Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014
Dans Leikskólabörn fylltu Ráðhúsið í Reykjavík af gleði í gær og sýndu viðstöddum dansa af mikilli list.
Golli
Seltjarnarnesið er sá staður
sem skiptir mig mestu máli. Hér
hef ég búið nær alla ævi og héð-
an eru kærustu minningar mín-
ar. Ég þekki vel hversu stuðn-
ingur við unga fólkið skiptir
miklu máli. Það er framtíðin.
Seltjarnarnes er eftirsóknar-
verður staður að búa á, útivist-
arsvæðin rómuð og þjónustan
öflug. Stækkun bæjarins skipu-
lögð innan frá í samráði við bæj-
arbúa og atvinnulóðir í byggð
hafa á síðustu árum verið teknar
undir íbúðarhús. Þannig fjölgar
íbúum Seltjarnarness án þess að
gengið sé á útvistarsvæðin og öll
þjónusta verður hagkvæmari.
Á Seltjarnarnesi eru 95% íbúa
– fleiri en níu af hverjum 10 –
ánægðir með búsetuskilyrðin.
Það sýnir árleg þjónustukönnun
Capacent. Bærinn fær ein-
kunnina 4,5 af 5 mögulegum,
aðra hæstu einkunn af öllum
sveitarfélögum í landinu. Nið-
urstaðan undirstrikar góðan ár-
angur og jákvætt viðhorf bæj-
arbúa til bæjarfélagsins og
þjónustunnar.
Rekstur bæjarfélagins er traustur og afkom-
an með því allra besta sem þekkist á landsvísu.
Seltjarnarnesbær er með eitt allra lægsta
skuldahlutfall allra sveitarfélaga landsins, þó að
skattar á íbúa séu óvíða lægri.
Skólamál eru forgangsmál Seltirninga og
hafa alltaf verið. Grunnskóli bæjarins er með
hvað besta útkomu á landinu öllu í samræmd-
um prófum og kannanir sýna að nemendum líð-
ur vel í skólanum og foreldrar eru
ánægðir.
Á Seltjarnarnesi er gott að eldast.
Fjölbreytt félags- og tómstundastarf
er skipulagt í samvinnu við óskir
eldri borgara. Nýtt hjúkrunarheimili
verður reist á næstunni og þar verð-
ur bæði boðið upp á vist og hvíld-
arinnlögn.
Bókasafnið á Eiðistorgi hefur vax-
ið sem gróskumikil miðstöð menn-
ingar þar sem íbúar njóta m.a.
myndlistarsýninga, fyrirlestra um
fjölbreytt efni og rithöfundakynn-
inga. Menningarstarf er veigamikill
þáttur í bæjarlífinu árið um kring.
Markmiðið er að efla áhuga, löngun
og möguleika bæjarbúa til að njóta
menningar í heimabyggð.
Öflugt forvarnarstarf hefur skil-
að þeim árangri að vímuefnavandi
er nánast óþekktur meðal ungs
fólks á Seltjarnarnesi. Íþrótta- og
æskulýðsstarf nýtur öflugs stuðn-
ings bæjarfélagsins og tóm-
stundastyrkir eru þeir hæstu á
landinu.
Seltjarnarnes er útivistarperlan á
höfuðborgarsvæðinu. Bæjarfélagið
leggur metnað sinn í að allir eigi
kost á að njóta náttúrunnar og
hannar m.a. göngu- og hjólastíga
með það í huga.
Í mínum huga eru það forréttindi að fá að
vinna að áframhaldandi velferð bæjarbúa og
uppbyggingu bæjarfélagsins. Ég tel mig þekkja
vel hvar skórinn kreppir og hvar tækifærin
liggja. Framtíðin er björt og ánægjuefni fyrir
sjálfstæðismenn að geta lagt upp í kosninga-
baráttu með slagorðið: Lífsgæðin eru á Nesinu.
Eftir Ásgerði
Halldórsdóttur
» Stækkun
bæjarins
skipulögð innan
frá í samráði við
bæjarbúa og at-
vinnulóðir í
byggð hafa á síð-
ustu árum verið
teknar undir
íbúðarhús.
Ásgerður
Halldórsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri.
Seltjarnarnes – bæjar-
félag í fremstu röð
Þegar nýr meirihluti tók
við í Kópavogi veturinn
2012 í samstarfi Sjálfstæð-
isflokks, Framsókn-
arflokks og Y-listans var
strax gengið til verka.
Brýn málefni eins og
lækkun gjalda á íbúana,
uppbygging atvinnulífs og
stjórnmálalegur stöð-
ugleiki voru sett í forgang.
Taka þurfti á rekstri bæj-
arfélagsins og hefja nið-
urgreiðslu skulda. Einnig
varð að skapa trú atvinnu-
lífsins á að tækifærin fyrir
nýja sókn í atvinnulífinu
væru í Kópavogi. Það tókst
og er Kópavogur í far-
arbroddi við endurreisn
byggingariðnaðarins og um
leið atvinnulífsins á höf-
uðborgarsvæðinu.
Þessar nýju áherslur hafa breytt miklu
fyrir Kópavog og má sjá þess skýr merki.
