Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Rósa Braga Vallarstræti Hjálmar Sveinsson segir að tekið hafi verið tillit til sjónarmiða þeirra sem mótmæltu deiliskipulagi við Landsímareit. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs í Reykjavík og vara- borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ekki óeðlilegt að lóðareigandi Landsímareits hafi skipað eitt af sjö sætum í dómnefnd í samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfs- torgs. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á miðvikudag gagnrýna samtökin Björgum Ingólfstorgi og Nasa (BIN) fyrirkomulagið harð- lega. Telja þau fordæmalaust að hagsmunaaðili komi að skipulagi al- mannarýmis. „Hin sætin 6 voru skip- uð pólitískum fulltrúum borgar- stjórnarflokkanna og þremur fulltrúum frá Félagi íslenskra arki- tekta. Það er eðlilegt fyrirkomulag. Samkeppnin snerist ekki síst um fyrirkomulag og nýtingu húsa lóð- areigandans. Strangt til tekið bar honum ekki skylda til að samþykkja tillögu borgarinnar um að fara með skipulagið í samkeppni. Hann hefði getað sótt um leyfi til að hefja bygg- ingarframkvæmdir í samræmi við það skipulag sem var þá gildandi og gerði meðal annars ráð fyrir niður- rifi húsanna Aðalstræti 7 og Vall- arstræti 4, Nasa-salarins og gamla Kvennaskólans,“ segir í svari Hjálm- ars við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þá gagnrýndi BIN-hópurinn einn- ig að ekki hafi verið tekið tillit til mótmæla gegn deiliskipulagi við Landsímareit sem átján þúsund manns undirrituðu. Hjálmar and- mælir því. „Í deiliskipulaginu var tekið tillit til mótmælanna með þeim hætti að nýbyggingar við Vallar- stræti voru lækkaðar úr 5 hæðum í 4. Einnig var tekið skýrt fram í deili- skipulagstextanum að við Vallar- stræti verði þjónusta og verslun en ekki hótelrekstur,“ segir í svari Hjálmars sem áréttar að til standi að endurbyggja NASA sem fjölnota sal. Ekki endilega hótel BIN-hópurinn hefur einna helst sett sig á móti því að hótel verði í gamla Landsímahúsinu. „Mikilvægt er að hafa í huga að í deiliskipulagi er hótelið leyft en að það þurfi ekki að rísa. Í gamla Landsímahúsinu og í nýbyggingu sem á að rísa í Kirkju- stræti segir eingöngu að þar eigi að rísa miðborgarstarfsemi í deiliskipu- laginu […] Þó eigandinn vilji reisa þarna hótel, þá getur hann selt lóð- ina ef annar aðili sér hag sinn í því að reisa þarna aðra starfsemi,“ segir Hjálmar. Afskipti lóðareiganda eðlileg  Varaformaður skipulagsráðs í Reykjavík segir að tekið hafi verið tillit til mótmæla gegn deili- skipulagi á Landsímareit Segir að lóðareiganda hafi ekki borið skylda til að samþykkja samkeppni 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 41,9 millj. Sandavað1 1 0Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 Lágmúla 4 www.miklaborg.is Samtals að stærð 126,3 m² Sér hannaðar allar innréttingar Mikil lofthæð og innfeld lýsing Útgengi út á svalir úr stofu og baðherbergi Stæði í bílakjallara Glæsileg íbúð með útsýni allan hringinn Gjald sem fyrirtækjunum ber að greiða í Umhverfissjóð sjókvíaeldis verður tvöfalt hærra en lagt var til í frumvarpi til laga um breytingar á fiskeldislögum. Árgjaldið verður rúmar 2000 krónur fyrir hvert tonn sem leyfi er fyrir. Í lögunum er verkefnum og stjórnun sjóðsins einnig breytt, frá því sem gert var ráð fyrir. Auk burð- arþolsmats fjarða og vöktunar er veitt heimild til að veita veiðirétt- arhöfum styrki til að mæta kostnaði eða tekjumissi vegna tjóns sem ekki er hægt að rekja til ákveðinnar stöðvar. Landssamband fiskeld- isstöðva og Landssamband veiði- félaga tilnefna fulltrúa í stjórn auk fulltrúa umhverfis- og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fleiri breytingar voru gerðar á lögunum sem fiskeldismönnum hugnast ekki. Guðbergur Rúnarsson framkvæmdastjóri segir að þeim hafi þó þótt mikilvægt að fá lögin samþykkt fyrir þinglok. Annars hefði ekki verið hægt að hefja rann- sóknir í sumar. Hann getur þess að boðuð sé heildarendurskoðun laga um fiskeldi innan átján mánaða. Hafrann- sóknastofnun hefur pantað búnað til mæl- inga vegna burð- arþolsrannsókna og hefur ríkis- stjórnin tryggt fjármagn til þess en það verður tekið úr Umhverfissjóðnum þegar hann fær tekjur. AVS-sjóðurinn og Þróunarsjóður fiskeldismanna greiða samtals um 15-16 milljónir til að koma rannsóknunum af stað í sumar, auk framlags Hafró. Haf- rannsóknastofnun vinnur að rann- sóknum í Dýrafirði, í samvinnu við Dýrfisk. Þá verða hafnar rannsóknir í Arnarfirði í sumar. Jafnframt er ætlunin að gera burðarþolsmat fyrir Tálknafjörð og Patreksfjörð á grundvelli þeirra upplýsinga sem þegar liggja fyrir og með viðbót- arrannsóknum. Það gæti orðið fyrsta formlega burðarþolsmatið. helgi@mbl.is Gjald í Umhverf- issjóð tvöfaldað Lax Unnið við pökkun á laxi.  Burðarþolsrannsóknir hefjast í sumar Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Er ég á báðum hliðum? Ég vissi það ekki,“ sagði Ragnar Bjarnason, tónlistarmaður með meiru, glaðlega þegar hann handlék fyrstu plötuna sem var gefin út með hon- um fyrir 60 árum, nánar tiltekið 26. maí árið 1954. Platan er varðveitt á Þjóðarbókhlöðunni en Ragnar á sjálfur ekki eintak af plötunni. „Þetta voru mjög brothættar plötur. Mínar hafa eflaust eitthvað týnst í flutning- unum.“ Á plötunni syngur Ragnar Bjarnason með KK-sext- ettinum tvö lög, Í faðmi dalsins eftir Bjarna Gíslason og Í draumi með þér (I’m walking behind you) eftir Billy Red. Platan er 78 snúninga, 25 sentímetrar í þvermál og kom út hjá hljómplötuútgáfu sem nefndist Tónika. Þá var Ragnar tæplega tvítugur að aldri en hann verður 80 ára 22. september næstkomandi. Í auglýsingu plötunnar er Ragnar kynntur sem hinn „nýi dægurlagasöngvari.“ Það eru orð að sönnu en hann átti síðar meir eftir að verða einn ástsælasti söngvari landsins. Einstakt að spila með KK-sextett „Lagið eftir Bjarna er mjög gott. Hann var alltaf að gauka einhverjum lögum að okkur þegar við spiluðum uppi á velli,“ rifjaði Ragnar upp um leið og hann tók við kaffibollanum og bætti duglega nokkrum sykurmolum útí. „Maður ætti að vera orðinn löngu dauður miðað við allt sykurátið í gegnum tíðna og fréttirnar í dag.“ Ragnar er eldhress og lætur vel af sér. „Það var æðislegt að spila með KK-sextett. KK var alveg einstakur maður, hann var svo ljúfur og góð mann- eskja. Strákarnir í bandinu gerðu allt fyrir hann.“ Á þessum tíma þegar platan var tekin upp var Ragnar ekki kominn í bandið. Nokkru síðar varð hann söngvari KK- sextetts og var í fjölda ára. „Það má segja að ég hafi laumað mér inn í bandið bakdyramegin,“ segir Ragnar og hlær. Platan var tekin upp í Ríkisútvarpinu sem var þá við Austurvöll. „Allt var tekið upp eftir að dagskrá lauk upp úr ellefu á kvöldin.“ Ragnar segist alltaf hafa verið staðráðinn í að vera tónlistarmaður. Hann spilaði á trommur og fór ekki að syngja fyrr en um 15 ára aldurinn. „Þá fór pabbi að láta mig syngja eitthvað með körlunum. Hann vissi alltaf að það byggi eitthvað í mér.“ Ragnar heldur veglega upp á árin 80 á þessu ári. Í haust verða haldnir tónleikar í Hörpu og þar stígur á svið með honum helsta tónlistarfólk landsins og karlakórar eins og Karlakór Reykjavíkur og Álftagerðisbræður. Þá munu einnig Jón Jónsson og Lay Low syngja með hon- um. „Unga fólkið verður líka, það er nauðsynlegt að hafa það með.“ Uppselt er á fyrstu tónleikana og nokkrir aðr- ir komnir í sölu. „Ég ætla að sprella og hafa gaman að þessu. Þetta má ekki verða of síft. Ég hef líka verið spurður að því hvort þetta verði ekki örugglega eftir mínu höfði.“ 60 ár eru liðin frá fyrstu plötu Ragga Bjarna  Einstakt að vinna með KK-sextett  Stórafmæli í haust Morgunblaðið/Árni Sæberg Plata Ragnar Bjarnason heldur á fyrstu plötunni sem hann söng inn á, fyrir 60 árum, en hann verður 80 ára í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.