Morgunblaðið - 15.05.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 15.05.2014, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 ✝ Bjarni Ágústs-son mjólkur- fræðingur fæddist í Reykjavík 22. október 1956. Hann lést á Land- spítala Hringbraut 6. maí 2014. Foreldrar Bjarna voru Ágúst Guðmundsson, bif- reiðastjóri og öku- kennari, f. 9. des- ember 1922, d. 24. júlí 2009, og Bjargey Fjóla Stefánsdóttir húsmóðir, f. 30. apríl 1925, d. 5. mars 2009. Systkini Bjarna eru, í aldursröð: Anna, f. 1943, d. 2004; Margrét, f. 1946; Krist- ján, f. 1948, og Ágúst Björn, f. 1954. Bjarni kvæntist 6. októ- ber 1979 Þórdísi Láru Inga- ið þar. Eftir það vann hann ým- is störf, var meðal annars messagutti á varðskipi þegar landhelgin var færð í 200 míl- ur. Hann reyndi fyrir sér í hús- gagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en það átti ekki við hann. Hóf síðan störf í Mjólkur- samsölunni. Árið 1978 fór hann á samning hjá MS í mjólkur- fræði og útskrifaðist í Dan- mörku 1982. Hann starfaði síð- an áfram sem mjólkurfræð- ingur hjá MS til 2006, og var þá búin að starfa þar í rúm 30 ár. Þá hóf hann störf hjá Acta- vis og starfaði þar fram að veikindum sínum. Meðfram öðrum störfum vann Bjarni sem leigubifreiðastjóri í 10 ár. Bjarni var mikill golfunnandi og eyddi ófáum tímanum í þá íþrótt. Útför Bjarna fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 15. maí 2014, kl. 13. dóttur, tækniteikn- ara, f. 29. sept- ember 1958. Hún er dóttir Skúla Nil- sen og Álfheiðar Óladóttur. Byrjuðu þau búskap sinn í Reykjavík en 1994 fluttu þau til Hafn- arfjarðar og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust tvö börn: 1) Heiðu Dís, f. 29. nóvember 1980, gifta Sturlu Hrafni Einarssyni, börn þeirra eru Anika Rut, 11 ára, og Bjarki Hrafn, 4 ára, og 2) Elm- ar Inga Bjarnason, f. 19. febr- úar 1987, sambýliskona Ólafía Ingvarsdóttir. Bjarni ólst upp í Bústaða- hverfinu og kláraði skyldunám- Komið er að kveðjustund. Elskulegur tengdasonur okkar er látinn, 11 ára baráttu við ill- vígan sjúkdóm er lokið. Kynni okkar Bjarna hófust við heimkomu okkar hjóna frá Spáni 1976. Glæsilegur amerískur kaggi stóð við húsdyrnar, hver leyfir sér að leggja hér, sögðum við, en er inn var komið, kynnti Þórdís okkur fyrir þessum líka bráðmyndarlega gæja (með mottu). 38 ára kynni voru hafin. Eftir svo mörg ár er margs að minnast og margt kemur upp í huga. Bjarni var einstaklega þægilegur í allri umgengi og hafði góða nærveru, greiðvikni hans við okkur hjónin og aðra í fjölskyld- unni var einstök. Hjálp til við að flytja ef einhver stóð í því, mála og hjálpa til við að stilla betur sjónvarpið var ekkert mál, Bjarni var tilbúinn að skreppa í málið. Nærfjölskylda Bjarni var honum þó mikilvægust, víst er að honum leið alltaf best þegar Þórdís, börn, tengda- og barnabörn voru saman. Að bregða á leik við barnabörnin Aniku Rut og Bjarka Hrafn nokkrum dögum fyrir andlát sitt var aðdáunar- vert. Af áhugamálum Bjarna teljum við að golfið hafi staðið í fyrsta sæti. Hann var góður golfari, með forgjöf sem allir gætu verið stoltir af. Hann smitaði okkur hjónin af þessu sporti með því að senda okkur til kennara að okkur for- spurðum, það virkaði. Fleiri í fjölskyldunni fóru smátt og smátt að stunda þessa íþrótt, svo að golfmót innan fjölskyldunnar hafa verið haldin öllum til ánægju. Allt Bjarna að þakka. Við munum eftir Bjarna sem góðum skíðamanni á fyrstu árum okkar kynna en hann lagði það sport til hliðar fljótlega. Bjarni hafði ákaflega gaman af matseld og hefði eflaust getað orðið lista- kokkur eins og mjólkurfræðing- ur, Steikhús Bjarna hefði eflaust gengið vel. Ótalmargt fleira væri hægt að rifja upp í samskiptum okkar við ljúfmennið Bjarna og góðan vin. Hann tók örlögum sínum af æðruleysi og með reisn allt til loka. Hvíl í friði kæri vinur og hafðu þakkir fyrir allt. