Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 11
Landsliðið Íslensku strákarnir stefna á að komast hærra upp stigatöfluna í ár á Evrópumótinu sem fer fram í Prag í sumar. Rugby er ung íþrótt á Íslandi en mikill kraftur er í landsliðinu og íslensku deildinni. landslið og Íslendingar strax orðnir þátttakendur í stórum alþjóðamót- um. „Við tókum þátt í Evrópumóti sjö manna liða í fyrra og förum aft- ur út í sumar að keppa á mótinu en það er haldið árlega,“ segir Krist- inn. Ísland hafnaði í 7. sæti af 8 í sínum riðli á síðasta ári og stefna strákarnir auðvitað hærra í sumar. „Við fengum keppnisrétt með skömmum fyrirvara í fyrra og fór- um ekki nægilega vel undirbúnir út. Í ár hafa strákarnir verið að undir- búa sig í allan vetur og við fengið enskan þjálfara til að leiðbeina okk- ur og styrkja liðið. Ég á því von á því að landsliðið standi sig betur í sumar.“ Kostnaður við ferðina er nokk- ur og standa strákarnir sjálfir undir öllum kostnaði. „Ferðakostnaðurinn er um 110 þúsund krónur á mann en alls fara 15 manns fyrir hönd Ís- lands til Prag þar sem keppnin er haldin. Heildarkostnaður er því tæpar 1,6 milljónir króna,“ segir Kristinn en Rugbysamband Evrópu styrkir strákana um 600 þúsund krónur. „Eftir stendur um 70 þús- und króna kostnaður á mann og flestir leikmenn í liðinu eru náms- menn og hafa litla burði til að leggja út í þennan kostnað. Þess vegna var ákveðið að hefja söfnun og getur fólk lagt inn á reikning Rugby Íslands.“ Upplýsingar um söfnunina er að finna inn á heimasíðu rugby- sambandsins, www.rugby.is, og eru allir styrkir vel þegnir. Rugby er fyrst og fremst hóp- íþrótt þar sem tækni og samheldni skiptir meira máli en einstaka fram- úrskarandi leikmaður að sögn Kristins. „Kraftur og styrkur leik- manna skiptir auðvitað máli eins og í öllum íþróttum en liðsheildin er mikilvægari. Einn eða tveir góðir leikmenn vinna ekki mót fyrir þig.“ Meiðsli eru einnig minni en flesta grunar en ekki er spilað í hörðum hlífðarfatnaði í rugby eins og í amerískum fótbolta. „Meiðsli eru svipuð og í handboltanum enda eru tæklingar ekki jafn harðar og í amerískum fótbolta og menn beita frekar tækni en styrk.“ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014 Frá grunni að viðurkenndum bókara Það hefur vakið athygli hversu margir nemendur okkar hafa fengið vinnu eftir að hafa lokið bókhaldsnámi. Viðurkennt bókaranám er bæði skemmtileg og krefjandi námsbraut sem býr nemendur undir próf sem leiðir til vottunar frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem Viðurkenndur bókari. Helstu námsgreinar Verslunarreikningur - 24 stundir Excel-töflureiknir - 30 stundir Bókhald - 36 stundir Tölvubókhald í Navision - 54 stundir Excel við áætlanagerð - 30 stundir Launakerfi - 24 stundir Lánardrottnar og viðskiptamenn - 12 stundir Fyrningar - 12 stundir Virðisaukaskattur - 6 stundir Lán - 18 stundir Gerð og greining ársreikninga - 24 stundir Lokaverkefni - 36 stundir Skattaskil - 18 stundir Reiknishald, viðbætur - 36 stundir Upplýsingatækni, viðbætur - 6 stundir Upprifjun fyrir próf - 24 stundir Lengd námskeiðs: 2 annir - 390 kennslustundir - kennt tvisvar í viku Verð: 384.000 kr. - kægt er að dreifa greiðslum Næstu námskeið: Morgunnámskeið byrjar 1. okt. og lýkur 26. maí. Kvöldnámskeið hefst 2. okt. og lýkur 26. maí. VIÐURKENNT BÓKARANÁM Aðalfundur Ameríska-íslenska við- skiptaráðsins fer fram á morgun, miðvikudaginn 21. maí, í húsakynnum Marel við Austurhraun 9 í Garðabæ. Þegar hefðbundnum aðalfundar- störfum er lokið tekur við einstakur fundur um ímynd Íslands í Bandaríkj- unum. Þar gefst áhugasömum ein- stakt tækifæri til að hlýða á sérfræð- inga frá Bandaríkjunum fjalla um stöðu Íslands, ímynd landsins, vörur og þjónustu meðal bandarískra neyt- enda. Nellie Gregorian, framkvæmda- stjóri Fluent Research, fjallar um rannsóknir sem Iceland Naturally hefur framkvæmt í Bandaríkjunum í 15 ár og Mark Dyce, stofnandi mark- aðsfyrirtækisins 206 Inc. ræðir um alþjóðlega markaðssetningu en hann hefur m.a. unnið að markaðssetningu á Íslandi í Bandaríkjunum. Bæði Nellie Gregorian og Mark Dyce munu reyna að svara spurning- unni hvað hefur breyst á undan- förnum árum og ræða breytt viðhorf til Íslands. Pétur Þ. Óskarsson, yfir- maður samskipta Símans, verður fundarstjóri og hefst fundurinn klukkan 17 og fer fram á ensku. Endilega... ...kynnið ykkur stöðu og ímynd Íslands í Bandaríkjunum AFP Borg Háar byggingarnar í New York. Hljómsveitin Rósin okkar fagnar í ár 10 ára starfs- afmæli sínu og í tilefni af því hefur hljómsveitin gefið út plötuna „Rósin okkar í Reykjavík“ en þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar. „Þessi plata er fyrsta platan sem við gefum út í almenna sölu en á plötunni eru ís- lensk og írsk þjóðlög sem við setjum í okkar eigin bún- ing. Við höfum einnig spilað norsk þjóðlög en erum ekki með þau á plötunni að þessu sinni,“ segir Rósa Jó- hannesdóttir, fiðluleikari og söngkona hljómsveitar- innar. Sautján lög eru á plötunni og má þar nefna þekkt lög eins og Danny Boy og Móðir mín í kví kví, en það eru lög sem flestir ættu að þekkja. Auðvitað fæst svo diskurinn í öllum betri plötubúðum eins og 12 tónum, að sögn Rósu, farin sé sú klassíska leið að selja tónlist- ina einungis í verslunum en ekki á netinu. Nafnið sótt til Írlands Á þeim tíu árum sem hljómsveitin hefur starfað hef- ur hún komið fram á fjölda tónlistarhátíða hér heima og erlendis. „Í fyrstu var efnisskrá okkar helguð írskri tónlist og við spiluðum því þrjú ár í röð á Írskum dög- um á Akranesi. Þá höfum við komið fram á tónlistar- hátíð í Portaferry á Norður-Írlandi, Gaular í Noregi, Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, og Reykjavík Folk Festival á Café Rosenberg auk fjölda annarra hátíða,“ segir Rósa en nafn hljómsveitarinnar er einmitt komið frá Ír- landi þar sem heiti fjölda þjóðlaga hefst á Rósin. Þjóðlagatónlist frá Íslandi, Noregi og Írlandi Fagna 10 ára afmæli með plötu Þjóðlög Rósin okkar var að gefa út sinn fyrsta disk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.