Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
Náðu þér í aukin ökuréttindi
Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi
Öll kennslugöng innifalin
www.bilprof.is
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga
Næsta
námskeið
hefst
7. maí
ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku
Meirapróf
Þekking og reynsla
í fyrrirúmi
Vopnaður vörður skoðar skilríki tveggja kvenna á
kjörstað í Bagdad í Írak en þingkosningar hófust í
gær. Sprengja sprakk við kjörstað í norðurhluta
landsins í gærmorgun og féllu tvær konur. Sprengj-
an sprakk í bænum Dibs, skammt frá borginni Kir-
kuk. Á öðrum stað í norðurhluta Íraks réðust
hryðjuverkamenn inn í kjörstað, ráku starfsmenn út
og kjósendur og kveiktu í sprengiefni, byggingin
sundraðist. Þingkosningarnar verða þær fyrstu sem
spanna allt landið síðan Bandaríkjamenn drógu her
sinn á brott 2011. Flokkum sem styðja Nuri al-
Maliki forsætisráðherra, sem verið hefur við völd í
átta ár, er spáð naumum meirihluta en kannanir
eru óáreiðanlegar í Írak.
AFP
Tortryggni á kjörstað í Írak
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Alls létu 18 manns lífið í gær þegar
gerð var loftárás á skóla í Aleppo í
Sýrlandi, þar af voru 10 börn. Nú er
ljóst að minnst 100 manns, aðallega
óbreyttir borgarar, féllu þegar tvær
bílsprengjur sprungu í Homs á
þriðjudag. Árásin er sú mannskæð-
asta í borginni frá því að borgara-
stríðið hófst í landinu fyrir þremur
árum. Homs er nú að mestu undir yf-
irráðum stjórnarhers Bashars al-As-
sads forseta.
Samtök um bann við efnavopnum,
OPCW, í Haag ætla að láta rannsaka
hvað hæft sé í fréttum blaðsins Tele-
graph um að beitt hafi verið fyrir
skömmu efnavopnum gegn börnum í
Idlib-héraði og víðar.
OPCW segir að stjórn Assads hafi
samþykkt að leyfa fulltrúum sam-
takanna að kanna málið og heitið að
öryggi þeirra yrði tryggt á svæðum
þar sem stjórnin hefur traust tök.
Sýrlandsstjórn vísar hins vegar á
bug að liðsmenn hennar hafi verið að
verki.
Sýrland staðfesti á sínum tíma
Genfarsáttmála um bann við allri
notkun efnavopna. Talið er að um-
ræddum klórgassprengjum hafi
stundum verið varpað úr þyrlum.
Stjórnarherinn einn ræður yfir slík-
um farartækjum og flugvélum, öfugt
við uppreisnarflokkana.
Breskur sérfræðingur í efnavopn-
um, Hamish de Bretton-Gordon,
rannsakaði vitnisburð sjónarvotta,
jarðvegssýni og gögn um fórnarlömb
árása þar sem grunur lék á að efna-
vopnum hefði verið beitt. „Við höfum
sannað með óyggjandi hætti að rík-
isstjórnin [í Sýrlandi] hefur notað
klórgas og níturgas gegn eigin borg-
urum undanfarnar tvær til þrjár vik-
ur,“ sagði de Bretton-Gordon.
Mannfall í til-
ræðum í Homs
Gögn benda til að stjórn Assads beiti
efnavopnum gegn börnum
AFP
Ógnaröld Brak á sprengjustöðum í
borginni Homs á þriðjudag.
Veraldlega sinn-
aðir Spánverjar
hafa höfðað mál
á hendur ríkis-
stjórninni eftir
að innanríkis-
ráðherrann,
Jorge Fernandez
Diaz, veitti helgi-
mynd af Maríu
mey og söfnuði
hennar æðstu lögregluorðu lands-
ins. Sagði hann þau hafa átt gott
samstarf við lögregluna og deila
með henni gildum eins og „hollustu,
umhyggju, samstöðu og fórnar-
lund“.
