Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014
✝ Jón KristjánBjarnason
fæddist á Ísafirði
25. ágúst 1922.
Hann lést á Land-
spítalanum 8. maí
2014.
Jón var sonur
Bjarna Sigurðs-
sonar, f. á Kvíar-
bryggju, Eyr-
arsveit 31. maí
1862, d. 25. ágúst
1941, og Jónu Sigríðar Jóns-
dóttur, f. á Folafæti í Súðavík-
urhreppi 23. október 1885, d. 9.
mars 1968. Systkini hans voru
Garðar, Jón Sveinbjörn, Kristín,
Kristjana og Elías Bjarni, sem
öll eru látin.
Jón giftist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Guðríði Páls-
dóttur, 5. október 1946. Eign-
uðust þau fjögur börn sem eru:
þau þrjá syni. Kristján Örn
Jónsson, f. 28. janúar 1954,
fyrrverandi maki Erla Fanney
Óskarsdóttir, börn þeirra eru:
Sesselja Ósk, f. 1975, maki Arn-
ór Guðni Kristinsson og eiga
þau þrjú börn, Bergvin Örn f.
1985, sambýliskona Dagný
Björnsdóttir og eiga þau eitt
barn. Sambýliskona Kristjáns
er Ragnheiður Sveinsdóttir,
barn þeirra er Rakel, f. 2000.
Bjarni Jón Jónsson, f. 12. júlí
1963, maki Hafdís Hilm-
arsdóttir. Börn Bjarna og Haf-
dísar eru: Hilmar Daði, f. 1991,
og Sigrún Dís, f. 1997.
Jón stundaði framhaldsnám á
Héraðsskólanum á Laugarvatni,
Hann starfaði sem sölumaður á
raftækjum og var síðar yf-
irmaður yfir véladeild Sam-
bandsins. En lengst af sínum
starfsdögum ók hann leigubíl.
Jón var jarðsunginn frá Ár-
bæjarkirkju 16. maí 2014 og fór
athöfnin fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Eiríkur Jónsson, f.
13. apríl 1947, maki
Halldóra Jóna Ingi-
bergsdóttir. Eirík-
ur eignaðist Erlend
1969, móðir hans er
Erla María Er-
lendsdóttir. Maki
Erlends er Elfa
María Magn-
úsdóttir og eiga
þau þrjú börn. Börn
Eiríks og Halldóru
eru: Inga Birna, f. 1974, maki
Birgir Kaldal Kristmannsson og
eiga þau tvö börn, Guðjón, f.
1976, maki Melanie og eiga þau
tvö börn og Eiríkur Ari, f. 1981.
Ingunn Jónsdóttir, f. 15. maí
1948, maki Snorri Páll Kjaran.
Börn Ingunnar og Snorra eru:
Jón Ingvar, f. 1974, maki Pétur
Hrafn Árnason, Telma, f. 1978,
maki Daði Halldórsson og eiga
Elsku afi minn, ég var orðin sjö
ára þegar ég sá þig fyrst. Þú
komst í mat til pabba og í þau sjö
ár sem við höfum þekkst og verið
samferða í þessu lífi hefur þú sýnt
því áhuga sem ég er að gera í skól-
anum og skíðunum. Og þú studdir
mig á skíðum og alltaf þegar ég
var með góðan árangur á mótum
þá varst þú mjög glaður.
Þú varst mikill dýravinur. Allt-
af þegar þú komst í mat til mín
þurftir þú að leggja þig af því að
þú varst orðinn svo veikur. Þá
lögðu Tinni og Lucy sig alltaf með
þér.
Elsku afi minn, ég vildi að við
hefðum átt fleiri ár saman en ég er
samt ánægð með þau ár sem við
fengum að vera saman.
Nú sefur þú í kyrrð og værð
og hjá englunum þú nú ert.
Umönnun og hlýju þú færð
og veit ég að ánægður þú sért.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Ég
mun hitta þig á ný þótt langt sé
þangað til. Sú stund verður
ánægjuleg og hlý og eftir henni
bíðum við.
