Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014
Hafðu samband
í síma 564-5520
eða bilajoa@bilajoa.is
og bókaðu tíma. með allt fyrir bílinn
Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is
564 5520
bilajoa.is
Opið
mánudaga til
fimmtudaga
8-17
föstudögum
8-15
Fáðu okkur til að yfirfara
bílinn fyrir sumarið
Ef þú kemur til okkar
í maí með bílinn í
smurþjónustu eða
hjólastillingu þá áttu
möguleika á að vinna
Ipad mini með tösku
og bílfestingu.
Dregið
verður
2. júní
Ipad er skemmti-
legur í ferðalagið.
–– Meira fyrir lesendur
:
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sumarblað um
Tísku og förðun
föstudaginn
6. júní 2014
Tíska & förðun
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn
2. júní.
Í Tísku og förðun
verður fjallað um
tískuna sumarið 2014
í fatnaði, förðun
og snyrtingu auk
umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira
SÉRBLAÐ
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Morgan Kane var
stofnuð árið 2008 og sendi nú í byrj-
un árs frá sér sex laga skífu sem ber
þann hvetjandi titil The way to sur-
vive anything. Hljómsveitina skipa
Magnús Þór Magnússon, gítarleik-
ari og söngvari,
Baldur Sigur-
geirsson gít-
arleikari, Stefán
Örn Sveinsson
trommuleikari,
Jakob Veigar
Sigurðsson
bassaleikari og á plötunni leikur
einnig Tinna Katrín Jónsdóttir á
hljómborð og syngur. Blaðamaður
hafði samband við Magnús og spurði
hann fyrst út í nafn hljómsveitar-
innar sem heitir í höfuðið á hinum
eitursvala kúreka sem er söguhetja
einhverra mest lesnu reyfara Ís-
landssögunnar.
Hefur ekki lesið Morgan Kane
„Nafnið kom út frá því að félagi
minn var að segja mér eitthvert
nafn á bandi sem hann ætlaði að
stofna, mér misheyrðist og hélt að
hann hefði sagt Morgan Kane. Ég
bar þetta undir félaga mína sem
leist vel á að kalla bandið eftir þess-
um svala karakter. Það hljómar vel
og auðvelt að muna. Þunglyndur,
drykkfelldur og kvensamur karakt-
er á vel við okkur,“ segir Magnús.
– Er einhver sérstök Morgan
Kane-bók í uppáhaldi hjá þér?
„Ég hef vitað af þessum karakter
og bókum frá mínum unglingsárum
en aldrei lesið neina af bókunum.
Þarf kannski að fara að bæta úr því.
Held þó að tveir úr bandinu hafi
eitthvað lesið Morgan Kane.“
– Hljómsveitin var stofnuð fyrir
sex árum og nú fyrst kemur plata.
Hvernig stendur á því?
„Við höfðum þrisvar áður tekið
upp „demo“ af nokkrum lögum, en
við vildum bíða með útgáfu þangað
til við værum fullsátt með útkom-
una. Þegar við fórum að vinna með
upptökustjóranum Finnbirni Finn-
björnssyni fannst okkur þetta
hljóma eins og við vildum. Við höf-
um tekið góðan tíma í þetta. Þó að
platan sé nýkomin út þá voru upp-
tökur gerðar 2012 og hljóðblöndun
fullkláruð 2013. Eftir að hafa klárað
upptökur á sex lögum voru pælingar
að bæta við lögum og gera stóra
plötu en okkur fannst rétti tíminn
núna að koma þessu frá okkur og
gefa út EP plötu,“ segir Magnús.
-Segðu mér aðeins frá stofnun
hljómsveitarinnar og meðlimum og
hvers konar tónlist þið flytjið?
„Á undan Morgan Kane var ég
síðast í hljómsveit 1997-2001 sem
kallaði sig Port. Árin þar eftir hafði
ég lítinn áhuga á að vera í hljóm-
sveit, en var alltaf að semja tónlist.
Það var svo haustið 2008 sem ég og
nokkrir félagar ákváðum að stofna
hljómsveit. Við fórum að æfa upp
lög og bæta við nýjum. Við höfum
tekið okkur ágætis pásur inná milli
og einhverjar mannabreytingar orð-
ið eins og gengur og gerist.“
Melódískt en kraftmikið
Tónlist Morgan Kane er undir
áhrifum frá ýmsum tegundum rokk-
tónlistar, blanda af „alternative/
indie“ rokki og nýbylgju, að sögn
Magnúsar sem lýsir henni sem mel-
ódískri og kraftmikilli. En um hvað
fjalla textarnir?
