Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Óvenjumikilólga er ávinnumark-
aði þessa dagana
og lítill sáttatónn.
Á þessu ári hefur
verið boðað til að-
gerða í 17 vinnu-
deilum eins og kom fram í frétt
Hólmfríðar Gísladóttur í Morg-
unblaðinu í gær. Samningar
hafa ekki náðst í sex þeirra og
hafa flugmenn hjá Flugleiðum
þegar hafið aðgerðir.
Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Alþýðu-
sambands Íslands, segir í frétt-
inni að sambærileg staða hafi
ekki komið upp á vinnumarkaði
í tæpan aldarfjórðung, eða síð-
an þjóðarsáttarsamningarnir
voru gerðir árið 1990. Mikið er
til í því.
Halldór færir rök að því að
ólguna nú megi að hluta til
rekja til bankahrunsins 2008,
launakröfur nú séu rökstuddar
með vísun til kjaraskerðinga af
völdum þess.
Ekki er heldur útilokað að
máli skipti hvaða flokkar eru
við völd; þolinmæði stéttar-
félaganna sé meiri gagnvart
vinstri stjórn en hægri stjórn,
sama hversu illa vinstri stjórn-
in standi sig í að gæta hags-
muna eða verja lífskjör skjól-
stæðinga þeirra.
Verkfallsvopninu er líka mis-
jafnlega beitt eftir því hver á í
hlut. Þegar framhaldsskóla-
kennarar fara í verkfall ypptir
efnahagslífið öxlum, jafnvel
þótt það standi í nokkrar vikur.
Nokkrir flugmenn leggja niður
vinnu í hálfan sól-
arhring og efna-
hagslífið leikur á
reiðiskjálfi. Þeirra
aðgerðir skaða af-
komu fólks, sem
engin áhrif getur
haft á deiluna.
Íslenskt hagkerfi er lítið og
má ekki mikið út af bera á einu
sviði til að það hafi áhrif um
allt þjóðfélagið. Staðan er enn
viðkvæmari vegna þess hvað
hjól efnahagslífsins snúast
hægt í helstu viðskiptalöndum
okkar í Evrópu. Þar er hag-
vöxtur með minnsta móti og
vaxandi áhyggjur af sam-
drætti, ekki síst vegna Úkra-
ínu og deilna við Rússa.
Oddgeir Á. Ottesen, aðal-
hagfræðingur IFS Greiningar,
segir í viðtali við Baldur Arn-
arson í Morgunblaðinu í gær
að beinn og óbeinn kostnaður
af verkfalli flugmanna muni
leiða til þess að dragi úr hag-
vexti hér á landi, jafnvel um
0,15%. Seðlabankinn spáir því
að hagvöxtur á þessu ári verði
2,5%.
Jafnvægið í efnahagslífinu
er viðkvæmt um þessar mund-
ir. Vegna minni útflutnings og
lækkaðs verðs á sjávarfangi er
viðskiptajöfnuðurinn ekki
næstum því jafn hagstæður og
fyrir ári. Ferðamannastraum-
urinn ber gjaldeyristekjurnar
uppi. Kjarabarátta er mikil-
væg, en í henni má ekki greiða
svo þung högg að tjónið verði
varanlegt. Það er óráðlegt að
saga af greinina, sem maður
situr á.
Kjarabarátta er
mikilvæg, en í henni
má ekki greiða svo
þung högg að tjónið
verði varanlegt}
Beitt vopn
Tíðindi urðu ítaílenskum
stjórnmálum í síð-
ustu viku þegar
stjórnarskrárdóm-
stóll landsins
krafðist þess að forsætisráð-
herrann Yingluck Shinawatra
viki úr embætti ásamt níu öðr-
um ráðherrum vegna þess að
hún hefði skipað frænda sinn í
stöðu yfirmanns þjóðarör-
yggis. Áður hafði dómstóllinn
ógilt niðurstöður kosninga
sem Shinawatra sigraði en
stjórnarandstaðan hafði snið-
gengið.
Ásakanir fljúga nú á víxl, og
hafa báðir aðilar nokkuð til
síns máls. Stuðningsmenn
Shinawatra segja að dómstóll-
inn sé á bandi stjórnarand-
stæðinga í landinu, sem hafa
fjölmennt á mótmælafundi þar
sem þeir krefjast þess að vera
afhent öll völd í landinu, án
þess að hafa unnið til þeirra í
kosningum. Stuðningsmenn
stjórnarandstöð-
unnar segja að
Shinawatra sé ein-
ungis leppur fyrir
bróður sinn,
Thaksin Shina-
watra, sem nú er í útlegð í
Dúbaí, og að stjórn þeirra
systkina hafi hlaðið undir vild-
arvini.
Taílenskt samfélag er klofið
niður í rót vegna þessara átaka
og hættan er sú að stuðnings-
menn Shinawatra fari nú að
fjölmenna á götum úti, þar sem
stjórnarandstæðingar eru fyr-
ir á fleti. Niðurstaðan gæti
orðið skelfileg nema eitthvað
sé gert til þess að sætta stríð-
andi fylkingar, en blóði hefur
þegar verið úthellt á þessu ári.
Báðir hópar munu þurfa að
brjóta odd af oflæti sínu ef
ekki á illa að fara. Gallinn er þó
sá að enginn sáttavilji er til
staðar, og enginn aðili er í aug-
sýn, sem getur stigið fram og
brúað bilið.
Taíland færist nær
átökum og brátt
gæti soðið upp úr}
Bræðrabylta í nánd?
H
vers vegna eru engir hópar
öskrandi á Austurvelli þessa
dagana? Hvað varð um Ómar
Ragnarsson og hans „umhverf-
issinna“ sem hlekkjuðu sig við
vinnuvélar í Gálgahrauni, út af „helgum steini“
eða tveimur?
Hefur yfir höfuð heyrst í þessu liði síðan þau
sluppu með skrekkinn, í Gálgahraunsruglinu?
Ég held ekki.
Þarf ekki að spyrja þessa svokölluðu um-
hverfisverfisverndarsinna, Ómar, vin minn,
Ragnarsson og co., hvers vegna ekki hefur
heyrst múkk frá þeim, frá því að lýðnum varð
ljóst, hvers konar „monster“ er verið að byggja
við Skúlagötu og Frakkastíg? (Bý þar á horn-
inu, svo ég er alls ekki hlutlaus). Monster, sem
mun rústa þeirri fögru sýn til sjávar, Esjunnar
okkar Reykvíkinga, þegar gengið er niður Frakkastíg frá
Skólavörðuholti. Ekki orð, ekki einn kveinstafur. Hvað
veldur?
En þetta er sennilega helst til langur inngangur að því
sem mig langaði til að segja. Ég var á á leiðinni frá okkar
frábæra Fróni á föstudag í liðinni viku, en hafði vit á því að
breyta ferðaplönum.
Kom á daginn í aðdraganda fyrsta verkfalls, af þremur
boðuðum, hjá flugstjórum Icelandair, að aumingja, vesa-
lings flugstjórarnir vilja bara 30% launahækkun, vesalings
strákarnir/stelpurnar sem eru bara með 1,5 milljónir til 2
milljónir króna á mánuði. Vá, hvað þau eiga
bágt!
Er ekki alveg kjörið fyrir þessa sérstöku
forréttindastétt, að öðlast samúð þjóðarinnar
og stuðning við verkfallsrétt hennar, með því
að leggjast í skæruhernað, einmitt á þeim
tímapunkti, þegar ferðamennskan og gróskan
með vorinu eru að vakna úr dróma?
Er ekki einmitt þessi árstími nú, þegar við
landsmenn, sjáum, að með aukinni þjónustu,
vandaðaðri móttöku og höfðinglegum gest-
gjöfum, getum bætt okkar efnahag, okkur,
börnum okkar og barnabörnum til hagsbóta?
Eiga flugstjórar Icelandair engin börn? Ég
bara spyr. Við hin, sömdum um 2,8% launa-
hækkun, munið þið það?
Ef flugstjórarnir eiga börn, þá finnst mér
rétt að benda þeim, og reyndar svo fjölmörg-
um öðrum, á að horfa á sjónvarpsþátt hjá Ríkisútvarpinu,
sem ég veit ekki hvaða kvöld er birtur, en hef skoðað hann
á VOD-inu, samkvæmt ábendingum og heitir „Skóla-
hreysti“.
Þarna eru krakkar í grunnskólum landsins að sýna okk-
ur hvað þrotlaus æfing, ástundun og tiltrú á verkefnið,
getur gefið þeim mikið og um leið þroskað þau, þannig að
þau eru betur í stakk búin til að takast á við flóknari og
erfiðari verkefni sem bíða þeirra í framtíðinni. Frábærir
og hrikalega flottir krakkar. Flugstjórar komast ekki með
tærnar þar sem þeir hafa hælana. agnes@mbl.is
Agnes
Bragadóttir
Pistill
„Æ, æ, ó, ó, aumingja ég!“
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sjávarútvegsráðherra hefurákveðið að leggja til auknaraflaheimildir á næsta fisk-veiðiári vegna verkefnisins
„efling sjávarbyggða“. Þegar hafa
1.800 tonn verið lögð til þessa verk-
efnis, en þær verða nú auknar um
1.100 tonn. Nú þegar taka sex
byggðalög þátt í verkefninu, en þau
eru skilgreind sem sjávarbyggðir í
bráðum vanda. Byggðastofnun hefur
skilgreint fjórar sjávarbyggðir til við-
bótar í bráðum vanda: Djúpavog,
Þingeyri, Hrísey og Breiðdalsvík,
segir í frétt frá ráðuneytinu.
Ákvörðun ráðherra byggist á
minnisblaði frá Byggðastofnun sem
unnið var að hans beiðni í fyrra mán-
uði. Minnisblaðið var unnið vegna
fyrirhugaðra lokana á fiskvinnslum á
Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri. Sú
aðgerð mun hafa neikvæð atvinnu-
áhrif á viðkomandi stöðum, sér-
staklega Djúpavogi og Þingeyri, seg-
ir í fréttinni. Markmiðið með
heimildunum sem Byggðastofnun
fær til ráðstöfunar er að treysta
áframhaldandi fiskvinnslu á svæð-
unum.