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson) Álfheiður og Skúli. Elsku besti afi minn. Þakka þér fyrir allt. Þú varst alltaf lang- fallegastur í mínum augum og ég mun sakna þín svo undurmikið. Þú varst alltaf svo góður við mig, þú gafst mér alltaf nammi þegar ég kom til þín og ömmu að gista. Ég hlakkaði alltaf til að koma til ykkar og langaði ekki til að fara aftur heim. Þú varst alltaf búinn að ákveða hvað var í matinn, meira að segja langt fram í vik- una. Við eigum líka bestu minn- ingarnar. Til dæmis þegar ég kom frá Danmörku heim til Ís- lands, til ykkar ömmu og þegar þið komuð til mín í Danmörku og þú dansaðir við mig inni í her- bergi. Það var gaman. Ég gæti aldrei hugsað mér betri afa en þig. Elska þig til tunglsins og til baka. Þú verður alltaf hjá mér í hjartanu og munt fylgja mér til æviloka. Þín afastelpa, Anika Rut. Bjarni mágur er dáinn, langt fyrir aldur fram, eftir yfir 10 ára hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Bjarni varð hluti af fjöl- skyldunni þegar hann og Þórdís systir fóru að stinga saman nefj- um í kringum tvítugsaldurinn og ég þá á unglingsárum. Strax þá fannst mér spennandi að vera ná- lægt Bjarna og gaman að kynn- ast hans persónu og áhugamál- um. Bjarni hafði t.d. áhuga á bílum og það leyndi sér ekki í bílavali þegar þau voru að hefja sitt samband. Það drundi í Köldukinn þegar Bjarni renndi í hlað á Cougarnum sínum en hann sýndi öllum skilning með því að láta hann renna niður götuna, án þess að setja í gang, snemma á morgnana þegar hann var á leið til vinnu í Mjólkursamsöluna. Bjarni mágur var duglegur maður og vílaði ekki fyrir sér að vinna aðra vinnu samhliða vinnu í Mjólkursamsölunni. Hann kom því til leiðar að við skiptumst á útkeyrslu fyrir Morgunblaðið um helgar í samstarfi við Rúnar Ant- onsson, vin Bjarna. Það voru æv- intýratímar fyrir 18 ára ungling að vinna með honum þarna og finna traustið sem til manns var borið. Bjarni mágur vildi að hlut- ir væru vel gerðir og staðið við sitt, þannig stóð hann alltaf við sitt. Bjarni mágur var einn af þess- um mönnum sem alltaf kom eins fram við alla, alltaf tilbúinn að að- stoða alla og alltaf stutt í gleðina þótt hann hafði vissulega sínar skoðanir. En aldrei man ég eftir honum reiðum eða æstum. Ég og Guðrún viljum með þessum fátæklegu orðum kveðja góðan vin og biðja þann sem stýr- ir ferð að styrkja Þórdísi systur, Heiðu Dís og Elmar Inga og þeirra fjölskyldur því þeirra missir er mestur. Takk fyrir góða samfylgd, Bjarni, sjáumst seinna. Ingi mágur, Guðrún og börn. Elsku Bjarni frændi, Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar síðan þú kvaddir þennan heim og það er ljóst að það mun taka tíma að gera sér grein fyrir því að þú sért ekki lengur hérna með okkur. Þú og ég höfum verið vinir frá því ég man eftir mér. Fyrstu minning- arnar mínar eru af þér brosandi í stiganum í Ásgarðinum, ávallt í góðu skapi og til í tuskið. Þú varst alltaf svo lífsglaður og hrókur alls fagnaðar. Þegar ég kom aftur heim til Íslands árið 1986 og árin þar á eftir flutti ég all nokkrum sinnum. Þá varst þú ávallt boðinn og búinn að hjálpa frænku við flutningana. Ég man það eins og í gær þegar sófinn festist í stiganum á milli 3. og 4. hæðar í Ljósheimunum en við vorum að fara með hann upp á 5. hæð og hvað við hlógum. Ég þakka þér líka fyrir alla golf- hringina, matarboðin, ferðina til Mallorka og skemmtilegu minn- ingarnar sem þessum uppákom- um fylgdu. Það er ljóst að fjöl- skyldugolfmótið Gal-Open verður ekki eins án þín. Það var ávallt líf í kringum þig og þú stóðst vaktina. T.d. á golfvellin- um þurfti enginn að telja í hollinu þegar þú varst með og þú fannst oftar en ekki þá bolta sem voru týndir. Síðustu 10 árin hefur þú barist eins og hetja við krabba- mein. Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með þér í þeirri baráttu, þú varst ávallt bjartsýnn og hafðir trú og gafst aldrei upp þó svo að þetta mein blossaði upp aftur og aftur. Ég veit að það var þér erfitt að missa ömmu og afa fyrir fimm árum sem þú varst svo náinn en alltaf hélstu í vonina og reyndir en gast ekki meira í lokin. Ég er svo þakklát að hafa átt allar þessu góðu stundir með þér og þá sér- staklega síðustu dagana með þér upp á spítala sem ég geymi í hjartanu. Elsku Bjarni minn, það er svo sárt að sjá eftir þér svona ungum og í blóma lífsins, en ör- lögin gripu í taumana og hafa greinilega ætlað þér annað hlut- verk á öðrum stað. Ég mun sakna þín elsku frændi. Elsku Þórdís vinkona, Heiða Dís og Elmar Ingi og aðrir að- standendur, ykkur sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðum tímum. Megi ljósið, kærleikur og vinátta um- vefja ykkur og styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum og inn í framtíðina. Þín frænka, Bjargey Aðalsteinsdóttir. Jæja Bjarni, þá er komið að leiðarlokum og þú horfinn til annarra og ókunnugra verkefna. Við hin sitjum eftir með góðar minningar um þig og þær stundir sem við höfum átt saman á tæp- um 40 árum, eða allt frá því að þú komst sem næturgestur á Köldu- kinnina á Cougarnum þínum. Stuttu síðar byrjuðuð þú og Þór- dís systir að búa saman, lengi vel í Breiðholtinu en seinna meir í Hafnarfirði, fjölskyldunni til mikillar gleði. Það var alltaf gott að leita til þín, alltaf varstu tilbú- inn að rétta fram hjálparhönd ekki síst þegar einhver í fjöl- skyldunni var að flytja, þá varst þú mættur fyrstur á staðinn og fórst síðastur. Það sem kemur einnig upp í hugann eru þær veiðiferðir sem við fórum í saman í gamla daga, en á síðari árum eru stundirnar á golfvellinum þær sem standa upp úr. Þú varst alltaf tilbúinn til að kenna okkur og leiðbeina í golfinu, enda var mín fyrsta golfsveifla tekinn und- ir þinni leiðsögn á æfingasvæðinu á Keili og daginn eftir vorum við mættir saman á golfmót og átt- um dýrðlega stund saman. Þú kenndir Helenu einnig margt í golfinu og það var skrítið hvað hún var alltaf tilbúin til að hlusta á þín ráð frekar heldur en mín. „Horfðu á boltann áður en þú slærð hann, ég skal sjá um að horfa á eftir honum,“ varstu van- ur að segja við okkur, en þetta einfalda ráð er mörgum byrjand- anum í golfi erfitt. Þá koma að sjálfsögðu stundirnar í sumarbú- staðnum Hraunkoti í Borgarfirði upp í hugann en þær áttum við ófáar saman og nutum samver- unnar. Þú varst frábær sögumaður og skemmtilegur og því er það ein- staklega ljúfsár minning þegar við komum og heimsóttum þig þann 1. maí sl. og þú sagðir okkur frá óborganlegu ferðalagi ykkar fjölskyldunnar hringinn í kring- um landið á gamla Subaru-inum, sem bilaði á öllum tjaldstæðum landsins. Það var mikið hlegið þennan dag eins og oftast þegar við hittumst. Minningarnar eru svo ótalmargar, þú að stjórna bingói, enda kominn af mikilli bingófjölskyldu, en síðast en ekki síst að sjá þig í afahlutverkinu sem þér fór svo einstaklega vel. Elsku Bjarni, guð gefi að