Morgunblaðið - 15.05.2014, Page 32

Morgunblaðið - 15.05.2014, Page 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 PIPA R\TBW A •SÍA •141418 www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Útskriftar- stjarnan Okkar hönnun og smíði Ógleymanleg útskriftargjöf Úr gulli kr.16.900 Úr silfri kr. 7.900 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn í dag verður ekki svo slæm- ur. Ekki af því að þig langi að hjálpa – þú ert bara að pæla í hlutunum. Hver er sinnar gæfu smiður. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er mikill hraði á þér í dag og því er þér óvenjuhætt við óhöppum. Heima fyrir má koma í veg fyrir rugling með skýrum skila- boðum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sköpun og dagdraumar eiga vel við í dag. Réttlætiskennd þín er gott veganesti og þér farnast illa ef þú reynir að svæfa hana. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert að ganga í gegnum undarlegt tímabil. Eitthvert orkuleysi hrjáir þig þessa dagana, það líður hjá. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mundu að góðverk á ekki að gera með það í huga að fá þau endurgoldin. Sýndu um- burðarlyndi í umgengni við aðra. Þú gætir þurft að taka á honum stóra þínum í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er eins og þú sért að missa af ein- hverju, en það er hinn mesti misskilningur. Dagurinn hentar illa til að taka mikilvægar ákvarðanir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Taktu ekki öllu sem sjálfsögðum hlut og sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig. Prófaðu að brosa framan í heiminn. Það er svo miklu auðveldara en að vera með fýlusvip. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Óvænt upphlaup samstarfsfólks eða ættingja ganga fram af þér. Nú er tæki- færi til að láta dýrmætustu draumana ræt- ast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú finnur til bjartsýni vegna áætl- ana um ferðalög eða framhaldsnám. Reyndu að taka á málunum af stillingu. Einhver kem- ur óvænt í heimsókn í kvöld. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hópleikir, sérstaklega keppn- isíþróttir, gætu létt lund þína í dag. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að þora að færa út kvíarnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gættu sérstaklega að þér við akstur í dag. Gefðu þér tíma til að skipuleggja verkefni upp á nýtt og hefstu svo handa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft á ástúð og viðurkenningu að halda. Þér finnst veröldin hafa eitthvað á móti þér þessar vikurnar. Reyndu að draga andann djúpt og horfa fram á veginn, hið liðna er horfið. Ljóðabók Þórarins Eldjárns,„Tautar og raular“ er bráð- skemmtileg og margt listavel ort. Henni er skipað upp í fjóra kafla með þessum yfirskriftum: Renn- ingar, Skeytlur, Barnaafmæli og Þýtt. Og eins og gefur að skilja er það annar kaflinn, „Skeytlur“ sem einkum á heima í Vísnahorni. Þetta er „Ljóðsljóð“ og kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist: Ljóður leyndist ljóð beið hnekki. Rétt hugsað reyndist rétthugsað ekki. Þórarinn er allra manna slyng- astur í orðaleikjum; – „Unna og kunna“ kallast þetta vers: Flestir falla í tvo flokka svo: Unnendur ellegar kunnendur. Mættu nú unnendur kunna og kunnendur unna. Og „Net“: Vildi leggja en var lagður – Hugðist draga en var dreginn. Í vísunni „Afvöxtun“ gefur hann sparifjáreigendum holl ráð – eða a.m.k. ráð: Ef þú saman endum nærð, átt afgangsstærð, fúslega tekur fénu við fjármálaþjónustan Mölur og ryð. „Vorvon“ er skemmtileg barna- afmælisgjöf: „Manúar gekk okkur úr greipum en deprúar bar minnst ferna fjórtán. Þegar eitrið nægði ekki til að drepa tímann mynduðum við hernaðarbandalag með Mars og saman hlupum við apríl fram í maí uns vorþeyrinn lét til sín taka með afmælum nýrra barna upp á hvern dag, blöðrum og leikjum.