Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014
Hátt Að ýmsu þarf að dytta þegar sumarið kemur yfir sæinn og svo er einnig um tankana úti á Granda. Þeir eru nokkrar mannhæðir og þessi maður þurfti því körfu til að komast í rétta hæð.
Eggert
Fyrirsögn þessarar
greinar hefur tvíþætta
merkingu. Borgarbúar
hafa séð tillögur að
hverfaskipulagi meiri-
hluta Samfylkingar og
Besta flokksins og
hræðast þær. Meiri-
hluti borgarstjórnar
hræðist viðbrögð borg-
arbúa og ákvað að
leggja þær í salt fram
yfir kosningar. Það gerðu þau með
því að greiða atkvæði gegn eigin
ákvörðun í umhverfis- og skipulags-
ráði. Þar hafði meirihlutinn þvingað
hverfaskipulagið í gegn þrátt fyrir
mótmæli og mótatkvæði Sjálfstæð-
isflokksins. Þessi vinnubrögð minna
á vinnubrögðin við Hofsvallagötuna.
Leggja í mikinn kostnað, íbúar
verða fjúkandi reiðir og þá er öllu
hent. Eftir situr sóun upp á tugi
milljóna og ábyrgðinni vísað á aðra.
Kostnaður við hverfaskipulagið mun
vera kominn upp í 150 milljónir. Það
er hægt að gera margt í þjónustu við
borgarbúa fyrir 150 milljónir.
En hvað gerist næst? Því er fljót-
svarað. Aðalskipulag borgarinnar er
samþykkt og ekki stendur til af
hálfu meirihlutans að breyta því. Þar
er kveðið á um hverfaskipulagið.
Þess vegna er augljóst að ef Reyk-
víkingar kjósa yfir sig sömu flokka í
meirihluta og eru núna þá verður
haldið áfram þar sem frá var horfið.
Ráðist verður inn í rótgróin hverfi,
götur opnaðar sem lengi hafa verið
botngötur, byggt á grónum svæðum,
bílskúrar rifnir og annað sem lagt
hefur verið fram í hverfaskipulaginu
sem saltið verður skol-
að af strax eftir kosn-
ingar haldi Samfylking
og Björt framtíð áfram
í meirihluta.
Ef lengra væri í
kosningar hefði meiri-
hlutinn ekkert gert
með þá reiði sem bloss-
aði upp í hverfum borg-
arinnar þegar íbúar
sáu hugmyndir í
hverfaskipulagi sem
munu skerða verulega
búsetugæði þeirra.
Ekkert var gert með Íslandsmet í
undirskriftum vegna Reykjavíkur-
flugvallar eða 70.000 talsins, ekkert
var gert með hávær mótmæli vegna
skólasameininga og hugmynd um
gríðarlega byggð í Laugardalnum
norðan Suðurlandsbrautar var stað-
fest í skipulag þrátt fyrir 33.000 und-
irskriftir gegn byggð þar á sínum
tíma.
Þessi upptalning gæti verið miklu
lengri og það er ljóst að spor núver-
andi meirihluta hræða. Það er ekki
gert neitt með íbúalýðræði þar og
þess vegna þurfa borgarbúar annan
valkost í borgarstjórnarkosning-
unum 31. maí. Hann er að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn.
Eftir Halldór
Halldórsson
» Það gerðu þau með
því að greiða
atkvæði gegn eigin
ákvörðun í umhverfis-
og skipulagsráði.
Halldór Halldórsson
Höfundur er borgarstjóraefni Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Hrædd við
hverfaskipulag
Meðan Ísland hefur
stöðu umsóknarríkis
að Evrópusamband-
inu hefur viðræðum á
grundvelli umsóknar-
innar ekki verið hætt.
Bæði utanríkisráð-
herra og stækk-
unarstjóri Evrópu-
sambandsins hafa
staðfest að þó svokall-
að „hlé“ hafi verið
gert á viðræðunum hafi Ísland
áfram stöðu umsóknarríkis. Það
framtak Gunnars Braga að leysa
upp samninganefndirnar var gott
en betur má ef duga skal. Spurning
er hvort utanríkisráðherra hefði
ekki betur fækkað utanlands-
ferðum og fylgt í stað eftir tillögu
sinni um afturköllun umsókn-
arinnar að ESB á Alþingi eins og
hann hafði talað fyrir.
