Morgunblaðið - 08.07.2014, Blaðsíða 1
Unnendur ávaxta á borð við hindber
og kirsuber geta nú tekið gleði sína
því hægt er að fá íslensk ber frá hér-
lendum garðyrkjubændum. Íslensk
hindber hafa verið í ræktun í um
þrjú ár í garðyrkjustöðinni Kvistum
í Reykholti í Biskupstungum. Eft-
irspurnin hefur verið mikil en
tíðarfarið í sumar gæti þó
sett strik í reikninginn.
Nú bætist enn við
framboðið því á ann-
arri garðyrkjustöð, Engi
í Laugarási, eru ræktuð
kirsuber og er útlit fyrir af-
bragðsuppskeru í sumar. Ber-
in hjá Engi eru aðallega seld á
grænmetismarkaði stöðvarinnar.
Þar eru ræktaðar um 50 tegundir
af grænmeti og kryddjurtum og sí-
fellt er verið að leita nýrra leiða, að
sögn Sigrúnar Elfu Reynisdóttur,
sem á og rekur Engi ásamt eig-
inmanni sínum, Ingólfi Guðna-
syni. „Við ætlum núna að
prófa marglitar radísur;
appelsínugular, hvítar og
rauðar. Svo erum við líka
nýkomin með vætukarsa.
Sumar þessar tilraunir
ganga, aðrar ekki. En
það er gaman að prófa
sig áfram,“ segir Sigrún
Elfa. »4
Mikil eftirspurn eftir hindberjum og kirsu-
berjum hjá íslenskum garðyrkjubændum
Þ R I Ð J U D A G U R 8. J Ú L Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 158. tölublað 102. árgangur
LAXVEIÐIN GLÆÐIST
Í KJÖLFAR
MIKILLA FLÓÐA
REYNSLU-
AKSTUR OG
FÖGUR TÆKI
GRÉTA TROMMAR
OG ALLTAF LEIT-
ANDI Í LISTINNI
BÍLAR VILL EKKI FESTAST 10LAXVEIÐIÁR OG STÓRLAXAR 14
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sumarbrúðkaup Flestir kjósa að láta
gefa sig saman yfir sumartímann.
„Júní, júlí og ágúst eru brúð-
kaupsmánuðirnir og svo þynnist
þetta í báðar áttir,“ segir Sigurdís
Ólafsdóttir, eigandi brúðarkjóla-
leigunnar og verslunarinnar
Tveggja hjartna.
Fulltrúar þeirra trúar- og lífs-
skoðunarfélaga sem Morgunblaðið
hefur rætt við eru sammála um að
sumarið sé vinsælasti tíminn til að
láta gefa sig saman þrátt fyrir að
veðrið sé ekki upp á marga fiska.
Guðmundur Karl Brynjarsson,
sóknarprestur í Lindakirkju, segir
meira um minni athafnir og skyndi-
hjónavígslur en oft áður en það séu
oft mjög hjartnæmar stundir. Hann
hefur á tilfinningunni að yngra fólk
sé þó meira fyrir hefðbundnara
brúðkaup. »12
Sumarið er vinsæl-
asta árstíðin til að
ganga í það heilaga
Skeifubruni
» Rannsókn á stórbruna í
Skeifunni 11 hefst í dag.
» Þetta er með meiri elds-
voðum á seinni árum. Á sama
stað varð stórbruni árið 1975.
Viðar Guðjónsson
Una Sighvatsdóttir
Þorsteinn Ásgrímsson
„Við getum ekkert farið þarna inn,
það er allt sjóðandi heitt ennþá,“
segir Jóhann Karl Þórisson, sem
stýrði í gær aðgerðum af hálfu lög-
reglu á vettvangi stórbruna í Skeif-
unni í fyrrakvöld. Áætlað er að rann-
sókn á upptökum hefjist í dag.
Ljóst er að tjónið vegna brunans
hleypur á hundruðum milljóna
króna. Brunabótamat Skeifunnar 11
nemur rúmlega 1,8 milljörðum króna
samkvæmt fasteignaskrá. Áætlað
tjón Tryggingamiðstöðvarinnar er
210-240 milljónir króna en um 200
milljónir króna hjá Sjóvá og 250
milljónir króna hjá VÍS vegna end-
urtryggingasamninga þegar stór-
tjón er annars vegar.
Bjarni Ingimarsson var einn reyk-
kafara slökkviliðsins í eldsvoðanum í
Skeifunni í gær. Hann segir að á sín-
um 13 ára ferli í slökkviliðinu hafi
hann aldrei kafað svo stóran bruna.
„Ég þreifaði gluggann og glerið var
sjóðheitt. Það sást ekkert inn um
rúðurnar, það var bara allt svart
þarna inni,“ segir Bjarni.
Hundraða milljóna tjón
Rannsókn á eldsupptökum í Skeifunni hefst í dag Endurtryggingarsamn-
ingur kemur í veg fyrir meira tjón tryggingafyrirtækja „Það var bara allt svart“
MStórbruninn í Skeifunni »16-17
Morgunblaðið/Þórður
Aukning Íslandsbanki spáir aukn-
ingu afgangs þjónustujafnaðar.
Krónan hefði líklega gefið eftir í
sumar vegna neikvæðs viðskipta-
jafnaðar ef ekki hefði verið fyrir já-
kvæðan þjónustujöfnuð vegna vaxt-
ar í ferðaþjónustunni að sögn
Magnúsar Stefánssonar, hagfræð-
ings hjá hagfræðideild Landsbank-
ans.
Eins og greint er frá í nýrri Hag-
sjá Landsbankans var þriggja millj-
arða króna halli á vöruskiptum við
útlönd á fyrri helmingi ársins og er
það í fyrsta sinn frá 2008 sem halli er
á vöruskiptunum. Slök loðnuvertíð
og minni álframleiðsla en í fyrra eiga
þátt í þessum umskiptum.
Magnús segir að greiðslur af er-
lendum lánum fyrirtækja og hins op-
inbera á gjalddögum séu að minnka.
„Við búumst við því að framundan
séu lægri vaxtagreiðslur af erlend-
um lánum en síðustu ár. Það á þátt í
því mati okkar að þróun vöruskipta-
jafnaðar skipti ekki jafnmiklu máli
og áður fyrir gengisþróunina.“
Greining Íslandsbanka reiknar
með því að afgangur af þjónustujöfn-
uði verði um 25 milljarðar á öðrum
ársfjórðungi, sem yrði met, og vegur
ferðaþjónustan þar þyngst. » 4
Ferðaþjónustan mikilvæg
Halli á vöruskiptum við útlönd í fyrsta sinn frá 2008
Rústir Önnur sjón blasti við í gærkvöldi í Skeifunni en í fyrrakvöld þegar slökkviliðsmenn börðust við stærsta bruna í borginni í áratugi. Hreinsunarstörf
á vettvangi stóðu yfir fram á kvöld. Eftir standa rústir einar og tjónið er gríðarlegt. Áætlað er að lögreglan muni hefja rannsókn á eldsupptökum í dag.
Morgunblaðið/Ómar
Hreinsunarstarf í brunarústunum í Skeifunni stóð fram eftir kvöldi í gær
Heimsóknum
barna til tann-
lækna hefur
fjölgað verulega
eftir að nýtt fyr-
irkomulag á
greiðsluþátttöku
Sjúkratrygginga
Íslands var tekið
upp. Nokkuð er
um að stálpuð börn með mikla tann-
pínu hafi verið að koma til tann-
læknis í fyrsta skipti á ævinni. Bág-
ur efnahagur foreldra hefur komið
í veg fyrir að börn leiti til tann-
læknis. Þetta segir Kristín Heim-
isdóttir tannlæknir. »6
Stálpuð börn að
koma í fyrsta sinn