Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014
210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum
hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga er nýr framendi með
nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki.
Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
19
7
1
*M
ið
að
vi
ð
up
pg
ef
na
r
vi
ðm
ið
un
ar
tö
lu
r
fr
am
le
ið
an
da
um
el
ds
ne
yt
is
no
tk
un
íb
lö
nd
uð
um
ak
st
ri
.
ÞAÐ ER KOMINN NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4
Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr.
Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri.
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM?
landrover.is
Samfylkingin er í mikilli sókn í Reykjavík
samkvæmt nýrri könnun Félags-
vísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Fengi flokkurinn 34,1% atkvæða og sex menn í borgarstjórn ef kosið
væri nú. Björt framtíð eykur fylgi sitt á milli kannana. Fengi flokkurinn fjóra fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn
tapar fylgi og fengi aðeins þrjá menn kjörna. Hefur fylgi hans ekki áður verið jafn lítið í höfuðborginni. Vinstri
græn og Píratar fá einn mann kjörinn hvort framboð.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
„Ég er mjög þakklátur fyrir þenn-
an mikla og vaxandi stuðning. Það
er sérstaklega ánægjulegt að
meirihlutinn í heild er að bæta við
sig. Ég leyfi mér að túlka það sem
stuðning borgarbúa við áframhald-
andi frið og stöðugleika við stjórn
borgarinnar,“ sagði Dagur B. Egg-
ertsson, oddviti Samfylkingarinnar,
þegar Morgunblaðið leitaði álits
hans á niðurstöðum skoðanakönn-
unar Félagsvísindastofnunar Há-
skólans fyrir Morgunblaðið á fylgi
framboðslista í Reykjavík.
Ná tökum á fjármálum
Dagur sagði að kannski skipti
það máli fyrir fylgisaukningu Sam-
fylkingarinnar frá síðustu könnun
að Reykjavíkurborg hefði verið að
birta niðurstöður síðasta ársreikn-
ings sem sýndi að meirihlutanum
hefði tekist að ná utan um fjár-
málin á þessu kjörtímabili. „En
vafalaust eru ástæðurnar jafn-
margar og kjósendurnir,“ bætti
hann við.“ Mér sýnist líka að óá-
kveðnum sé að fækka, fleiri og
fleiri kjósendur eru að gera upp
hug sinn og það skilar sér til okk-
ar,“ sagði hann.
Þörf á breytingum
Tölurnar komu Halldóri Hall-
dórssyni, oddvita sjálfstæðis-
manna, verulega á óvart. „Ef kjós-
endur ætla að kjósa sama meiri-
hluta, þá er það ávísun á áfram-
haldandi aukin útgjöld reykvískra
fjölskyldna. Þessi meirihluti hefur
aukið útgjöld á meðalfjölskyldu um
450 þúsund krónur á ári, “ sagði
hann.
„Við höfum skynjað mikinn hita
í kjósendum vegna hverfaskipu-
lagsmálanna og hvernig íbúa-
lýðræðið í borginni er virt að vett-
ugi. Okkur hefur fundist að það
væru að verða breytingar en ekki í
þessa átt,“ sagði Halldór.
Enginn bilbugur
Hann var spurður að því hvernig
hann myndi persónulega taka því
ef úrslit kosninganna yrðu í sam-
ræmi við könnunina. „Ég vil ekki
tjá mig um það á þessu stigi. Við
verðum bara að sjá hvað kemur
upp úr kössunum. Og við erum
ekki hætt,“ sagði hann.
Halldór sagði að enginn bilbugur
væri á frambjóðendum Sjálfstæðis-
flokksins. Kjósendur sem þeir hittu
segðu að það yrðu að verða breyt-
ingar í Reykjavík. Það væri svo
mikil óánægja með marga þætti í
stjórn borgarinnar. „Og þessi
könnun stangast algjörlega á við
það sem við finnum,“ bætti hann
við.
Stuðningur við meirihlutann
„Þetta sýnir að það er stuðn-
ingur við það sem meirihlutinn í
borgarstjórn hefur verið að gera.,“
sagði S. Björn Blöndal, oddviti
Bjartrar framtíðar. „Við erum
þakklátir fyrir þennan stuðning,“
sagði hann. „Það er alltaf gaman
að bæta við sig,“ bætti hann við.
Enn sóknarfæri
„Þetta sýnir að okkar fylgi í
borginni okkar er stöðugt þrátt
fyrir miklar hreyfingar á milli ann-
arra flokka,“ sagði Halldór Auðar
Svansson, oddviti Pírata.
„Miðað við síðustu kannanir virð-
umst við vera föst í 10% fylgi og
uppúr, en sóknarfærin eru ennþá
mikil. Við vonumst til að sækja
meira fylgi á kjördag,“ sagði hann.
Brýn stefnumál
„Þetta eru vonbrigði,“ sagði Sól-
ey Tómasdóttir, oddviti Vinstri
grænna. „Við höfum verið að kynna
mjög brýn stefnumál sem við trú-
um að geti gert samfélagið betra,“
sagði hún og kvaðst vona að breyt-
ingar yrðu fram að kjördegi.
Frambjóðendum vel tekið
„Ég hefði gjarnan viljað sjá okk-
ur hækka frá síðustu könnun,“
sagði Sveinbjörg Birna Svein-
björnsdóttir, oddviti Framsóknar
og flugvallarvina. Hún sagði að
kjósendur tækju frambjóðendum
þeirra vel, ánægja væri með hve
margar konur væri í efstu sætum
framboðslistans og enga gagnrýni
fengju þau á áherslumál framboðs-
ins.
Sveinbjörg sagði að svo virtist
sem hin brýnu kosningamál, flug-
vallarmálið, skipulagsmálin og hús-
næðismálin, væru ekki að ná í
gegn. Meirihlutanum í borgarstjórn
væri að takast að sýna stöðuna í
borginni allt öðru vísi en hún væri
í reynd. gudmundur@mbl.is
„Vilja frið og
stöðugleika“
„Stangast á við það sem við finnum“
„Stuðningur við meirihlutann“
Dagur B.
Eggertsson
Sóley
Tómasdóttir
Halldór
Halldórsson
Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir
S. Björn
Blöndal
Halldór Auðar
Svansson