Við höfum minnkað skuldir, lækkað
skatta og aukið rekstrarafgang bæjarins
svo um munar. Þessu til staðfestingar má
nefna að rekstrarafgangur bæjarins varð
tífalt meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Það
er á þessum grunni sem við höfum getað
hafið nýja sókn í bæjarmálunum og það
er á þessum grunni sem við byggjum
stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.
Skólarnir munu njóta batans því við
munum strax á næsta ári auka framlag til
leik- og grunnskóla. Við munum auka
sjálfstæði þeirra svo þeir geti fylgt betur
sínum áherslum í kennslu og þjónustu við
nemendur. Við munum styðja þá til frek-
ari sóknar í notkun upplýs-
ingatækni og margmiðlunar og
taka mið af því besta sem
þekkist erlendis í þeim efnum.
Íþróttabærinn Kópavogur
mun áfram vera í fararbroddi í
afreks- og unglingastarfi og
áfram verður tryggt að
íþróttaaðstaðan verði ætíð í
fremstu röð á landinu. Þá
verður hægt að nýta íþrótta-
og tómstundastyrkinn í eina
íþrótt auk þess sem heimilt
verður að nýta hann til tónlist-
arnáms.
Kópavogur býður alla vel-
komna í bæinn með því að
tryggja nægt lóðaframboð
þannig að ungir sem aldnir
hafi búsetuskilyrði í samræmi
við efnahag og staðarval. Mik-
ilvægt er að bærinn hafi frum-
kvæði að nánu samstarfi við
lífeyrissjóði, fagfjárfesta,
byggingaraðila og verkalýðs-
hreyfingu um hagkvæmari og
ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar
eiga ungir kaupendur og eldri borgarar
samleið.
Með samvinnu og samstarfi bæjarins
og bæjarbúa er hafin sókn á öllum svið-
um. Það er mikilvægt að halda áfram á
sömu braut. Höfum hugfast að marg-
flokka meirihluti fær litlu áorkað þar sem
mörg ólík sjónarmið eru sífellt að takast
á. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er því
mótstaða gegn fjögurra flokka meirihluta.
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi tryggir
áframhaldandi vöxt og viðhald öflugs
sveitarfélags í fremstu röð. Áfram Kópa-
vogur.
Frá Ármanni Kr.
Ólafssyni
» Við höfum
minnkað
skuldir, lækkað
skatta og aukið
rekstrarafgang
bæjarins svo um
munar.
Ármann Kr. Ólafsson
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Fjölskyldan og
skólarnir í forgang
Í langhlaupum gildir að vera
seigur. Ekki hugsa um þreytu
og vanlíðan meðan á hlaupi
stendur, heldur markmiðið,
endamarkið og gleðina sem felst
í því að klára. Það sama á við
um málstað sem maður trúir á,
sama af hvaða meiði hann er.
Trúi maður virkilega á hug-
sjónir sínar og verk, á maður
ekki að gefast upp þegar maður
leitast við að láta þau verða að
veruleika. Þetta viðhorf end-
urspeglaðist ágætlega á dög-
unum þegar skuldaleiðréttingin
var samþykkt á Alþingi. Upp-
hafið að henni má rekja til þess
er Framsóknarflokkurinn varði
minnihlutastjórn Vinstri grænna
og Samfylkingarinnar falli 2009.
Sú ríkisstjórn átti að koma
skuldugum heimilum til bjargar
með almennum aðgerðum. Það
gerði hún ekki. Við tók fjögurra
ára vonleysi undir slakri efna-
hagsstjórn fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar á Íslandi.
Um leið og Framsóknarflokkurinn komst í aðstöðu til að
létta undir með fjölskyldunum í landinu með almennum
hætti var það gert. Og það myndarlega. Tugir þúsunda
hafa nú sótt um leiðréttingu á vef ríkisskattstjóra. Von-
andi líka þeir sem eru á móti leiðréttingunni; því hún er
almenn og sanngjörn, sama hvar í flokki menn standa.
Annað dæmi um þrautseigju Framsóknarmanna má nefna;
en það er Icesave-málið ömurlega. Fyrsta hreina vinstri
stjórnin vildi svo gjarnan skuldsetja þjóðina enn meira í
erlendum gjaldeyri en orðið var, að hún náði ekki upp í
nefið á sér af gremju þegar forsetinn stöðvaði þær fyr-
irætlanir. Og aftur var það Framsóknarflokkurinn sem
stóð í stafni og vék aldrei af leið í þessu mikla baráttu-
máli. Þetta ættu kjósendur að hafa í huga þegar gengið
verður til kosninga í Reykjavík. Við sem skipum lista
flokksins í Reykjavík getum breytt borginni til batnaðar,
við viljum breyta og við munum ekki gefast upp fyrir
þeim verkefnum sem á vegi okkar verða.
Getum, viljum,
gefumst ekki upp
Eftir Sveinbjörgu Birnu
Sveinbjörnsdóttur
» Við tók fjög-
urra ára
vonleysi undir
slakri efnahags-
stjórn fyrstu
hreinu vinstri
stjórnarinnar á
Íslandi.
Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir
Höfundur skipar 1. sæti hjá Framsókn og flugvallarvinum í
Reykjavík.