Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014
Fundurinn verður haldinn í Fákafeni 9,
108 Reykjavík
Dagskrá fundarins
Venjuleg aðalfundarstörf
Aðalfundur Blátt áfram
verður haldinn þriðjudaginn
27. maí kl: 16:00
Fallegar peysur
toppar, bolir, buxur,
leggings og pils fyrir
konur á öllum aldri
Stærðir S-XXXL
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Ný sending
Verið velkomin
Einnig eigum við alltaf
vinsælu velúrgallana í
stærðum S-XXXXL
15% kynningar
afsláttur
Verð aðeins
kr. 49.467 m. vsk.
Fullt verð kr. 58.197
Framleiðir 15kg. á sólarhring
Stuttur framleiðslutími á klökum
Alvöru klakavél
fyrir heimilið
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Frábær í sumar-
bústaðinn
Stuttermabolir
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Str: 40-56/58
Fleiri litir
kr. 4.900
Dr. Eyjólfur Guð-
mundsson verður
næsti rektor Há-
skólans á Akur-
eyri.
Mennta- og
menningamála-
ráðherra hefur
samþykkt tillögu
þess efnis frá há-
skólaráði. Alls
bárust sjö umsóknir um starfið. Ráð-
ið er til fimm ára í senn og má gera
ráð fyrir að rektorsskiptin fari fram
1. júlí nk. Stefán B. Sigurðsson, frá-
farandi rektor, mun starfa áfram við
Háskólann á Akureyri sem prófessor.
Dr. Eyjólfur Guðmundsson hefur
undanfarin ár starfað sem sviðsstjóri
greiningar og sem aðalhagfræðingur
CCP hf. Áður starfaði hann í tæpan
áratug við Háskólann á Akureyri,
undir lokin sem deildarforseti við-
skipta- og raunvísindadeildar og hef-
ur þaðan reynslu á sviði kennslu og
rannsókna.
Eyjólfur valinn rektor
Háskólans á Akureyri
Eyjólfur
Guðmundsson
365 miðlar hafa tekið yfir alla hluti í
Konunglega kvikmyndafélaginu
samkvæmt samkomulagi sem fyrir-
tækið hefur gert við hluthafa síðar-
nefnda félagsins. Það hefur rekið
sjónvarpsstöðvarnar Bravó og
Miklagarð.
Fjölmiðillinn Bravó heldur áfram
en ákveðið hefur verið að Mikligarð-
ur fari í sumarfrí frá og með 1. júní á
meðan nýir eigendur endurhugsa
grundvöll þeirrar stöðvar.
Konunglega kvikmyndafélagið til-
kynnti 30. apríl að félagið leitaði
aukins hlutafjár til að styrkja rekst-
ur félagsins. Um leið var öllum
starfsmönnum þess sagt upp.
Ástæðan var sögð sú að kostnaður
við uppsetningu fjölmiðlanna hefði
reynst meiri en áætlað var og hlut-
hafar hefðu ekki viljað skuldsetja
áframhaldandi rekstur. Niðurstaðan
varð sú að 365 miðlar tækju yfir alla
hluti í félaginu.
Sigmar Vilhjálmsson, einn af
stofnendum Konunglega kvik-
myndafélagsins, mun víkja sæti en
hann segist bjartsýnn á að starfs-
fólkið komi til með að halda störfum
sínum.
„Þetta er kannski ekki það sem
við lögðum upp með í upphafi, en það
er ljóst að 365 mun geta unnið með
þessa miðla eins og við ætluðum að
vinna með þá, allavega Bravó. Það er
að minnsta kosti nokkuð ljóst. Þeir
munu örugglega ná fyrr settu
marki,“ segir Sigmar.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla,
segir í tilkynningu að áhugi sé á að
nýta tæknibúnað Konunglega kvik-
myndafélagsins og samþætta hluta
af starfsemi þess við starfsemi 365
miðla.
Konunglega rennur inn í 365 miðla
Mikligarður settur
í sumarfrí frá 1. júní
Friðlýsing fólk-
vangs í Bringum í
Mosfellsbæ verður
staðfest af um-
hverfis- og auðlind-
aráðherra, Sigurði
Inga Jóhannssyni, í
dag kl. 17. Athöfnin
fer fram í Bringum.
Markmiðið með
friðlýsingu hluta
jarðarinnar
Bringna sem fólkvangs er að vernda
svæðið til útivistar almennings, nátt-
úruskoðunar og fræðslu. Friðlýs-
ingin verndar auk þess sérstakar
náttúru- og menningarminjar.
Við sama tækifæri munu bæjar-
stjóri Mosfellsbæjar og forstjóri Um-
hverfisstofnunar undirrita samning
um umsjón fólkvangsins. Að athöfn
lokinni mun Bjarki Bjarnason, for-
maður umhverfisnefndar Mosfells-
bæjar, leiða fræðslugöngu um fólk-
vanginn og að henni lokinni verður
boðið upp á hressingu.
Friðlýsing
fólkvangs í
Mosfellsbæ
Helgufoss í Bring-
um í Mosfellsdal.
Björn R. Einarsson,
hljómsveitarstjóri er
látinn, 91 árs gamall.
Björn fæddist í Reykja-
vík 16. maí árið 1923.
Hann var sonur
hjónanna Ingveldar
Rósenkranz Björns-
dóttur, húsfreyju og
kjólameistara, og Ein-
ars Jórmanns Jóns-
sonar, hárskurðar-
meistara og
tónlistarmanns.
Meistaraprófi í rak-
araiðn frá Iðnskólanum
í Reykjavík lauk Björn
vorið 1945 og stundaði hann píanó-
og básúnunám á árunum 1936-53,
meðal annars við Tónlistarskólann í
Reykjavík.
Björn lék með Hljómsveit Reykja-
víkur, Hljómsveit Ríkisútvarpsins
og Hljómsveit FÍH og var fyrsti bás-
únuleikari Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands frá stofnun hennar 1950. Hann
lék með sinfóníuhljómsveitinni til
ársloka 1994 er hann lét af störfum
fyrir aldursakir.
Þá lék Björn með danshljóm-
sveitum frá stríðslokum, ýmist með
hljómsveitum undir
eigin nafni eða annarra
við miklar vinsældir.
Björn kenndi hljóð-
færaleik m.a. við tón-
listarskólana í Reykja-
vík og Garðahreppi.
Hann var um árabil
formaður Lúðrasveitar
Reykjavíkur og stjórn-
aði sveitinni einnig í
nokkur ár. Björn sat
um hríð í stjórn FÍH
og einnig í starfs-
mannastjórn sinfón-
íuhljómsveitarinnar.
Hann var sæmdur
gullmerki FÍH á 50 ára afmæli fé-
lagsins og riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu árið 2007. Árið
2010 hélt Jazzhátíð Reykjavíkur
honum heiðurstónleika og var hon-
um um leið þakkað frumkvöðlastarf í
þágu djassins á Íslandi.
Eiginkona Björns var Ingibjörg
Gunnarsdóttir húsmóðir og hár-
greiðslukona sem lést árið 1999. Þau
eignuðust fimm börn; Gunnar,
Björn, Ragnar, sem er látinn, Ragn-
heiði og Odd. Fyrir átti Björn soninn
Jón.
Andlát
Björn R. Einarsson