Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Úrslit forkosninga Repúblikana- flokksins sem fóru fram í vikunni hafa almennt verið túlkuð sem skipbrot Teboðshreyfingarinnar sem hefur hrist upp í flokknum undanfarin ár. Kjósendur í for- kosningunum höfnuðu frambjóð- endum hreyfingarinnar og kusu sér þeirra í stað fulltrúa sem eru hefðbundnari öflum innan flokks- ins þóknanlegir. Á þriðjudag völdu repúblikanar í sex ríkjum sér fulltrúa til þing- kosninga sem fara fram í nóvem- ber. Þá verður kosið um öll sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og um þriðjung sæta í öldungadeild- inni. Í forkosningnunum nú var meðal annars kosið um frambjóð- endur repúblikana til öldunga- deildarinnar í þremur lykilríkjum, Kentucky, Georgíu og Oregon. Hefðbundnari frambjóðendur flokksins fóru með sigur af hólmi í þeim öllum, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öld- ungadeildinni. Vonbrigði fyrir demókrata Teboðshreyfingin hrærði upp í Rebúblikanaflokknum í forkosn- ingum árið 2010 og 2012 þegar lítt þekktir frambjóðendur frá ysta hægrinu höfðu sigur í nokkrum ríkjum. Helstu baráttumál hennar voru andstaða gegn útþenslu rík- isins sem jaðraði við efasemdir um sjálfan tilverurétt alríkisstjórnar- innar. Þá var frambjóðendum hennar mjög uppsigað við heil- brigðistryggingafrumvarp Baracks Obama forseta. Talið er að öfgar teboðsframbjóðendanna hafi kost- að Repúblikana nokkur þingsæti í kosningunum þá. Úrslitin í forkosningunum nú eru því demókrötum vonbrigði, sérstaklega í Kentucky og Georgíu þar sem þeir voru vongóðir um að vinna sæti í öldungadeildinni þar sem þingmenn repúblikana eru fyrir á fleti. Þeir höfðu legið á bæn um að teboðsframbjóðendur hefðu sigur sem myndi fæla hófsamari kjósendur frá því að kjósa repú- blikana. Ekki eru þó allir sammála að niðurstaðan sé ósigur fyrir Te- boðshreyfinguna, jafnvel þó að frambjóðendum hennar hafi verið hafnað. Eugene Robinson, pistla- höfundur Washington Post, segir þannig að úrslitin séu heldur merki um uppgjöf ríkjandi afla í Repúblikanaflokknum sem hafi gleypt róttæka stefnu teboðsins heila. Þingmenn flokksins haldi til að mynda áfram að reyna að draga heilbrigðistryggingalögin til baka, yfir fimmtíu tilraunir hafa þegar verið gerðar til þess, þrátt fyrir að það sé vonlaus barátta. Enginn sjáanlegur munur sé á svonefndum hefðbundnum frambjóðendum og teboðsfólki. Frambjóðendurnir megi hreinlega ekki virðast hóf- samir í augum kjósenda sinna vegna áhrifa hreyfingarinnar. „Allir fara fram eins og teboðs- frambjóðendur núna. Allir eru á móti Obamacare og gegn umfram- útgjöldum í Washington. Það var ekki alltaf þannig með flokksstofn- unina í Repúblikanaflokknum. Ég þekki ekki einu sinni [Mitch] McConnell frá því hvar hann stóð fyrir nokkrum árum,“ segir Matt Kibbe, forseti Freedom Works, hóps sem fjármagnar starfsemi Teboðshreyfingarinnar. „Allir fara fram eins og teboðsframbjóðendurnir“  Hugmyndafræði teboðsins sigrar þó að frambjóðendum þess hafi verið hafnað AFP Sigur Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fagnar sigri í forkosningum í Kentucky ásamt eig- inkonu sinni á þriðjudag. Hann og aðrir hefðbundnir frambjóðendur báru sigurorð af frambjóðendum teboðsins. Skoðanakönnun sem CBS- sjónvarpsstöðin birti á miðviku- dag sýnir að stuðningur við Teboðshreyf- inguna hefur aldrei verið minni á meðal Banda- ríkjamanna. Aðeins um 15% þeirra lýsa stuðningi við hana, sam- anborið við rúm 30% eftir þing- kosningarnar árið 2010 þegar repú- blikanar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni. Þó að forvalið í Mississippi fari ekki fram fyrr en 3. júní þá var nið- urlæging Teboðshreyfingarinnar líklega hvergi meiri en þar í vikunni. Þar hafa nokkrir meðlimir hreyfing- arinnar sem styðja sitjandi öld- ungadeildarþingmann ríkisins, Chris McDaniel, gegn Thad Cochran verið handteknir síðustu daga. Handtökurnar tengjast því að bloggari úr röðum hreyfingarinnar hafi farið á hjúkrunarheimili þar sem eiginkona Cochrans, sem þjá- ist af elliglöpum, liggur og tekið myndir af henni án samþykkis. Að minnsta kosti ein mynd var svo birt í myndskeiði á bloggsíðunni. McDaniel og framboð hans hafa fríað sig allri ábyrgð á málinu en engu að síður hafa öll önnur mál fallið í skuggann af hneykslinu í að- draganda forkosninganna. Mynduðu eiginkonu andstæðings STUÐNINGURINN VIÐ TEBOÐIÐ HEFUR HRUNIÐ Thad Cochran Hópur barna sem eru ónæm fyrir malaríu frá nátt- úrunnar hendi gæti verið lykill- inn að því að hægt verði að þróa bóluefni gegn sjúkdómn- um. Um 600.000 manns létust úr malaríu árið 2012, um 90% í löndum Afríku sunnan Sa- hara. Vísindamenn vinna nú að rann- sóknum á hópi um þúsund barna frá Tansaníu. Um 6% þeirra fram- leiða mótefni sem ræðst á sníkju- dýrið sem veldur malaríu þrátt fyr- ir að sjúkdómurinn sé algengur í heimahögum þeirra. Tilraunir til þess að sprauta af- brigði af mótefninu í mýs hefur vakið vonir um að hægt verði að þróa bóluefni. Áður en það getur orðið þarf hins vegar að prófa efnið á öpum og loks mönnum. TANSANÍA Ónæm börn lykill að malaríubóluefni Rannsókn á leka á geislavirku efni í neðanjarðar- kjarnorku- úrgangsgeymslu í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í febrúar bendir til þess að katta- sandur hafi verið orsökin. Sandurinn er notaður til að pakka úrganginum inn en hann er afar rakadrægur. Kenningin er að efnahvörf á milli nýrrar teg- undar af sandi sem var notuð og úr- gangsins hafi valdið því að tunna með úrgangi lak. 22 starfsmenn fengu minniháttar geislaeitrun. Talið er að gengið hafi verið frá um 500 tunnum með sama hætti og gæti hætta stafað af þeim. BANDARÍKIN Kattasandur talinn vera orsök geislunar Ríkisstjórn Ekva- dors hefur gefið út umhverfisleyfi fyrir olíuboranir á Yasuni- verndarsvæðinu í Amazon- skóginum. Rafael Correa, forseti landsins, bauðst til þess að undan- skilja svæðið olíu- vinnslu gegn því að iðnríkin greiddu stjórnvöldum fyrir það. Ekkert þeirra hafði þó áhuga á því og því gætu framkvæmdir hafist árið 2016. EKVADOR Leyfa olíuvinnslu á verndarsvæði Frumbyggjar mót- mæla áformunum.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 121. tölublað (24.05.2014)
https://timarit.is/issue/373209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

121. tölublað (24.05.2014)

Aðgerðir: