Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 48
Góður Guð... Galdur Withered Hand er eins manns sveit Dan Willson. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Withered Hand er einsmanns sveit Dans nokk-urs Willson sem ein- hverjir Íslendingar ættu að þekkja, því tengingar við Frón hefur hann þónokkrar. Benni Hemm Hemm spilaði t.d. í Withered Hand um hríð er hann bjó í Edinborg, því stundum fjölgar í eins manns sveitinni, og í hitteðfyrra lék hann á skoskum dögum á KEX þegar Burns-nótt var fagnað. Ferill Willson er athyglisverð- ur um margt. Hann var alinn upp af vottum Jehóva, það hafði mikil og mótandi áhrif á hann, en svo fjar- lægðist hann trúarhópinn á ung- lingsárum og hefur verið að vinna úr þeirri arfleifð síðan, m.a. í gegn- um tónlistina. Árið 1996 fluttist hann til Edinborgar og reyndi í upphafi fyrir sér sem teiknari en þegar eiginkonan gaf honum kassa- gítar í þrítugsafmælisgjöf sneri hann sér alfarið að tónlist eftir lítils háttar dútl við hana meðfram teikn- ingunum. Hann lýsir því hvernig hlutirnir hafi einfaldast fyrir hon- um við komu kassagítarsins og fyrsta lagið sem hann samdi var „Cornflake“ sem finna má á fyrstu plötu hans, Good News (2009). Í því lagi má finna hinar stórkostlegu lín- ur „John Harvey Kellogg doesn’t want me for a sunbeam,“ sem er m.a. vísun í hljómsveitina Vaselines og lag hennar „Jesus doesn‘t want me for a Sunbeam“. Euguene Kelly, leiðtogi þeirrar sveitar er mikið á- trúnaðargoð Willsons og heitir son- ur hans m.a. í höfuðið á honum. Ný plata Yfirmáta hnyttnir textar, ein- lægur flutningur og einhver töfrum slungin ára sem erfitt er að festa hendur nákvæmlega á hafa stuðlað að ört vaxandi vinsældum Willsons. Í Edinborg er hann kominn með nokkurs konar „strákurinn okkar“ stöðu um leið og tónlistar- áhugamenn annars staðar eru farn- ir að leggja við hlustir. Ný plata, New Gods, kom svo út í vor og hefur aukið enn frekar á hróðurinn. Markar hún nokkrar breytingar hjá Willson og þá aðallega hvað vinnu- brögð varðar . Í fyrsta skipti var farið í alvöru hljóðver en upp- tökustjórnandi var Tony Doogan (Belle & Sebastian, Mogwai, Mount- ain Goats og Teenage Fanclub m.a.) og margt mektarfólk úr skosku tón- listarsenunni leggur honum lið. Þar má telja áðurnefnt átrúnaðargoð, Eugene Kelly en einnig King Creo- sote, Scott Hutchison úr Frightened Rabbit og Stevie Jackson og Chris Geddes úr Belle & Sebastian. Platan er gefin út í Bandaríkjunum af Slumberland en í Bretlandi/Evrópu af Fortuna POP!, útgáfum sem eru ört vaxandi „litlir risar“ og með tengingar á alla þá staði sem máli skipta. Viðbrögðin hafa þá verið vonum framar og munar þar ekki lítið um lofsömun Roberts Christ- gau, eins virtasta gagnrýnanda Bandaríkjanna en hann var braut- ryðjandi í heimi rokkgagnrýninnar á sjöunda áratugnum. Mojo, NME; „heimamiðlar“ eins og Scotsman og Skinny auk veigamikilla netmiðla eins og Music OMH, Line of Best Fit og Drowned in Sound hafa þá og lagt lóð sín á vogarskálarnar Á tónleikum Mig langar til að enda þennan pistil á stuttri tónleikalýsingu en í síðustu viku tróð Withered Hand upp í skoska þjóðminjasafninu. BBC var á staðnum og þúsundir áhorf- enda einnig. Tónleikarnir voru hluti af nokkurs konar síðkvöldi á safn- inu og maður fann rækilega fyrir því að aðdáendahópur Willson fer stækkandi. Margir hverjir sungu með í lögum, virtust kunna þau aft- ur á bak og áfram. Willson, sem var einn með gítarinn í þetta sinnið, var afslappaður og öruggur, grínaði taktískt á milli laga og er auðsjáan- lega orðinn vel sjóaður í „sjó“- bissnis. Mest um vert var þó hversu djúpt hann sökk inn í lögin, lygndi aftur augum og gaf sig 100%, án þess að hafa nokkuð fyrir því, að því er virtist. Það er ekki nóg að vera hnyttinn og geta raðað saman hljómum, einhver galdur þarf að fylgja eins og ég nefndi hér að framan og hann er þarna í tilfelli Willsons. Vonandi að kynngin nái til sem flestra, því annað væri synd. » ...þegar eiginkonangaf honum kassagít- ar í þrítugsafmælisgjöf sneri hann sér alfarið að tónlist eftir lítils háttar dútl við hana meðfram teikningunum.  Tónlistarmaðurinn Withered Hand er ein af perlum Ed- inborgar  Ný plata hans, New Gods, hefur vakið athygli 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 KK og Magnús Eiríksson halda tónleika á Café Rosenberg í kvöld kl. 22. Á tónleikunum munu þeir flytja lög úr lagasafni hvor annars auk laga sem þeir hafa samið í sameiningu. Félagana þarf vart að kynna þar sem þeir hafa verið í framvarðarsveit íslenskrar tónlist- ar undanfarna áratugi og leikið allt frá djassi, rokki, blús, sálar- tónlist og þjóðlögum yfir í rútu- bílasöngva og sjómannalög. Þeir hafa gefið út þrjár plötur saman með þekktum rútubílasöngvum, 22 Ferðalög árið 2003, Fleiri ferðalög árið 2005 og Langferðalög árið 2007. Ástsælir Magnús Eiríksson og KK. KK og Magnús á Café Rosenberg Tilboðsverð 23.896,- Tilboðsverð 12.792,- Ti lboðsverð 31.992,- Tilboðsverð 29.592,- Samstarfsaðilar um land allt. Kaupfélag Borgfirðinga, Veiðiflugan á Reyðarfirði, SR Byggingavörur á Siglufirði. Tilboðsverð 18.392,- Tilboðsverð 23.920,- VOR SPREN GJA Tilboðsverð 14.320,- Tilboðsverð 39.192,- Tilboðsverð 47.992,- Við fögnum sumrinu og bjóðum allar vörur með 20% afslætti Tónlistarhópurinn KÚBUS stendur fyrir öðrum viðburði sínum, Gekk ég aleinn, í Iðnó annað kvöld kl. 20. Fyrir viðburðinn fékk hópurinn til liðs við sig Hjört Ingva Jóhannsson píanóleikara, tónskáld og liðsmann Hjaltalín til að útsetja og semja dagskrá byggða á sönglögum eftir Karl Ottó Runólfsson. Hildigunnur Einarsdóttir messósópran og Jón Svavar Jósefsson baritón túlka lög- in ásamt kammerhópi og Friðgeir Einarsson leikstjóri hefur umsjón með sviðsetningu. KÚBUS Melkorka Ólafsdóttir flautuleik- ari er í kammerhópi KÚBUS. Annar viðburður KÚBUS-hópsins Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 121. tölublað (24.05.2014)
https://timarit.is/issue/373209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

121. tölublað (24.05.2014)

Aðgerðir: