Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Ólafur Sigurður Ásgeirsson ✝ Ólafur Sig-urður Ásgeirs- son fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1947. Hann andaðist 11. maí 2014. Útför Ólafs fór fram 23. maí 2014. Ég vil hér minn- ast vinar og sam- starfsmanns til fjölda ára, Ólafs Ásgeirssonar, fv. þjóðskjalavarðar og skátahöfð- ingja. Honum kynntist ég fyrst að ráði er ég kom inn í stjórn Banda- lags íslenskra skáta (BÍS) 1990 og svo enn betur er ég gerðist fram- kvæmdastjóri BÍS. Hann varð skátahöfðingi 1995 og gegndi embættinu í níu ár. Hann stóð ásamt stjórn fyrir öflugri upp- byggingu og fóru skoðanir okkar og hugmyndir vel saman. Fjár- hagur hreyfingarinnar var afar bágborinn, nýjar fjáraflanir þurfti til og ávallt tók hann nýjum hug- myndum fagnandi. Öflug útgáfu- starfsemi fór í hönd. Skátahúsið við Snorrabrautina hentaði starf- seminni ekki lengur og leiddi hann þá vinnu sem fór í hönd. Ný og glæsileg Skátamiðstöð var vígð árið 2003 og baráttan um sölu Snorrabrautarinnar gleymdist. Samtaka vorum við síðan í þeirri stefnu að sækjast eftir stórum verkefnum frá alþjóða- hreyfingunni til landsins og var hann öflugur talsmaður þess. Þannig fengum við til landsins Evrópuþing skáta 2004 sem tókst afar vel. Stórt Evr- ópumót skáta feng- um við síðan sem haldið var af glæsi- leika 2009. Reynt var lengi að fá al- heimsmót eldri skáta til Íslands. Þeirri vinnu var framhaldið eftir okkar brottför og verður það haldið hér 2017 – Ólafs verður saknað þar. Við útbjugg- um okkar eigið alþjóðlegt mót er við nefndum Nordjamb, nafn sem var á alheimsmóti skáta 1975 og áttum við langt samtal um það hvort það væri við hæfi að nota nafnið, var hann harður á því og svo varð. Úlfljótsvatn var Ólafi ávallt hugleikið. Þar vorum við samstiga um leiðir til að vinna að uppbygg- ingu svæðisins sem alhliða útivist- armiðstöð. Landsmótin skyldu haldin þar reglulega sem hófst með mótinu 1996 og ávallt skyldi framkvæma eitthvað varanlegt fyrir hvert mót. Yfirstjórn stað- arins var tekin yfir og starfið leitt áfram. Ótrúlegt er að sjá breyt- ingarnar frá 1996 – nú er þar ein glæsilegasta útivistarmiðstöð skáta í Evrópu. Við fórum víða um heim til fundarhalda á vegum skáta. Alltaf kom á óvart hin gífurlega þekking Ólafs á öllum sviðum og hvar sem komið var þekkti hann til sögu lands og þjóðar og ekki sakaði öfl- ug tungumálakunnátta hans. Í tengslum við Evrópuþing skáta í Lúxemborg 2001 fór hópur til Trier. Á leiðinni þuldi hann held ég nær alla sögu Evrópu og er komið var til Trier heyrðum við byggingarsögu hinnar sögufrægu Péturskirkju. Hann var ótrúlegur þekkingarbrunnur, og ekki skrítið að hann hafi alla tíð átt erfitt með að halda stutta tölu og gerðum við oft góðlátlegt grín að því okkar á milli. „Óli þú mátt ekki fara yfir 5 mínútur núna“ en gjarnan urðu þær allavega 15. Skátar sjá á eftir öflugum fé- laga sem gegndi lengi forystu- hlutverki og sennilega sá skáti sem best þekkti sögu hreyfingar- innar. Veikindin tóku sinn toll síð- ustu misserin en hann bar sig ávallt vel og hugurinn var alltaf afar skýr. Ég vil þakka Ólafi sér- lega farsælt og gott samstarf sem og vináttu. Ég sendi konu hans, börnum, fjölskyldu, skátasystkin- um og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ólafs Ásgeirssonar. Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Leiðir okkar Ólafs Ásgeirsson- ar lágu fyrst saman sumarið 1977. Hann var kominn á Akranes til að stýra framhaldsskóla sem var þá nýstofnaður. Ég var á þeim tíma kennari við Gagnfræðaskólann sem ásamt Iðnskólanum á Akra- nesi varð hluti af hinum nýja skóla, Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Þarna stóð hann, nýi skólameistarinn, ungur maður, fremur lágvaxinn en snaggaraleg- ur og valdsmannslegur í fasi. Fljótlega varð okkur samstarfs- mönnum Ólafs ljóst að hann var ekki kominn á Skagann til að taka við orðnum hlut. Verkáætlunin var skýr og verkefnið að búa til nýjan skóla frá grunni. Ekki bara einhvern skóla heldur skóla í fremstu röð. Ólafur lagði fyrir okkur forskriftina. Í skólanum skyldi vera í boði nám sem hentaði þeim þverskurði ungmenna sem væri að finna í samfélaginu. Allt nám, bóklegt jafn sem verklegt, skyldi hafa sama vægi. Kennsla ætti að vera fyrsta flokks og kröf- ur til nemenda miklar. Öllum skyldi komið til aukins þroska. Ólafur var handgenginn áfanga- kerfinu þar sem hann hafði unnið við innleiðingu og þróun þess við Menntaskólann við Hamrahlíð. Fæst okkar þekktu áfangakerfið nema af afspurn. Ólafur var ekki lengi að koma mönnum til verka. Hafist var handa við að skrifa nýj- ar námsbrauta- og áfangalýsing- ar. Menn sem litla eða enga reynslu höfðu af slíkum verkum voru hvattir áfram af eldhuganum sem sannfærði menn um eigin getu. Ég minnist þess að hafa löngum stundum setið yfir því að semja námslýsingar hinna marg- víslegustu námsbrauta og náms- greina, eðlisfræðibraut, matvæla- tæknabraut, heilbrigðisfræði og bakaraiðn, allt var undir. Útgáfa námsvísa var ekki það eina sem fyrir lá á þessum frumbýlingsár- um skólans. Það voru lögð drög að nýjum kennsluháttum, skólabrag- ur endurmótaður, leyst úr hús- næðisvanda, heimavist opnuð, skólaakstur skipulagður, kennsla í kvöldskóla hafin og svo mætti áfram telja. Í þessu öllu stóð Ólaf- ur af óbilandi elju og með þeim sannfæringarkrafti sem honum var eðlislægur. Dygðu fortölur ekki varð að grípa til aðgerða og t.d. lokaði Ólafur sig inni með hópi nemenda og sagði engan fara út fyrr en búið væri að stofna nem- endafélag. Nemendafélag FA varð þá til. Til sanns vegar má færa að á þessum frumbýlingsár- um fjölbrautaskólanna hafi þróun framhaldsmenntunar verið í höndum skólanna sjálfra, stjórn- enda þeirra og kennara. Á þeim árum fjölgaði nemendum ört og mæta varð kröfum um fjölbreytt- ara námsframboð. Ólafur Ás- geirsson gerði sig mjög gildandi á samstarfsvettvangi skólanna á þessum árum og valinn þar til trúnaðarstarfa. Þegar Ólafur var ráðinn þjóðskjalavörður varð það hlutskipti mitt að taka við starfi skólameistara Fjölbrautaskólans á Akranesi sem nokkru síðar varð Fjölbrautaskóli Vesturlands. Þá reyndist mér ómetanlegt að hafa áður unnið undir handleiðslu Ólafs Ásgeirssonar að mótun nýs skóla. Um leið og ég votta honum virðingu mína sendi ég Vilhelm- ínu, börnunum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Þórir Ólafsson, fv. skólameistari FVA. Kveðja