Morgunblaðið - 15.05.2014, Page 23

Morgunblaðið - 15.05.2014, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 ✝ Bjarni Eyvinds-son fæddist í Reykjavík 17. mars 1957. Hann varð bráðkvaddur 4. maí 2014. Foreldrar hans voru Eyvindur Ólafsson vélsmiður, f. 1. apríl 1926, d. 25. apríl 1996, og Bjarndís Bjarna- dóttir af- greiðslukona, f. 16. júlí 1927, d. 20. ágúst 2010. Systkini Bjarna sammæðra eru Ólafur Eyvinds- son, f. 30.9. 1951, d. 3.11. 1965; Brynjólfur Eyvindsson, f. 8.12. 1953, Camilla Ása Eyvinds- dóttir, f. 12.6. 1961, d. 8.7. 2011. Systir Bjarna samfeðra er Elín Eyvindsdóttir, f. 17.1. 1946. Bjarni kvæntist Bergljótu Erlu Ingvarsdóttur mynd- menntakennara 15. júlí 1978 en þau slitu samvistum árið 2012. Foreldrar Bergljótar eru þau Ingvar Þorsteinsson hús- ólst upp í Reykjavík og gekk í barnaskólann við Öldugötu og Laugalækjarskóla. Hann hóf nám í Menntaskólanum við Sund en síðar lærði hann hús- gagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og kláraði náms- samning til sveinsprófs hjá Ingvari og Gylfa sf. þar sem hann starfaði í mörg ár. Ingvar og synir sf. voru stofnaðir upp úr því fyrirtæki þar sem Bjarni var einn af eigendum og starf- aði hann bæði á verkstæði fyrirtækisins og í verslun þess. Síðar stofnaði Ingvar, tengda- faðir Bjarna, Húsgagna- vinnustofu Ingvars Þorsteins- sonar og þar starfaði Bjarni sem húsgagna- og innréttinga- smiður til ársins 2010. Eftir það tók hann við starfi umsjón- armanns fasteigna hjá eign- arhaldsfélaginu Efstaleiti 2 ehf. Hann lét af störfum þar vegna veikinda sinna. Í byrjun árs 2013 greindist Bjarni með al- varlegan heilabilunarsjúkdóm sem varð að lokum hans bana- mein. Útför Bjarna fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 15. maí 2014, kl. 13. gagnasmíðameist- ari, f. 28.5. 1929, og Steinunn Geirs- dóttir húsmóðir, f. 31.1. 1930. Dóttir Bjarna og Berg- ljótar er Ásta Bjarndís Bjarna- dóttir, f. 22.9. 1985, Ásta er gift Guðmundi Helga Gestssyni, f. 2.9. 1985. Dóttir Ástu af fyrra sambandi er Jasmín Ósk, f. 26.1. 2004. Börn Ástu og Guðmundar eru Emilía Líf, f. 13.12. 2007, d. 14.12. 2007, Auð- ur Ýr, f. 12.8. 2009, og drengur Guðmundsson, f. 11.3. 2014. Dóttir Guðmundar er Natalía Diljá, f. 14.6. 2004. Fósturdóttir Bjarna og dóttir Bergljótar er Steinunn Markúsdóttir, f. 31.1. 1974, faðir hennar og fyrri eiginmaður Bergljótar er Mark- ús Sigurbjörnsson, f. 25.9. 1954. Börn Steinunnar eru Bergljót Sunna, f. 29.12. 1995, og Mark- ús Sólon, f. 13.12. 2003. Bjarni Elsku yndislegi pabbi, hetjan mín. Í dag mun ég kveðja hann í hinsta sinn, það er ólýsanlega sárt og alltof snemma. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Þær eru ótal margar, minning- arnar sem koma upp í huga mér þegar ég sit hérna og skrifa. Eins og þegar við fórum í bíltúr og keyrðum út úr bænum til að skoða himininn og sjá stjörnu- hrap. Þá sagði hann mér sögur af karlinum í tunglinu. Pabbi sagði mér ótal margt enda fannst mér hann vita allt. Hann hafði alltaf svo gaman af bókum og las mjög mikið, vissi allt um flestar styrj- aldir, sem kom sér vel þegar ég átti að fara að skrifa söguverkefni fyrir skólann. Ekkert mál að fá hjálp. Eins var passað upp á ég gæfi honum pabbaknús eftir annasam- an dag og sama hversu gömul ég yrði að þá mætti ég ekki gleyma að knúsa hann. Á unglingsárun- um fannst mér þetta vera frekar hallærislegt en samt var alltaf gott að vita að ég væri ennþá litla prinsessan hans. Pabbi var einstaklega barn- góður maður og krakkar á öllum aldri drógust að honum. Hann nennti að leika við okkur og segja okkur sögur, stundum drauga- sögur þar sem hann hljóp um