Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. M A Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  118. tölublað  102. árgangur  BRESKUR HERTRUKKUR OG VATNSBÍLL LIÐSHEILD OG TÆKNI SKIPTA MÁLI LÍKNARDAUÐI OG LÍKNARMEÐFERÐ EKKI ÞAÐ SAMA RUGBY Á ÍSLANDI 10 OPNA ÞARF UMRÆÐU 12BÍLAR Heilsa ehf Bæjarflöt 1, 112 Rvk www.gulimidinn.is UM HEILSUNA FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM Morgunblaðið/Árni Sæberg Vor Gróðurinn tekur vel við sér.  Grasið sprettur sem aldrei fyrr á suður- og vesturhluta landsins og korn hefur tekið óvenjulega vel við sér eftir sáningu. Skapar þetta góða vor grundvöll fyrir góða upp- skeru á heyi og korni í sumar og haust. Ekkert bakslag hefur komið í veðráttuna í vor til að draga úr gró- andanum. „Núna hjálpast allt að, það rignir hæfilega og svo hlýnar smám saman. Það getur ekki verið betra,“ segir Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka 2 í Landeyjum. Hann á von á að sláttur hefjist um mánaðamót. »4 Gott vor gefur fyrirheit um góða uppskeru í sumar Stundvísin farin » Stundvísi hefur verið eitt af aðalsmerkjum Icelandair. » Sú röskun sem orðið hefur á flugi Icelandair síðustu vikur hefur gert félaginu mjög erfitt um vik að halda áætlun. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alls 86 flugferðir hafa verið felldar niður hjá Icelandair vegna verkfalls- aðgerða flugmanna og herma heim- ildir Morgunblaðsins að hætta sé á að yfir 100 ferðir í viðbót falli niður fyrir mánaðamót. Er þá ónefnt að tugum ferða hefur seinkað. Þrettán flugferðir voru felldar nið- ur síðustu tvo daga vegna yfirvinnu- banns flugfreyja og vegna þess að flugmenn neita að vinna yfirvinnu. Hafsteinn Pálsson, formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna, telur ólíklegt að flugmenn Icelandair muni vinna yfirvinnu þar til frestur viðsemjenda í kjaradeilu flugmanna og Icelandair rennur út 1. júní. Hann segir of snemmt að segja til um hvort flugmenn muni vinna yfir- vinnu í júní, komi til þess að gerðar- dómur ákveði kjörin. Flugfreyjur hjá Icelandair áforma að leggja niður störf í 18 klst. 27. maí og myndi það verkfall ógna 30-40 flugferðum til viðbótar við aðra rösk- un. Alls gætu því yfir 200 flugferðir fallið niður vegna aðgerðanna. Sigríður Ása Harðardóttir, for- maður Flugfreyjufélags Íslands, segir fulltrúa Icelandair lítið hafa viljað ræða við flugfreyjur. MStefnir í verkfall »4 100 flugferðir í uppnámi  Áætlun Icelandair gæti raskast mikið næstu vikur  Hætt við 86 flugferðir  Mikið ber í milli hjá flugfreyjum og Icelandair  Flugmenn hafna yfirvinnu Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Samfylkingin fengi sex borgarfull- trúa og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá ef kosið væri nú til borgarstjórnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskól- ans gerði fyrir Morgunblaðið í höf- uðborginni dagana 12. til 15. maí. Talsverðar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna frá síðustu könnun sem birt var fyrir tíu dögum. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar hefur aukist en fylgi Sjálf- stæðisflokksins minnkað. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur ekki áður notið jafn lítils fylgis í höfuðborginni. Samkvæmt könnuninni fengi Björt framtíð fjóra menn kjörna í borgarstjórn, Píratar einn og Vinstri græn einn. Önnur framboð kæmu ekki að manni. Fylgi Framsóknar- flokksins og flugvallarvina hefur minnkað og mælist nú 3,1%. Um 14% þátttakenda í könnuninni höfðu enn ekki gert upp hug sinn til framboðslistanna. »14 Meirihlutinn með tíu fulltrúa  Sjálfstæðisflokkur með þrjá í Reykja- vík  Mikil uppsveifla Samfylkingar Fylgi flokka í borgarstjórn Reykjavíkur Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 12.-15. maí 2014. Samfylkingin 34,1% Björt framtíð 22,2% Sjálfstæðisflokkurinn 21,5% Píratar 9,4% Vinstri - grænir 6,3% Framsóknarflokkurinn 3,1% Dögun 2,1% Alþýðufylkingin 0,6% Aðrir 0,8% 34,1% 22,2% 21,5%9,4% 6,3% 3,1% 0,6 % 2,1% 0,8% Spennan skein úr andliti krakkanna af leikskól- anum Rauðhól í Norðlingaholti þegar þeir héldu af stað í sveitaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði í gær. Leikskólinn er sá fjölmennasti á landinu og fóru alls um 520 börn og foreldrar í ferðina sem er metfjöldi í ferð hjá skólanum. Borgarbörnin fjölmenntu í sveitaferð Morgunblaðið/Kristinn  Viðræður Fé- lags grunnskóla- kennara og sveit- arfélaganna héldu áfram fram á kvöld í gær án þess þó að stóráfangar næðust í þeim. Að óbreyttu leggja grunn- skólakennarar niður vinnu á morgun. „Þetta er fullt af litlum púslum og þetta þarf að raðast rétt saman. Við erum alltaf að finna fleiri púsl og myndin er að verða skýrari en hún er samt ekki komin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Engir stóráfangar í viðræðum kennara Gunnskólakennarar krefjast kjarabóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.