Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 22
Elsku mamma mín. Ég á fallega minningu í mínum huga. Ég mun aldr- ei gleyma þegar ég sá þig í síðasta skipti í apríl . Ég fór að heimsækja þig á Grund til að kveðja þig áður en ég færi heim til Malmö næsta dag. Ég varð að byrja á því að leita að þér. Ég hélt að þú værir í þínu Halldóra Ólafía Guðlaugsdóttir ✝ Halldóra ÓlafíaGuðlaugsdóttir fæddist 16. sept- ember 1922. Hún lést 10. maí 2014. Útför hennar fór fram 19. maí 2014. herbergi og þyrftir að hvíla þig. Þú varst alls ekki í þínu herbergi. Ég fann þig eftir nokkra leit í einum af sölunum á Grund. Þú varst orðin veik en samt sast þú eins og drottning, vel til- höfð að venju, að spila vist á fullu með góðum vinkonum og með bros á vör. Þetta lýsir þér svo vel. Sofðu rótt, elsku mamma, þú munt alltaf verða í mínu hjarta. Þinn sonur Óli Valur. ✝ Ásdís Vigfús-dóttir fæddist 26. október 1926. Hún lést 30. apríl 2014. Ásdís fæddist og ólst upp á Flókastöðum í Fljótshlíð, dóttir hjónanna Vigfúsar Ísleifssonar og Jónínu Steinunnar Einarsdóttur, ábú- enda og bænda þar. Ásdís var þriðja yngst tíu systkina en nú er aðeins eftir lifandi Sig- mundur bóndi á Flókastöðum. Látin eru Þorsteinn, Helgi, Gunnar, Ísleifur, Albert, Héð- inn, Guðríður Svava og Karl Fyrri eiginmaður Ásdísar var Birgir Hákon Valdimars- son, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Sigfús, f. 1946. Kona Sólveig Eva. Maður Ásdísar Ólafar er Stefán Einar Matt- híasson. Börn þeirra eru Thelma Eir og Björn Thor en fyrir á Stefán Einar þau Jó- hönnu Klöru, Matthías og Tómas Helga. 3) Valdimar Há- kon, f. 1949. Kona hans er Kristjana Sigríður Hjálmars- dóttir og börn þeirra Rakel Rut, f. 1971, Birgir Hákon, f. 1976, og Berglind Magdalena, f. 1989, en fyrir átti Valdimar Martein. Maður Rakelar Rutar er Jón Svan Sigurðsson. Sam- an eiga þau Guðlaugu Díönu og Söru Ísabellu, en fyrir á hún Birgittu Ásbjörnsdóttur, Valdimar Brynjar og Krist- jönu Rut Atlabörn. Börn Birg- is Hákonar eru Arngrímur Alex, Christopher Aron og Karlotta Marie. Maður Berg- lindar Magdalenu er Sölvi Guðmundsson. Valdimar á síð- an þrjú langafabörn sem eru einu langalangömmubörn Ás- dísar. Seinni eiginmaður Ás- dísar var Kristinn Ólafsson út- gerðarmaður. Þau bjuggu lengst af í Grindavík og er sonur þeirra Ólafur, f. 1965. Kona hans er Þorbjörg Inga Jónsdóttir og börn þeirra Kristín Arndís (Kittý) og Jón Kristinn. Fyrir átti Kristinn synina Þorvald Jón, en dætur hans eru Ragnheiður og Rakel Eyja, og Ragnar Heiðar sem féll frá fyrir nokkrum árum. Ásdís kom sem ung kona til Reykjavíkur. Hún skildi við fyrri mann sinn eftir nokkurra ára hjúskap og ól ein upp eldri börn sín sem voru orðin mikið til uppkomin þegar hún tók saman við seinni eigin- mann sinn. Ásdís og Kristinn bjuggu mest af sínum búskap í Grindavík en byggðu sér hús við Hamratanga í Mosfellsbæ við starfslok og bjó Ásdís þar til þess að hún flutti á hjúkr- unarheimilið Skógarbæ í Reykjavík í byrjun árs 2013 og síðan hjúkrunar- og dvalar- heimilið Hamra í Mosfellsbæ sl. haust, en Kristinn lést 1998. Útför Ásdísar fór fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 13. maí 2014. hans er Guðríður Þórðardóttir. Saman eiga þau Tryggva Þór, f. 1976, Þórð, f. 1978, og Ingi- björgu, f. 1983, en fyrir átti Sigfús Svanhildi Björk, f. 1969. Maður henn- ar er Ásgeir Sverrisson og eru börn þeirra Ás- gerður Ósk og Sverrir. Kona Tryggva Þórs er Helena Rós Rúnarsdóttir og eiga þau Írisi Tinnu. 