Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 11
Fjölbreytt Handverkið er með ýmsu móti eins og sjá má en allt á það sam- eiginlegt að vera framúrskarandi gott að mati valnefndar sýningarinnar. því ljóst að viðskiptaleg sjónarmið ráða engu við uppsetningu hátíðar- innar. Markmiðið er ekki að fylla húsið. Eftir sem áður er oftast nær fullt út úr dyrum á sýningunni, bæði af gestum og framúrskarandi sýn- endum. „Aðsókn hefur verið mjög góð og frá upphafi höfum við náð vel til þjóðarinnar. Við höfum frekar verið í lúxusvandamálum því það hefur stundum verið of þröngt,“ seg- ir hún og ekki er hægt að kvarta yfir aðsókninni. Sýningartíminn hefur verið lengdur til að sem flestir eigi kost á að sjá sýninguna og því er opið frá fimmtudeginum til og með mánu- dags. Góður stökkpallur Margir hafa notað sýninguna Handverk og hönnun sem stökkpall út í eitthvað meira og stærra. „Áður fyrr var handverkið oftar aukavinna eða hliðargrein hjá fólki en nú eru þó nokkuð margir sem hafa það sem að- alatvinnu að vinna við handverk og listina. Sýningin er kjörinn vett- vangur til að kynna nýjar vörur og finna hvernig markaðurinn bregst við. Það er ótrúlega dýrmætt að koma þarna og kynnast kúnnunum og finna viðbrögðin. Svo er líka gott að fá hrósið og gagnrýnina. Þetta stefnumót var í raun aðalhugmyndin að baki sýningunni. Að þeir sem vinna við þetta hitti kúnnana beint og fái viðbrögð,“ segir Sunneva. Dæmin eru mýmörg um að samstarf hönnuða og handverks- fólks hafi byrjað á sýningunni og að einhverjum hafi verið boðin aðstaða í galleríi. „Fólk sem rekur ferðaþjón- ustu og verslanir kemur líka á þessa sýningu og þannig hafa oft bæst við söluaðilar, einhverjir sem vilja taka hlutina í sölu og ýmis tækifæri sem bjóðast,“ segir Sunneva Hafsteins- dóttir, framkvæmdastjóri sýningar- innar Handverk og hönnun. Sýningin verður opnuð form- lega klukkan 16 í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður opin fram til mánudags. Föstudag til mánudags verður opið frá 10 á morgnana til 18 og er aðgangur ókeypis. Framkvæmdastjóri Sunneva Haf- steinsdóttir starfar við sýninguna. Fuglar Þessir skemmtilegu fuglar eru á meðal þess sem verður á sýning- unni Handverk og hönnun, en þeir eru eftir Láru Gunnarsdóttur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Úrval notaðra bíla á einstöku verði í takmarkaðan tíma Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inn á: heklanotadirbilar.is KJARAKAUP Audi Q7 4,2 Árgerð 2007, bensín Ekinn 101.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.890.000 KJARAKAUP: 3.950.000 Suzuki Grand Vitara LUX Árgerð 2010, bensín Ekinn 61.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.550.000 KJARAKAUP: 2.890.000 Opel Astra 1600 Enjoy Árgerð 2008, bensín Ekinn 100.000 km, beinskiptur Ásett verð: 1.590.000 KJARAKAUP: 1.090.000 Afsláttur: 940.000 Afsláttur: 660.000 Afsláttur: 500.000 HEKLA býður í stuttan tíma einstök kjör á völdum notuðum bílum á meðan birgðir endast. Fyrstir koma, fyrstir fá. Bílarnir eru til sýnis hjá HEKLU, Laugavegi 170-174. Kjarakaup HEKLU gera þér kleift að eignast gæðabíl á einstöku verði. HEKLA Laugavegi MM Pajero 3,2 Gls 33”br. Árgerð 2006, dísil Ekinn 152.000 km, beinskiptur Ásett verð: 3.490.000 KJARAKAUP: 2.790.000 Afsláttur: 700.000 Toyota Avensis 1800 Sol Árgerð 2011, bensín Ekinn 35.