“ „Tautar og raular“ er falleg bók og fer vel í hendi. Aftan á kápunni standa þessi orð, sem eru upphafs- línur kvæðisins „Þetta og hitt ljóð“: Gatan ljóð sem ég geng í báðar áttir á báðum áttum. Kíkirinnn ljóð sem ég munda og bregð öfugum fyrir blinda augað … Það mun fara fyrir fleirum sem mér, að una því illa að fá ekki að sjá niðurlag þessa ljóðs – en úr því er létt að bæta einfaldlega með því að verða sér úti um bókina! Og það verður enginn svikinn af lestri hennar. Halldór Blöndal Vísnahorn Þórarinn Eldjárn eins og hann er bestur Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ekki bara minningar. LEYNI- ÞJÓNUSTAN BANKIÐ: BANK-BANK BANK BANK-BANK-BANK ÁÐUR EN GENGIÐ ER INN SÉRRÉTTURINN OKKAR Í DAG ER RISASTÓR PITSA MEÐ AUKABÚNAÐI. HVAÐ MEINARÐU MEÐ AUKABÚNAÐI? ÞAÐ FYLGIR STÆRRA BORÐ. ÉG ER FULLUR AF ORKU Í DAG! EÐA, EINS OG ÉG KALLA ÞAÐ ... OF LATUR TIL AÐ NENNA AÐ VERA LATUR! NÁTTÚRU- VERNDAR- SVÆÐI VIÐBÆTT BRAGÐ- OG LITAREFNI Ensku deildinni lauk um helgina,og fór svona eins og flestir spáðu, að Manchester City skrikaði ekki fótur gegn síðustu þremur lið- unum, og innbyrti því Englands- meistaratitilinn nokkuð auðveldlega, eftir að Liverpool hafði bókstaflega dottið úr leik. Víkverji játar að hann fagnaði þessum úrslitum ekki, því að af tvennu illu vildi hann frekar að „lítilmagninn“ ynni, ef hægt er að kalla eitt sigursælasta félag Eng- lands lítilmagna, þó að illa hafi geng- ið síðustu 25 árin eða svo. x x x Hitt var síðan furðulegt að matiVíkverja, að síðast þegar Man- chester City vann, komst hann að því að hann átti fullt af vinum sem héldu með því ágæta félagi, og sem réðu sér ekki fyrir kæti vegna þess að City hefði nú loksins unnið eitt- hvað, í fyrsta sinn síðan Kristján Eldjárn sat á Bessastöðum. Víkverji grunaði raunar nokkra þeirra um græsku, því að áður höfðu flestir þessara gallhörðu City-manna yfir- leitt látið einhver gullkorn eins og „You’ll Never Walk Alone“ eða „Gerrard er fremsti miðjumaður heims“ frá sér fara þegar rætt var við þá um knattspyrnu. Einhverra hluta vegna varð Víkverji alls ekki var við að þessir City-vinir hans fögnuðu mikið þessum titli, en hann óskar þeim engu að síður til ham- ingju með hann. Þeir eru vel að hon- um komnir. x x x En nóg um það, einu knattspyrnu-tímabili lýkur og það næsta tek- ur við, enda tekur fótboltinn aldrei nokkurn enda. Víkverji sá raunar um daginn nokkuð fína grein um það hvernig það væri fyrir þá sem engan áhuga hafa á íþróttinni að þurfa að þola svona menn eins og Víkverja, sem aldrei geta hugsað um annað, og sem lesa aldrei bækur. Þar var búið að setja orðið fornleifafræði í staðinn fyrir fótbolta, og hugtök úr þeirri merku fræðigrein inn fyrir allt það sem sparkunnendur öskra á sjón- varpið sitt þegar horft er á leiki. „Af hverju notarðu ekki burstann, fíflið þitt!“ varð einum af þeim fornleifa- spekingum að orði. Segja má að greinin hafi hitt óþægilega vel í markið. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð. (Ok. 10, 32)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.