlaug Óskars-
dóttir, sá um að brjóta bókina um
og hanna kápu, en hún er með bak-
grunn í myndlist eins og fleiri í
hópnum. Einnig er ein leikkona í
hópnum. „Krafturinn í þessum hópi
er alveg ótrúlegur. Sköpunin flæðir
fram,“ segir Sigríður Ásta og bætir
við að til að geta prentað bókina
hafi þær farið af stað með hóp-
fjármögnun í gegnum Karolina
Fund. „Söfnunin gekk vonum fram-
ar og fyrir vikið getum við gefið
bókina út harðspjalda. Ef fólk vill
tryggja sér eintak á lágu verði, að-
eins 2.500 kr., er hægt að panta
eintak inni á Karolina Fund. Einnig
er í boði að panta dýrari eintök
sem eru árituð og við bjóðum fólki
líka upp á að panta höfundana með
bókinni heim í hús þar sem þeir
lesa upp. Útgáfuhófið verður í lok
maí þar sem fólk getur sótt bæk-
urnar sem það hefur keypt og
pantað á netinu.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
Hin árlega kaffisala Kristniboðs-
félags kvenna verður haldin í Kristni-
boðssalnum á Háaleitisbraut 58-60 í
dag og hefst kl. 14. Þar verða að
vanda ljúfar kræsingar á boðstólum
sem gott er að renna niður með kaffi-
sopanum. Ágóði kaffisölunnar mun
renna til kristniboðs, hjálpar- og þró-
unarstarfs í Keníu og Eþíópíu. Mennt-
un hefur alltaf verið mikilvægur þátt-
ur í starfi Kristniboðssambandsins,
um það vitna um 70 grunnskólar og
níu framhaldsskólar í Pókothéraði í
Keníu. Í Eþíópíu er áhersla á lestr-
arkennslu í Ómó Rate þar sem ólæsi
er mikið og götubörnum í Addis
Abeba er hjálpað til náms. Kristni-
boðsfélag kvenna er elsta kristni-
boðsfélag á landinu, rúmlega hundr-
að ára. Ein af mörgum fjáröflunar-
leiðum þess er hin árlega kaffisala.
Allir eru velkomnir í kaffið og að
styðja um leið gott málefni.
Kaffisala Kristniboðsfélags
kvenna verður í dag
Kenía Menntun skiptir miklu máli.
Ljúfar kræsingar
til styrktar góðu
málefni
kolaportid.is
KOLAPORTIÐ
Einstök stemning í 25 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
Opið í dag 1. maí kl. 11-17
Í bókinni Flæðarmáli eru höfundar: Árný Elínborg Ásgeirsdóttir,
Bjargey Ólafsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Jó-
hanna Friðrika Sæmundsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Þuríður
Elfa Jónsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Með ritstjórn fara:
Ingibjörg Valsdóttir, Jóda Elín Valgerður Margrétardóttir, Ragna
Ólöf Guðmundsdóttir, Rannveig Garðarsdóttir, Sigríður Ásta Árna-
dóttir og Inga Rósa Ragnarsdóttir. Nánar á Facebooksíðu Flæðar-
máls. Hægt er að panta bækur á vefsíðunni:
www.karolinafund.com/project/view/319
Konurnar í Flæðarmáli
BÓKIN