á eftir okkur með tilheyrandi hljóð- um. Við Bjarni frændi fengum pabba oft til að láta okkur fljúga og þá var okkur kastað upp í loft og við gripin, svo settumst við á fæturna hans og létum hann ganga með okkur um allt hús. Pabbi elskaði tónlist og gat hlustað á uppáhaldslögin sín tím- unum saman og oft dillaði hann sér í takt við tónlistina. Þegar við vinkonurnar fengum æði fyrir Spice Girls, fylgdist hann með öllu, klippti út og keypti myndir af þeim fyrir mig. Það sem pabbi gerði ekki fyrir okkur vinkonurn- ar, tók upp öll dans- og söngatriði með okkur og fór með okkur út um allan bæ til að taka upp mynd- bönd með okkur. Pabbi var mikil félagsvera og unni sér best með allri stórfjöl- skyldunni. Allar veiðiferðirnar og utanlandsferðirnar sem við fjöl- skyldan fórum saman í voru ómetanlegar. Hann sá alltaf til þess að allir skemmtu sér vel og skipulagði leiki og skemmtiatrið fyrir okkur. Ég man alltaf daginn sem ég kom heim af spítalanum með Jas- mín Ósk. Pabbi dreif sig heim úr vinnunni til að geta tekið á móti okkur, hann vék ekki frá henni eftir það og dekraði hana enda- laust. Það mátti ekki heyrast rumsk í henni og þá var hann kominn með hana í fangið. Ég veit að sá dagur kemur að ég fái að faðma pabba aftur. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ásta Bjarndís Bjarnadóttir. Ég var þriggja ára gömul þeg- ar pabbi Bjarni kom inn í líf mitt, en þá fóru hann og mamma mín að vera saman. Frá fyrstu stundu urðum við miklir vinir og ekki leið á löngu þar til ég spurði hvort ég mætti ekki bara kalla hann pabba. Svarið vafðist ekki fyrir honum, hann vildi glaður og stolt- ur leyfa mér það. Þvílík forrétt- indi að eiga tvo frábæra pabba. Pabbi Bjarni var einstakur maður, jákvæður, barngóður, ljúfur og með eindæmum skemmtilegur. Hann hafði unun af því að gleðja aðra og hvar sem hann kom var barnaskarinn mættur í kringum hann. Ég átti yndislega æsku, fyrst í Kvistalandinu og síðar í Réttar- selinu þar sem hann og mamma byggðu raðhús ásamt Ástu móð- ursystur og Binna manninum hennar. Þær systur voru giftar bræðr- um og stóðu þessi tvö heimili opin fyrir stórfjölskylduna alla, oft var mikið líf og fjör hjá afskaplega samheldinni fjölskyldu, bæði heima og að heiman. Ég eignaðist marga vini fljótlega eftir að ég flutti í hverfið og pabbi var heldur betur vinsæll meðal þeirra. Það er sérstaklega minnisstætt þegar nokkrir strákar úr hópnum bönk- uðu uppá og þegar ég kom til dyra spurðu þeir eftir pabba, en við vorum að byggja kofa við móann og pabbi sá um að leiðbeina okkur og skipuleggja smíðavinnuna. Enda var hann mjög flinkur smið- ur og naut þess að hjálpa okkur og tók þátt í leikjum, sem oft end- uðu úti í garði þar sem pabbi var eins og svo oft með upptökuvélina að taka upp allt sem við vorum að bralla. Þegar ég var 11 ára þá fékk ég þær frábæru fréttir að mamma og pabbi væru að fara til Srí Lanka að sækja barn, Ástu Bjarndísi. Ég var sem sagt að fara að eignast litla systur. Gleðin og eftirvæntingin var með eindæmum og þegar mamma bar upp við hann hvort kynið hann vildi þá svaraði hann dóttir, því þær væru svo yndislegar og meðfærilegar. Ég get ekki annað en brosað því stuttu seinna fór ég á gelgjuna og var sko örugglega ekki sú auð- veldasta. Hann sendi mér bréf frá Srí Lanka sem í stóð að hann gæti ekki beðið eftir því að kynna mig fyrir yndislegu litlu systur minni sem væri alveg eins og ég, bara aðeins brúnni. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og hans bestu stundir voru með fjölskyldunni bæði utanlands sem innan, en við ferðuðumst mikið. Ferðirnar í veiðihúsin eru sér- staklega minnisstæðar þar sem hann var í essinu sínu, hvort held- ur sem var við laxveiðina eða skemmtunina þar sem spilað var á gítar, sungið, grillað að ógleymdum leikjum bæði úti og inni. Þar var pabbi fremstur í flokki að setja upp leiksýningar fyrir okkur hin og efna til keppni í öllu mögulegu. Hann náði alltaf að koma öllum í gott skap sama hvernig á stóð. Börnin mín, Begga Sunna og Markús Sólon, nutu þess að vera með afa og ömmu og voru þau hvort um sig tekin með í skemmtiferðir til útlanda. Báðum var þeim meðal annars boðið að fara með þeim í Disney World, henni til Orlando og honum til Parísar í Euro Disney, þessum ferðum munu þau aldrei gleyma. Minningin um yndislegan fóst- urföður og afa barna minna mun fylgja mér til æviloka. Steinunn Markúsdóttir. Elsku afi minn, orð fá ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að vera partur af þínu lífi. Minning þín mun lifa í hjarta mínu það sem eftir er, besti afi í heimi. Ég elska þig og sakna þín. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Þín Bergljót Sunna. Við Bjarni Eyvindsson vorum systrasynir. Hann var nokkrum árum yngri en ég en mikið sam- neyti var á milli fjölskyldna okkar í uppvextinum þannig að við kynntumst og þekktumst vel. Við fullorðinsaldurinn var tíminn til samskipta, eins og oft gerist, minni. Við stofnuðum báðir fjöl- skyldur og daglegar annir við barnauppeldi og að koma sér að öðru leyti fyrir í lífinu hindruðu þau nánu samskipti sem fram að því voru mikil. Á seinni árum höf- um við frændurnir hist oftar ásamt öðrum ættingjum og rifjað upp gamla og góða daga. Endur- fundirnir voru alltaf skemmtileg- ir. Allt frá unga aldri var ljóst hvaða mann Bjarni hafði að geyma. Hann var hæglátt, hjálp- samt og glaðlynt barn og þeir eðl- iskostir einkenndu hann alla ævi. Í vöggugjöf hafði hann fengið kímnigáfu umfram það sem venjulegt getur talist og hann var mjög uppátækjasamur án þess að geta talist óþekkur. Uppátæki hans og húmorinn gerðu það hins vegar að verkum, að það var alltaf gaman að hitta hann og það lá alltaf spenningur í lofti um hvað Bjarni hefði fundið upp á að gera í það og það skiptið. Það var alltaf gaman að njóta návistarinnar við Bjarna. Síðar þegar stefnan var tekin á framtíðina lærði Bjarni húsa- gagnasmíðar hjá tengdaföður sín- um og störfuðu þeir saman um árabil, báðir annálaðir fagmenn á því sviði. Eru til mörg verk eftir þá sem gleðja augað og eru til gagns. Bjarni greindist fyrir örfáum árum með alvarlegan hrörnunar- sjúkdóm, sem á undraskjótum tíma kippti honum út úr daglegri önn og olli að lokum ótímabærum dauða hans. Hann dvaldi síðustu misserin á sjúkrastofnunum með litla von um bót meina sinna. Maður getur alltaf spurt sig hvað best er að gerist þegar svo er komið. Hvað sem því líður er ljóst að Bjarni Eyvindsson skilur eftir sig stórt skarð í vina- og ættingja- hópnum. Með sinni hæglátu og prúðu framkomu ávann hann sér virðingu og vináttu og mörg af hans skemmtilegu uppátækjum munu samferðamenn lengi geyma í minni. Bjarna Eyvinds- sonar verður sárt saknað. Ég og fjölskylda mín vottum öllum ástvinum Bjarna dýpstu samúð. Pétur Bjarnason. Yndislegur frændi er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Bjarni „stóri“, eins og hann var alltaf kallaður, var ein af mínum góðu fyrirmyndum í lífinu. Hann var skemmtilegur, góðhjartaður og alltaf í góðu skapi. Meira ímynd- unarafli hef ég aldrei kynnst en hjá Bjarna stóra. Mér fannst allt- af að hann hefði átt að verða grín- leikari því hann var mikill skemmtikraftur. Alltaf fannst mér gaman að heyra hann og bróður hans, sem er Binni pabbi minn, grínast. Þeir hlógu mikið og grínuðust saman og voru bestu vinir. Gamanið hætti aldrei þegar Bjarni var annars vegar. Hann hélt áfram að „spinna og spinna“ og alltaf varð hann fyndnari og fyndnari. Maður lá á gólfinu nán- ast af hlátri þegar hann hélt áfram að bæta einhverju fyndnu við sama grínið. Ég veit ekki um neinn sem ekki fannst gaman að frænda mínum. Hann var alltaf vinsæll hvert sem hann fór og hann tók öllu fólki eins og það var. Það var erfitt að vera svona langt í burtu og fá dánarfregnirnar sím- leiðis í útlöndum þar sem við bú- um. Þar sem mamma mín og Begga systir hennar voru giftar þeim bræðrum, Bjarna og Binna pabba mínum, voru fjölskylduböndin sterk. Þau hittust við allar að- stæður. Voru nánast alltaf saman með okkur börnunum sínum og alltaf var mikill gestagangur heima hjá foreldrum mínum. Mér fannst ég vera mjög rík af því að eiga tvenna foreldra. Það var allt- af mín tilfinning að Begga og Bjarni ættu mikið í mér líka og af því var ég stolt. Ég var stolt af því að mamma og Begga væru giftar bræðrum. Það var alltaf gaman að vera með þeim öllum og voru allir mjög samrýndir og góðir vin- ir í hópnum. Hann var börnunum í fjöl- skyldunni góður leikfélagi og elti þau leikandi drauga o.fl. Þannig að þau hlupu hlæjandi í burtu og földu sig. Ég man svo vel eftir góðum stundum með Bjarna sem ferðafélaga bæði þegar ég var lítil og gegnum mín uppvaxtarár, því það var æðislegt að vita af því að hann kæmi með í sumarbústaði, veiðihús, tjaldferðalög o.fl. Alltaf voru jólin og gamlárskvöld frá- bær með hann nálægt sér því hann, sem hafði mikið barns- hjarta, skemmti sér best af öllum. Sérstaklega við langborðið á gamlárskvöld heima hjá foreldr- um mínum. Þar sátum við með hatta, hristur, lúðra, grímur o.fl. Og það var mikið hlegið þegar hann byrjaði að lifa sig inn í stemninguna. Ég á bara góðar minningar um þennan góðhjartaða frænda sem ég mun sakna sárt. Nú fær hann, laus við allar þjáningar sjúkdóms- ins, að hitta hina fjóra fjölskyldu- meðlimi okkar sem líka kvöddu alltof ungir, Emilíu Líf sem var barnabarn hans, Rebekku frænku, Ástu móður mína og Ca- millu systur sína. Við höfum misst góðar persónur úr fjölskyldunni sl. sex ár sem nú hittast allar á ný. Elsku Begga og fjölskylda, missir ykkar er ólýsanlega sár og við getum aðeins hlýjað okkur við óteljandi góðar minningar um Bjarna stóra sem var gull af manni. Auður Brynjólfsdóttir. Lítið atvik fyrir mörgum árum rifjast upp nú þegar Bjarni vinur okkar hefur kvatt. – Sól var hátt á lofti þennan júlídag. Sumar inn til fjalla sem engu verður við jafnað. Við vorum að dóla okkur upp og niður með Víkurá á Ströndum á fallegum degi að egna fyrir þann silfraða. Sumarið virtist eilíft og ekkert gat truflað góða samveru á þessari stundu. Komum að veiði- stað sem leit eiginlega ekki út fyr- ir að vera veiðistaður. Áin rann grunn meðfram sak- leysislegum grasbakka sem var sjálfgefið að ganga fram hjá fyrir ókunnuga. „Sko, hér er yfirleitt alltaf fiskur. Ef þú kemur færinu vel inn undir bakkann og bíður ró- legur þá er fiskur þarna,“ sagði Bjarni. Það var sjálfsagt að fylgja ráðum hans af því að hann var okkur kunnugri á þessari veiði- slóð og alltaf einlægur í því að miðla reynslu og þekkingu. Að þessu sinni bar það ekki árangur. Síðar þennan sama dag vorum við komin ofar með ánni, svo til á efsta veiðistað. Þar var einnig lítið að hafa, en eitt fangaði þó huga okkar eftir ábendingu Bjarna: Rjúpukarri lét í sér heyra og gerði allt til að teyma okkur af óðali sínu. Veiðiáhuginn vék fyrir atferli karrans og tók hug okkar allan þessa síðdegisstund. Þetta var lítið en eftirminnilegt atvik og bætti upp aflabrögð