Morgunblaðið - 15.05.2014, Side 40
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 135. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Gjaldþrot Óla Geirs 72 milljónir
2. Sagði Vigdísi að þegja
3. Börn stökkva fram af Gullinbrú
4. Leikstjórinn Bendjelloul látinn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Ævintýraóperan Baldursbrá eftir
Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guð-
mundsson verður frumflutt á Þjóð-
lagahátíðinni á Siglufirði 5. júlí nk. og
í Langholtskirkju 10. júlí. Óperan
verður flutt í tónleikauppfærslu og
segir frá Baldursbrá sem kynnist
sposkum Spóa. Þau ákveða að fara
saman upp á fjallstind til þess að
njóta útsýnisins sem reynist ekki ein-
falt mál og fá þau Rebba til að grafa
blómið upp og flytja það á efstu
eggjar en þar vofir mikil hætta yfir og
þá m.a. frá illilegum hrúti, eins og
segir í tilkynningu. Tónlistin byggist
að hluta á íslenskum þjóðlögum,
bæði rímnalögum og þulum, en þar
bregður einnig fyrir rappi og fjör-
legum dönsum. Söngvarar eru Fjóla
Nikulásdóttir sópran í hlutverki Bald-
ursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson tenór
sem syngur Spóa, Ágúst Ólafsson
baritón er Rebbi, Davíð Ólafsson
bassi syngur Hrútinn og níu börn fara
með hlutverk yrðlinga. 16 manna
kammersveit leikur undir en stjórn-
andi er Gunnsteinn Ólafsson. Á
myndinni má sjá yrðlingana ásamt
Rebba, hrútnum illilega og Gunn-
steini Ólafssyni.
Íslensk ævintýra-
ópera frumflutt
Heiðursgestur heimildamyndahá-
tíðarinnar Skjaldborg, sem fram fer
6.-9. júní, verður rússneski heimilda-
myndagerðarmaðurinn Victor Kossa-
kovsky. Myndir Kossakovsky hverfast
oftar en ekki um eina sterka hug-
mynd og einkennast
þær af ljóðrænni og
heimspekilegri
sýn á hversdaginn
í bland við kitl-
andi húmor, að því
er fram kemur á
vef hátíðar-
innar.
Kossakovsky gestur
Á föstudag Suðvestan 3-8 m/s og smáskúrir um landið
vestanvert, annars bjartviðri. Hiti 5 til 12 stig að deginum.
Á laugardag Austlæg átt 8-13 m/s. Rigning um landið sunn-
anvert en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8, dálitlar skúrir um landið
vestanvert, lengst af bjart fyrir austan. Hiti 4 til 11 stig.
VEÐUR
Guðjón Árni Antoníusson,
fyrirliði FH, er í hvíld frá
knattspyrnunni eftir að
hafa fengið höfuðhögg á
æfingu en hann missti af
stórum hluta síðasta tíma-
bils af sömu ástæðu. Nú
fylgir hann settum reglum
lækna. „Ég fór ekki eftir
þessum reglum í fyrra og
það vissi í raun enginn um
þær. Það borgar sig að setja
hausinn og heilsuna í for-
gang,“ segir Guðjón. »4
Setur hausinn og
heilsuna í forgang
Gríðarleg spenna er fyrir úrslitaleik
Hauka og ÍBV en liðin mætast í hrein-
um úrslitaleik um Íslandsmeistaratit-
ilinn í Olís-deild karla í handknattleik
að Ásvöllum í kvöld. Eyjamenn ætla
að fjölmenna á leikinn og það má
reikna með miklum spennutrylli í
Firðinum. »2
Bikarinn á loft á Ás-
völlum í kvöld
Líkt og hjá körlunum ráðast úrslitin í
Olís-deild kvenna í handknattleik í
hreinum úrslitaleik eftir að Valur
hafði betur á móti Stjörnunni í fram-
lengdum leik í Vodafone-höllinni að
Hlíðarenda í gærkvöld, 23:19. Staðan
í einvíginu er því orðin 2:2 og úrslita-
leikurinn fer fram í Mýrinni á laugar-
daginn og eftir hann fer bikarinn á
loft. »1-2
Líka hreinn úrslitaleikur
hjá konunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Síðasti vinnudagur Reynis Bjarna-
sonar, verkstjóra hjá Flugfélagi Ís-
lands, var í gær. Vinnufélagarnir
kvöddu hann með kræsingum og að
því loknu hélt hann út í fríið. „Það
verður nóg að gera hjá mér,“ segir
Reynir, sem hefur starfað í hlað-
deildinni hjá FÍ í rúm 53 ár, fyrst
sem almennur starfsmaður, síðan
flokkstjóri og lengst af sem verk-
stjóri.