frá Skólameist- arafélagi Íslands Árið 1981 komu nokkrir stór- huga stjórnendur framhaldsskóla saman og ræddu mikilvægi þess að efla samstarf, fagþekkingu og kynni þeirra sem stjórnuðu fram- haldsskólum á Íslandi. Einn þess- ara stórhuga stjórnenda var Ólaf- ur Ásgeirsson sem þá var skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi og hafði verið það frá stofnun hans 1977. Ólafur tók þátt í að stofna Skólameistarafélag Ís- lands en hann lagði m.a. fram til- lögu um nafn félagsins á fyrsta að- alfundi þess í júní árið 1981. Hann sat í stjórn Sambands iðnfræðslu- skóla árin 1977 – 1985 og í stjórn Skólameistarafélagsins árin 1983 – 1985. Ólafur var starfandi kenn- ari og stjórnandi við framhalds- skóla í gegnum mikið mótunar- og umbrotaskeið í sögu íslenska framhaldsskólans, þegar fjöl- brautaskólarnir voru stofnaðir og áfangakerfið var mótað. Sem áfangastjóri MH átti hann drjúg- an þátt í búa til þær brautir sem enn í dag eru grunnurinn að stúd- entsprófsbrautum framhaldsskól- anna. Vinna Ólafs á þessum mót- unartíma hins nýja íslenska framhaldsskóla og eldmóður til að efla menntun ungmenna á Íslandi er ómetanleg og varð þeim sem á eftir komu mikill innblástur og góð fyrirmynd. Ólafur átti stóran þátt í því að áfangaskólarnir treystu samstarfið og unnu sem ein heild að gerð áfangalýsinga og námskráa með hag nemenda að leiðarljósi. Skólameistarafélag Íslands þakkar Ólafi hugsjóna- og braut- ryðjandastarf í þágu menntunar á Íslandi, fyrir óeigingjarnt starf í þágu skólameistara og skóla- stjórnenda og að standa fast á því að fjölbreytileikinn þjóni best hagsmunum íslenskrar æsku. Ársæll Guðmundsson, formaður Skólameist- arafélags Íslands Sagnfræðingurinn og þjóð- skjalavörðurinn Ólafur Ásgeirs- son skilur eftir sig skarð í hópi sagnfræðinga á Íslandi. Hann var formaður Sagnfræðingafélags Ís- lands 1987-88, átti lengi sæti í Landsnefnd íslenskra sagnfræð- inga og rannsakaði sjálfur sögu fyrri alda. En stærsti vettvangur hans á þessu sviði var að veita Þjóðskjalasafni Íslands forstöðu í næstum þrjá áratugi og hafa for- ystu um að leggja grunn að nú- tímalegu skjalasafni. Það starf er ómetanlegt fyrir fræðiiðkun í landinu, bæði sögu eldri tíma og ekki síður sögu og samfélag 20. aldar. Ólafur lagði grunn að tengslum Þjóðskjalasafns og Há- skóla Íslands og studdi samstarf þessara stofnana í tengslum við skjalfræðikennslu innan sagn- fræðinnar, sem síðan hefur hald- ist óslitið í nokkra áratugi. Hann hafði forystu um að stýra Þjóð- skjalasafninu inn í nútímann, taka á mikilvægum þáttum í skjala- vörslu hins opinbera og leggja grunn fyrir stofnunina sem bæði stjórnsýslustofnun sem tryggði réttindi borgaranna og skjala- vörslu til framtíðar og sem rann- sóknastofnun. Sem þjóðskjala- vörður stuðlaði Ólafur að útgáfu mikilvægra frumheimilda, þátt- töku starfsmanna í rannsóknum sem hluta af starfi sínu og leiddi daglegt starf af mannskilningi og trausti til starfsmanna sinna. Starfsmenn Þjóðskjalasafns eiga góðar minningar um samskipti og samvinnu við Ólaf sem yfirmann og félaga. Hrefna Róbertsdóttir. Kynni okkar Ólafs Ásgeirsson- ar hófust á sjöunda áratug síðustu aldar, þegar hann var nemandi minn