Þór- dís og börnin læri að lifa án þín en minning þín mun ávallt lifa. Takk fyrir samveruna. Lárus Karl og Helena. Góður drengur, Bjarni Ágústsson, er fallinn frá langt um aldur fram. Hann var búinn að heyja stríð við krabbamein í rúmlega 10 ár. Fyrstu þrjár orr- usturnar vann Bjarni, en nú kom að því að hann varð að játa sig sigraðan eftir hetjulega baráttu. Við hjónin kynntumst Bjarna árið 1978 þegar hann og Þórdís Lára voru í tilhugalífinu. Þau eru búin að vera eitt í okkar huga svo lengi að það verður skrýtið að segja „Þórdís“ án þess að fylgja því eftir með „og Bjarni“ því Þór- dís og Bjarni voru svo samrýmd og yndisleg hjón sem höfðu sam- an tekist á við öll þau verkefni sem lífið færði upp í hendurnar á þeim. Það var alltaf gaman að hitta Bjarna. Hann var alltaf glaður og brosandi, og jákvæðnin og bjartsýnin á sínum stað. Hann smitaði mann með gleði sinni og brosi. Ef maður spurði hann hvernig hann hefði það var svarið alltaf „bara fínt“. Þá var iðulega ekki langt í grínið sem hann fylgdi svo eftir með sínum smit- andi og innilega hlátri. Bjarni elskaði að spila golf og var ástríðufullur golfari. Hann var mjög góður í þessari íþrótt og þótti okkur gaman að spila við hann. Hann hafði gaman af því að taka áhættu og reyna við flötina þó um langt högg væri að ræða. Ef höggið tókst ekki þá var ekki blótað heldur bara reynt að gera það besta í næsta höggi með já- kvæðnina og bjartsýnina að vopni. Við hjónin vorum mjög ánægð þegar Þórdís og Bjarni komu austur í bústað til okkar sl. sumar og spiluðu golf með okkur á golfvellinum við Geysi. Veður var eins og best var á kosið og golfvöllurinn í fínu standi. Þessi dagur verður okkur ógleyman- legur og verður okkur örugglega alltaf hugsað til Bjarna þegar við verðum á golfvellinum þar héðan í frá. Bjarni unni fjölskyldu sinni, bæði börnum sínum og barna- börnunum. Hann var mikill afi sem vissi fátt betra en að eyða tíma með afabörnunum, þeim Aniku Rut og Bjarka Hrafni, og er því þeirra missir afar mikill. Við sendum Þórdísi Láru, Heiðu Dís og Elmari Inga, og fjölskyld- um þeirra, innilegar samúðar- kveðjur, sem og öðrum ættingj- um Bjarna og vinum. Bjarni skilur eftir sig skarð í lífi okkar allra sem ekki verður fyllt. Um leið og við hjónin þökkum Bjarna fyrir yndisleg kynni ósk- um við honum góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Við erum þess fullviss að minningin um góðan dreng muni lifa með okkur og fjölskyldu okkar alla tíð. Margrét og Jóhannes (Systa og Jói). Að eiga vin er gleði á góðri stund. Ég fann fyrir tómi í hjarta, og söknuði, þegar mér var tilkynnt andlát æskuvinar míns og félaga, Bjarna Ágústssonar. Við Bjarni höfum þekkst lengi- ,við lékum okkur saman frá tveggja ára aldri, ólumst upp í Smáíbúðahverfinu í Ásgarði, lék- um okkur á grænum grundum Bústaða, nú Fossvogsdals og vor- um miklir prakkarar. Fórum saman í útilegur, skátamót í Nor- egi, í sumarbúðir í Skálholti og svo í gegnum skólann og lífið og áttum margar góðar og skemmti- legar stundir. Það er í raun ótrúlegt hvað svona gamalgróin vinátta er sterk, það fundum við í hvert sinn sem við töluðum saman nú síð- ustu árin, þegar veikindi hans fóru að segja meira til sín. Mér fannst Bjarni ganga í gegnum mikla þolraun, en kappinn var baráttujaxl. Reyndar fór það mest í taugarnar á honum þegar þrekleysið truflaði golfið, en hann var búin að stunda golf lengi og var góður golfari. Bjarni talaði opinskátt um krabbamein- ið. Ég dáðist að æðruleysi hans og styrk og hvernig hann tók á málum. Lundafar hans hefur hjálpað honum, hann var með