Takk fyrir að tala fallega um
mig og við mig.
Rakel Arna Kristjánsdóttir.
Elsku afi minn, takk fyrir allar
góðu minningarnar og nú er svo
komið að ég kveð þig í hinsta sinn.
Ég man fyrst eftir þér þar sem þú
varst alltaf að gantast í okkur
frændsystkinunum í hádeginu á
sunnudögum.
Þegar þú komst niður í matinn,
nývaknaður eftir næturvakt á
leigubílnum þínum, og tókst
stríðsdans fyrir okkur á síðu nær-
buxunum þínum sem okkur þótti
frábært og alltaf var það fyndnast
þegar amma gaf þér auga og þú
fórst upp í fínni buxur.
Enginn hefur hugsað eins vel
um bílana sína og þú, elsku afi
minn. Aldrei sá ég bílinn þinn
öðruvísi en nýbónaðan og þrifinn.
Alltaf var spennandi þegar þú
bauðst mér á rúntinn þar til ég
varð bílveik. Því eins öruggur bíl-
stjóri og þú varst keyrðirðu alltaf
frekar hratt.
Ég man svo vel eftir því þegar
ég var um átta ára og þú sóttir
mig heim í Mosó. Þá ræddi ég við
þig að mig langaði svo að labba
með þér upp Hamrahlíðarfjallið.
Þá ákváðum við að ganga saman
fjallið eftir ferminguna mína en
það varð aldrei neitt úr því en
þetta situr alltaf í minningu minni
því mig langaði svo upp fjallið og
þú varst eini sem tók vel í þá hug-
mynd.
Nú ætla ég að láta verða af því
þér til heiðurs og ganga upp þetta
litla fjall og veit ég innst inni að þú
verður með mér í þeirri göngu,
elsku afi minn.
Elsku afi, guð mun þig geyma.
Yfir okkur muntu sveima.
En eitt vil ég þó að þú vitir nú.
Minn allra besti afi varst þú.
Sesselja Ósk Kristjánsdóttir.
Elsku afi okkar hefur kvatt
þennan heim. Hlýlegur, góðhjart-
aður og hjálplegur kemur upp í
hugann þegar við minnumst þín á
kveðjustund, elsku afi. Það var
alltaf notalegt að koma í heimsókn
til ykkar ömmu, þú varst alltaf
glaður og kátur að sjá okkur og sí-
fellt að grínast í okkur barnabörn-
unum og síðar barnabarnabörn-
unum.
Við eigum eftir að sakna þess
að heyra þig segja „Hvað segir þú
Tolla/Tolli?“ Við fjölskyldan
þekkjum þessa setningu svo vel
þar sem við vorum öll Tolli eða
Tolla hjá þér og höfðum við gam-
an af því.
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt þig fyrir afa. Minningin um þig
mun ætíð lifa í hugum okkar.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Þinn dagur er liðinn, svo heiður og hlýr,
nú hljótt er um ranninn þinn bjarta.
En minningin hugljúfa hjá okkur býr,
en hún er sú gjöf, sem er fögur og dýr.
Þann gimstein við geymum í hjarta.
Á veg okkar breiddir þú birtu og yl,
það besta, er gæfu má veita.
Og ljúft var í vanda að leita til þín,
á lífinu margþætta kunnir þú skil.
Og allt skildi ástin þín heita.
Nú þökkum þér öll, þínir ástvinir hér,
og eins við, er tengd þér vorum.
Við blessum það allt, sem við með þér,
þín elskaða minning, hún ljós okkur ber.
Hvar eyðum við ævinnar sporum.
(Höfundur óþekktur)
Þín barnabörn
Erlendur, Inga Birna,
Guðjón og Eiríkur Ari
Eiríksbörn.
Elsku Jón minn, margs er að
minnast þegar ég rifja upp rúm-
lega 40 ára kynni okkar.