Eins og flestir menn á hans aldri
byrjaði Reynir snemma að vinna fyr-
ir sér, bar ungur út blöð, var sendill í
Nýbúð í Skerjafirði, vann við að
skipa upp fiski hjá Togaraútgerð-
inni, sumarmaður hjá smjörlíkis-
gerðinni Ljóma og svo má lengi
telja. „Ég er Þróttari, átti heima á
Þjórsárgötunni í Litla Skerjafirð-
inum, við túnfótinn á flugvellinum,
og því lá beinast við að sækja þar um
sumarvinnu,“ segir Reynir um
ákvörðunina sem hann tók 1961.
„Hér hef ég verið síðan, tíminn hefur
verið fljótur að líða og nú kveð ég
með blendnar tilfinningar.“
Með fraktina á bakinu
Reynir segir að starfsumhverfið
hafi breyst furðulítið frá því hann
byrjaði. „Helsta breytingin er að vél-
arnar eru alltaf að minnka. Þegar ut-
anlandsflugið var hérna voru vél-
arnar stærri og af ýmsum gerðum.
Hér voru þristar, fjarkar, sexur og
Viscount-vélar og miklu meira um-
fangs enda flogið á mun fleiri staði
en nú.“ Hann segir að með árunum
hafi fraktin líka minnkað. „Hérna
áður fyrr vorum við að flytja sófa-
settin og ísskápana, en nú eru hólfin
í vélunum minni og við flytjum því
ekki lengur stóra frakt. Áður var
þetta miklu meira líkamlegt erfiði.
Maður þurfti að bera þetta á bakinu
fram eftir vélunum yfir sætin til að
komast fremst í vélina. En vinnan
styrkti menn og menn hafa orðið
manna elstir í hlaðdeildinni. Ég er sá
fimmti sem hættir vegna aldurs. Það
er svo gott loft hérna.“
Oft hefur mikið gengið á vegna
veðurs en Reynir segir að hann hafi
blessunarlega sloppið við alvarleg
áföll. „Ég hef lent í því að þurfa að
draga vélarnar í 40 til 50 hnútum og í
mikilli hálku, hnýta þær niður eða
reyna að koma þeim inn. Ég hef oft
séð vélarnar dansa en við höfum
sloppið með skrekkinn.“
Reynir áréttar að vinnan hafi allt-
af verið skemmtileg. „Hérna er góð-
ur félagsskapur, mikil nýbreytni og
alltaf eitthvað að gerast. Maður hitt-
ir reglulega nýtt fólk og þó að mikil
rútína sé í vinnunni er hún skemmti-
leg. En nú tekur annað við, ég á hús-
bíl og fer í sveitina, veiði og leggst í
ferðalög.“
Hefur oft séð vélarnar dansa
Starfsmaður
hjá Flugfélagi Ís-
lands í rúm 53 ár
Morgunblaðið/Þórður
Síðasti vinnudagurinn Flugfélag Íslands bauð Reyni Bjarnasyni og samstarfsmönnum hans upp á kræsingar í gær.
Umræðan um framtíð Reykjavík-
urflugvallar hefur vart farið
framhjá nokkrum manni og
Reynir Bjarnason er í hópi flug-
vallarvina. „Það er engin spurn-
ing um það að flugvöllurinn á að
vera þar sem hann er og allt
annað tal er tóm vitleysa,“ segir
hann.
Lengst af vann Reynir á vökt-
um. Þá hófst vinnan klukkan hálf
sjö á morgnana og kvöldvaktinni
lauk gjarnan um klukkan tvö til
þrjú á nóttunni. „Nú erum við
búnir fyrr á kvöldin,“ segir hann
og bendir á að á árum áður hafi
menn gengið í öll störf. „Við vor-
um á svokallaðri skýlisvakt
þriðju hverja viku og þá hreins-
uðum við vélarnar og bónuðum,
en nú erum við bara hlaðmenn.“
Reynir áréttar að vinnan hafi
alltaf verið skemmtileg. „Hérna
er góður félagsskapur, mikil ný-
breytni og alltaf eitthvað að ger-
ast. Maður hittir reglulega nýtt
fólk og þó að mikil rútína sé í
vinnunni er hún skemmtileg.“
Flugvöllurinn mikilvægur
REYNIR BJARNASON HLAÐMAÐUR HJÁ FÍ