léttleikann og hressleikann sem ég sá einnig í pabba hans, Gústa. Í hvert sinn sem við töluðum saman þá var alltaf stutt í gleði og broslegu hliðar málanna. Bjarni minn, þú fórst alltof fljótt frá okkur, við ætluðum loks að fara að spila meira golf saman, en þetta kennir manni kannski að bíða ekki með alla hluti, því lífið er stutt. Þórdís mín, þú hefur staðið sem klettur við hlið manns þíns í þessari erfiðu baráttu. Elsku Þórdís, Elmar, Heiða Dís og tengdabörn. Við Sigrún vottum ykkur samúð og samhryggjumst ykkur á þessari erfiðu stundu. Þeir eru ríkir sem eiga vini. Ég var ríkur að eiga vin. Pétur Jónsson. Bjarni Ágústsson Enn er einn af vinahópnum fallinn frá. Í janúar kvödd- um við Selmu Júl- íusdóttur og nú kveðjum við Gunnar Hámundar- son, bæði voru þau meðlimir í stórum vinahópi sem kallar sig Blandaðar rósir og 2013 dó Ragn- ar Magnússon sem var líka í þessum vinahópi. Má segja að skarð sé fyrir skildi þegar vinir falla frá, skarð sem erfitt er að fylla. Gunnar Hámundarson var sannur vinur vina sinna. Það fór ekki alltaf mikið fyrir honum en hann var alltaf tilbúinn að koma og vera með þegar eitthvað var Gunnar Hámundarson ✝ Gunnar Há-mundarson fæddist 27. maí 1940. Hann lést 16. mars 2014. Útför hans fór fram 27. mars 2014. um að vera og taka þátt í öllu sem fyrir hann var lagt, og ýmislegt var nú tek- ið sér fyrir hendur bæði glens og gam- an. Gunnar var söngelskur maður og hafði mjög gam- an af að taka lagið og kunni alla texta og laglínur. Hann stóð að samsetningu Söngbókar Blandaðra rósa sem er alltaf höfð með og upp úr henni sungið þegar við komum saman. Gunnar var húmoristi og gat oft svarað skemmtilega fyrir sig. Það er mikil eftirsjá að Gunnari í vinahópnum og verður hans sárt saknað. Við sendum Gunnu og fjöl- skyldu hennar okkar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Blandaðra rósa, Guðbjörg Ellertsdóttir. Mig langar að minnast mágs míns, Jóns Svavars (Nonna), með nokkrum orðum Ég kynntist honum árið 1968 þegar ég kvæntist systur hans, Ásthildi Jónasdóttur. Frá því við hittumst fyrst urðum við perluvinir. Við brölluðum ýmis- legt saman og áttum við til að fara í skemmtilegar ferðir sam- an. Síðasta ferð okkar var árið 2012, þegar ég, Nonni og Jónas sonur minn fórum í skemmti- ferð frá Dýrafirði, yfir í Arna- fjörð og fram hjá Lokinhömr- um. Þetta var ógleymanleg ferð, það var margt að skoða og skemmtum við okkur konung- lega. Nonni var alltaf tilbúinn til að fara allt með manni og alltaf stutt í brosið. Nonni og Kolla, eiginkona hans, voru mjög dug- leg að koma í heimsókn til okk- Jón Svavar Jónasson ✝ Jón SvavarJónasson fædd- ist í Reykjavík 4. febrúar 1949. Hann lést á heimili sínu 11. apríl 2014. Út- för hans fór fram 23. apríl 2014. ar hjóna í Súðavík og áttum við góðar og ógleymanlegar stundir með þeim. Þegar ég minnist Nonna hugsa ég um glaðværan og hressan mann sem hafði alltaf nóg af skemmtilegum sög- um að segja. Nonni var heiðarlegur og mikill vinnuþjark- ur, þótti mjög vænt um fjöl- skyldu sína og var vinur vina sinna. Allt sem hann tók sér fyr- ir hendur gerði hann vel. Elsku Nonni minn, andlát þitt skilur eftir sig tómarúm hjá okkur en alltaf er hægt að ylja sér við góðar minningar um samverustundir okkar. Elsku Kolla okkar, börn og barnabörn, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Góðar minningar um góðan eig- inmann, föður, afa, bróður og vin muna lifa að eilífu með kærri kveðju. Kæri vinur, hvíl þú í friði með kveðju og þakk- læti. Þínir vinir, Ásta og Jónbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.