Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Birkivellir 20, fnr. 218-5611, Svf. Árborg, þingl. eig. Hannes Þorvalds-
son og Anna M. Sívertsen, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf.,
miðvikudaginn 28. maí 2014 kl. 09:10.
Breiðamörk 5, fnr. 221-0074, Hveragerði, þingl. eig. Hulda Hrönn
Elíasdóttir, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær og Sjóvá-Almennar
tryggingar hf., miðvikudaginn 28. maí 2014 kl. 11:40.
Eyravegur 50, fnr. 228-2120, Svf. Árborg, þingl. eig. Vaðlaborgir ehf.,
gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Árborg, miðvikudaginn 28. maí 2014 kl.
09:25.
Eyravegur 50, fnr. 228-2121, Svf. Árborg, þingl. eig. Vaðlaborgir ehf.,
gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Árborg, miðvikudaginn 28. maí 2014 kl.
09:30.
Eyravegur 50, fnr. 228-2122, Svf. Árborg, þingl. eig. Vaðlaborgir ehf.,
gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Árborg, miðvikudaginn 28. maí 2014 kl.
09:20.
Furubrún lnr.174876, fnr. 222-2706, Bláskógabyggð, þingl. eig. Sig-
urður Gunnar Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands
hf., miðvikudaginn 28. maí 2014 kl. 15:15.
Gagnheiði 70, fnr. 226-3045, Svf. Árborg, þingl. eig. Suðursnældan
ehf, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 28. maí 2014 kl.
09:40.
Grafhólar 6, frn. 228-9128, Svf. Árborg, þingl. eig. Guðmundur Annas
Árnason og Hildur Sumarliðadóttir, gerðarbeiðendur Sveitarfélagið
Árborg og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 28. maí 2014
kl. 09:50.
Hamarsvegur 10, fnr. 220-5500, Bláskógabyggð, þingl. eig. Skúli Sig-
urðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Selfossi, miðvikudaginn
28. maí 2014 kl. 15:45.
Heinaberg 8, fnr. 221-2340, Ölfusi, þingl. eig. Ásgrímssynir ehf,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 28. maí 2014 kl.
10:30.
Iða lóð nr. 178009, fnr. 223-5605, Bláskógabyggð, þingl. eig. Sigríður
Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður íslenskra námsmanna,
miðvikudaginn 28. maí 2014 kl. 16:00.
Klettagljúfur 5, fnr. 234-3636, Ölfusi, þingl. eig. Hólmfríður J. Arndal
Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Ölfus, miðvikudaginn 28.
maí 2014 kl. 12:20.
Krókur lóð 170866, Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 220-9589,
þingl. eig. Guðmundur V. Hallbjörnsson, gerðarbeiðendur Drómi hf.,
Grímsnes-og Grafningshreppur og Vörður tryggingar hf., miðvikudag-
inn 28. maí 2014 kl. 14:00.
Laufskógar 25, fnr. 221-0693, Hveragerði, þingl. eig. Erna Kolbrún
Sigurðardóttir og Veigar Freyr Jökulsson, gerðarbeiðendur Hvera-
gerðisbær, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Veigar Freyr Jökulsson,
miðvikudaginn 28. maí 2014 kl. 12:00.
Laufskógar 25, fnr. 221-0694, Hveragerði, þingl. eig. Erna Kolbrún
Sigurðardóttir og Veigar Freyr Jökulsson, gerðarbeiðendur Hvera-
gerðisbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 28. maí
2014 kl. 12:05.
Lyngberg 27, frn. 221-2488, Ölfusi, þingl. eig. Hafsteinn Ísaksen Hans-
son, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Ölfus, miðvikudaginn 28. maí 2014
kl. 10:40.
Melhúsasund 10, fnr. 230-0937, Grímsnes- og Grafningshr., þingl. eig.
Elínborg Bárðardóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
miðvikudaginn 28. maí 2014 kl. 14:45.