í náttúrufræðum í Mennta- skólanum í Reykjavík. Næst lágu leiðir okkar saman, þegar við kenndum báðir í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Þá var áfanga- kerfi í mótun í þeim skóla, og kvöldskóli fyrir fullorðna, öld- ungadeild, var önnur og þörf nýj- ung. Ólafur tók virkan þátt í þess- ari mótun, fyrst í Hamrahlíð en síðan í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, þar sem hann var skólameistari frá 1977, þar til hann fluttist á nýjan vettvang, sem þjóðskjalavörður, árið 1985. Á umbrotatímum í kerfi fram- haldsskóla, þegar áfangakerfi var að mótast og breiðast út um land- ið, störfuðu stjórnendur skólanna saman og hittust oft og reglulega. Eftir að ég tók við starfi rekt- ors Menntaskólans við Hamrahlíð haustið 1980 lágu leiðir okkar Ólafs því enn saman. Meðal ann- ars sátum við báðir í nefnd á veg- um menntamálaráðuneytis, þar sem lagður var rammi að skipan námsefnis innan einstakra deilda framhaldsskólanna, að því er að ráðuneytinu sneri. Hygg ég að með þessu starfi og því skipulagi sem varð árangur þess hafi áfangakerfi framhaldsskóla verið settur formlegur rammi með reglugerðum, rammi, sem enn stendur í meginatriðum, þótt mörgu hafi að sjálfsögðu verið breytt. Aldrei minnist ég þess að hnökrar kæmu upp í samstarfi okkar Ólafs Ásgeirssonar. Hann var léttur í lund en jafnframt fast- ur fyrir. Oftar en ekki trúi ég að við höfum staðið saman þegar ágreiningur reis um einhver atriði varðandi störf og starfsreglur áfangaskóla, enda báðir samherj- ar við upphaflega gerð kerfisins í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Móðir mín, sem nú er nýlátin í hárri elli, starfaði á efri árum við afritun og frágang gamalla skjala við Þjóðskjalasafnið. Oft bar hún í mín eyru lof á Ólaf Ásgeirsson fyrir trausta stjórnun og góða mannkosti. Ég kveð góðan vin með söknuði og votta fjölskyldu hans einlæga samúð. Örnólfur Thorlacius. Vinur minn, Ólafur Ásgeirsson, fv. skátahöfðingi, er látinn langt um aldur fram. Ég kynntist Ólafi fyrst þegar hann tók sæti í stjórn Skátasambands Reykjavíkur fyr- ir um aldarfjórðungi síðan. Þá hafði ég heyrt ýmsar sögur af honum þar sem ýmist var hann talinn hinn mesti hrokagikkur eða mikill snillingur og frábær náungi. Á þessum tíma var ég fé- lagsforingi Ægisbúa og áttum við náið samstarf um uppbyggingu skátastarfs í Reykjavík. Síðar réðst ég til starfa hjá Bandalagi íslenskra skáta og jókst þá sam- starf okkar til muna, sérstaklega þann tíma sem hann var skáta- höfðingi. Samstarf okkar gekk mjög vel, það var gaman að vinna með Ólafi, hann leitaði lausna á vandamálum og okkur tókst alltaf að finna sameiginlega niðurstöðu þó einhvers staðar í ferlinu vær- um við ekki fyllilega sammála. Þá var einstaklega skemmtilegt að ræða við hann um allt og ekkert. Öðrum eins hafsjó af fróðleik um nánast allt milli himins og jarðar og Ólafur bjó yfir hef ég ekki kynnst annars staðar og gerði hann mann oft alveg kjaftstopp í frásögnum sínum. Eftir að Ólafur lét af embætti skátahöfðingja fækkaði samverustundunum, en þó hittumst við öðru hverju og borðuðum saman eða drukkum saman kók úr glerflösku á skrif- stofu þjóðskjalavarðar. Ólafur gat vissulega verið orðhákur þegar sá gállinn var á honum, en traustari vin og samstarfsmann er vart hægt að hugsa sér. Við Helga þökkum honum samfylgdina og sendum fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Júlíus Aðalsteinsson. Fóstbræður – Fóstbræður – fyrstu sveit – viðbúnir, tilbúnir, nú! Þannig hljómar flokkshróp Fóstbræðraflokksins, sem Ólafur Ásgeirsson stofnaði. Fóstbræðra- flokkurinn er í Minkasveit og við Minkarnir vorum mjög meðvitað- ir um að það væri engin skátasveit norðan Alpafjalla fremri okkur. Við áttum líka sjálfan skátahöfð- ingjann yfir Íslandi, Ólaf Ásgeirs- son, og komum fyrir mynd af hon- um uppi á vegg við hliðina á myndinni af Lord Baden-Powell. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Ólafi vel. Sautján ára varð ég fyrir því óláni að missa sumarvinnuna og fékk að vera fá- eina daga á Þjóðskjalasafni hjá Ólafi við ýmis störf. Þeir fáeinu dagar urðu heilt sumar. Ólafur var frábær leiðbeinandi á nám- skeiðum skáta og greiddi götu mína til að fá störf hjá Alþjóða- bandalagi skáta í Sviss og síðar á vegum Boy Scouts of America í New Mexico. Allt varð þetta mér ómetanleg lífsreynsla. Síðar veitti hann mér mikla aðstoð við öflun gagna fyrir margvíslegar sagn- fræðirannsóknir mínar. Ólafur er farinn heim, alltof snemma. Eftir lifir minningin um frábæran skátaforingja, nákvæm- an embættismann og góðan vin. Björn Jón Bragason.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Sigurð Ásgeirsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLFREÐS BJÖRGVINS LÁRUSSONAR húsasmíðameistara, Silfurgötu 42, Stykkishólmi. Helga Hjördís Þorvarðardóttir, Hulda M. Hallfreðsdóttir, Björgvin Ragnarsson, Lárus F. Hallfreðsson, Guðrún Hauksdóttir, Sigþór U. Hallfreðsson, Ann Linda Denner, Elvar H. Hallfreðsson, Halla Dís Hallfreðsdóttir, Helgi B. Haraldsson, Elín E. Hallfreðsdóttir, Haukur Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður og ömmu, LILJU HALLGRÍMSDÓTTUR, Skálateigi 3, Akureyri. Sérstakar þakkir fá Eyþór Ingi Jónsson organisti Akureyrarkirkju, Hymnodia kammerkór, Elvý G. Hreinsdóttir, Kvennakórinn Embla, Ásdís Arnardóttir, sr. Svavar A. Jónsson, starfsfólk lyflækningadeildar, krabbameinsdeildar og Heimahlynning á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Gréta Baldursdóttir, Jón Pálmi Magnússon, Geir Baldursson, Svava Hauksdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Valborg Rut Geirsdóttir, Baldur Geirsson, Agnar Geirsson, Elísa Ósk Jónsdóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HANNESAR Þ. SIGURÐSSONAR. Margrét Erlingsdóttir, Sigurður Hannesson, Margrét Karlsdóttir, Kristín Hannesdóttir, Páll Einar Kristinsson, Erlingur Hannesson, Halldóra Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, SVERRIR BENEDIKTSSON, Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 11. Örn Benedikt Sverrisson, Ingibjörg G. Marísdóttir, barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, JÓNS ÓSKARSSONAR, fv. stöðvarstjóra Flugleiða í Keflavík. Hafdís Hlíf Sigurbjörnsdóttir, Björn Jónsson, Anna Kristín Daníelsdóttir, Óskar Örn Jónsson, Gerður Ríkharðsdóttir, Sigmar Jónsson, Birna Björg Másdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.