Morgunblaðið - 15.05.2014, Qupperneq 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014
Viðri vel væri afmælisdagurinn nánast fullkomnaður kæmistég í golf. Það eru rúm tíu ár síðan ég byrjaði í þessu sporti ogheillaðist alveg. Ég er kominn með forgjöfina niður í 13,3 og
vonast til að ná henni eitthvað niður í sumar,“ segir Heimir Rík-
harðsson lögreglufulltrúi sem er 52ja ára í dag.
Það var árið 1983 sem Heimir byrjaði í lögreglunni og hefur á
þeim tíma sinnt ýmsum verkefnum. „Í grunninn hefur starfið ekki
breyst svo mikið, þetta snýst alltaf um samskipti við fólk og að erfið
mál fái góða lausn,“ segir Heimir sem stóð lengi stóð vaktina í hinni
almennu löggæslu. Stýrir nú rannsóknardeild svæðisstöðvarinnar
sem sinnir Kópavogi og Breiðholti.
Annars má segja að handboltinn hafi verið hálft líf Heimis. Hann
byrjaði ungur að æfa með Fram og síðar að þjálfa en hefur mörg
undanfarin ár annast þjálfun hjá Val. Sinnti í vetur við annan mann
þjálfun 2. og 3. flokks karla, auk heldur sem Heimir hefur lengi ver-
ið viðloða unglingalandsliðið. Segir margs að minnast frá þeim tíma
og þar rísi hátt þegar Íslendingar unnu Evrópumeistatitil landsliða
19 ára og yngri árið 2003. „Þar var ég með stráka sem hafa komist í
allra fremstu röð og það er ekki síður frábær efniviður í þeim pilt-
um sem ég er að þjálfa í dag,“ segir Heimir sem er ókvæntur og
barnlaus. sbs@mbl.is
Heimir Ríkharðsson er 52 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lögga „Þetta snýst alltaf um samskipti við fólk og að erfið mál fái
góða lausn,“ segir Heimir Ríkarðsson sem er afmælisbarn dagsins.
Handbolti og þjálf-
un er hans hálfa líf
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Vestmannaeyjar Guðbjörg fæddist
26. àgúst. Hún vó 2.740 g og var 49
cm löng. Foreldrar hennar eru Karl
Haraldsson og Halla Björk Hallgríms-
dóttir.
Nýir borgarar
Reykhólar Emelía Karen fæddist 8.
júlí. Hún vó 3.845 g og var 56 cm löng.
Foreldrar hennar eru Guðrún Guð-
mundsdóttir og Björn Fannar Jóhann-
esson.
U
nnar Steinn fæddist í
Reykjavík 15.5. 1964
en ólst upp í Suður-
bænum í Hafnarfirði.
Unnar var í Öldu-
túnsskóla, stundaði nám í vél-
virkjun við Iðnskólann í Hafnar-
firði, lauk sveinsprófi 1986 og
öðlaðist meistararéttindi 1988, var
jafnframt á námssamningi hjá
VHE, Vélaverkstæði Hjalta Ein-
arssonar, og stundaði framhalds-
nám í vélstjórn við Vélskóla Ís-
lands.
„Við skulum halda á Siglunes“
Unnar var í sveit á hverju sumri
frá sex ára aldri og þar til hann
varð 15 ára: „Ég var í sveit hjá afa
og ömmu í föðurætt að Reyðará á
Siglunesi. Það er líklega með af-
skekktari býlum hér á landi. Það
hefur aldrei verið lagður bílvegur
að bænum og verður því að fara
þangað með bát síðasta spölinn.
Þarna var útræði á árum áður
en afi og amma voru auk þess með
nokkurn fjárbúskap.
En þetta er jafn fallegur staður
og hann er afskekktur. Þarna
stendur maður á ströndinni við
ysta haf þar sem sér yfir að Gjögri
við mynni Eyjafjarðar að austan og
inn fjörðinn og hins vegar að
Sauðanesi vestan við Siglufjörð.
Upp af jörðinni Reyðará er svo
Reyðarárdalur sem er nokkurra
kílómetra langur. Eftir honum
rennur Reyðará sem var full af
bleikju í gamla daga.
Stórfjölskyldan á nú jörðina og
við höfum verið að standsetja
þarna heilmikið á undanförnum ár-
um. Ég hef alltaf gaman af að
koma á þessar slóðir þar sem mað-
ur hljóp þindarlaust eftir rollum í
gamla daga.“
Auk þess að vera í sveit öll sum-
ur æfði Unnar handbolta og knatt-
spyrnu með Haukum í yngri flokk-
um félagsins.
Unnar fór fimmtán ára til sjós
og stundaði sjómennsku næstu átta
árin: „Ég var alltaf til sjós sam-
hliða náminu við Iðnskólann, tók
tvær annir samtímis og gat stytt
mér leið þannig. Ég var á bátum
frá Grindavík á netum og síld, á
trillum frá Siglufirði á grásleppu,
línu og þorskanetum og á loðnu-
bátum frá Sandgerði og Húsavík,
fyrst háseti en síðan vélavörður og
vélstjóri.
Þegar Unnar kom í land hóf
hann störf hjá VHE og hefur starf-
að þar síðan. Hann hefur verið
framkvæmdastjóri VHE frá 1995.
VHE, Vélaverkstæði Hjalta Ein-
arssonar, hefur um 550 manns í
vinnu þegar dótturfyrirtæki eru
talin með. Fyrirtækið vinnur mest
fyrir álverin hér á landi og orku-
veitur. Fyrirtækið sérhannar vélar
og vélahluta fyrir þessi fyrirtæki
og hannar auk þess og framleiðir
fyrir fjölda erlendra fyrirtækja.
Þá rekur fyrirtækið verktaka-
deild, byggir brýr og blokkir, er nú
með 140-150 íbúðir í byggingu og
er að reisa hjúkrunarheimili á Eg-
ilsstöðum.
Hleypur og veiðir í fríum
Þegar Unnar er spurður um
áhugamál nefnir hann fyrst fjöl-
skylduna og fyrirtækið: „En ég hef
líka hlaupið mikið, einkum síðustu
10 árin. Maður ólst upp við það að
Unnar Steinn Hjaltason, framkvæmdastjóri VHE – 50 ára
Börnin Eva og Unnur með Rebekku og Sindra og Hjalti Kristinn.
Eljusamur langhlaup-
ari með stórfyrirtæki
þjóðlegt gómsætt og gott
alla daga
www.flatkaka.is
Gríptu með úr næstu verslun
kÖku
gerÐ hp Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is