Talsmaður samtakanna Verald-
legrar Evrópu, Francisco Delgado,
sagði Maríu og söfnuðinn ekki full-
nægja neinu af þeim skilyrðum sem
krafist væri.
kjon@mbl.is
Andmæla lögreglu-
orðu handa Maríu
mey og söfnuðinum
María mey
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Stjórnvöld í Kænugarði hafa nú gert
áætlun um að stofna staðbundnar
sveitir vopnaðra sjálfboðaliða í aust-
urhéruðunum til að aðstoða lögregl-
una og herinn. Starfandi forseti
Úkraínu, Olexander Túrtsjínov, seg-
ir her landsins í fullri viðbragðstöðu
vegna liðssafnaðar Rússa rétt hand-
an austurlandamæranna. Mikilvæg-
asta verkefnið núna sé þó að koma í
veg fyrir að „hryðjuverkamennirnir“
nái valdi á borgum í fleiri héruðum
Úkraínu.
Forsetinn sagði á stjórnarfundi í
gær að lögregluyfirvöld í austurhluta
landsins væru ófær um að brjóta á
bak aftur vopnaða
aðskilnaðarsinna.
Í sumum tilvikum
ætti lögreglan
auk þess samstarf
við og aðstoðaði
jafnvel aðskilnað-
arsinna sem vilja
aukið samstarf
við Rússland eða
innlimun hérað-
anna.
Skömmu fyrir fundinn lögðu að-
skilnaðarsinnar, vopnaðir vél-
byssum, undir sig bækistöð héraðs-
stjórnar í enn einni borginni,
Horlívka. Vopnaðir verðir við húsið
sögðu að erlendum fréttamönnum
yrði ekki hleypt inn. Verðir sáust
einnig við lögreglustöð í borginni.
Enn hefur ekki tekist að fá að-
skilnaðarsinna í borginni Donetsk til
að láta lausa sjö erlenda eftirlits-
menn frá ríkjum Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu, ÖSE. Ráða-
menn í Kænugarði segja að
ráðamenn í Moskvu ýti undir mót-
mælin og átökin í Austur-Úkraínu og
skipuleggi jafnvel aðgerðirnar, einn-
ig séu sumir liðsmanna aðskilnaðar-
sinna í reynd rússneskir sérsveitar-
menn.
Jose Manuel Barroso, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, segir að markmið Vladím-
írs Pútíns Rússlandsforseta sé að ná
tökum á allri Úkraínu en ekki endi-
lega með því að hernema landið.
Stofna sjálfboðaliðasveitir
Úkraínuforseti segir herinn í viðbragðsstöðu vegna hættu á innrás Rússa
Mestu skipti núna að koma í veg fyrir að aðskilnaðarsinnar taki fleiri héruð
Fé á flótta frá Rússlandi
» Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn,
AGS, sagði í gær að sam-
dráttur væri hafinn í efnahag
Rússlandi vegna Úkra-
ínudeilunnar. Landsframleiðsla
hefði minnkað fyrstu þrjá mán-
uði ársins.
» Um 70 milljarðar dollara
munu hafa streymt út úr hag-
kerfi Rússlands það sem af er
árinu, að hluta vegna ótta við
auknar refsiaðgerða af hálfu
Vesturveldanna.
Olexander
Túrtsjínov
Sprenging varð á járnbrautarstöð í
borginni Urumqi í Xinjiang-héraði í
vesturhluta Kína í gær, þrír féllu og
79 særðust, nokkrir illa, að sögn
ríkisfréttastofunnar Xhinhua. Sagði
hún árásarmenn hafa einnig beitt
hnífum gegn fólkinu.
Undanfarna mánuði hefur oft
komið til harðra átaka á svæðinu.
Uighurar, þjóðin sem lengi var þar í
meirihluta, segja ráðamenn í Pek-
ing hunsa réttindi þeirra og menn-
ingu.
Xi Jinping, forseti Kína, lauk
heimsókn sinni til héraðsins í gær
og hefur heitið að efla aðgerðir
gegn „hryðjuverkamönnum“. Uig-
hurar eru múslímar. Strangt eftirlit
er að jafnaði haft með öllum upplýs-
ingum um ástand mála í Xinjiang.
kjon@mbl.is
Sprengt
í Urumqi
Þrír féllu og tugir
særðust í árás