Afturköllun umsókn-
arinnar var lofað
Staðreyndin er sú að þegar skrif-
að var undir umsóknina fyrir Ís-
lands hönd var jafnframt samþykkt
að undirgangast lög og vinnureglur
sambandsins í umsóknar- og aðlög-
unarvinnunni. Umsóknarríki tekur
á sig ákveðnar skuldbindingar og
ESB öðlast rétt til afskipta af inn-
anríkismálum hér á landi. Stækk-
unardeild ESB hefur t.d. áfram
rétt til að reka hér umfangsmikið
áróðurs- og kynningastarf. Evr-
ópustofa og Sendiráðsskrifstofa
ESB getur áfram veitt hingað fjár-
muni í áróðursverkefni, kynningu
og boðsferðir langt umfram það
sem heimilt er með
starfi sendiráða.
Áróðursskrifstofur
ESB reknar áfram
Þrátt fyrir að ein-
stök lönd Evrópusam-
bandsins reki hér eigin
sendiráð er Evrópu-
sambandið sjálft með
stórt sendiráð með
umfangsmikla starf-
semi og afskipti af inn-
anríkismálum sem öðr-
um sendiráðum væri
ekki heimilt á grundvelli Vínarsátt-
málans um skyldur erlendra dipló-
mata.
Það að ríkisstjórnin hefur ekki
afturkallað formlega umsóknina
um aðild þýðir að Ísland heldur
áfram stöðu umsóknarríkis og um-
sóknarferlinu hefur ekki verið hætt
eins og lofað var.
Í eldhúsdagsumræðum á Alþingi
um daginn voru stjórnarþingmenn
fátalaðir um ESB-umsóknina, eitt
stærsta kosningamál síðustu al-
þingiskosninga. Hinsvegar máttu
ESB-sinnarnir í stjórnarandstöð-
unni vart vatni halda yfir gleði sinni
yfir því að umsóknin að ESB væri í
fullu gildi, mallaði áfram og gæti
fyrirvaralítið farið á fulla ferð á ný.
ESB-flokkarnir með tapað mál
Formenn beggja Samfylking-
arflokkanna, Árni Páll Árnason og
Guðmundur Steingrímsson, fögn-
uðu því að hafa getað komið í veg
fyrir að aðildarviðræðum við ESB
væri slitið. Þeir töldu sig heldur
betur hafa dregið tennurnar úr for-
ystumönnum ríkisstjórnarinnar í
ESB-málum.
Afturköllun ESB-umsóknarinnar
var hinsvegar ekki stöðvuð af
stjórnarandstöðunni eins og þeir
halda fram. Ríkisstjórnin er með
drjúgan þingmeirihluta og gat ver-
ið löngu búin að beita sér fyrir sam-
þykkt tillögunnar ef hún vildi svo.
Við sem viljum ganga hreint til
verks og afturkalla umsóknina er-
um með unna stöðu sem átti að
fylgja eftir. Meira að segja undir-
skriftasöfnun ESB-sinna var
skrípaleikur þar sem „Óskar Nafn-
leyndar“ var í aðalhlutverki.
Sumarþing og ljúka málinu
Ég er áfram þeirrar skoðunar að
kalla eigi saman sumarþing til að
ljúka ESB-málinu fyrir haustið.
Ekki trúi ég því að stjórnarflokk-
arnir hafi guggnað, en trúverð-
ugleiki þeirra hefur beðið hnekki.
Hitt er þeim slæmur kostur að
geyma málið til hausts og þurfa þá
að endurflytja tillöguna. Þá byrjar
sama ballið upp á nýtt og menn vita
þá í hvað haustið fer.
Eftir Jón
Bjarnason » Það að ríkisstjórnin
hefur ekki aftur-
kallað formlega um-
sóknina um aðild þýðir
að Ísland heldur áfram
stöðu umsóknarríkis og
umsóknarferlinu hefur
ekki verið hætt eins og
lofað var.
Jón Bjarnason
Höfundur er fyrrverandi ráðherra
og varaformaður Heimssýnar.
Afturköllun umsóknarinnar
að ESB var lofað