Fjölbreytni útilokar Húsavík
Í minnisblaðinu er að finna
eftirfarandi um stöðuna á Húsavík:
„Staðan er flóknari hvað varðar efl-
ingu sjávarútvegs á Húsavík, en út-
gerðaraðilar þar hafa m.a. tekið þátt
í uppbyggingu sjávarútvegs á Rauf-
arhöfn í samstarfi við Byggða-
stofnun. Stærð byggðakjarnans og
fjölbreytni atvinnulífs útilokar þátt-
töku Húsavíkur í verkefni Byggða-
stofnunar um eflingu lítilla sjávar-
þorpa í bráðum og alvarlegum
vanda.
Á sama tíma eru skilyrði öflugr-
ar útgerðar að mörgu leyti góð á
Húsavík og ýmis sóknarfæri sem
minni stöðum standa ekki til boða.
Byggðastofnun er tilbúin til sam-
starfs við Norðurþing, Atvinnuþró-
unarfélag Þingeyinga og aðra aðila
um aðrar leiðir til að efla fiskvinnslu
og aðra atvinnustarfsemi á Húsavík.“
Í minnisblaðinu leggja forstjóri
og stjórnarformaður Byggðastofn-
unar til að aflamark Byggðastofn-
unar verði aukið um 1.100 þorskígild-
istonn á fiskveiðiárinu 2014/15 sem
skiptist á eftirfarandi hátt:
400 tonn til að leitast við að
tryggja a.m.k. 2.000 tonna bolfisk-
vinnslu sem viðhaldi 30-50 störfum á
Djúpavogi.
400 tonn til að leitast við að
tryggja a.m.k. 2.000 tonna bolfisk-
vinnslu sem viðhaldi 30-50 störfum á
Þingeyri.
150 tonn til að leitast við að
tryggja a.m.k. 500 tonna vinnslu sem
viðhaldi 10-20 störfum í Hrísey.
150 tonn til að leitast við að
byggja upp a.m.k. 500 tonna vinnslu
sem skapi 10-20 störf á Breiðdalsvík.
Lögð er áhersla á samstarf við
útgerðarfyrirtæki sem geta lagt fram
heimildir á móti þeim sem koma frá
Byggðastofnun. Almennt leggur
stofnunin fram um fjórðung hráefnis
til vinnslu á móti 3⁄4 hráefnis frá einka-
aðilum.
Samningar á sex stöðum
Sautján sjávarbyggðir eru tald-
ar uppfylla lágmarksskilyrði reglu-
gerðar um ráðstöfun aflamarks
Byggðastofnunar. Auglýst hefur ver-
ið eftir samstarfi við fyrirtæki í veið-
um, vinnslu og afleiddum greinum á
sjö stöðum og hafa samningar verið
gerðir vegna Drangsness, Flateyrar,
Raufarhafnar, Suðureyrar og
Tálknafjarðar, auk þess sem samn-
ingar vegna Bakkafjarðar standa yfir
og eru viðræður í gangi.
Þar sem fiskvinnsla á Djúpavogi
og Þingeyri var talin eiga sér sterkan
bakhjarl í fyrirtækinu Vísi hf. var
ekki auglýst eftir samstarfs-
aðilum á þeim tveimur stöðum
síðastliðið haust, segir í minn-
isblaði Byggðastofnunar.
Sjávarbyggðum í
bráðum vanda fjölgar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Aðgerðir Með 150 tonnum Byggðastofnunar verður leitast við að tryggja
að minnsta kosti 500 tonna vinnslu sem viðhaldi 10-20 störfum í Hrísey.
„Það háttar víða þannig til á
landsbyggðinni að afkoma fólks
byggist að miklu leyti á því sem
úr sjó er dregið og án útgerðar
og vinnslu minnkar byggða-
festa. Byggðastofnunarverk-
efnið er ný nálgun sem mér
finnst spennandi að þróa áfram,
aflaheimildum er ekki úthlutað
til einstakra skipa eins og al-
menna reglan er, heldur sér-
stakra uppbyggingaverkefna,“
er m.a. haft eftir Sigurði Inga
Jóhannssyni sjávar-
útvegsráðherra í frétt ráðuneyt-
isins.
Í minnisblaði Byggða-
stofnunar segir m.a. að hagræð-
ing í sjávarútvegi hafi aukið á
þann vanda sem almennt steðji
að fámennum byggðarlögum
vegna hækkandi mennt-
unarstigs og sérhæf-
ingar á vinnu-
markaði og
aukinnar kröfu um
þjónustu og fjöl-
breyttari mögu-
leika á ýmsum svið-
um.
Ný nálgun
ÚTHLUTAÐ Í UPPBYGGINGU
Sigurður
Ingi Jóhannsson