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.950.000 KJARAKAUP: 3.590.000 Afsláttur: 360.000 HEKLA Laugavegi HEKLA Laugavegi HEKLA Laugavegi HEKLA Laugavegi Stutt er síðan umhverfisverðlaun Ölf- uss voru veitt og að þessu sinni fékk fyrirtækið Icelandic Water Holding verðlaunin. Fyrirtækið flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial og felst það meðal annars í umhverfis- stefnu þess að lágmarka áhrif starf- seminnar á umhverfið og stuðla að sjálfbærni. Athygli vakti þegar fyrirtækið hóf starfsemi að umbúðirnar sem not- aðar eru undir vatnið eru 100% end- urvinnanlegar. Notað er endurunnið hráefni og verslað við framleiðendur sem fengið hafa umhverfisvottun til að halda tryggð við umhverfisstefnu fyrirtækisins. Samvinna við samtökin Carbon Neutral hefur verið frá 2006 og stöðlum um umhverfisvæna starfs- hætti. Icelandic Water Holdings var fyrsta drykkjarvörufyrirtækið til að fá vottun Carbon Neutral á öll ferli reksturs síns. Sú vottun miðar að því að ná jafnvægi í kolefnisútblæstri með því að fjárfesta í umhverfis- vænum verkefnum sem ætlað er að leysa af hólmi framleiðslu sem ann- ars hefði skilað kolefnisútblæstri út í andrúmsloftið. Æ fleiri fyrirtæki hafa sett sér markmið um samfélagslega ábyrgð og eitt af því getur verið að skilja eft- ir sig smærra kolefnisfótspor á jörð- inni. Afhending umhverfisverðlauna Ölfuss Markmið Umhverfið er í forgrunni. Lágmarksáhrif á umhverfið Þuríður Sigurðardóttir og félagar munu halda aukatónleika í Salnum klukkan 20 í kvöld. Uppselt varð á fyrri tónleika þeirra í mars og því ákveðið að verða við óskum aðdá- enda og halda aðra. Á þessum tónleikum munu tvær kynslóðir tónlistarmanna leika gam- alkunna tóna með nýjum hætti. Þuríður Sigurðardóttir er fjöl- mörgum kunn en hún söng inn á hljómplötur á árum áður og hafa margar þeirra verið ófáanlegar um margra ára skeið og fátt verið endurútgefið. Þuríður söng meðal annars inn á nokkrar litlar plötur á vegum S.G. hljómplatna, tvær breið- skífur með Pálma Gunnarssyni, Ragnari Bjarnasyni og með föður sínum Sigurði Ólafssyni söngvara. Samstarf Þuríðar og Ragnars stóð nokkuð lengi því hún söng með hljómsveit hans á Hótel Sögu og var hluti af Sumargleðinni sem ferð- aðist um landið á sumrin. Á tónleikunum verður farið yfir feril Þuríðar og gamlir taktar rifjaðir upp af dansleikjum í Lídó, á Röðli og Hótel Sögu. Óskar Pétursson söngvari verður sérstakur gestur en aðrir gestir eru þeir Ómar Ragnars- son og Sigurður Pálmason. Auk Þur- íðar skipa hljómsveitina þeir Stein- grímur Teague á hljómborð, Andri Ólafsson á bassa, Óskar Þormars- son á trommur, og Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar. Aukatónleikar Þuríðar Sigurðardóttur Morgunblaðið/Kristinn Töfrandi Þuríður Sigurðardóttir söng inn á fjölda hljómplatna áður fyrr. Gamal vínyll á nýjum belgjum í Salnum öðru sinni Fjöldi umsækjanda er oft upp undir hundrað og kvenfólk yfir- leitt í meirihluta. Iðulega eru nokkrir karlmenn á meðal um- sækjenda. Síðastliðið haust barst umsókn frá manni nokkr- um sem var að hnýta veiði- flugur. Það er mikið handverk og sannarlega mikil kúnst sem ekki er á allra færi. Margsinnis hafði hann komið með eiginkonu sinni á sýn- inguna og í eitt skiptið hug- leiddi hann hvort ekki væri við hæfi að koma með fleiri hug- myndir á sýninguna sem höfðað gætu til karlmanna. Úr varð að hann sýndi flug- urnar á hátíðinni og verður líka með að þessu sinni. Eflaust gæti þetta handverk kveikt hug- myndir hjá fleiri handverks- mönnum. Listin að hnýta flugur FYRIR KARLA SEM KONUR Fluguhnýtingar eru mikil kúnst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.