Norðurbyggð 18B, fnr. 221-2552, Ölfusi, þingl. eig. Ragnheiður Bjarn-
ey Hannesdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn
28. maí 2014 kl. 10:50.
Suðurtröð 1, fnr. 232-3426, Svf. Árborg, þingl. eig. Björn Heiðrekur
Eiríksson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudag-
inn 28. maí 2014 kl. 09:00.
Unubakki 10-12, fnr. 221-2847, Þorlákshöfn, þingl. eig. Hjörleifur
Brynjólfsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðviku-
daginn 28. maí 2014 kl. 11:05.
Unubakki 4, fnr. 228-8495, Þorlákshöfn, þingl. eig. Þvottahús Ölfuss
ehf, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 28. maí 2014
kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
23. maí 2014,
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður.
Sjö ára eða 700
ára, það er bara
stigsmunur hjá
Sigurði Óskars-
syni, húsasmíða-
meistara í Vest-
mannaeyjum,
kranamanni, út-
gerðarmanni, kaf-
ara, plastglugga-
og hurðasmið, tón-
listarmanni og fjöl-
fræðingi sem sam-
kvæmt kirkjunnar bókum er
sjötugur í dag, 24. maí, fæddur
1944, og var í undirbúnings-
nefnd fyrir lýðveldið Ísland.
Sigga Óskars frá Hvassafelli
er margt til lista lagt og hvunn-
dagshugmyndir hans eru
þekktar fyrir að fara með hraða
ljóssins drifnar áfram af gam-
ansemi og verksviti. Siggi hefur
hannað ótrúlegusti hluti og
munar ekkert um það. Hann er
drengur góður, traustur og
forn, trúaður upp á gamla mát-
ann og þeir félagarnir treysta
hvor öðrum fullkomlega. Siggi
er ljóðskáld og lagasmiður,
samdi Þjóðhátíðarlögin 1976 og
Sigurður Óskarsson,
Vestmannaeyjum,
70 ára
1977 auk fjölda
söngva ýmist í
trúarlegum stíl eða
syndugum. Siggi
Óskars er eins
konar eyland þótt
hann sé þyrping af
eyjum, og Eyjarn-
ar sjálfar þekkir
hann eins og lófa
sinn bæði ofan
sjávar og neðan-
sjávar. Hann hefur
til að mynda labbað á hafsbotn-
inum milli lands og Eyja og var
þá að kanna ástand vatnsleiðsl-
unnar milli lands og Eyja og
auðvitað notaði hann tækifærið
og spjallaði við fiska og haf-
meyjar á ferð sinni, því hann er
einstakur spjallari af Guðs náð.
Siggi Óskars er ein af þessum
perlum sem fer öllum vel. Af-
mælisveislan hans mun standa
út árið að minnsta kosti minn-
ug þess að við getum þakkað
góðum Guði fyrir hvern dag
sem hann gefur. Við þökkum
líka fyrir Sigga Óskars, húrra,
húrra, húrra, húrra.
Árni Johnsen.
Það fyrsta sem ég
man eftir henni
mömmu var á 6 ára
afmælinu mínu. Ég
hafði boðið öllum
krökkum sem ég
mætti á leiðinni í
skólann þann dag-
inn og líka öllum
vinkonum og skóla-
systkinum. Það
mætti heill helling-
ur af krökkum sem
mamma hafði ekki hugmynd um
að myndu koma. En eins og
henni var einni lagið lét hún það
ekki setja sig út af laginu en
hrúgaði kökum á borðið, poppaði
og fór svo í skollaleik með okkur
öllum. Frá því ég man eftir mér
fannst mér hún geta ALLT. Hún
hafði alltaf ráð við öllu. Ég var
líka viss um að hún hefði einhvers
staðar peningatré sem reddaði
okkur oftar en ekki. Hún sagði
alltaf „Vilji er allt sem þarf!“ Ég
var kolbrjálað barn, lesblind og í
meira lagi ofvirk. En mamma var
samt óstöðvandi að hvetja mig
áfram í skólanum og að hjálpa
mér að læra að lesa og skrifa.