eða aflaleysi þessa hásumardags. Þannig var Bjarni. Athugull og vakandi fyrir umhverfi sínu og naut sín vel úti í náttúrunni. Leiðbeinandi og tilbúinn að miðla reynslu og fróð- leik. Alltaf jákvæður og gat jafn- an líka séð broslegar hliðar á hlut- um. Nær í tíma er eftirminnileg ferð með Beggu og Bjarna til Ástralíu fyrir svo að segja áratug upp á dag. Þar komu þessir eig- inleikar Bjarna vel í ljós. Hvort sem hugað var að flögri leður- blaka, vinnusömum maurum, smávöxnum eðlum úti í horni veit- ingastaða eða hvað eina; alltaf var Bjarni vakandi fyrir umhverfi sínu. Eins og jafnan er með ein- lægar og hjartahlýjar sálir ná þær fljótt til barna og vinna hug þeirra á augabragði. Þannig var Bjarni. Hann hafði einstaklega gaman af því að vera innan um börn og var fljótur að heilla þau. Og hafði ekki mikið fyrir því. Dætrum okkar eru margar ánægjulegar samverustundir fjöl- skyldnanna í gegnum árin enn í fersku minni. Í augum lítilla barna var Bjarni býsna skemmti- legur sem náði fyrirhafnarlaust að fanga hug og hjarta með alls konar uppátækjum og gríni. Það er ekki lítilsverður hæfileiki og fyrir allar þessar óteljandi góðu samverustundir verðum við eilíf- lega þakklát og þannig viljum við muna Bjarna. Nú er þessi öðling- ur og ágæti drengur horfinn á vit feðranna. Veikindi sem langan tíma tók að greina gerðu vart við sig. Smám saman dró úr þreki þessa stóra og stæðilega manns sem var átakanlega þungbært fyrir hans nánust. Við sem kveðj- um Bjarna nú trúum því að hann muni sem fyrr skyggnast athug- ull um á nýjum slóðum, forvitinn með opinn huga og kannski hitta fyrir kæra ástvini sem kvöddu alltof snemma á hádegi lífsins. Ástvinum hans öllum, sem nú horfa á eftir góðum dreng, send- um við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Bjarna. Sæmundur og Steindóra (Sæmi og Dóra). Bjarni Eyvindsson HINSTA KVEÐJA Kæri afi. Þú ert besti afi í öllum heiminum. Ég elska þig mjög mikið og ég sakna þín mjög mikið. Ég man þegar ég lét þig alltaf svæfa mig á kvöldin og syngja þangað til að ég sofnaði. Ég man þegar við fórum til Parísar og í tívolí, það var gaman. Við fórum svo líka til Ameríku saman og fórum í múmíutæki. Við er- um bestu vinir, ég og þú. Jasmín Ósk. Langri ævi er lokið, kallið komið. Þrátt fyrir sökn- uð og trega er það í raun ánægjuefni þegar gamalt fólk kveður okkur sem eftir lifa. En það á auðvitað aðeins við þegar sjálfu ævistarf- inu er farsællega lokið. Og þann- ig var það með ömmu Lóu. Amma Lóa eins og við kölluð- um hana alltaf, bjó á Hörpugöt- unni í Skerjafirðinum. Hún bjó í stóru húsi enda var fjölskylda hennar mjög stór. Þótt hún amma Lóa ætti 6 börn og nóg að gera heima við þá aftraði það henni aldrei að taka á móti gest- um aftur og aftur. Við bjuggum Stefanía Ólöf Magnúsdóttir ✝ Stefanía ÓlöfMagnúsdóttir fæddist 25. janúar 1917. Hún lést 30. apríl 2014. Útför Stefaníu Ólafar fór fram 9. maí 2014. úti á landi og eins og gengur þurftum við oft fara til Reykja- víkur því þangað var flesta þjónustu að sækja. Þegar þann- ig stóð á þá fórum við til ömmu Lóu og þáðum þar mat og gistingu til lengri eða skemmri tíma. Amma Lóa, sem var skörungur mikill, taldi það ekki mikið mál að bæta við munnum að seðja og finna pláss fyrir okkur að sofa í. Amma Lóa tók alltaf vel á móti okkur, var skemmtileg og hress og tím- inn sem við dvöldum hjá henni á Hörpugötunni var góður og öruggur staður að dvelja í. Við systkinin minnumst hennar með hlýju og þakklæti fyrir ástúð hennar og rausn sem var ein- kenni hennar. Pálína Hrönn, Stefán, Árni Óttarr og Skjöldur Orri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.