„Textarnir fjalla um upplifanir í
lífinu, alkóhólisma, þunglyndi og
depurð en líka um von. Titillinn á
plötunni, The way to survive any-
thing, er skírskotun í að tónlist hef-
ur alltaf verið bjargvættur fyrir
mér.“
– Nú heitir eitt lagið „Kill the cri-
tic“. Er það óður til einhvers ákveð-
ins gagnrýnanda?
„Pælingin bakvið „Kill the critic“
var sú að ég sá einhverntíma mjög
slæma gagnrýni sem íslensk hljóm-
sveit fékk en ákvað nú að hlusta á
plötuna sjálfur og fylgja ekki þess-
ari gagnrýni, því ég hafði oft séð
þessa hljómsveit á tónleikum og
fannst hún frábær. Það kom svo í
ljós að þetta var mjög góð plata, að
mínu mati. Allavega voru nokkur lög
á henni mjög góð og ég hlusta regu-
lega á hana. Sjálfur hef ég ekki lent
í lélegri gagnrýni þannig að þetta er
ekki einhver gremja til ákveðins
gagnrýnanda. Heldur er þetta sam-
ið um að smekkur manna er misjafn.
Gagnrýnendur geta haft mikið eyði-
leggingarafl og fá borgað fyrir það,“
segir Magnús.
Villandi að hafa kúreka
-Af hverju er Morgan Kane ekki á
plötuumslaginu?
„Þó að nafnið sé fengið hjá
ákveðnum karakter þá er fólki
frjálst að tengja það eins og það vill.
Þetta er í raun bara nafn, en við
vildum alls ekki hafa mynd af kú-
reka á umslaginu. Það er ekki eins
og við séum að spila kántrítónlist.
Því gáfum við hönnuði frjálsar hend-
ur til að koma með hugmyndir að
umslagi og okkur fannst takast
mjög vel til þar sem umslagið fangar
innihald og stefnu tónlistarinnar.“
„Drykkfelldur og kvensam-
ur karakter á vel við okkur“
Morgan Kane sendi frá sér plötu sex árum eftir stofnun hljómsveitarinnar
Morgan Kane Hljómsveitina skipa Magnús Þór Magnússon, Baldur Sigurgeirsson, Stefán Örn Sveinsson og Jakob
Veigar Sigurðsson og á plötunni leikur einnig Tinna Katrín Jónsdóttir á hljómborð og syngur.
Stjórn Reykjavíkur Bókmenntaborg-
ar UNESCO hefur sent frá sér álykt-
un vegna þess ófremdarástands að
gestir sem koma
til landsins geti
ekki skoðað hand-
rit Árnastofn-
unar. Í ályktun-
inni segir: „Árið
2011 hlaut
Reykjavík útnefn-
ingu sem ein af
Bókmenntaborg-
um UNESCO.
Þessi vegtylla gefur höfuðborginni
og landinu öllu aukna möguleika á
því að kynna hið merka sköpunar-
starf sem hér er unnið undir merkj-
um orðlistar og bókmenningar.
Veigamikill þáttur í umsókn
Reykjavíkurborgar fólst í því að
benda á að í borginni er varðveittur
stór hluti af handritasafni Árna
Magnússonar, gersemar sem eru á
skrá UNESCO yfir Minni heimsins –
og að hér sé miðstöð rannsókna á
þessum mikilvæga arfi. Það skýtur
því skökku við að frá síðasta hausti
hefur verið nánast ómögulegt fyrir
þá sem sækja borgina heim að fá að
skoða þessi merku handrit, sem vekja
þó aðdáun og eftirtekt allra sem
komast í návígi við þau. Stjórn
Reykjavíkur Bókmenntaborgar
UNESCO skorar á ríkisstjórn Íslands
að vinda bráðan bug að því að gera
þessar heimsgersemar sýnilegar á
nýjan leik, þar til þær eignast fram-
tíðarheimili við hæfi á Melunum. Með
stórri hugsun er hægt að leysa þetta
hratt og vel.“
Heimsgersemar
undir huliðshjálmi
Nokkur handrit
Torfi Ásgeirsson
myndlistar-
maður hefur
opnað málverka-
sýningu í Galleríi
Ormi í Sögusetr-
inu á Hvolsvelli. Í
myndum hans
eru dregnar
fram tilvísanir til
eiginda íslenskr-
ar náttúru, horft
til hafs og fjalla þar sem er heima-
land fugla og friðsældar, eins og
segir í tilkynningu. Sýningin stend-
ur til 28. júní.
Torfi í Galleríi Ormi
Hluti málverks
eftir Torfa.