Hún gerði með mér glósur og
fann upp alls kyns sniðugar
lausnir sem hjálpuðu mér við
lærdóminn. Og svo prjónaði hún
flesta heimavinnuna mína í
handavinnu. Hún vann fulla
vinnu og tók þátt í fjölmörgum
samtökum sem studdu frið og
jafnrétti. Ég man eftir því að
þvælast með henni í Keflavíkur-
göngum, 1. maí hátíðarhöldum og
merkjasölu; reglulegum fundum
hjá MFÍK og vináttufél. Ísl. og
annarra landa. Svo ferðaðist hún
út um allan heim á friðar- og
kvennaráðstefnur. Það voru
töggur í henni. Hún fékk alltaf
íhaldið til að keyra sig á kjörstað
og kímdi svo þegar komið var á
staðinn og sagðist nú ætla að fara
inn og kjósa kommana. Í hverri
viku heimsótti hún aldraða for-
eldra sína, það var alltaf tími til
þess. Á unglingsárum mínum
gerði ég mömmu oft lífið leitt, en
þrátt fyrir uppsteytinn og lætin í
mér var hún alltaf sú manneskja í
lífi mínu sem hafði lausnir við
María
Þorsteinsdóttir
flestu og greip mig
tryggum höndum í
hvert sinn sem ég
féll. Hún hvatti mig
til að halda áfram í
skóla og stóð við
bakið á mér í öllu
(nema dópneyslu
minni). Ég er enn
þann dag í dag hissa
hvað hefur orðið úr
mér og á það hennar
ást og staðfestu allt
að þakka. Hún var umtöluð í
þjóðfélaginu og sagði í gríni að
hún gæti veggfóðrað eldhúsið sitt
með greinum úr Staksteinum, en
þar var hún oft á milli tanna
greinarhöfunda. Hún stóð alltaf
upp fyrir þá sem minna máttu sín
og óréttlæti var henni algjörlega
um megn að þola. Hún hvatti mig
til að nota kosningarétt minn og
vera virkur þegn í þjóðfélaginu.
Að sjálfsögðu ólst ég upp við
vinstri pólitík en fyrst og fremst
ólst ég upp við hennar óeigin-
gjarna verk í þágu friðar og
mannréttinda. Hún hafði misst
margan ástvininn en áfram hélt
hún með baráttuhuga, hún lét
ekki auðveldlega bugast. Árin
liðu og heimurinn breyttist, aust-
antjaldsblokkin féll og það voru
líklega þau mestu vonbrigði sem
hún varð fyrir. Á einu augabragði
hrundi allt það sem hún hafði
alltaf trúað á. Hún hélt þó ótrauð
áfram og beindi kröftum sínum
að mannréttindum og friði og var
virk í þeirri pólitík sem henni
stóð næst á þeim árum, Kvenna-
listanum. Hún kenndi mér að
hlusta á Aidu og Pétur og úlfinn.
Hún fór með mig á tónleika hjá
Sinfóníuhljómsveitinni, reglulega
í Þjóðleikhúsið og svo sendi hún
mig í píanótíma. Hún hvatti mig
til að fylgja draumum mínum og
gefast ekki upp þótt á móti blési.
Hún lést árið 1995, 81 árs að
aldri … og ég var ógeðslega fúl
út í hana fyrir að deyja svona á
mig upp úr þurru. Ég sakna
hennar ennþá. Hún hefði orðið
100 ára núna 24. maí. Til ham-
ingju með afmælið, mamma, þú
ert best!
Freyja Þorsteinsdóttir
AFMÆLI
✝ Steinunn SvavaSnæbjörns-
dóttir Jacobs fædd-
ist í Vest-
mannaeyjum 14.
desember 1928.
