Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is Af hverju grafa þegar hægt er að bora? Reynsla - þekking - við komum og metum Við notum stýranlegan jarðbor sem borar undir götur, hús, ár og vötn. Umhverfisvænt - ekkert jarðrask• Meira öryggi á svæðinu• Sparar bæði tíma og peninga.• Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns- og ljósleiðaralögnum. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur tekið á að kynnast öðrum siðum og venjum en þá er að mæta þeim opnum huga og láta ekkert koma sér úr jafn- vægi. Haltu ótrauð/ur áfram og þú munt uppskera laun erfiðis þíns. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér tekst að ganga í augun á stjórn- endum og mikilvægu fólki í dag. Láttu ekki einhverja framagosa spilla verklagi þínu og starfsgleði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt auðvelt með að láta aðra halda að þú hafir ráð undir rifi hverju, hvort sem það er rétt eða rangt. Hlustaðu á þá eldri og dragðu lærdóm af því sem þeir segja. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki hægt að segja annað en að þú sért áberandi í dag. Mundu að hlut- urinn sjálfur skiptir ekki svo miklu máli held- ur tilfinningalegt gildi hans fyrir þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu það eftir þér að sletta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Samræð- ur við foreldra eru einstaklega mikilvægar núna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn er kjörinn til að bregða á leik. Með því að vera þögull áhorfandi ertu í bestu aðstöðunni til þess að meta hvað er rétt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Eyddu ekki tíma þínum eða orku í að telja öðrum trú um að þú sért að gera rétt. Einhver nákominn er til í að fyrirgefa og gleyma. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert að velja fólk til að hjálpa þér með verkefni. Kannski verður hrifningin skammvinn, en þá er enn meiri ástæða til að gera hana eftirminnilega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hugsar hvað mest um. Fínstilltu gangverkið til þess að auka jafnvægið þarna á milli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð tækifæri til þess að ganga á undan með góðu fordæmi í dag. Framlag þitt fer ekki framhjá yfirmönnum þínum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur sýnt ákveðnu máli mik- inn áhuga að undanförnu en þarft að sýna það í verki svo fólk sjái að þú meinar það sem þú segir. Sýndu breytingum áhuga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Á yfirborðinu virðist visst verkefni vera ósköp auðvelt. Orðspor þitt sem ábyggi- legrar og samviskusamrar manneskju er vel hægt að bæta í dag. Helgi Zimsen setti skemmtilegljóðabréf á Leirinn á sumar- daginn fyrsta sem hann kallar „Óð- arflóð“ og má satt að segja engin lína missa sín! Þannig byrjar bréfið: Lengi mátti lítið yrkja á leiruslóðum. Fjarar út uns flóðið bjóðum. Yrkja skal nú upp á grín með andann lausa þó að minni á þöngulhausa. Eflaust mun ég upp úr kafi áfram mara. Á skáldaknörr er komin tjara. Borðstokk yfir, borðið upp á, bögum landa. Óður spriklar allra handa. Afhent kvæði ekki fleiri eru í kvóta. Ægilegust liggja og fljóta. En svo ég hoppi í annað þá var ég sem sagt á ferðalagi um Austurríki, Saltsborg (e. Salzburg) og Vín (e. Wien) með góðum hópi tón- menntakennara og fylgifiska. Ekið var í rútu frá Saltsborg til Vínar. Gripu ýmsir góðir félagar sem lum- uðu á fróðleik til hljóðnemans. Ýmsum núna styttist stund, – stöðugt fræða spakir. Aðrir hníga í höfgan blund hér af öli rakir. Seint á okkur sólin skín, sæll þó bjórum landa. Gráan ökum veg til Vín með vor til beggja handa „Hin svokölluðu skáld“ tróðu upp á meðan við vorum fjarri því frónska gamni, orti ég þá. Ykkur hjá er hugsun mín, heiminn samt um flakka. Ég er úti í Vín og vín vors í blænum smakka. Í Vín var viðeigandi að fá vín og með því í sendiráði Frónbúa. Þar var hátt til lofts, vítt til veggja og vel að gestum búið. Var þar og skemmtan mikil að undirlagi gesta og gestgjafa. Hérna okkar sæmd í sér, sífelld náð er kverka. Gott að skattsins gullið fer greitt til nýtra verka. Betri helmingurinn fékk maga- kveisu einn morguninn og varð lítt til verka fyrir vikið framan af degi, orti síðri helmingurinn þá ómak- lega í gáttlæti sér til dægradvalar. Ýmsum verður illt af svalli, eflast magakrísur. Meðan frúin gulu galli gubbar, sem ég vísur. Hungrið eftir menningu og ei síð- ur mat rak okkur þó loks út … Völsum nú um Vínarborg vors í blæ og hita. Flækjumst stræti fögur torg að finna ætan bita. Framhalds að vænta á morgun. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Óðarflóð frá Vín í víni Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÉG VILDI HLJÓMBORÐ SEM KOSTAR 40.000 KR. Í AFMÆLISGJÖF!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það er tilhlökkunarefni að heimsækja fjölskyldu hans. SEGIR HVERNIG ALLT ER 1.000 KR SEGIR HVERNIG ALLT VAR 500 KR. SEGIR HVERNIG ALLT VERÐUR 2.000 KR. HVAÐ VARÐ EIGINLEGA UM LOFORÐ ÞÍN UM AÐ ... ... „KLÍFA HÆSTU FJÖLL OG VAÐA DÝPSTU ÁR“ FYRIR MIG? EFTIR FERTUGT GILDA ÁKVEÐIN ALDURSTAKMÖRK. ÉG FORÐAST ÞAÐ AÐ LÆRA EITTHVAÐ NÝTT Á HVERJUM DEGI. NEI SKO, HÉR ER DÁLÍTIÐ ÁHUGAVERT! OBBOSÍ! HJÚKK, ÞARNA MUNAÐI LITLU!Þá er 1. maí runninn upp, eðaverkalýðsdagurinn. Víkverji minnist þess ekki að hann hafi nokk- urn tímann stigið fæti í kröfugöngu á þessum degi. Víkverji hefur einfald- lega ekki nógu sterkar skoðanir á þessum efnum til þess að norpa á Laugaveginum með skilti í hendi að syngja Nallann. Eða er það ekki það sem er annars gert á þessum degi? x x x Af fréttum gærdagsins staldraðiVíkverji fyrst við þá fregn að til stæði að rækta hermannaflugur á Vestfjörðum. Er tilgangurinn sá að búa til einhvers konar fóðurbú fyrir fiska, hænsni og menn. Verður Vík- verji að játa að honum finnst tilhugs- unin um það hvað maturinn hans hafi borðað ekkert sérstaklega fallin til að auka eigin matarlyst, hvað þá að hann eigi að leggja sér þá fæðu sjálfur til munns. Enda sagði annar viðmæl- anda blaðsins að markaðurinn fyrir skordýramat væri ekki sérstaklegur góður hérlendis … í bili. x x x En Víkverji hefur áhyggjur af öðru.Nú hefur hann alist upp við þá hugmynd að það sé ekkert sér- staklega gott að flytja lífverur á milli landa, sérstaklega ef þær hafa ekki áður verið hluti af vistkerfi þeirra. Hins vegar vildi viðmælandinn full- vissa lesendur um að flugurnar myndu bara deyja strax og ekki ná að fjölga sér í íslenskri náttúru, þar sem eini tilgangur þessara flugna á full- orðinsaldri væri að maka sig og svo myndu þær deyja. x x x Víkverji getur ekki að því gert, enhann hefur horft á mynd Spiel- bergs um Júragarðinn of oft. Í þeirri ágætu mynd gera vísindamenn lítið úr þeirri hættu að hinar upprisnu risaeðlur geti fjölgað sér. Það þarf stórleikarann Jeff Goldblum í hlut- verki stærðfræðings í leðurgalla til þess að minna þá á að: „Lífið, uh, mun finna sér, uh, farveg.“ Víkverji á því miður engan leðurgalla, en hann leyf- ir sér engu að síður að efast um að lirfa hermannaflugunnar muni ekki geta fundið sér farveg hér, fari svo að flugurnar sleppi. víkverji@mbl.is Víkverji Allt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín og þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka. (Jóhannesarguðspjall 6:37)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.