Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014 Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandað vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 förnu. Umræðan hafi m.a. snúist um hvort viðkomandi væri nægilega heilsuhraustur til að átta sig á því hvað um ræddi. Í fyrra sóttu 50 Hol- lendingar um að deyja líknardauða vegna þess að þeir voru á fyrstu stig- um elliglapa eða Alzheimers-sjúk- dóms. Slíkt er heimilt ef til er skrifleg beiðni sjúklings sem hann hefur skrifað áður en sjúkdómsins fór að gæta. Van der Spek segir talsverðan misskilning vera varðandi líknar- dauða, ekki síst í þeim löndum þar sem hann sé ekki leyfður. „Ég held að margir sem tjá sig um þessi mál viti t.d. ekki að það liggur þung refs- ing við því í Hollandi þegar læknir fer ekki eftir lögum varðandi líknar- dauða. Við höfum það fram yfir flest- ar aðrar þjóðir að hafa opna og lifandi umræðu um þessi mál. Sjúklingar vita af þessum möguleika, sem er hluti af heilbrigðisþjónustunni. En það er enginn læknir skyldugur til líknardráps og enginn einstaklingur á fortakslausan rétt til þess.“ Hér á landi er hægt að fylla út svo- kallaða lífsskrá, sem er eyðublað þar sem óskum fólks varðandi meðferð við lífslok er komið á framfæri. Í henni er m.a. hægt að koma á fram- færi óskum um að hafna læknismeð- ferð sem ekki hefur í för með sér von um lækningu. Eyðublöðin er að finna á vefsíðu Embættis landlæknis, sem heldur gagnaskrá um þá sem hafa fyllt þau út. Líknardauði lítið ræddur hér  Líknardauði fólks með elliglöp er talsvert hitamál í Hollandi  Þar er líknardauði hluti af heilbrigð- isþjónustunni  Líknarmeðferðir og líknardauði er sitt hvor meðferðin  Opna þyrfti umræðuna hér Morgunblaðið/Árni Sæberg Líknardauði Jaap van der Spek er formaður samtaka eldri borgara í Hollandi og varaforseti EURAG, Evrópusam- taka eldri borgara. Hann segir Hollendinga hafa það framyfir margar aðrar þjóðir að þar sé rætt um líknardauða. Líknardauði í Hollandi » Líknardráp eða líknardauði hefur verið heimill í Hollandi frá árinu 2002. » Tilfellum hefur fjölgað meira en tvöfalt á þessum tíma og í fyrra voru þau á fimmta þús- und talsins. » Samkvæmt hollenskum lög- um getur framkvæmdin verið tvenns konar; læknir gefur sjúklingi lyf sem leiða til and- láts hans eða læknir ávísar lyfi sem sjúklingur tekur sjálfur. BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nokkurs misskilnings gætir varð- andi líknarmeðferðir og líknardauða hér á landi og margir telja að um sömu læknismeðferð sé að ræða. Opna þyrfti umræðuna um þessi mál- efni, en hún er skemur á veg komin hér en víða erlendis. Þetta kom m.a. fram á ráðstefnu um líknardauða og líknarmeðferð sem haldin var í gær á vegum Öldrunarráðs Íslands, Lands- sambands eldri borgara og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Holland var fyrsta ríki heims til að samþykkja lög sem heimila læknum að binda enda á líf sjúklinga. Einn þeirra sem hélt erindi á ráðstefnunni var Jaap van der Spek, formaður samtaka eldri borgara í Hollandi, en samtökin hafa látið málið mjög til sín taka. Erindi hans bar yfirskriftina Líknarmeðferð og líknardauði í Hol- landi. Staðreyndir og tilfinningar. „Staðreyndirnar eru að í Hollandi eru lög sem heimila líknardauða með vissum skilyrðum. Þau eru mjög skýrt skilgreind, en umræðan er aft- ur á móti mjög lituð af tilfinningum,“ segir van der Spek. Afar skýrt vinnuferli Undanfarin ár hafa um 2,8% dauðsfalla í Hollandi verið vegna líknardauða. Tölurnar fara hækk- andi, að sögn van der Speks. Sú kyn- slóð sem sé að eldast núna sé meðvit- aðri um að taka upplýstar ákvarðanir um eigið líf en þær fyrri. Hvernig getur læknir verið viss um að sjúk- lingur sé að taka upplýsta ákvörðun þegar hann biður um aðgerð sem leiðir til líknardauða? „Læknar vinna samkvæmt skýrt skilgreindu vinnu- ferli og undir miklu eftirliti í þessum efnum. M.a. er engin aðgerð sem leiðir til líknardauða framkvæmd nema a.m.k. tveir læknar samþykki hana.