Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Rugby-íþróttin hefur lengstaf ekki látið fara mikiðfyrir sér á Íslandi eníþróttin er helst spiluð í Bretlandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og í Suður-Afríku. Árið 2011 tóku hins vegar nokkrir rugby-áhuga- menn sig saman hér á landi og stofnuðu rugbydeild Íslands. Í dag eru þrjú lið skráð í deildina og áhuginn á íþróttinni hefur farið vax- andi frá því að deildin var stofnuð. Kristinn Þór Sigurjónsson er for- maður Rugby Íslands og hann telur íþróttina eiga framtíð fyrir sér hér á landi. „Rugby er mest vaxandi íþrótt í heiminum í dag og ég finn fyrir miklum áhuga Íslendinga á íþróttinni. Við byrjuðum fyrir þremur árum og strax eru komin þrjú lið, það eru Stormur í Kópa- vogi, Haukar í Hafnarfirði og Rugbyfélag Reykjavíkur,“ segir Kristinn. Safnað fyrir Evrópumótið Þrátt fyrir fá lið og stutta sögu á Íslandi hefur tekist að safna í Rugby-landslið Ís- lands á Evrópumótið Íslendingar hafa ekki spilað rugby í mörg ár en árið 2011 var stofnuð rugbydeild á Íslandi og í dag eru þrjú lið skráð til leiks og að sögn formanns Rugby Íslands er mikill áhugi á íþróttinni hér á landi. Í sumar tekur íslenska landsliðið í rugby þátt í Evrópumótinu sem haldið er í Prag og hefur verið sett á fót söfnun til að standa undir ferðakostnaði liðsins. Tækling Liðsheildin og tækni skiptir ekki minna máli en kraftur og styrk- leiki í rugby en hér sést hvar íslenskur leikmaður er tæklaður niður. Á heimasíðunni folkmusik.is er margt fróðlegt að finna en þar geta gestir síðunnar kynnt sér Þjóðlaga- hátíðina sem fer fram á Siglufirði 2.-6. júlí í ár en listrænn stjórnandi hennar er Gunnsteinn Ólafsson. Síð- an er fyrst og fremst tileinkuð sr. Bjarna Þorsteinssyni en stofnað var félag um stofnun þjóðlagaseturs hans á Siglufirði árið 1999 með það að markmiði að koma setrinu upp og stuðla að kynningu á íslenskum tón- listararfi. Á heimasíðunni má finna bæði nótur og texta úr mörgum þjóðlögum og kvæðum en þar er einnig að finna ættjarðalög, dansa og þjóðlega leiki. Þeir sem ekki lesa nótur þurfa ekki að örvænta því hægt er að hlusta á lögin sjálf á síðunni og þeir sem vilja geta því sungið með og æft sigl. Auk texta og nótna er að finna töluverðan fróðleik um lögin sjálf.. Vefsíðan www.folkmusik.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tónlistarmenning Fróðleikur um ættjarðalög, dansa, kvæði og leiki. Skemmtileg kvæði og lög Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. www.volkswagen.is Vel búinn ferðafélagi Volkswagen Tiguan Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. Volkswagen Tiguan er einn best búni sportjeppinn á markaðnum. Fullkomið leiðakerfi fyrir Ísland sér til þess að þú ratir alltaf rétta leið. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Tiguan Sport & Style kostar frá 6.490.000 kr. Staðalbúnaður í Tiguan Sport & Style er meðal annars: • Leiðsögukerfi fyrir Ísland • 2ja ára ábyrgð, ótakmarkaður akstur • 12 ára ábyrgð á gegnumryði • Samlitir stuðarar, speglar og handföng • Litað gler • 17“ álfelgur „Boston“ • Þokuljós að framan • Silfurlitaðir þakbogar • Dekktar rúður að aftan • Regnskynjari á rúðuþurrkum • Dráttarkrókur • 7 loftpúðar, aftengjanlegur f. framsæti • „Bluetooth“ fyrir síma og afspilun tónlistar • Leðurklætt fjölrofa aðgerðarstýri fyrir útvarp og síma • Hiti í framsætum og speglum • Bakkmyndavél • Armpúði á milli framsæta • „Alcantara“ tauáklæði • ESP Stöðugleikastýring • ABS hemlun • Hraðastillir Nú með dráttarkrók ogBluetooth búnaðien á sama verði og áður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.