Ég var bara ung sveitastelpa
þegar ég hitti ykkur Gullu fyrst,
var þá nýbúin að kynnast syni
ykkar og varð síðan tengdadóttir
ykkar til margra ára. Þó við Stjáni
slitum samvistum var alltaf jafn-
hlýtt á milli okkar og leit ég alltaf
á ykkur Gullu sem mína aðra for-
eldra.
Mér er efst í huga hvað þú
varst alltaf káti, hressi karlinn
sem þekktir alla í Reykjavík þeg-
ar þú varst að sækja mig á Um-
ferðarmiðstöðina og keyra mig á
milli staða til að redda hinum
ýmsu hlutum í bæjarferðum mín-
um fyrstu hjúskaparárin okkar
Stjána. Mér þótti þú stórmerki-
legur maður.
Minningin um þig er sterk þar
sem þú komst hlaupandi niður
stigann í Hamrahlíðinni í hádeg-
inu á sunnudögum, þreyttur og lít-
ið sofinn eftir akstur næturinnar,
en alltaf jafnhress og gantaðist við
barnabörnin.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Jón, hvíl í friði,
þín,
Erla Fanney.
Jón Kr. Bjarnason
✝ Svanhvít Háv-arðsdóttir
fæddist á Seyð-
isfirði 16. sept-
ember 1924. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 15. maí
2014.
Svanhvít var
dóttir hjónanna
Hávarðar Helga-
sonar sjómanns, f.
25. júlí 1893, d. 8.
júlí 1988, og Þorbjargar Sigurð-
ardóttur húsmóður, f. 23. apríl
1891, d. 14. október 1970. Systir
Svanhvítar sammæðra var Huld
Gísladóttir, f. 5. janúar 1917, d. 7.
desember 1989. Uppeldisbróðir
Svanhvítar er Atli Hauksson, f.
26. nóvember 1934.
Hinn 16. júní 1950 giftist Svan-
hvít Svavari Karlssyni, umdæm-
isstjóra Pósts og síma á Austur-
landi, f. 29. febrúar 1912, d. 2.
desember 1971. Þá hafði hún áð-
ur eignast soninn
Hávarð Helgason, f.
25. maí 1946, kvænt-
ur Svanhvíti Björg-
ólfsdóttur, þau eiga
þrjú börn og sjö
barnabörn. Svanhvít
og Svavar eignuðust
tvö börn, Ingbjörgu
Svavarsdóttur, f. 19.
febrúar 1949, gift
Borgþóri Jóhanns-
syni, þau eiga þrjá
syni og þrjú barna-
börn, og Karl Svavarsson, f. 14.
ágúst 1950.
Svanhvít var lengst af heima-
vinnandi húsmóðir en starfaði
einnig hjá Seyðisfjarðarapóteki
og KHB. Svanhvít var virk í
starfi Slysavarnadeildarinnar
Ránar og starfaði einnig í kven-
félagi Seyðisfjarðar.
Útför Svanhvítar verður gerð
frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 24.
maí 2014, og hefst athöfnin kl.
14.
Hún amma mín Svana var
mjög góð og sérstök. Hún gaf
mér gjafir og mér þótti vænt um
hana og henni um mig. Mér
fannst alltaf svo notalegt að fara
í heimsókn til ömmu Svönu. Hún
var svo þolinmóð og ég sakna
hennar mjög mikið.
Sofðu rótt, elsku amma Svana.
Ég ætla að kveðja þig með lag-
inu sem ég söng stundum fyrir
þig og ég veit að þér þótti svo
fallegt.
Frost er úti, fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt
því nú er frosið allt?
En ef þú bíður augnablik
ég ætla að flýta mér,
að biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.
(Höf. ók.)
Þinn
Valur Andrason.
Þegar leiðir okkar Andra lágu
saman fyrir tæpum 12 árum varð
ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
að kynnast ömmu Svönu. Reynd-
ar kom þá í ljós að fjölskyldurnar
tvær tengdust áður sterkum fjöl-
skyldu- og vináttuböndum í
gegnum langömmur okkar
Andra svo það má kannski segja
að örlögin hafi leitt okkur saman.
