Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þessi hópur var strax ein-róma um að fara alla leiðog safna fyrir prentunbókarinnar, en okkur var í
sjálfsvald sett hvort við létum duga
að fullvinna hana á rafrænu formi,“
segja þær Sigríður Ásta Árnadóttir
og Ingibjörg Magnadóttir, en þær
tilheyra hópi sem hefur nýlokið
kúrs við Háskóla Íslands þar sem
tvö fög mætast, ritlist og ritstjórn.
Útkoman er bókin Flæðarmál sem
inniheldur ljóð, prósa og smásögur
eftir átta meistaranema í ritlist, en
þeim var ritstýrt af sex meistara-
nemum í ritstjórn. Sigríður Ásta er
nemandi í ritstjórn en Ingibjörg í
ritlist. „Það er gott fyrir þessa
ólíku hópa að fá að kynnast vinnu
hvor annars. Við vorum paraðar
saman og samvinnan gekk mjög
vel,“ segir Ingibjörg en þær Sigríð-
ur Ásta voru samt ekki alltaf sam-
mála. „Hún tók til dæmis út ljóð
eftir sig sem ég vildi hafa með í
bókinni,“ segir Sigríður Ásta og
hlær. „Þær skiluðu fullt af textum
sem við fórum í gegnum og við
völdum það sem okkur leist á, en
þessi vinna er fyrst og fremst sam-
tal á milli þeirra sem skrifa og
þeirra sem ritstýra. Höfundar texta
áttu síðasta orðið.“
Það var grátið og hlegið
Þær segja innihald bókarinnar
einskonar bland í poka, þótt vissu-
lega séu einhverjir þræðir sem
tengist í gegnum alla bókina. „Eina
sem er sameiginlegt er að við höf-
undarnir erum allar konur,“ segir
Ingibjörg. Sigríður Ásta segir að
textarnir séu mjög ólíkir innbyrðis;
allt frá því að vera fíngerðir og
ljóðrænir upp í að vera þyngri vís-
indaskáldskapur, og þarna séu líka
hráar, kaldar og grófar frásagnir.
„En við reyndum í uppsetningunni
að búa til ákveðinn blæ í gegnum
bókina. Hafið virðist koma víða við,
í líkingamáli eða öðru, og þaðan
kemur einmitt titill bókarinnar,
Flæðarmál. Heitið vísar líka í að
þetta er flæði af textum sem eru
látnir mynda takt eða tónlist.“ Ingi-
björg segir að ritlistarhópurinn hafi
farið í vetur á námskeið hjá Vigdísi
Grímsdóttur í Norðurfirði. „Þar er
nú aldeilis haf, og textarnir sem
urðu til á þessum slóðum voru und-
ir áhrifum frá sjónum. Þessi dvöl
hafði mikil áhrif á hópinn, við vor-
um þarna í fjóra daga og skrifuðum
stanslaust. Textana lásum við upp í
hádeginu og á kvöldin og það var
grátið og hlegið. Þetta var mögnuð
galdraferð.“
Gæti opnað fyrir ýmislegt
Þær Ingibjörg og Sigríður
Ásta segjast vissulega stundum
finna fyrir því ólseiga viðhorfi Ís-
Sköpunarkraftur
flóir í Flæðarmáli
Nokkrar upprennandi skáldkonur fóru í galdraferð til Vígdísar Gríms í Norður-
fjörð í vetur þar sem þær skrifuðu dagana langa. Hluta af þeim afrakstri má
finna í bókinni Flæðarmál sem kemur út í lok mánaðar. Konurnar að baki bók-
inni mættust í ritlist og ritstjórn í Háskóla Íslands. Þarna eru fíngerðir ljóðrænir
textar, þyngri vísindaskáldskapur sem og hráar, kaldar og grófar frásagnir.
Flæðarmál Mikið af efni bókarinnar varð til þegar hópurinn dvaldi í
Norðurfirði hjá Vigdísi Grímsdóttur. Þar hafði nálægðin við hafið sín áhrif.
