Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 11
Ungur maður og upprennandi Gísli nýkominn heim úr námi um 1960 á auglýsingastofunni sinni GBB.
ar auglýsingadeild og enn síðar graf-
ísk hönnunardeild. Ég var í því að
móta hana og stýra henni í um það
bil fimmtán ár og þar byrjar mark-
viss kennsla náms sem snýr að því
að fólk viti um alla þessa hluti, bæði
þá listrænu og markaðstengdu.“
Margir þræðir koma saman
Gísli verður með erindi á morg-
un í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akur-
eyri þar sem hann ætlar að reyna að
svara spurningunni: Hvað einkennir
góð merki og hvað þarf að hafa í
huga við hönnun þeirra? „Til að
merki sé gott þarf það að hafa ein-
hver tengsl við fyrirbærið sem það á
að standa fyrir. Rétta formið, táknið,
liturinn og uppsetningin þarf að end-
uróma viðkomandi fyrirtæki. Ef til
dæmis á að gera merki fyrir stórt og
sterkt byggingarfyrirtæki, þá geng-
ur ekki að vera með veiklulega skrift
og daufa liti. Ég legg mikið upp úr
því að þeir sem hanna merki séu
meðvitaðir um táknfræðina og viti
fyrir hvað form og tákn standa. En
það þarf líka að kafa í bakgrunn,
sögu og menningu viðkomandi fyrir-
tækis. Einnig lesum við í persónu-
leika þeirra sem stjórna fyrirtækinu,
þeir eru ýmist mjúkir eða harðir. Það
þarf sem sagt að finna rétta tóninn,
því í merkinu þurfa allir þessir þræð-
ir að koma saman. Og þegar grunn-
hugmyndin hefur verið mótuð, þá
þarf útfærslan líka að vera í rétta
tóninum. Allt þarf að hljóma.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014
Nýlegir Mitsubishi Pajero á
rekstrarleigu til fyrirtækja
Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Mitsubishi Pajero bifreiðar í rekstrarleigu.
Í rekstrarleigu fá fyrirtæki nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðar-
gjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Greitt er fast
mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans.
Dæmi:
Pajero 3.2 Instyle
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur
Mitsubishi Pajero er knúinn 3,2 l dísilvél sem skilar
200 hestöflum. Meðal búnaðar bifreiðanna eru
leðurinnrétting, rafdrifin framsæti, aukasæti
(7 manna), bakkmyndavél, xenon ljós, ný
heilsársdekk o.fl. (miðað við Instyle útfærslu).
Mánaðarlegt leigugjald:
136.041 kr.m/vsk
Parabólugjörningurinn Ísbrjóturinn
verður frumfluttur af Parabólum í
kvöld í porti Kex hostels. Gjörningur-
inn hefst kl. 21 og eru allir velkomnir
á viðburðinn þar sem aðgangseyrir er
enginn. Parabólur skipa slagverks-
leikararnir Sigtryggur Baldursson og
Steingrímur Guðmundsson og raf-
tónlistarmaðurinn Kippi Kaninus.
Mun þetta vera í fyrsta sinn síðan
2010 sem hópurinn kemur opin-
berlega saman til gjörningagerðar.
Port Kex hostels varð fyrir valinu á
frumflutningi þessa gjörnings þar
sem endurvarpsaðstæður eru til fyr-
irmyndar og staðsetningin tilvalin til
að magna upp göróttan seið með
risatrommum og rafmagni.
Miðdagsdjass á morgun
Á morgun, sunnudag, verður svo-
kallaður miðdagsdjass á Kexinu milli
kl. 15 og 17, en þá mun dansk-
íslenskur kvartett leika fyrir gesti og
gangandi. Kvartettinn skipa þeir
Agnar Már Magnússon á píanó, Sim-
on Krebs á gítar, Rasmus Schmidt
lemur húðir og Richard Andersson
plokkar bassann. Vafalaust notalegt,
ókeypis inn og allir velkomnir.
Sigtryggur, Steingrímur og Kippi Kaninus
Parabólugjörningur í porti Kex
hostels með risatrommum
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
áhugamanna á morgun, sunnudag,
ætlar Sólrún Bragadóttir að syngja
ljóðaflokk um ástina og hafið eftir
Ernst Chausson. Á tónleikunum
verða einnig flutt tvö stutt hljóm-
sveitarverk eftir Frederick Delius,
Summer night on the river og On he-
aring the first cuckoo in spring, sem
og Ófullgerða sinfónían eftir Franz
Schubert. Stjórnandi á tónleikunum
er Oliver Kentish. Sólrún Bragadóttir
býr á Ítalíu en kemur sérstaklega
hingað til að færa okkur þessa perlu
tónbókmenntanna.
Tónleikarnir eru haldnir í
Seltjarnarneskirkju og hefjast kl. 17.
Perlur tónbókmenntanna fluttar
Tónleikar Sólrún Bragadóttir syngur.
Sólrún syngur um ástina og hafið
tileinkaður frímerkjum eftir Þröst
Magnússon sem um árabil teiknaði
og hannaði fjölda íslenskra frímerkja.
Til sýnis er valið úrval frímerkja eftir
hann ásamt fjölda fyrstadags-
umslaga. Skissur og teikningar gerð-
ar af Þresti eru til sýnis og ljós-
myndir úr safni hans eru sýndar á
skjá. Í dag laugardag kl. 14-16 verður
Þröstur Magnússon á staðnum og
fræðir gesti og svarar fyrirspurnum
þeirra um verk sín. Á sama tíma leið-
beinir Kristín Þóra Guðbjartsdóttir,
grafískur hönnuður og sýningarstjóri
sýningarinnar, við gerð póstkorta og
listrænna sendibréfa. Þátttakendur
fá frímerki í boði Póstsins, sem sér-
staklega var útbúið fyrir sýninguna,
setja á bréfin og póstleggja í alvöru
póstkassa sem er á staðnum.
Fegurð Fyrstadagsumslög.