2) Sigríður Guðrún, eða Dídí, f. 1948. Maður henn- ar er Gestur Bjarnason og börn þeirra Bjarni, f. 1966, og Ásdís Ólöf, f. 1971. Kona Bjarna er Edda Guðrún Guðnadóttir og börn þeirra Guðni Ágúst, Guðrún María og Kæra tengdamóðir mín, mig langar að kveðja þig með örfá- um orðum. Ég sá þig fyrst þegar ég kom heim til þín með syni þín- um, Valdimari, þá 18 ára göm- ul. Þú tókst vel á móti mér og frá þeim tíma mynduðust með okkur góð kynni og vinátta. Frá þeim tíma urðum við góð- ar vinkonur, sú vinátta entist alla tíð og er ég þakklát fyrir það. Sérstaklega áttum við góðar „prívat“-stundir á stofunni minni á meðan hársnyrting stóð yfir, mikið skrafað og hlegið. Þú varst traust og ákveðin kona, en kaust að vera ekki í sviðsljósinu. Ég gleymi því aldrei hvað þú varst hamingjusöm og glöð þegar þið Kristinn fluttuð inn í nýja húsið ykkar í Mosfellsbæ. Í nálægð við Ólaf son ykkar og Ingu tengdadóttur, en því mið- ur urðu árin ykkar Kristins saman þar ekki mörg. Þegar Kristinn lést, þá dróst þú þig til hlés. Á sama tíma fór heilsa þín að bresta allt þar til yfir lauk og þú lést á Hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Bið ég guð að varðveita þig að eilífu og styrkja aðstand- endur þína. Kveðja, þín tengdadóttir, Kristjana Hjálmarsdóttir. Elsku fallega amma mín, ákveðin, góð og klár, voru einkennismerkin þín. Skoðunum lástu ekki á, og þú sást hlutina fyrir þér. Þér leið ekki vel eftir að afi dó, lokaðir gluggar og dimma settust að, nú sameinst þið aftur á ný, guð geymi þig. Berglind Magdalena Valdimarsdóttir. Ásdís Vigfúsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT CORTES, Silfurteigi 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 12. maí, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 21. maí kl. 13.00. Björg Cortes Stefánsdóttir, Halldór I. Elíasson, Steinunn Guðbjörg Stefánsdóttir, Stefán Valdimar Halldórsson, Anna Margrét Halldórsdóttir, Haraldur Darri Þorvaldsson, Steinar Ingimar Halldórsson, Xue Li, Halldór Alexander, Jökull Ari og Hugrún Eva Haraldsbörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR ÁGÚSTSSON, fv. útgerðarmaður, Herðubreið, Raufarhöfn, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 14. maí, verður jarðsettur frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Þóra Jones, Axel Alan Jones, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Ingólfur Sveinsson, Valgeir Hilmarsson, Elín Högnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÖRN ERNST ELÍSSON, lést á gjörgæsludeild FSA 7. maí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð. Ingibjörg Elísdóttir, Hafsteinn Elí Arnarson, Bethsaida Rún Arnarson, Stefán Þór Arnarson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Anna Snjólaug Arnardóttir, Hafsteinn Linnet, Líney Björk Arnardóttir, Guðmundur Ágúst Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, tengdasonur, mágur og bróðir, JÓN HÁKON ÁGÚSTSSON, lést á Bíldudal fimmtudaginn 15. maí. Útför fer fram frá Bíldudalskirkju fimmtu- daginn 29. maí kl. 14.00. Guðbjörg J. Theódórs, Veronika Karen Jónsdóttir, Sylvía Björt Jónsdóttir, Kristjana Maja Jónsdóttir, Jóna Maja Jónsdóttir, Ragnheiður K. Benediktsdóttir, Jón Theódórs, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Yndisleg móðir okkar, KRISTÍN ÁRNADÓTTIR, Sporðagrunni 14, Reykjavík, er látin. Árni Björn, Ólafur, Björg, Auður og Einar Stefánsbörn. ✝ Sigríður Mar-grét Jónsdóttir fæddist hinn 22. janúar 1934 í Holti við Dalvík. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar hinn 21. apríl 2014. Hún var sjöunda barn þeirra hjóna Jóns Emils Ágústs- sonar, f. 1888, d. 1947, frá Sauða- neskoti á Upsaströnd og Jó- hönnu Sigurbjargar Halldórs- dóttur, f. 1891, d. 1975, frá Litlu-Hámundarstöðum á Ár- skógsströnd. Systkini Sigríðar voru Páll Sigurvin, f. 1912, d. 1982, Óli Arelíus, f. 1914, d. 1963, Halldór Ragnar, f. 1919, d. 1996, Ágúst Árni, f. 1924, d. 1999, Almar Guðlaugur, f. 1927, d. 2006, og Kristján Sigurberg, f. 1931, búsettur í Hafnarfirði. Sigríður bjó með Gunnlaugi Sigvaldasyni í Hofsárkoti á ár- unum 1968-1999, þá slitu þau samvistir og hún flutti til Dal- víkur. Barn hennar er Jón Emil Ágústsson Gentry, f. 7. október 1954, börn hans eru Jóhann, hans maki er Jóna Sigurðardóttir, börn þeirra eru Lovísa Lea, Ívan Logi og Sigurður Nói; Jean Paul Ragnar og Stephan Almar. Börn Sig- ríðar og Gunnlaugs eru Jóhanna Krist- ín, f. 29. mars 1967, maki hennar er Þorvar Þor- steinsson, börn þeirra eru Jón Stefán og Eyþór Þorsteinn. Sig- valdi, f. 29. maí 1969, maki hans er Lára Jóhannesdóttir, börn hans af fyrri samböndum eru Gunnlaugur, dóttir hans Krista Mist, og Alexander Elí. Ólöf, f. 7. ágúst 1970, eigin- maður hennar er Þórarinn Gunnarsson, börn þeirra Sigríð- ur Linda, Gunnar og Konkordía Guðrún. Elín Hólmfríður, f. 28. október 1971, maki hennar Ólafur Haraldsson, börn þeirra eru Helga María, Arnar Freyr og Haraldur Andri. Útför Sigríðar Margrétar var gerð frá Dalvíkurkirkju 3. maí 2014. Til okkar elskulegu móður: Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson) Jón Emil, Jóhanna, Sigvaldi,Ólöf og Elín. Sigríður Margrét Jónsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, REIMAR SNÆFELLS, fyrrverandi yfirsímaverkstjóri, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist laugardaginn 17. maí. Inga G. Magnúsdóttir, Kristinn Jakob Reimarsson, Ásdís Sigurðardóttir, Guðrún Kristín Reimarsdóttir, Aðalsteinn Víglundsson, Inga Snæfells Reimarsdóttir, Jens Snævar Sigvarðsson, Linda Reimarsdóttir, Sveinn Ómar Grétarsson, Pétur Reimarsson, Hera Sigurðardóttir, Gréta R. Snæfells, Fríða Sigurðardóttir, Þórður Þ. Þórðarson, Erling Viðar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014 Að skrifa minningagrein Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.