Norðanmenn hafa löngum verið kall-
aðir miklir söngmenn og nú er lag
fyrir landsmenn bæði norðan heiða
og sunnan að njóta radda þeirra sem
syngja í Karlakórnum Heimi, því þeir
verða með tvenna tónleika næstu
helgi, í Skagafirði og í Hörpu. Enginn
annar en hinn ástsæli Kristinn Sig-
mundsson ætlar að syngja með þeim
þetta vorið og því má búast við
hörkutónleikum. Fyrri tónleikarnir
verða laugardagskvöldið 3. maí í
Menningarhúsinu Miðgarði í Skaga-
firði og verða hluti af Sæluviku-
dagskrá Skagfirðinga. Síðari tónleik-
arnir verða sunnudaginn 4. maí í
Eldborgarsal Hörpu við sundin blá.
Þar hafa Heimismenn ekki sungið áð-
ur en segjast munu verða líkt og á
heimavelli þar sem litaval salarins
tóni við einkennislit kórsins. Miða-
sala á tónleikana fer fram á harpa.is,
miði.is og í afgreiðslu Hörpu.
Vefsíðan www.heimir.is
Morgunblaðið/Kristinn
Kristinn Hann ætlar að syngja af sinni alkunni snilld með kórnum um helgina.
Heimismenn hljóma í Hörpu
Sumarkomunni á Seltjarnarnesi er
fagnað með fjölskyldudegi í Gróttu í
dag frá kl. 13-15. KK spilar og syngur,
harmonikkutónar óma um eyjuna,
vöfflukaffi og flugdrekasmiðja. Í
fræðasetrinu geta börn rannsakað og
skoðað fjölbreyttar sjávarlífverur
sem finna má í Gróttufjöru, það verð-
ur andlitsmálun og hönnunarsýning.
Opið verðu upp í vita. Ljósmynda-
keppni verður um frumlegustu
Gróttumyndina, hægt að senda hana:
ljosmyndakeppni.selt@gmail.com
Björgunarsveitin Ársæll sér um að
ferja fólk sem ekki á auðvelt með að
komast fótgangandi út í Gróttu.
Endilega...
...njótið fjölskyldudags í Gróttu
Morgunblaðið/Sverrir
Gróttuviti Þangað er gaman að fara.
Nóatún
Gildir 02.- 04. maí verð nú áður mælie. verð
Lambalærissneiðar úr kjötborði ........................ 2.098 2.398 2.098 kr. kg
Lambalærissn. kryddaðar úr kjötb..................... 2.098 2.398 2.098 kr. kg
Ungnauta-entrecode úr kjötborði ...................... 4.768 5.298 4.768 kr. kg
Bleikjuflök úr fiskborði ..................................... 1.798 1.998 1.798 kr. kg
Klausturbleikja úr fiskborði............................... 1.798 2.198 1.798 kr. kg
ÍM kjúklingur ................................................... 798 969 798 kr. kg
Ostakaka m/bláberjum ................................... 998 1.199 998 kr. stk.
Krónan
Gildir 01.- 04. apr verð nú áður mælie. verð
Lúxus grísakótelettur úrb. erl............................. 1.299 2.198 1.299 kr. kg
Grísahryggur úrb. erl. ....................................... 1.299 2.198 1.299 kr. kg
Grísalundir erl. ................................................ 1.598 2.197 1.598 kr. kg
Ungnautainnlæri erl......................................... 2.098 2.898 2.098 kr. kg
Ungnauta rostbeef erl. ..................................... 2.098 2.898 2.098 kr. kg
Ungn. hamborgarar 2x120g ............................. 459 498 459 kr. pk.
Kjarval
Gildir 01.- 04. maí verð nú áður mælie. verð
Goða súpukjöt í poka frosið.............................. 798 998 798 kr. kg
BN þorskblokkir frosnar ................................... 1.198 1.398 1.198 kr. kg
SS Ítalskar lambalærissneiðar .......................... 2.958 3.698 2.958 kr. kg
Bláberjaostakaka ............................................ 1.189 1.299 1.189 kr. kg
Rose kjúklingalæri úrb. 70 g pk ........................ 1.498 1.598 1.498 kr. pk.
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
SÍMI: 426 5560 WWW.BRYN.IS NETFANG: BRYN@BRYN.IS
VORSÝNING BRYN
2014
LISTDANSSKÓLI
REYKJANESBÆJAR
BRYNBALLETT
AKADEMÍAN
Inntökupróf
Framhaldsskóladeild
Einnig er í boði að panta
dýrari eintök sem eru
árituð og við bjóðum
fólki upp á að panta
höfundana með bókinni
heim í hús þar sem þeir
lesa upp.
Morgunblaðið/RAX