Hún lést af veik-
indum í San Anton-
io, Texas 25. apríl
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Snæbjörn
S.K. Bjarnason, f.
18. júlí 1892 á Ytri-Múla á Barða-
strönd, d. 31. janúar 1951 og
Guðný Pálína Ólafsdóttir, f. 9.
mars 1895, d. 2. október 1950.
Steinunn ólst upp í stórum systk-
inahópi í Hergilsey á Kirkjuvegi
70 í Vestmannaeyjum. Hún átti
fimm alsystkini og þrjú hálfsyst-
kini. Öll systkini Steinunnar eru
látin, hálfsystkini hennar voru
þau Björn Snæbjörnsson, f. 12.
október 1912, d. 1967, Fjóla Snæ-
björnsdóttir, f. 27. febrúar 1915,
d. 10.12. 1981 og Adólf Sveins-
son, f. 13. maí 1920, d. 1967. Al-
systkini hennar voru Friðbjörn
Ólafur Snæbjörns-
son, f. 1922, d. 24.
desember 1940, Val-
týr, f. 24. apríl 1923,
d. 10. febrúar 1998,
Kristján Snæbjörns-
son, f. 1925, dó sama
ár, Sigurvin Snæ-
björnsson, f. 29.
mars 1926, d. 16.
janúar 1997 og Guð-
björn, f. 15. maí
1927, d. 27. sept-
ember 1999.
Steinunn giftist 30. nóvember
1956 Morton R. Jacobs, flug-
manni í bandaríska hernum.
Börn Steinunnar og Mortons eru
Ida, f. 13. júní 1958, Pálína, f. 26.
maí 1959 og Susanna, f. 21. mars
1959. Fyrir átti hún Guðnýju
Ólafsdóttir Sigurvinsdóttur, f. 5.
október 1950 og Kristinn T. Har-
aldsson, f. 11. júní 1954. Steinunn
hefur verið búsett í San Antonio,
Texas, ásamt manni sínum og
fjölskyldu um áratugaskeið.
Bálför Steinunnar fór fram í
Texas 6. maí 2014.
Látin er föðursystir mín, Stein-
unn Svava Snæbjörnsdóttir Ja-
cobs, sem ýmist var kölluð í fjöl-
skyldunni Steina eða Didda.
Steina var í okkar huga uppá-
haldsfrænka, enda náði frænd-
rækni hennar þvert yfir Atlants-
hafið og löng búseta hennar í
Bandaríkjunum breytti þar engu.
Steinunn Svava var alin upp í
Vestmannaeyjum í húsi föðurfor-
eldra minna, Hergilsey, en þar
búa enn í dag afkomendur þeirra.
Steinunn giftist bandarískum her-
flugmanni Morton R. Jacobs, eða
Jake, sem ung kona og þau voru
búsett í San Antonio í Texas. Þar
vorum við mörgum sinnum gestir
og voru þær ferðir sérlega minn-
isstæðar. Enn eru til á heimilinu
kúrekastígvél, hattar og minja-
gripir frá Texas og að sjálfsögðu
vorum við reglulega minnt á
körfuboltaliðið Spurs sem fjöl-
skyldan vestanhafs hélt upp á
þegar vel gekk. Guðný (Gugga)
systir mín var elsta dóttir Steinu
og kjörbarn foreldra minna, Sig-
urvins Snæbjörnssonar og Svönu
Frímannsdóttur og hún var svo
heppin að eiga auk þess yndislega
lífsmóður. Þó hún hafi alist upp
hér á landi var sambandið við Am-
eríku alltaf kært og Steina fylgdist
náið með okkur öllum systkina-
börnum sínum. Við eiginmaður
minn höfum átt margar góðar
samverustundir með þeim hjón-
um í gegnum árin, bæði í Banda-
ríkjunum og á Íslandi sem ber að
þakka. Börnum hennar og afkom-
endum vottum við okkar dýpstu
samúð, Guðnýju Ó. Sigurvinsdótt-
ur og börnum, Kristni T. Haralds-
syni og afkomendum hennar vest-
anhafs Ídu, Pálínu og Susan
Jacobs og fjölskyldum þeirra.
