Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014 Hvern ætlar þú að gleðja í dag Lúðrasveit Reykjavíkur og Há- skólakórinn koma fram saman á tónleikum í Neskirkju í kvöld, þriðjudag, klukkan 20. Flutt verður tónlist eftir John Williams, Ennio Morricone, Rich- ard Rogers, Stephen Schwartz, Gunnstein Ólafsson og Báru Gríms- dóttur. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur verið starfandi síðan 1922. Sveitin heldur að jafnaði þrenna stór- tónleika á ári, auk þess að taka þátt í ýmsum viðburðum árið um kring. Að þessu sinni verða um 40 manns í sveitinni. Háskólakórinn var stofn- aður haustið 1972. Kórinn hefur frá upphafi sungið við helstu sam- komur Háskóla Íslands auk þess að halda sjálfstæða tónleika. Í kórnum syngja nemendur úr öllum deildum og öðrum menntastofnunum á há- skólastigi. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson og Gunnsteinn Ólafsson er stjórnandi Háskólakórsins. Stórtónleikar Lúðrasveit Reykjavíkur, sem hér sést á sviði, kemur fram með Háskólakórnum á tónleikum í Neskirkju í kvöld. Lúðrasveitin og Háskólakórinn Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Andri Snær Magnason hlaut í gær barnabókaverðlaun skóla- og frí- stundaráðs Reykajvíkur fyrir bók- ina Tímakistuna. Þórarinn Eldjárn hlaut einnig verðlaun, fyrir þýðingu sína á færeyska tónlistarævintýrinu Veiða vind eftir Rakel Helmsdal, Ja- nus á Húsagarði og Kára Bæk. Þetta var í þriðja sinn sem Þórarinn fékk þýðingarverðlaunin, en hann hefur tvisvar fengið þau fyrir bestu frum- sömdu barnabókina. Verðlaunin voru nú afhent í 42. sinn. Ánægjuleg viðurkenning Í umsögn valnefndar um Tíma- kistuna segir meðal annars: „Í Tíma- kistunni leiðir undurfallegur texti lesandann inn í ævintýri tveggja heima og kveikir margar spurn- ingar … Okkur þyrstir ætíð í ævin- týri. Við þurfum þau inn í okkar æv- intýri og þegar þau eru sögð af jafn mikilli innlifun og hugmyndaauðgi og hér er gert, getum við öll verið hamingjusöm á meðan á lestrinum stendur og jafnvel örlítið lengur …“ Tímakistan hlaut í vetur Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka. „Ég er afskaplega glaður,“ sagði Andri Snær um viðurkenninguna. „Ég hef verið að lesa upp úr bókinni í grunnskólum undanfarið og það hefur verið mjög skemmtilegt. Ég var mjög lengi að skrifa þessa bók, gekk með hana í tíu ár í maganum, og var ein fjögur ár að skrifa hana, með öðru. Svo frestaði ég útgáfuni um eitt ár. Það er því afskaplega ánægjulegt að fá þessa viðurkenn- ingu.“ Andri Snær segist viss um að Tímakistan eigi eftir að finna fleiri lesendur, það getur tekið tíma fyrir barna- og unglingabækur að rata til sinna. Hann segir verðlaun sem þessi hjálpa til við það. Létt og ljóðrænt Í umsögn um þýðingu barnabók- arinnar Veiða vind segir að Þórarni Eldjárn takist með þýðingu sinni, eins og honum einum er lagið, „að fanga á léttan og ljóðræna hátt hinn fallega færeyska þjóðsagnaanda sem við könnumst flest við og til- einka sér textann svo hann skili sér lifandi til lesandans“. Elsa Yeoman, forseti borgar- stjórnar, og Oddný Sturludóttir, for- maður skóla- og frístundaráðs, af- hentu barnabókaverðlaunin í Höfða. Við athöfnina lásu ungir sigurveg- arar í Stóru upplestrarkeppninni úr verðlaunabókunum. Þjóðsagnaandi og ævintýri tveggja heima  Andri Snær og Þórarinn Eldjárn hlutu verðlaunin Morgunblaðið/Golli Gleðistund Synir Þórarins Eldjárns, þeir Halldór og Ari, veittu verðlaununum viðtöku í fjarveru hans, hér eru þeir ásamt Andra Snæ við verðlaunaafhendinguna. Í stiga num standa þær Margrét Blöndal formaður dómnefndar, Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs og Elsa Yeoman forseti borgarstjórnar. Sólveig Thoroddsen hörpuleikari hlaut að þessu sinni hinn árlega styrk úr Minningarsjóði um Jean Pierre Jacquillat hljómsveitar- stjóra, sem nú var veittur í 23. sinn. Sólveig stundar meistaranám í sögulega upplýstum tónlistarflutn- ingi á hörpu við Hochschule für Künste í Bremen í Þýskalandi. Í fyrra lauk hún BMus-gráðu í klass- ískum hörpuleik frá The Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff í Wales í júlí í fyrra. Sól- veig er fyrsti hörpuleikarinn sem fær styrk úr sjóðnum en styrkurinn nemur einni milljón króna. Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat var stofnaður árið 1987, tæpu ári eftir að Jacquillat lést í bíl- slysi í Frakklandi. Þá hafði hann nýlokið sex ára starfi sem aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Stofnandi sjóðsins var fjár- mögnunarfyrirtækið Lind hf. sem var í eigu Samvinnubankans, Sam- vinnusjóðs Íslands og franska bank- ans Banque Indosuez. Morgunblaðið/Kristinn Snjöll Sólveig leikur á hörpu sína. Hún leggur stund á meistaranám í Þýskalandi. Sólveig hlaut styrk úr minningarsjóði Kvennakór Garðabæjar lofar takt- föstum og töfrandi flutningi á vor- tónleikum sínum í Guðríðarkirkju í kvöld, þriðjudag. Hefjast tónleik- arnir klukkan 20. Hljóma munu verk frá ýmsum heimshornum og kennir þar ýmissa grasa. Stjórnandi kórsins er Ingi- björg Guðjónsdóttir sópransöng- kona og á píanó leikur Sólveig Anna Jónsdóttir. Kvennakór Garðabæjar var stofnaður á haustmánuðum árið 2000. Markmið kórsins er að gefa konum tækifæri til að taka þátt í metnaðarfullu söngstarfi. Kórinn Kvennakór Garðabæjar flytur tónlist frá ólíkum heimshornum í kvöld. Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar Maríus Sverrisson stýrir í kvöld, þriðjudag, klukkan 18, útskriftarviðburði sínum í Salnum í Kópavogi. Hann útskrifast með MMus gráðu í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands í vor. Lokaverkefni Maríusar er tvíþætt. Það byggist á flutningi tveggja kórverka ásamt mynd- bands-innsetningu. Í fyrri gjörningnum, sem fór fram í desember 2012, var kórinn hluti af leik- húsverki. Seinni hlutinn, eða tónleikarnir, verða ljóðatónleikar m.a. með verkum eftir Beethoven og Þorkel Sigurbjörnsson. Kvennakórinn Hrynjandi syngjur. Ætlunin með verkefninu er að nota óhefð- bundnar aðferðir við listsköpun með kór. Kórtónleikar og gjörningur með kór Stýrir Maríus Sverris- son stjórnar kórnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.