Svana var kjarnakona og í
mínum huga skipar hún sérstak-
an virðingarsess. Hún var mikil
fjölskyldukona. Fjölskyldan átti
hug hennar og hjarta og hún
fylgdist alltaf vel með og dekraði
við hana. Það var alltaf gaman
þegar við komum saman. Sér-
staklega var þó skemmtilegt
þegar amma Svana rifjaði upp
gamla tíma og ósjaldan sagði
hún frá skemmtilegum atvikum
af sjálfri sér eða öðrum.
Efst í huga mér þegar komið
er að kveðjustund er þakklæti
fyrir allar þær ánægjustundir
sem við áttum saman, alla þá ást-
úð og hlýju sem amma Svana
sýndi okkur Andra og börnunum
okkar. Stórt skarð er höggvið í
fjölskylduna og missirinn mikill
en eftir stendur björt og fögur
minning um góða ömmu. Við vit-
um að amma Svana er á góðum
stað þar sem hún getur spókað
sig á háu hælunum, glæsilega
sem endranær.
Blessuð sé minning ömmu
Svönu.
Okkar dýpstu ástarþakkir
öll af hjarta færum þér.
Fyrir allt sem okkur varstu,
yndislega samleið hér.
Drottinn launar, drottinn hefur
dauðann sigrað, lífið skín.
Hvar sem okkar liggja leiðir,
lifir hjartkær minning þín.
(Höf. ók.)
Svava Lárusdóttir.
Svanhvít
Hávarðsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KERSTIN TRYGGVASON,
áður til heimilis að Nökkvavogi 26,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar-
stöðum laugardaginn 17. maí.
Útför fer fram frá Langholtskirkju
mánudaginn 26. maí kl. 13.00.
Þorsteinn Tómasson, Sophie Kofoed-Hansen,
Haraldur Tómasson, Inga Guðmundsdóttir,
María Tómasdóttir, Hafsteinn Gunnarsson,
Tumi Tómasson, Allyson Macdonald,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og
mágur,
EYJÓLFUR GUÐJÓNSSON
flugþjónn,
áður Snorrabraut 56b,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu DAS föstudaginn 9. maí.
Jarðarförin fer fram mánudaginn 26. maí
í Áskirkju kl. 13.00.
Guðjón Eyjólfsson,
Ottó Guðjónsson, Guðbjörg Sigurðardóttir,
Karólína Guðjónsdóttir,
Áslaug Guðjónsdóttir, Steinþór Pálsson,
Gunnar Guðjónsson, Marta Svavarsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Jökulgrunni 26,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
styrktarsjóð skáta, 0701-26-003444, kt.
440169-2879.
Gísli Kristjánsson,
Guðrún Gísladóttir, Halldór Þórðarson,
Kristján Gíslason, Ásdís Rósa Baldursdóttir,
Guðmundur Torfi Gíslason, Ragnheiður K. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Okkar ástkæri
GÍSLI JÓN HELGASON,
Hátúni 4,
Reykjavík,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut mánudaginn 19. maí, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00.
F. h. aðstandenda,
Jónína Böðvarsdóttir, Hans G. Hilaríusson,
Sigurður Ellert Sigurðsson, AnaIsa Rondon.
✝
Yndislegi maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi, afi, langafi og bróðir,
BERGMUNDUR ÖGMUNDSSON,
skipstjóri og útgerðarmaður
í Ólafsvík,
andaðist miðvikudaginn 21. maí á dvalar-
heimilinu Jaðri í Ólafsvík.
Sigríður Þóra Eggertsdóttir,
Þórdís Bergmundsdóttir, Elvar Guðvin Kristinsson,
Elsa S. Bergmundsdóttir, Aðalsteinn Snæbjörnsson,
Bergmundur Elvarsson, Sunna Kristinsdóttir,
Jóhann Ögri Elvarsson, Rut Helgadóttir,
Snæbjörn Aðalsteinsson, Guðrún Magnea Magnúsdóttir,
Hólmkell Leó Aðalsteinsson,
Sindri Már, Darri, Patricia, Máni og
systkini hins látna.