Sif Sigurvinsdóttir.
Steinunn Svava
Snæbjörnsdóttir
Jacobs
Elsku amma
Hrönn, á þessum
tímamótum er margs
að minnast og marg-
ar góðar og hlýjar minningar sem
rifjast upp. Á Ránarbrautinni hjá
ykkur afa átti ég margar góðar
stundir og var Ránarbrautin eins
og mitt annað heimili. Þú skildir vel
í hvaða aðstöðu ég var og reyndir
alltaf þitt besta til að gera gott úr
öllum hlutum og láta mér líða vel
þegar ég var hjá ykkur. Það var
þér mjög mikilvægt að ég nærðist
vel og það gat maður alltaf stólað á
að mat skorti aldrei á Ránó, alltaf
var góður matur og vel útilátinn.
Einnig var þér mikilvægt að ég
klæddist vel, stóðst fast á því að
síðum ullarnærbuxum skyldi ég
ávallt klæðast. Ég var reyndar ekki
alltaf sáttur við þau klæðin og
reyndi ýmislegt til að komast und-
an þeim skilyrðum. Þér var mjög
mikilvægt að koma heiðarlega
fram og að farið væri með rétt mál.
Þó þú værir ákveðin við mig, sem á
stundum var nauðsynlegt, þá var
alltaf augljóst hvað þér þótti vænt
um mig. Ég man eitt sinn að ég átti
erfitt með svefn þegar ég gisti á
Ránó, þá var ekki að spyrja að því
að þú last fyrir mig bókina Elías
alla nóttin en sú bók var í miklu
✝ Hrönn Brands-dóttir fæddist í
Vík í Mýrdal 1.
október 1935.
Hrönn var jarð-
sungin frá Vík-
urkirkju 17. maí
2014.
uppáhaldi. En morg-
uninn eftir var morg-
unmaturinn klár fyr-
ir heimilisfólkið og þú
sjálf tilbúin til vinnu
og ekki minnst á að
nóttin hefði farið í að
annast mig. Fórnfýs-
in var mikil og þér
var einlægt annt um
fólkið þitt. Seinna
meir átta ég mig á
því hversu ómetan-
legt það var fyrir mig og ekki síður
mömmu og pabba að eiga þig og
afa að. Mamma og pabbi unnu bæði
að uppbyggingu Víkurskála á mín-
um uppvaxtar árum og því mikið að
snúast. Dyr ykkar stóðu alltaf opn-
ar og vandamál ekki til heldur að-
eins verkefni sem þurfti að leysa.
Held ég fái aldrei fullþakkað þér og
ykkur afa alla þá aðstoð, ást og
hlýju sem þið sýnduð mér.
Í dag á ég sjálfur fjölskyldu,
ljóminn sem geislaði af þér þegar
ég kom með börnin mín í heimsókn
til þín er minning sem lifir. Þér
þótti svo vænt um þau, sýndir okk-
ur fjölskyldunni einlægan áhuga í
öllu okkar og kveðjustundirnar
þínar voru einstakar. Þegar komið
var að því að kveðja þá fylgdir þú
okkur út á tröppur og stóðst þar og
horfðir á okkur renna úr hlaði.
Þegar börnin mín voru spurð hver
minning þeirra um langömmu
Hrönn væri, þá var svarið: Hún var
mjúk, hlý og góð. Það varst þú svo
sannarlega.
Megi minning þín lifa, elsku
amma mín,
Guðjón Þorsteinn.
Hrönn Brandsdóttir
Allar minningar á einum stað.
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
ALDARMINNING