Morgunblaðið - 08.07.2014, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Frá því að nýtt fyrirkomulag
greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga
Íslands í tannlækningum barna tók
gildi hefur þeim börnum fjölgað
sem koma til
tannlækna.
Nokkuð er um að
stálpuð börn hafi
verið að koma til
tannlæknis í
fyrsta skipti á
ævinni vegna
bágs efnahags
foreldra og þau
eru þá stundum
með miklar tann-
skemmdir. Þetta
segir Kristín Heimisdóttir, formað-
ur Tannlæknafélags Íslands.
Núgildandi samningur Sjúkra-
trygginga Íslands (SÍ) og Tann-
læknafélags Íslands tók gildi hinn
15. maí í fyrra. Samkvæmt samn-
ingnum eru tannlækningar barna
nú greiddar að fullu af SÍ fyrir utan
árlegt 2.500 kr. komugjald. For-
senda greiðsluþátttökunnar er
skráning barns hjá heimilis-
tannlækni. Samningurinn hefur
verið innleiddur í áföngum, t.d.
hefur hann frá upphafi náð til 15,
16 og 17 ára barna og síðan hafa
aðrir aldurshópar bæst við. Nú eru
eingöngu börn á aldrinum 4-9 ára
eftir, auk barna sem eru yngri en
þriggja ára.
73% fóru til tannlækna í fyrra
Kristín segir það reynslu flestra
tannlækna að börn skili sér betur
til þeirra. Um 44.000 börn hafi ver-
ið skráð hjá heimilistannlæknum
frá því að samningurinn tók gildi og
að um 73% barna á aldrinum 0-17
ára hafi komið til tannlæknis í
fyrra.
„Núna erum við að fá til okkar
börnin sem hefðu annars ekki
komið. Þarna eru einstaklingar sem
hafa þurft á miklum tannviðgerðum
að halda. Sum barnanna höfðu lítið
sem ekkert komið til tannlækna
áður og þá bara til að gera það allra
nauðsynlegasta. Núna er verið að
taka þessi börn í gegn. Sum hafa
verið með svo mikla tannpínu að
þau hafa ekki getað sofið á nóttunni
í langan tíma,“ segir Kristín. Hún
segir að vissulega sé um fámennan
hóp að ræða en engu að síður séu
þessi börn til.
Breyting á starfsumhverfinu
„Annað sem nýir samningar hafa
haft í för með sér er að starfs-
umhverfi tannlækna hefur breyst.
Núna erum við eins og læknar og
getum gert það sem þarf að gera.
Áður gátu tannlæknar staðið
frammi fyrir því að vera með barn
með tannpínu og foreldrarnir höfðu
ekki efni á að láta gera neitt við því.
Það var skelfileg staða fyrir alla en
nú vinnum við í starfsumhverfi sem
er betra fyrir alla. Við vonumst líka
til að núna muni börn koma oftar í
forvarnaraðgerðir og fræðslu hjá
tannlæknum þannig að tann-
skemmdum muni fækka. Það er
auðvitað mikilvægt að gera við það
sem er skemmt en það er ekki síður
mikilvægt að koma í veg fyrir að
tennur skemmist.“
Kristín segist verða vör við mikla
ánægju með samningana, ekki síst
hjá foreldrum. „Núna eru börnin að
fá þá þjónustu sem þau áttu allan
tímann að fá.“
Börn skila sér betur til tannlækna
Nýtt fyrirkomulag greiðsluþátttöku hefur reynst vel Stálpuð börn með mikla tannpínu að koma
í fyrsta skipti til tannlæknis Breytingar á starfsumhverfi tannlækna Foreldrar eru ánægðir
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tannlæknir Nýtt greiðslufyrir-
komulag hefur gengið vel.
Kristín
Heimisdóttir
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014
Makríllinn er farinn að gefa sig í höfnum á suð-
vesturhorninu. Morgunblaðinu var sagt að
stökkvandi makrílar hefðu sést við Norðurbakk-
ann í Hafnarfirði á sunnudag og þóttu þeir
minna á höfrunga. Í gær var fólk að kasta fyrir
makríl af Norðurbakkanum og fékk fisk.
Gylfi Bergmann, vigtarmaður í Keflavík, sagði
að fyrsti makrílveiðimaðurinn, sem hann hefði
séð í sumar, hefði verið mættur á bryggjuna í
gærmorgun. Honum varð nokkuð vel ágengt. Þá
voru krókabátar eitthvað farnir að reyna við
makríl í innanverðum Faxaflóa. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Makríllinn er mættur í hafnirnar
Stökkvandi makrílar sáust við Norðurbakkann í Hafnarfirði
Gunnar Bragi Sveinsson utanrík-
isráðherra tekur þessa vikuna þátt
í ráðherrafundum Sameinuðu þjóð-
anna um sjálf-
bæra þróun á
vegum Efna-
hags- og félags-
málaráðs SÞ
(ECOSOC) í New
York.
Ísland leggur
áherslu á sjálf-
bæra nýtingu
náttúruauðlinda
í þróunar-
samvinnu á vett-
vangi SÞ. Á fundinum eiga ráð-
herrar kost á að ræða þá vinnu sem
fer af stað í haust um gerð nýrra
þróunarmarkmiða SÞ.