“ Van der Spek segir að líknardauði fólks með elliglöp hafi verið talsvert í umræðunni í Hollandi að undan- Árlega starfa um 50 sjálfboðaliðar hjá Fjölskylduhjálp Íslands á tveimur starfsstöðvum í Reykjavík og á Reykjanesi. Samtökin veita þeim sjálfboðaliðum viðurkenningar, sem þykja hafa skarað fram úr með frá- bærri vinnusemi í þágu þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. „Það er mikil ánægja að fyrir val- inu í ár urðu fjórir sjálfboðaliðar sem starfa hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ. Færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir þeirra framlag í þágu fátækra hér á landi,“ segir í til- kynningu. Sjálfboðaliðar ársins 2014 heita: Margrét Ingimarsdóttir, Snjólaug Sveinsdóttir, Gréta Sólveig Gunnlaugsdóttir og Vilhelmína Pálsdóttir. Fjölskylduhjálpin heiðrar sjálfboðaliða Viðurkenning Sjálfboðaliðar ársins hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands ásamt stjórnarmönnum. Evrópustofa heldur í dag op- inn fund um Evr- ópuþingskosn- ingarnar, sem fram fara síðar í mánuðinum. Ungverski Evrópuþingmað- urinn Kinga Göncz mun á fundinum fjalla um kosningarnar, hlutverk Evrópuþingsins og aukin áhrif ESB-andstæðinga innan þingsins. Göncz er fyrrverandi ut- anríkisráðherra Ungverjalands. Fundurinn fer fram á Hótel Sögu milli kl. 15-16.30. Ræða um Evrópu- þingskosningar Kinga Göncz. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja, að komin sé staðfest- ing á því frá íslenskum stjórnvöld- um að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína, sem undirritaður var fyrir u.þ.b. ári, taki gildi þann 1. júlí. SVÞ segja, að með gildistöku samningsins falli niður tollar af öll- um algengum iðnaðarvörum sem fluttar séu til landsins frá Kína en innflutningur þaðan hefur marg- faldast á síðustu árum. Hagræðið felist fyrst og fremst í því að um beinan innflutning verði að ræða, m.ö.o. varningurinn megi ekki hafa verið tollafgreiddur inn í eitthvert aðildarríkja Evrópusambandsins. Fríverslunarsamn- ingur við Kína í gildi STUTT Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunar- fræðingur hélt erindi á ráðstefn- unni. Hún segir það al- gengan mis- skilning að líknardauði og líknar- meðferð sé einn og sami hlut- urinn. „Við líknardauða er við- komandi búinn að semja um að deyja fyrr. Markmið líknarmeð- ferðar og lífslokameðferðar, sem er líknarmeðferð veitt síðustu vikur lífsins, er aftur á móti að auka lífsgæði fólks,“ segir Ingi- björg. Hún segir umræðuna hér á landi litla, tími sé til kominn að ræða þessi málefni, bæði líknar- meðferð og líknardauða. „Það er t.d. mitt mat að allir sem dvelja á hjúkrunarheimilum á Íslandi þyrftu að fá líknarmeðferð. Það hefur orðið mikil breyting á ís- lenskum hjúkrunarheimilum undanfarin 20 ár. Áður létust langflestir íbúar þeirra á spítala, en nú deyja þeir á hjúkrunar- heimilunum. Frá árinu 2008 hef- ur orðið sú breyting að fólkið á hjúkrunarheimilum er miklu veikara en áður, á hverju ári deyr um helmingur íbúanna. Það þarf að bæta lífslokameðferð þessa hóps.“ Bæta þarf lífslokameð- ferð á hjúkr- unarheimilum LÍTIL UMRÆÐA Ingibjörg Hjaltadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.