Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014 NýlegirMitsubishi Pajero á rekstrarleigu til fyrirtækja Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Mitsubishi Pajero bifreiðar í rekstrarleigu. Í rekstrarleigu fá fyrirtæki nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðar- gjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Greitt er fast mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans. Dæmi: Pajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur Mitsubishi Pajero er knúinn 3,2 l dísilvél sem skilar 200 hestöflum. Meðal búnaðar bifreiðanna eru leðurinnrétting, rafdrifin framsæti, aukasæti (7 manna), bakkmyndavél, xenon ljós, ný heilsársdekk o.fl. (miðað við Instyle útfærslu). Mánaðarlegt leigugjald: 136.041 kr.m/vsk Það er kunnara en frá þurfi aðsegja að vinstristjórnin sem hér sat illu heilli í rúm fjögur ár gerði að áliti forsprakka hennar engin mistök.    Einn frækinnráðherra þess- arar ríkisstjórnar, sjálfur ofurráðherr- ann Steingrímur J. Sigfússon, fer eðli máls samkvæmt fremstur í flokki þeirra sem gerðu allt rétt á síðasta kjörtímabili.    Hann var spurður að því í út-varpsviðtali um helgina hvort – eftir á að hyggja – hann mundi haga uppgjöri á milli gamla og nýja Landsbankans með sama hætti nú og þá, vitandi það sem nú er vitað (og var svo sem ekki mikið leyndar- mál þá).    Spurningin var sett fram meðþeim formála að skuldabréfið sem ríkisstjórnin samþykkti á milli nýja og gamla væri einn helsti efna- hagsvandi þjóðarinnar.    Þessi staðreynd sló Steingrímekki út af laginu. Hann sagðist mundu gera allt eins nú og þá.    Röksemdir Steingríms fyrir þvíað Landsbankasamningur hans hefði verið óaðfinnanlegur eru af Icesave-toga, en samningar Steingríms um Icesave eru einmitt ágæt dæmi um óskeikulleika vinstristjórnarinnar að mati liðs- manna hennar.    Vissulega er ágætt að mennhlaupi ekki frá verkum sínum, en er samt ekki kominn tími til að Steingrímur og félagar viðurkenni einhver þeirra mögnuðu mistaka sem þau gerðu á síðasta kjör- tímabili? Steingrímur J. Sigfússon Óskeikull tjáir sig STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 léttskýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 5 léttskýjað Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 15 þrumuveður Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 15 alskýjað Helsinki 22 léttskýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 26 heiðskírt Dublin 13 skýjað Glasgow 20 léttskýjað London 25 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 17 skýjað Berlín 18 léttskýjað Vín 22 léttskýjað Moskva 27 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 skýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg 11 skúrir Montreal 16 léttskýjað New York 18 léttskýjað Chicago 20 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:57 22:53 ÍSAFJÖRÐUR 3:32 23:27 SIGLUFJÖRÐUR 3:14 23:12 DJÚPIVOGUR 3:19 22:29 Fyrsta skemmtiferðaskip sumars- ins, Thomson Spirit, kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Næsta skip, Asuka ll frá Japan, er væntanlegt til Reykjavíkur í dag klukkan sjö fyrir hádegi. Skipið er 50 þúsund tonn að stærð og um borð eru 960 farþegar. Skipið verður tvo daga í höfn og munu japönsku ferða- mennirnir skoða sig um á Íslandi. „Asuka II er glæsilegt í alla staði með tvær sundlaugar, 8 bari, spila- víti, leikhús og líkamsræktarstöð svo eitthvað sé nefnt. Japönsk skemmti- ferðaskip koma hingað til lands ann- að hvert ár,“ segir í tilkynningu frá TVG-Zimsen, sem þjónustar flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands. Tvö skip til viðbótar eru væntan- leg til Reykjavíkur nú í maí og mánudaginn 2. júní kemur svo fyrsta risaskips sumarsins. Það heitir Ad- venture of the Seas og er 137.276 brúttólestir að stærð. Það skip hefur komið hingað undanfarin sumur. Fyrsta skemmti- ferðaskipið komið Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta skipið Thomson Spirit lá við við Skarfabakka í Sundahöfn í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.