Á hliðarviðburði, sem Ísland
skipulagði í tengslum við fundinn,
fór utanríkisráðherra yfir áherslu-
mál Íslands í tengslum við sjáv-
arútvegsmál; verndun umhverfis
sjávar, ábyrgar fiskveiðar, eflingu
efnahagslegs ábata af ábyrgum
fiskveiðum og uppbyggingu inn-
viða til verndunar auðlindinni og
betri stjórnunar, þar með talið jafn-
rétti og valdeflingu kvenna.
Tumi Tómasson, forstöðumaður
Sjávarútvegsskóla háskóla SÞ, var
aðalræðumaður viðburðarins.
Áherslur Íslands í
sjálfbærri þróun
kynntar á fundi SÞ
Gunnar Bragi
Sveinsson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjórií Kópavogi,
er sá frambjóðandi sem fékk hæstu heildar-
framlögin frá einstaklingum og fyrirtækjum í
prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í þeim sveit-
arfélögum þar sem prófkjör fóru fram fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar hinn 31. maí. Alls
fékk hann rúmar 3,4 milljónir króna í styrki
fyrir prófkjör flokksins í Kópavogi í febrúar,
en þeir komu allir frá fyrirtækjum og voru að
hámarki 250 þúsund krónur. Júlíus Vífill Ingv-
arsson, sem skipaði annað sæti á lista flokksins
í Reykjavík, fékk rúmlega 2,8 milljónir króna í
styrki fyrir framboð sitt en framlög til Hall-
dórs Halldórssonar, oddvita flokksins í
Reykjavík, námu tæpum 2,8 milljónum. Þar af
voru rúm 900 þúsund krónur frá einstakling-
um, sem er mest allra frambjóðenda.
Frestur runninn út
Þá fengu þau Hildur Sverrisdóttir, Þorbjörg
Helga Vigfúsdóttir, Björn Jón Bragason, Hjör-
dís Ýr Johnson, Kjartan Magnússon, Áslaug
Friðriksdóttir, Björn Gíslason og Marta Guð-
jónsdóttir, frambjóðendur í Reykjavík, öll fram-
lög umfram 400 þúsund krónur, og einnig Karen
Elísabet Halldórsdóttir og Margrét Friðriks-
dóttir, frambjóðendur flokksins í Kópavogi.
Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar, en
upplýsingar um fjármál fyrir prófkjör flokksins
birtust þar fyrir skömmu.
Allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokkins í
Reykjavík hafa skilað inn upplýsingum um
fjárframlög til Ríkisendurskoðunar. Þá hafa
borist upplýsingar frá hluta frambjóðenda í
Kópavogi, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Akureyri,
Grindavík og Reykjanesbæ, en frestur til þess
að skila inn upplýsingum um fjárframlög til
Ríkisendurskoðunar er runninn út. Er flokk-
urinn sá fjórði í röðinni til að birta upplýsingar
um fjárframlögin.
Enginn yfir 400 þúsund kr.
Samkvæmt reglum Ríkisendurskoðunar ber
frambjóðendum að skila inn uppgjöri fari fjár-
framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum yfir
400 þúsund krónur. Að öðrum kosti nægir að
senda inn yfirlýsingu um að framlögin hafi ver-
ið undir þessari upphæð. Frambjóðendum ber
að skila yfirlýsingu eða eftir atvikum uppgjöri
til Ríkisendurskoðunar í síðasta lagi þremur
mánuðum eftir að prófkjöri lýkur.
Þegar hafa borist upplýsingar um fjárfram-
lög vegna prófkjara Pírata í Reykjavík, Sam-
fylkingar í Reykjavík og Hafnarfirði og
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í
Reykjavík. Engin frambjóðendanna fékk
framlög yfir 400 þúsund krónum, ef tekið er
mið af upplýsingum á vef Ríkisendurskoðunar.
Ármann safnaði mestu fyrir prófkjör
Sjálfstæðismenn þeir einu sem fengu framlög umfram 400 þúsund kr. í prófkjörum Þrettán hafa
skilað uppgjöri Frestur runninn út hjá Ríkisendurskoðun Ármann fékk 3,4 milljónir króna í styrki
Ármann Kr.
Ólafsson
Halldór
Halldórsson
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Samningur SÍ og Tannlækna-
félags Íslands tekur til allra
barna í bráðavanda, þó þau falli
ekki undir aldursmörk samn-
ingsins á hverjum tíma fyrir sig.
Til að þau öðlist greiðsluþátt-
töku þarf tilvísun að berast
tannlækni frá heilsugæslu,
barnaverndar- eða félagsmála-
yfirvöldum. Þetta fyrirkomulag
nær til barna sem búa við erf-
iðar félagslegar aðstæður og
eru með bráðan vanda sem
krefst tafarlausrar meðferðar.
Þá nær fyrirkomulagið einnig til
barna foreldra sem eru með
tekjur undir tilteknu viðmiði,
sem tilgreint er á vefsíðu SÍ,
eða eru án atvinnu.
Börn í
bráðavanda
FÉLAGSLEGAR AÐSTÆÐUR